Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 óslyngur, 8
álögu, 9 vinnuflokkur, 10
beita, 11 endurtekið, 13
eta upp, 15 rándýra, 18
ávítur, 21 klettasnös, 22
heiðarleg, 23 hindra, 24
orðasennan.
Lóðrétt | 2 slappt, 3 Danir,
4 kyrrt, 5 kvennafn, 6
kvenfugl, 7 hlífa, 12 blóm,
14 snák, 15 neglur, 16
áleit, 17 greinar, 18 skell-
ur, 19 reiðri, 20 svelg-
urinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 lævís, 4 stáls, 7 óskar, 8 ormur, 9 pár, 11 tært, 13
engi, 14 óróin, 15 kukl, 17 nota, 20 pat, 22 kuldi, 23 álkan,
24 rautt, 25 nánar.
Lóðrétt | 1 ljóst, 2 vakur, 3 sorp, 4 spor, 5 álman, 6 sorti, 12
tól, 13 enn, 15 kækur, 16 keldu, 18 orkan, 19 annar, 20 pilt,
21 tákn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki er allt sem sýnist í dag. Ein-
hver þykist fara að reglum en brýt-
ur þær bak við tjöldin. Ekki fara að
dæmi viðkomandi, þótt þér þyki
þetta sniðugt. Það gæti endað illa.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hvað er á seyði? Nautið skoðar
heiminn með rósrauðum gleraugum
í dag. Hvað varð af hinni eðlislægu
og jarðbundnu skynsemi? Ekki vill-
ast af leið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar
áætlanir eiga hug tvíburans allan
um þessar mundir. Hann finnur
fyrir óánægju með allt og alla sem
ekki standast væntingar hans.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn þráir örvandi félagsskap í
dag. Því klikkaðri og óvenjulegri
því betri. Samvera við öðruvísi fólk
dregur fram nýjar hliðar á sjálfum
þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Rómantíkin er allsráðandi í dag eft-
ir fullvitsmunalegar áherslur síð-
ustu daga. Kúrðu með ástvini þín-
um og hjalaðu krúttlega í eyra
viðkomandi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan þarf að sanna sig í dag og
vill ekki síst sýna fram á að hún hafi
sínar eigin þarfir og sérvisku.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Leyfðu rómantíkinni að blómstra í
dag. Vogin er í þeim stellingum að
láta heilla sig upp úr skónum í
augnablikinu og langar til þess að
flýja hið hversdagslega.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Drekinn er óvenju sáttfús þessa
dagana og fullur hluttekningar
gagnvart náunganum. Hann er til í
að fyrirgefa og gleyma. Ekki láta
samt plata þig upp úr skónum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nákominn einstaklingur finnur sig
knúinn til þess að standa fast á
sjálfstæði sínu. Hann vill ekki lúta
reglum fjölskyldunnar og gerir
kannski uppreisn í klæðaburði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vertu þú sjálf í dag, steingeit, í stað
þess að vera ólánsöm útgáfa af
væntingum annarra. Klæddu þig
eftir eigin höfði og segðu það sem
þér býr í brjósti.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er óvenju væminn upp
á síðkastið. Nýttu tækifærið og
mæltu þér mót við einhvern sem
þér þykir mikið til koma og láttu
sem þið séuð einu manneskjurnar í
heiminum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn er á kafi í eigin tilfinn-
ingum í dag og það gerir hann við-
kvæmari en ella fyrir því sem er á
seyði í kringum hann. Sneiddu hjá
hranalegu og árásargjörnu fólki.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Þú býrð yfir skapandi hæfileikum og átt
að hlýða kalli listagyðjunnar ef þannig
ber undir. Þú átt virðingu og greiðvikni
yfirboðara þinna jafnan vísa og nýtur lið-
sinnis þeirra við að ná takmarki þínu.
Mælska þín er náðargáfa, farðu vel
með þá gjöf.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif
Gunnarsdóttir – vídeóverk
Gallerí Sævars Karls | Sigurður Örlygsson
– Ættarmót fyrir hálfri öld.
Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós-
myndir, skúlptúra, teikningar og mynd-
bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir
listaverk úr mannshári í Boganum.
Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og
Haraldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr-
úarmánaðar.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars-
son, rafvirkjameistari sýnir útsaum og mál-
aða dúka í Menningarsal.
Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir
óhlutlæg verk.
Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir – „Netscape Oracles“ Remedy
for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson –
Hvað er í gangi? í Kubbnum.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–
1945 og Rúrí – Archive-endangered wat-
ers.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn-
laugsdóttir mátturinn og dýrðin, að eilífu
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð-
ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar.
Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum
Kjarvals í austursal.
Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir
sýnir samspil steina, ljóss og skugga.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er
myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi
Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins.
Sýning á verkum Braga í veitingastofu og
kjallara.
Listasýning
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís-
lendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið –
Svona var það, Heimastjórnin 1904.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–
1964) er skáld mánaðarins.
Þjóðminjasafn Íslands | Þjóð verður til–
menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur
Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján
vóru synir mínir í álfheimum … Opið frá kl.
11–17.
Kvikmyndir
Goethe-Zentrum | Þýsk verðlaunamynd
frá 2002, á þýsku með enskum texta. Leik-
stjóri: H. Winckler; ókeypis aðgangur.
Bæjarbíó | Herr Arnes Pengar eftir Maur-
itz Stiller frá árinu 1919, sýnd kl. 20.
Fréttir
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Ráðhúsið á Selfossi á morgun kl. 10–17.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra-
styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju-
daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á
sama tíma.
Fundir
Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur
Kattavinafélags Íslands verður haldinn
fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18, í húsi fé-
lagsins við Stangarhyl 2 Reykjavík. Á dag-
skrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Snarrót | Aðalfundur Menningar- og frið-
arsamtaka ísl. kvenna verður haldinn í
Snarrót, Garðastræti 2, kl. 20. Venjuleg
aðalfundarstörf: ársskýrsla, stjórnarkjör.
Umyggja, félag til stuðnings langveikum
börnum | Aðalfundur Umhyggju verður
haldinn mánudaginn 21. febrúar kl. 20, í
húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, á 4.
hæð. Að loknum aðalfundarstörfum verður
erindi um fjölskylduráðgjöf.
Fyrirlestrar
Háskólinn á Akureyri | Lögfræðitorg í Sól-
borg, stofu L101, kl. 16.30. Stefán Geir Þór-
isson hrl. talar um viðskiptahindranir sem
bannaðar eru samkvæmt EES-samn-
ingnum og af hverju því var haldið fram að
fjölmiðlafrumvarp frá sl. sumri færi gegn
EES-samningnum. Einnig hvort ofurtollar
ríkisins geti talist viðskiptahindranir.
Miðstöð Sameinuðu þjóðanna | „Kosovo á
krossgötum“ er yfirskrift fyrirlestrar sem
fram fer í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna,
fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17–18. Fyrirles-
ari er Jón Guðni Kristjánsson sagnfræð-
ingur og fréttamaður hjá fréttastofu Út-
varpsins. Mun hann rekja sögu Kosovo í
ljósi núverandi stöðu þar.
Umhverfisstofnun | Fyrirlestur um „hæfn-
iskröfur skotveiðimanna – framtíðarsýn“
verður haldinn hjá Umhverfisstofnun kl.
15–16. Fyrirlesari er Einar Guðmann, sér-
fræðingur á Veiðistjórnunarsviði. Aðgang-
ur er ókeypis.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Námskeið fyrir fólk
með hrygggigt hefst miðvikudaginn 16.
febrúar og eru það 3ja kvölda námskeið.
Fagfólk fjallar um greiningu sjúkdómsins,
einkenni, meðferð, þjálfun, lögun að dag-
legu lífi og tilfinningalega og félagslega
þætti. Skráning á námskeiðið á skrifstofu
félagsins í síma 530 3600.
www.stafganga.is | Nýtt námskeið í staf-
göngu hefst kl. 17.30 við Laugardalslaug-
ina. Hópar fyrir byrjendur og framhalds
hópar fyrir þá sem hafa verið áður í staf-
göngu. Skráning á www.stafganga.is eða
GSM: 825 1365/694 3571.
Ráðstefnur
Norræna húsið | SÍBS stendur fyrir ráð-
stefnu í Norræna húsinu sem ber heitið: Líf
með lyfjum. Fjallað verður um mikilvægi
lyfja fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í
heild. Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórn-
valda flytja erindi. Ráðstefnan sem hefst
kl. 14 er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Útivist
Laugardalurinn | Stafganga í Laugar-
dalnum kl. 17.30, gengið er frá Laugardals-
lauginni. Nánari upplýsingar er að finna á
www.stafganga.is og gsm: 616 8595 &
694 3571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur
Bjarnadóttir.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudag-inn 15. febrúar, er sextugur
Guðmundur Lárusson, Skólastíg 4,
Stykkishólmi. Hann tekur á móti gest-
um á heimili sínu laugardaginn 19.
febrúar nk., milli kl. 16 og 19.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
NEC-bikarinn.
Norður
♠K
♥ÁD432S/Enginn
♦G753
♣G76
Vestur Austur
♠G7653 ♠ÁD9842
♥KG986 ♥10
♦D86 ♦K4
♣-- ♣KD84
Suður
♠10
♥75
♦Á1092
♣Á109532
Sveit frá Ísrael sigraði pólsk/
rússneska stórmeistara í úrslitaleik
um NEC-bikarinn í Yokohama. Sig-
ursveitin er skipuð bræðrunum Isr-
ael og Doran Yadlin, Michael Barel
og Migry Campanile, en þessi sama
sveit komst einnig í úrslitaleikinn í
fyrra og beið þá lægri hlut fyrir kín-
verska kvennalandsliðinu. Silf-
ursveitin í ár var skipuð hinum
margreyndu Pólverjum Balicki/
Zmudzinski og Rússunum Gromov/
Dubinin.
Spilið að ofan kom upp í fyrstu
lotu úrslitaleiksins. Á öðru borðinu
sögðu Yadlin-bræður fjóra spaða í
AV og sagnhafi fékk 12 slagi þegar
norður reyndi að taka tvo slagi á
hjarta í byrjun.
Hinum megin lentu Balicki og
Zmudzinski í ógöngum eftir tvílita
hindrunaropnun vesturs:
Vestur Norður Austur Suður
Balicki Campanile Zmudz. Barel
-- -- -- Pass
2 hjörtu * Pass 2 spaðar * 3 lauf
Pass Pass Dobl Allir pass
Opnun Balickis á tveimur hjörtum
lofar minnst 5-5 skiptingu í hjarta og
einhverjum öðrum lit, og svar
Zmudzinskis á tveimur spöðum var
„leitandi“ og ekki krafa. Barel
blandaði sér í sagnir með þremur
laufum, sem Zmudzinski doblaði til
sektar, enda taldi hann ósennilegt að
hliðarlitur makkers væri spaði. Bar-
el átti í engum vandræðum með að
taka níu slagi, sem gaf NS 470 og
Ísraelsmenn unnu þannig 14 IMPa á
spilinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
ENDURMENNTUN HÍ og
Vinafélag standa saman að
námskeiði um Toscu og
Puccini sem hefst í kvöld kl.
20.15.
Á námskeiðinu, sem fram
fer undir handleiðslu Gunn-
steins Ólafsson tónlistar-
manns, er farið í uppbygg-
ingu tónlistarinnar, samspil
hennar og textans grand-
skoðað og gætt að hvernig
form tónlistarinnar stjórnar
dramatískri framvindu
verksins. Þrjú fyrstu kvöld
námskeiðsins er fjallað um
Puccini og Toscu og ein-
stakir hlutar óperunnar
teknir til nánari skoðunar
með hjálp tón- og mynd-
dæma. Síðasta kvöldið verð-
ur farið á sýningu í óperunni
þar sem færi gefst á stuttu
spjalli við nokkra af aðstand-
endum uppsetningarinnar.
Tosca er ein allra vinsælasta ópera Puccini. Þykir tónlist-
in margslungin og grípandi og persónusköpunin koma
ljóslega fram í henni í gegnum allt verkið.
Námskeið um
Toscu og Puccini
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á Óperuvefnum www.opera.is,
en skráning fer fram hjá Endurmenntun í síma 525 4444.
Úrslitin úr
ítalska boltanum
beint í
símann þinn