Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÚIÐ er að heilbora nærri þriðj- ung aðrennslisganga Kárahnjúka- virkjunar, eða 13,5 km af 48,3 km löngum göngum í heild sinni. Í viku hverri mjakast risaborarnir þrír áfram um 300–400 metra samtals en að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun hafa mestar tafir orð- ið í aðrennslisgöngum 3 í Hrafn- kelsdal vegna leka og vatnsaga. Bergið þar er ungt móberg frá ís- öld, m.a. bólstraberg, og fer mikill tími hjá starfsmönnum Impregilo í að þétta göngin. Aðrennslisgöng 3 verða styst, eða um 5,5 km, en borunin er þó lengst komin þar, eða um 3,8 km. Í hinum aðrennslisgöngunum, þar sem berg- ið er mun eldra og þéttara í sér, hafa risaborarnir komist 20–25% leiðarinnar. Göng 1 verða 14 km en göng 2 rúmir tíu km. Útivinna við sjálfa Kárahnjúka- stífluna gengur hægar í frosthörk- unum en Sigurður segir távegginn í fremsta hluta stíflunnar „tosast upp“. Hæstur verður veggurinn 45 metrar en búið er að steypa hann í um 27 metra hæð. Starfsmenn Impregilo eru nýlega byrjaðir á grjótfyllingu í aðalstíflunni en frost- ið hefur gert færibandinu erfitt fyr- ir undanfarið. Því hafa stórvirkir vörubílar verið notaðir í meira mæli í grjótflutninginn. Búið er að fylla í um 30% af stíflunni, eða 2,4 millj- ónir rúmmetra af 8,7 milljónum rúmmetra. Sigurður segir að meiri hraði fáist í þessa vinnu þegar nær dregur vori. Að sögn Sigurðar ganga fram- kvæmdir ágætlega hjá Arnarfelli við Jökulsárveitu en vinna Suður- verks við hliðarstíflur Kárahnjúka- virkjunar liggur niðri þar til í mars- mánuði. Góður gangur er hjá Fosskraft við byggingu stöðvarhúss og spennusalar inni í Valþjófsstaðar- fjalli í Fljótsdal. Steypuvinna er í fullum gangi og nú styttist í að upp- setning vélbúnaðar hefjist. Í lok febrúar er stefnt að því að steypa botn stöðvarhússins og þá koma fyrstu stálhlutarnir í sográsina und- ir túrbínum virkjunarinnar. Hluti farms Jökulfells átti að fara í stöðvarhúsið Einhverjar tafir verða þó á steypuvinnunni hjá Fosskraft þar sem um 840 tonn af steypustyrkt- arstáli, sem átti að nota í stöðv- arhúsið, voru um borð í ms. Jök- ulfelli sem fórst norður af Færeyjum sl. mánudag. Var það nærri helmingur alls farmsins. Ver- ið er að útvega aðra stálsendingu í staðinn. Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun miðar ágætlega Ljósmynd/Landsvirkjun Munni aðkomuganganna í Fljótsdal er farinn að taka á sig stærri mynd hjá starfsmönnum Fosskraft. Nærri þriðjungur ganganna að baki RAFIQ Hariri var sérstaklega eftirminnilegur maður. Hlátur- mildur og skemmtilegur. Þannig lýsir Geir H. Haarde fjármála- ráðherra kynnum sínum af Raf- iq Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í bílasprengjuárás í Beirút í gær ásamt 12 öðrum. Geir átti þess kost að hitta Hariri að máli í Beirút haustið 2003 eftir ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Dubai. „Þá stoppaði ég í nokkra daga í Líbanon en ég var þar í opinberri heimsókn. Ég átti þar fundi með forset- anum, forsætisráðherranum, fjármálaráðherranum og fleir- um. Forsætisráðherrann var sérstaklega eftirminnilegur maður og gaf sér góðan tíma. Við sátum í rúman klukkutíma og spjölluðum saman,“ segir Geir. „Hariri var upphaflega frá Saudi-Arabíu og hafði efnast vel í viðskiptum að því að sagt var. Samtal okkar fór fram á heimili hans, glæsilegum vistarverum í miðbænum. Það var létt yfir honum, hann var hláturmildur og skemmtilegur maður. Það fór afskaplega vel á með okkur þennan tíma,“ segir Geir. Hann segist hafa fengið góða yfirsýn yfir þróun mála í Líb- anon í samtölunum við Hariri og aðrar ráðherra sem hann ræddi við. Líbanon lykilland „Líbanon er lykilland í þess- um heimshluta, en þar er jafn- framt óvenjulegt stjórnarfar, sem byggist á samkomulagi á milli trúarhópa. Þarna var löngum mikil fjármálamiðstöð, sem þeir hafa verið að endur- reisa frá því á síðast áratug. Fyrir utan hörmulegt manntjón- ið er þessi árás áreiðanlega mik- ið áfall fyrir alla uppbyggingu bæði í fjármálaþjónustu og á öðrum sviðum og bakslag í þeirri þróun sem þarna hefur átt sér stað í átt til friðar frá 1990.“ Eftirminnileg- ur og skemmti- legur maður Geir H. Haarde fjármálaráðherra hitti Rafik Hariri að máli á heimili Hariris í Beirút haustið 2003 og var myndin tekin við það tækifæri. Ljósmynd/Ragnheiður Árnadóttir BALDVIN Jónsson, fram- kvæmdastjóri Food and Fun- hátíðarinnar, segir þátt í mat- reiðsluþáttaröðinni „Chef’s A Field: Culinary Adventures That Begin on the Farm“, sem tekinn var upp á Íslandi í september sl., vera gríðar mikla landkynningu en um 16 milljónir Bandaríkja- manna koma til með að sjá þáttinn á þessu ári. Útleggja mætti þátt- inn á íslensku „Kokkur á vett- vangi; Matreiðsluævintýri sem hefjast á sveitabænum“. Baldvin segir undirtóninn í þættinum undirstrika það hversu langt Ísland sé komið í því að framleiða mat á grundvelli sjálf- bærrar þróunar og slíkt stuðli að afburða hráefni. En hráefni er lykilatriði hvað varðar góða mat- reiðslu að mati kokka segir Bald- vin. Þátturinn verður forsýndur nk. föstudag í tengslum við Food and Fun hátíðina og mun framleiðandi þáttarins, Heidi Hanson, koma til landsins í þeim tilgangi á sérstaka boðsýningu sem verður í Kringlu- bíói. Í hverjum þætti er fylgst með landsþekktum meistarakokki í Bandaríkjunum ná sér í ferskt eð- alhráefni og vinna svo úr því. Í Íslandsþættinum heimsækir bandarískur meistarakokkur sjó- menn á Eskifirði, bændur á Suður- landi og kynnist aðferðum inn- fæddra. „Undirtónninn í myndinni er sú sérstaða Íslands að vera núna nánast með alla mat- vælaframleiðsluna undir þessum formerkjum um sjálfbæra mat- vöruframleiðslu, þ.e. að ekki sé gengið of nærri auðlindum jarðar, meðferð dýra sé skynsamleg o.s.frv.,“ segir Baldvin og bætir því við að þetta sé í fyrsta sinn sem „Chef’s a Field“ þáttur sé tek- inn upp utan Bandaríkjanna Baldvin segir þáttinn vera margverðlaunaðan og framleiddan af PBS-sjónvarpsstöðinni. Í áhorf- endahópi þáttarins sé mikið af menntuðu fólki sem ferðist mikið og sé í áhrifastöðum í Bandaríkj- unum. PBS samanstendur af um 280 sjónvarpsstöðvum vítt og breitt um Bandaríkin og mun hver stöð sýna þáttinn u.þ.b. sex sinn- um á næstu fimm árum að sögn Baldvins. „Þá erum við komin með eitthvað um 25–30 milljóna manna áhorf,“ segir Baldvin. Þáttur í bandarískri matreiðsluþáttaröð tekinn upp hér Mun alls ná til um 25–30 milljóna Bandaríkja- manna á næstu fimm árum Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.