Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 55
Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Nýr og betri www.regnboginn.is kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. SIDEWAYS Þ.Þ. FBl  S.V. MBL. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit 5 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari. 11 tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit 7 Sýnd kl. 5.40 og 10.30. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.15.  MMJ kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás 2  Ó.Ö.H. DV SV Mbl. Sýnd kl. 5.30 og 8. FRÁ ALEJANDRO AMENÁBAR, LEIKSTJÓRA THE OTHERS Stórkostleg sannsöguleg mynd um baráttu upp á líf og dauða. H.L. Mbl. ÓÖH DV. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Kvikmyndir.is    M.M.J. Kvikmyndir.com   Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára GOLDEN GLOBE VERÐLAUN - Annette Bening sem besta leikkona Frábær mynd þar sem Annette Bening, Jeremy Irons og Michael Gambon fara á kostum. TILNEFNING TIL ÓSKARSVERÐLAUNA, Annette Bening sem besta leikkona ÓTH RÁS 2 Hverfisgötu ☎ 551 9000 CLOSER Frumsýnd 17. feb. CLOSER Frumsýnd 17. feb. CLOSER Frumsýnd 17. feb. Sýnd kl. 4 Ísl tal ATH! VERÐ KR. 500  Kvikmyndir.is.  Ó.S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 55 RAY Charles heitinn var kvaddur með virktum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudag í Los Angeles. Fékk hann átta verðlaun fyrir síðustu plötu sína Genius Loves Company, sem m.a. var valin breiðskífa ársins og plata ársins, en á plöt- unni syngur Charles dúetta með söngvurum á borð við Elton John og Van Morrison. Plata Charles, sem er hans tvö hundruð og fimmtugasta þegar allt er tekið með skv. talningu Variety, kom út tveimur mánuðum eftir að hann féll frá í júní á síðasta ári. Þetta er aðeins í annað skiptið sem plata ársins fellur látnum listamanni í skaut, en Double Fantasy var valin plata ársins fyrir 1980 tveimur mánuðum eftir að John Lenn- on hafði verið ráðinn af dögum. Sjálfur fékk Charles fimm verðlaun; einn- ig fyrir besta poppsamsöng í laginu „Here We Go Again“ sem hann söng með Noruh Jones, fyrir besta gospel-flutninginn í lag- inu „Heaven Help Us All“, með Gladys Knight en platan var einnig útnefnd besta poppplatan. Auk þess fékk Charles sérstök heiðurs-Grammy-verðlaun. Þá fékk platan þrenn verðlaun fyrir útsetningar og upp- töku. Einu verðlaunin sem Charles varð af var fyrir besta R&B flutning en þau féllu Prince í skaut. Ray Charles hafði áður fengið 12 Grammy-verðlaun – öll í flokki R&B- tónlistar – þau fyrstu árið 1960. Aðrir stórir verðlaunahafar á hátíðinni voru John Mayer fyrir lag árins, „Daught- ers“ og hljómsveitin Maroon 5 var útnefnd besti nýliði ársins. Þá fékk Alicia Keys næstflest verðlaun á eftir Charles, fern talsins og Norah Jones, Usher, Kanye West og U2 fengu þrenn. Keys fékk verðlaun fyrir bestu R&B- plötu ársins (The Diary of Alicia Keys), West fyrir rapp-plötu ársins (The College Dropout) og Green Day fyrir bestu rokk- plötu ársins (American Idiot). Nokkrir gamalreyndir í faginu fengu sín fyrstu Grammy-verðlaun á sunnudag; Mot- orhead fyrir þungarokksflutning ársins, Rod Stewart fyrir sígilda poppplötu ársins og Brian Wilson fyrir flutning á ósungnu rokklagi „Mrs. O’Leary’s Cow“ af Smile. Loretta Lynn fékk sín fyrstu Grammy- verðlaun í heil 33 ár þegar plata hennar Van Lear Rose var valin kántríplata ársins. Svipaða sögu er að segja af Nancy Wilson sem fékk sín fyrstu verðlaun (besta sungna djassplatan) síðan hún fékk verðlaun í R&B-flokki árið 1964. The Blind Boys of Alabama, sem hafa verið að í heil 60 ár, unnu til gospel- verðlauna fjórða árið í röð. Alls voru veitt verðlaun í 107 flokkum sem spanna allar hugsanlegar og óhugs- anlegar tegundir tónlistar; allt frá rokki til polka, en einungis var sjónvarpað beint í Bandaríkjunum frá veitingu verðlauna í 10 helstu flokkunum. Dæmi um þessa fjöl- skrúðugu verðlaunaflóru er að nú í fyrsta sinn voru veitt verðlaun fyrir bestu plötuna með tónlist frá Hawaii. Björk var tilnefnd til tvennra verðlauna. „Oceania“ var tilnefnt í flokknum „flutn- ingur söngkonu á popplagi“ en þau verðlaun fóru til Noruh Jones fyri lagið „Sunries“ en í flokknum framsækna plata ársins var plata hljómsveitarinnar Wilco A Ghost is Born tekin fram yfir Medúllu. Emilíana Torrini hafði verið tilnefnd fyrir danslag ársins en þau féllu í skaut „keppinautar“ hennar Britney Spears og Avant & Bloodshy fyrir lagið „Toxic“. Tónlist | Grammy-verðlaunin afhent í 47. sinn á sunnudag Ray Charles kvaddur með stæl skarpi@mbl.is Reuters Hjónin Jennifer Lopez og Marc Anthony héldust hönd í hönd er þau sungu saman hjartfólginn dúett, lagið „Escapemonos“. Reuters Gwen Stefani var meðal flytjenda á Grammy-hátíðinni í Staple Center í Los Angeles og söng dúett með Eve. Reuters Alicia Keys var einn stærsti sigurvegari kvöldsins og fékk fern verðlaun, þ.á m. fyrir besta R&B-flutning á laginu „If I Ain’t Got You“. MEÐAL þeirra allmörgu sem heiðraðir voru fyrir æviframlag sitt til tónlistarinnar á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár var hinn 91 árs gamli Pinetop Perkins, einn fremsti píanisti gervallrar blússögunnar sem m.a. lék á sínum tíma með Muddy Waters. Perkins er íslenskum blúsunnendum að góðu kunnur því hann kom reglulega hing- að til tónleikahalds fyrir góðum áratug síð- an, fyrir tilstuðlan Halldórs Björnssonar, og lék þá jafnan með hljómsveit hans Vinum Dóra, gjarnan á blússtaðnum fornfræga en skammlífa, Púlsinum við Vitastíg. Fór það vel á með þeim Perkins og Vinum Dóra að ákveðið var að hljóðrita eina af tón- leikunum þar sem þeir léku saman og gefa út. Platan kom út árið 1992 og heitir Pine- top Perkins and the Blue ice band, en það kölluðu Dóri og félagar sig á erlendri grundu. Hefur sú plata vakið talsverða at- hygli í blúsheiminum og fréttist af því árið 1999 að ólögleg útgáfa af plötunni, sem hét „Got my Mojo working“ gengi kaupum og sölum á Netinu. Þegar haldið var upp á áttræðisafmæli Perkins á Chicago Blues Festival árið 1993 þá var Vinum Dóra boðið að koma þar fram og tóku þeir þar m.a. lagið með Perkins. Pinetop Perkins (þriðji frá vinstri) á Íslandi ásamt Chicago Beau og Vinum Dóra. Blúsvinur Dóra heiðraður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.