Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 óslyngur, 8 álögu, 9 vinnuflokkur, 10 beita, 11 endurtekið, 13 eta upp, 15 rándýra, 18 ávítur, 21 klettasnös, 22 heiðarleg, 23 hindra, 24 orðasennan. Lóðrétt | 2 slappt, 3 Danir, 4 kyrrt, 5 kvennafn, 6 kvenfugl, 7 hlífa, 12 blóm, 14 snák, 15 neglur, 16 áleit, 17 greinar, 18 skell- ur, 19 reiðri, 20 svelg- urinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 lævís, 4 stáls, 7 óskar, 8 ormur, 9 pár, 11 tært, 13 engi, 14 óróin, 15 kukl, 17 nota, 20 pat, 22 kuldi, 23 álkan, 24 rautt, 25 nánar. Lóðrétt | 1 ljóst, 2 vakur, 3 sorp, 4 spor, 5 álman, 6 sorti, 12 tól, 13 enn, 15 kækur, 16 keldu, 18 orkan, 19 annar, 20 pilt, 21 tákn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki er allt sem sýnist í dag. Ein- hver þykist fara að reglum en brýt- ur þær bak við tjöldin. Ekki fara að dæmi viðkomandi, þótt þér þyki þetta sniðugt. Það gæti endað illa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvað er á seyði? Nautið skoðar heiminn með rósrauðum gleraugum í dag. Hvað varð af hinni eðlislægu og jarðbundnu skynsemi? Ekki vill- ast af leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Hann finnur fyrir óánægju með allt og alla sem ekki standast væntingar hans. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn þráir örvandi félagsskap í dag. Því klikkaðri og óvenjulegri því betri. Samvera við öðruvísi fólk dregur fram nýjar hliðar á sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantíkin er allsráðandi í dag eft- ir fullvitsmunalegar áherslur síð- ustu daga. Kúrðu með ástvini þín- um og hjalaðu krúttlega í eyra viðkomandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan þarf að sanna sig í dag og vill ekki síst sýna fram á að hún hafi sínar eigin þarfir og sérvisku. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu rómantíkinni að blómstra í dag. Vogin er í þeim stellingum að láta heilla sig upp úr skónum í augnablikinu og langar til þess að flýja hið hversdagslega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Drekinn er óvenju sáttfús þessa dagana og fullur hluttekningar gagnvart náunganum. Hann er til í að fyrirgefa og gleyma. Ekki láta samt plata þig upp úr skónum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nákominn einstaklingur finnur sig knúinn til þess að standa fast á sjálfstæði sínu. Hann vill ekki lúta reglum fjölskyldunnar og gerir kannski uppreisn í klæðaburði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu þú sjálf í dag, steingeit, í stað þess að vera ólánsöm útgáfa af væntingum annarra. Klæddu þig eftir eigin höfði og segðu það sem þér býr í brjósti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er óvenju væminn upp á síðkastið. Nýttu tækifærið og mæltu þér mót við einhvern sem þér þykir mikið til koma og láttu sem þið séuð einu manneskjurnar í heiminum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er á kafi í eigin tilfinn- ingum í dag og það gerir hann við- kvæmari en ella fyrir því sem er á seyði í kringum hann. Sneiddu hjá hranalegu og árásargjörnu fólki. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir skapandi hæfileikum og átt að hlýða kalli listagyðjunnar ef þannig ber undir. Þú átt virðingu og greiðvikni yfirboðara þinna jafnan vísa og nýtur lið- sinnis þeirra við að ná takmarki þínu. Mælska þín er náðargáfa, farðu vel með þá gjöf. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir – vídeóverk Gallerí Sævars Karls | Sigurður Örlygsson – Ættarmót fyrir hálfri öld. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Haraldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr- úarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars- son, rafvirkjameistari sýnir útsaum og mál- aða dúka í Menningarsal. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlutlæg verk. Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir – „Netscape Oracles“ Remedy for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson – Hvað er í gangi? í Kubbnum. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945 og Rúrí – Archive-endangered wat- ers. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir mátturinn og dýrðin, að eilífu Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og kjallara. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís- lendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895– 1964) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Þjóð verður til– menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álfheimum … Opið frá kl. 11–17. Kvikmyndir Goethe-Zentrum | Þýsk verðlaunamynd frá 2002, á þýsku með enskum texta. Leik- stjóri: H. Winckler; ókeypis aðgangur. Bæjarbíó | Herr Arnes Pengar eftir Maur- itz Stiller frá árinu 1919, sýnd kl. 20. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Selfossi á morgun kl. 10–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju- daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Fundir Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18, í húsi fé- lagsins við Stangarhyl 2 Reykjavík. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Snarrót | Aðalfundur Menningar- og frið- arsamtaka ísl. kvenna verður haldinn í Snarrót, Garðastræti 2, kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf: ársskýrsla, stjórnarkjör. Umyggja, félag til stuðnings langveikum börnum | Aðalfundur Umhyggju verður haldinn mánudaginn 21. febrúar kl. 20, í húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, á 4. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum verður erindi um fjölskylduráðgjöf. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Lögfræðitorg í Sól- borg, stofu L101, kl. 16.30. Stefán Geir Þór- isson hrl. talar um viðskiptahindranir sem bannaðar eru samkvæmt EES-samn- ingnum og af hverju því var haldið fram að fjölmiðlafrumvarp frá sl. sumri færi gegn EES-samningnum. Einnig hvort ofurtollar ríkisins geti talist viðskiptahindranir. Miðstöð Sameinuðu þjóðanna | „Kosovo á krossgötum“ er yfirskrift fyrirlestrar sem fram fer í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17–18. Fyrirles- ari er Jón Guðni Kristjánsson sagnfræð- ingur og fréttamaður hjá fréttastofu Út- varpsins. Mun hann rekja sögu Kosovo í ljósi núverandi stöðu þar. Umhverfisstofnun | Fyrirlestur um „hæfn- iskröfur skotveiðimanna – framtíðarsýn“ verður haldinn hjá Umhverfisstofnun kl. 15–16. Fyrirlesari er Einar Guðmann, sér- fræðingur á Veiðistjórnunarsviði. Aðgang- ur er ókeypis. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Námskeið fyrir fólk með hrygggigt hefst miðvikudaginn 16. febrúar og eru það 3ja kvölda námskeið. Fagfólk fjallar um greiningu sjúkdómsins, einkenni, meðferð, þjálfun, lögun að dag- legu lífi og tilfinningalega og félagslega þætti. Skráning á námskeiðið á skrifstofu félagsins í síma 530 3600. www.stafganga.is | Nýtt námskeið í staf- göngu hefst kl. 17.30 við Laugardalslaug- ina. Hópar fyrir byrjendur og framhalds hópar fyrir þá sem hafa verið áður í staf- göngu. Skráning á www.stafganga.is eða GSM: 825 1365/694 3571. Ráðstefnur Norræna húsið | SÍBS stendur fyrir ráð- stefnu í Norræna húsinu sem ber heitið: Líf með lyfjum. Fjallað verður um mikilvægi lyfja fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórn- valda flytja erindi. Ráðstefnan sem hefst kl. 14 er öllum opin og aðgangur ókeypis. Útivist Laugardalurinn | Stafganga í Laugar- dalnum kl. 17.30, gengið er frá Laugardals- lauginni. Nánari upplýsingar er að finna á www.stafganga.is og gsm: 616 8595 & 694 3571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur Bjarnadóttir. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudag-inn 15. febrúar, er sextugur Guðmundur Lárusson, Skólastíg 4, Stykkishólmi. Hann tekur á móti gest- um á heimili sínu laugardaginn 19. febrúar nk., milli kl. 16 og 19. Árnaðheilla dagbók@mbl.is NEC-bikarinn. Norður ♠K ♥ÁD432S/Enginn ♦G753 ♣G76 Vestur Austur ♠G7653 ♠ÁD9842 ♥KG986 ♥10 ♦D86 ♦K4 ♣-- ♣KD84 Suður ♠10 ♥75 ♦Á1092 ♣Á109532 Sveit frá Ísrael sigraði pólsk/ rússneska stórmeistara í úrslitaleik um NEC-bikarinn í Yokohama. Sig- ursveitin er skipuð bræðrunum Isr- ael og Doran Yadlin, Michael Barel og Migry Campanile, en þessi sama sveit komst einnig í úrslitaleikinn í fyrra og beið þá lægri hlut fyrir kín- verska kvennalandsliðinu. Silf- ursveitin í ár var skipuð hinum margreyndu Pólverjum Balicki/ Zmudzinski og Rússunum Gromov/ Dubinin. Spilið að ofan kom upp í fyrstu lotu úrslitaleiksins. Á öðru borðinu sögðu Yadlin-bræður fjóra spaða í AV og sagnhafi fékk 12 slagi þegar norður reyndi að taka tvo slagi á hjarta í byrjun. Hinum megin lentu Balicki og Zmudzinski í ógöngum eftir tvílita hindrunaropnun vesturs: Vestur Norður Austur Suður Balicki Campanile Zmudz. Barel -- -- -- Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar * 3 lauf Pass Pass Dobl Allir pass Opnun Balickis á tveimur hjörtum lofar minnst 5-5 skiptingu í hjarta og einhverjum öðrum lit, og svar Zmudzinskis á tveimur spöðum var „leitandi“ og ekki krafa. Barel blandaði sér í sagnir með þremur laufum, sem Zmudzinski doblaði til sektar, enda taldi hann ósennilegt að hliðarlitur makkers væri spaði. Bar- el átti í engum vandræðum með að taka níu slagi, sem gaf NS 470 og Ísraelsmenn unnu þannig 14 IMPa á spilinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ENDURMENNTUN HÍ og Vinafélag standa saman að námskeiði um Toscu og Puccini sem hefst í kvöld kl. 20.15. Á námskeiðinu, sem fram fer undir handleiðslu Gunn- steins Ólafsson tónlistar- manns, er farið í uppbygg- ingu tónlistarinnar, samspil hennar og textans grand- skoðað og gætt að hvernig form tónlistarinnar stjórnar dramatískri framvindu verksins. Þrjú fyrstu kvöld námskeiðsins er fjallað um Puccini og Toscu og ein- stakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar með hjálp tón- og mynd- dæma. Síðasta kvöldið verð- ur farið á sýningu í óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstand- endum uppsetningarinnar. Tosca er ein allra vinsælasta ópera Puccini. Þykir tónlist- in margslungin og grípandi og persónusköpunin koma ljóslega fram í henni í gegnum allt verkið. Námskeið um Toscu og Puccini Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á Óperuvefnum www.opera.is, en skráning fer fram hjá Endurmenntun í síma 525 4444. Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.