Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EINN Íslendingur var meðal 15 skipverja sem bjargað var úr sökkvandi fiskiskipi úti fyrir Sómalíu á austurströnd Afríku síðastlið- inn miðvikudag. Frá þessu var greint í norsk- um fjölmiðlum í gær en tveir Norðmenn voru um borð, skipstjórinn og vélstjórinn. Skipið var á humarveiðum og nefndist Mar- ie. Norðmennirnir voru frá útgerðarfyrirtæk- inu Ervik Havfiske, sem er ein stærsta línuút- gerð Noregs. Talsmaður fyrirtækisins stað- festi í samtali við Morgunblaðið að Íslend- ingur hefði verið um borð og að enginn hefði slasast. Vildi hann ekki gefa upp nafn Íslend- ingsins en sagði hann vera búsettan í Brasilíu. Utanríkisráðuneytið hafði engar fregnir haft af slysinu í gær, aðrar en úr norskum fjöl- miðlum, og hið sama var að segja um sendiráð Íslands í Osló. Strandgæsla í stað sjóræningja Aðrir í áhöfn skipsins voru frá Sómalíu. Neyðarkall barst um gervihnött til björgunar- miðstöðvar í Sola í Noregi, sem lét nærstadda báta vita. Var skipverjunum bjargað af bátum strandgæslunnar í Sómalíu og siglt með þá til bæjarins Bosasso. Talið er vonlaust að ná skipinu upp af hafsbotni. Haft er eftir talsmanni norsku björgunar- miðstöðvarinnar að það hafi komið honum á óvart að Sómalir ættu sér strandgæsluskip. Á þessum slóðum væri algengara að smábátar með vélbyssur og sjóræningja innanborðs birtust ef sjófarendur væru í nauðum staddir. Íslendingur í sjávar- háska við Sómalíu ÓVENJU mikið virðist vera af höfrungi og hnúfubak í kringum Grímsey og segist sjómaður með tæplega 40 ára reynslu aldrei hafa séð annað eins af hval á þessu svæði. „Það er búið að vera óvenju mikið af höfrungi, ég hef oft séð mikið, en aldrei eins og þetta,“ segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri í Grímsey. „Svo hefur verið mjög mikið af hnúfubak, maður hefur verið að sjá sex, átta eða jafnvel upp í tíu stykki saman í einu. Ég hef aldr- ei séð annað eins, þó maður hafi svo sem séð einn og einn hnúfu- bak,“ segir Gylfi. Hann segir greinilegt að þessir hvalir sæki í loðnuna, sem óvenju mikið er af í kringum Grímsey. „Það er langt síðan hefur komið svona mikil loðna á þetta svæði.“ „Maður sér mikið af blæstri, og það kom meira að segja einn hnúfubakur upp rétt við bátinn hjá okkur fyrir nokkrum dögum. Ég hef aldrei heyrt önnur eins og einn, en maður vill ekki fá þetta í neinu magni.“ „Það hefur verið mikil fjölgun í hnúfubaksstofninum á und- anförnum áratugum og virðist vera aukning í því að hann sé hér við land að vetrarlagi líka, en annars er það háttur þessara skíðishvala að fara suður á bóg- inn á veturna,“ segir Gísli Vík- ingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun. Hann seg- ir að undanfarin ár hafi heyrst af mikilli hnúfubaksgengd á loðnu- miðum, og reglulega komi upp tilvik þar sem hvalir rífi loðnu- nætur. Gísli segir minna vitað um höfrungana, minna heyrist af þeim frá sjómönnum, kannski vegna þess að þeir þykja ekki eins frásagnarverðir og hnúfu- bakarnir. Höfrungar eru tann- hvalir og éta m.a. þorsk, ýsu og loðnu, en hnúfubakarnir eru skíð- ishvalir og lifa á svifi og smáum uppsjávarfiski, t.d. loðnu. svæðinu. Enn sem komið er hef- ur hann ekki lent í því að hvalir rífi net, en í fyrradag komu tveir höfrungar í netið. „Þeir fara bara á grillið, þeir eru alveg herra- mannsmatur. Það er bara fengur að fá þetta öðru hvoru svona einn hljóð, það vældi hátt í honum, ískurhljóð einhverskonar. Við vorum alveg gáttaðir hérna um borð,“ segir Gylfi. Höfrungarnir koma einnig mikið upp að bátunum, og segir Gylfi að þeir séu í þúsundavís á Ekki séð meira af hval við Grímsey í 40 ár Morgunblaðið/Kristján Hnúfubakar festast reglulega í netum, en óvenju mikið hefur verið af hnúfubak og höfrungi í grennd við Grímsey síðustu vikurnar. NÆR daglega fer Sigsteinn Pálsson, fyrr- verandi stórbóndi á Blikastöðum í Mos- fellsbæ, í leikfimi. Í hverri viku spilar hann líka brids. Hann hefur skoðun á flestu og man ártöl, nöfn og atburði líkt og þeir hafi gerst í gær. Þetta væri kannski ekki frétt til næsta bæjar nema vegna þess að á morgun fagnar Sigsteinn hundrað ára afmæli sínu og heldur upp á afmælið með veislu í Hlégarði. „Ég get ekki skýrt það öðruvísi en með því að ég hef unnið, borðað og sofið,“ segir Sigsteinn spurður um galdurinn að baki háum aldri og góðri heilsu. Hann segir lang- lífi í föðurættinni, langafi hans hafi til að mynda átt fáa mánuði í hundrað árin er hann lést. Það hafi þótt merkilegt á þeim tíma, en algengara sé í dag að fólk nái svo háum aldri. Sigsteinn fæddist á Austfjörðum en flutti um miðjan fjórða áratuginn til Mosfells- sveitar, sem hefur þroskast og breyst í bæ- inn Mosfellsbæ frá því Sigsteinn tók við bú- skap á Blikastöðum árið 1942 ásamt eiginkonunni Helgu Jónínu Magnúsdóttur. „Þetta var oft erfitt en alltaf gaman,“ segir hann um búskaparárin á Blikastöðum. Á myndinni er Sigsteinn Pálsson og á veggn- um hangir málverk af Blikastöðum. Morgunblaðið/Golli Stálminn- ugur í hundrað ár  Oft erfitt/Miðopna TALIÐ er að atvinnuleysi í jan- úar hafi verið á bilinu 2,8–3,2% en atvinnuástandið versnar yf- irleitt á þessum árstíma. Að mati Alþýðusambandsins benda nýjustu atvinnuleysistölur þó til að atvinnuleysi sé í raun að minnka um þessar mundir. Hef- ur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi ekki verið minna síðan í júlí 2002. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur ASÍ, segir að þeg- ar búið er að leiðrétta atvinnu- að hægja á batanum á vinnu- markaði. Atvinnuþátttaka ungmenna hefur minnkað Skv. nýju yfirliti Vinnumála- stofnunar hefur atvinnulausum ungmennum (15–24 ára) fækkað verulega milli ára en atvinnu- lausum í elsta aldursflokknum (60 ára og eldri) fjölgað nokkuð. Að sögn Ingunnar er líkleg- asta skýringin á fækkun ung- menna í hópi atvinnulausra sú að margir úr þeim hópi hafi snúið sér aftur að skólanámi. „Við höfum líka séð af tölum frá Hagstofunni að atvinnuþátttaka þessa hóps hefur verið að minnka töluvert,“ segir hún. Skv. yfirliti Vinnumálastofn- unar yfir síðast liðið ár var at- vinnuleysi karla 2,6% og kvenna 3,8%. Hefur atvinnuleysi karla minnkað töluvert frá 2003 þegar það var 3%, en hefur minnkað minna hjá konum, en það var 3,9% árið 2003. leysistölurnar fyrir árstíða- bundnum sveiflum komi í ljós að dregið hafi úr atvinnuleysi á seinustu mánuðum. „Þetta bendir til þess að við séum að rétta úr kútnum en samt sem áður erum við uggandi vegna frétta af uppsögnum starfsfólks í fiskvinnslunni,“ segir hún. Að mati ASÍ er styrking krónunnar áhyggjuefni vegna áhrifanna hjá fyrirtækjum í samkeppnis- og útflutnings- greinum og gæti orðið til þess Vísbendingar eru um bata á vinnumarkaði HÆPIÐ er að loðnukvóti vertíðarinnar náist ef fram heldur sem horfir. Veiðarnar hafa fram til þessa gengið fremur illa, loðnan er dreifð og tíð- arfarið óhagstætt. Loðnukvóti vertíðarinnar er nærri 781 þúsund tonn en aflinn er nú orðinn um 300 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu. Þó talsvert af loðnu berist á land þessa dagana láta skipstjórar illa af veiðunum. Maron Björnsson, skip- stjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, segir tíð- arfarið hafa verið af- ar óhagstætt alla vertíðina. Auk þess sé loðnan dreifð og því þurfi mikið að hafa fyrir fullferm- inu, allt upp í 10 til 12 köst. Loðnuflotinn er nú að veiðum á Meðallandsbugt, skammt vestan Ing- ólfshöfða og segir Maron að ekkert bóli á svokallaðri seinni göngu, sem jafnan gengur upp á landgrunnið þegar líða tekur á vertíðina. Stóriðja fyrir bæjarfélagið Sveitarstjórnarmenn segja loðnuvertíðina skipta afar miklu máli fyrir bæjarfélögin því auknar tekjur fáist af útsvari og hafnargjöldum þar sem mikil vinna sé og tíðar landanir. Þá skapist tekjur af þjónustu við skipin og af versl- un og viðskiptum við þau. Segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, að fiskvinnslan í bænum sé eins og stóriðja fyrir bæjarfélagið. Óvíst að tak- ist að veiða kvótann  Loðnuveiðar/8, 12 Elona frá Úkraínu við frystingu í Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.