Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAVÍÐ Skírnisson, 26 ára maður af
íslenskum ættum, sem starfað hefur
sem hjúkrunarfræðingur í Noregi,
tók sér frí í vinnunni eftir hamfar-
irnar í Asíu í lok síðasta árs, seldi
hluta af eigum sínum og hélt í byrjun
janúar til eyjunnar Súmötru í
Indónesíu til að hjálpa til við hjálp-
arstarf.
Þetta er dæmigert fyrir ungan
hugsjónarmann, segir Skírnir Garð-
arsson, faðir Davíðs, sem viður-
kennir að í fyrstu hafi sér ekki litist
of vel á þessa ferð sonarins. „Ég hef
aldrei verið almennilega sáttur við
þetta, en er eiginlega kominn á þá
skoðun núna að hann sé mun betur í
stakk búinn til að takast á við svona
en ég gerði mér grein fyrir.“
Þessi eins manns hjálparsamtök
stækkuðu fljótt, Davíð mælti sér mót
við Bandaríkjamann sem hann þekk-
ir í Indónesíu, og fljótlega bættust í
hópinn þrír aðrir einstaklingar sem
ekki þekktust áður en þeir hittust á
Súmötru, karl og kona frá Noregi og
kona frá Malasíu, sem öll voru á
svæðinu á svipuðum forsendum og
Davíð; að láta gott af sér leiða fyrir
þá sem höfðu orðið illa úti í hamför-
unum. Saman stofnaði þetta fólk
samtökin Tsunami Relief Action og
hefur starfað við ýmiskonar hjálp-
arstarf síðan.
Þrír úr hópnum hafa bakgrunn
tengdan hjúkrun, og segir Skírnir að
þessi reynsla nýtist greinilega vel.
Hópurinn býr í tjöldum og hefur m.a.
dreift lyfjum og öðrum hjálpar-
gögnum til þeirra sem á þurfa að
halda. Leigðir hafa verið bílar sem
eru merktir samtökunum til að kom-
ast um eyjuna, og segir Skírnir að
það hafi verið gert svo öllum sé ljóst
að hér sé um mannúðarstarf að ræða,
enda hafi borgarastyrjöld geisað á
svæðinu og því mikilvægt að tryggja
öryggi sitt eftir fremsta megni.
Allir vinna kauplaust
Hópurinn skiptir með sér verkum
eins og hægt er, Davíð og aðrir sem
hafa reynslu til að deila út lyfjum og
aðstoða slasaða hafa gert það eftir
föngum, þó að þeir hafi líka þurft að
taka til hendinni við að safna saman
líkum á svæðum þar sem þau mál
voru skammt á veg komin. Hópurinn
hefur einnig ráðið innfædda í launaða
vinnu við að aðstoða við uppbygg-
inguna.
Davíð hefur oft rætt um að fé sem
veitt er til stórra hjálparsamtaka fari
í of miklum mæli í uppihald og kostn-
að vegna starfsmanna, og segir
Skírnir að þetta sé hans leið til þess
að láta gott af sér leiða, að fara á
staðinn og vinna sjálfur kauplaust.
Allir í hópnum hafa unnið að því að
fjármagna starfsemina, fé hefur ver-
ið safnað hjá einstaklingum, fyr-
irtækjum og félagasamtökum í Nor-
egi og víðar, auk þess sem fólkið
hefur selt eigur sínar.
Davíð hefur ferðast aðeins um As-
íu, og þekkir því aðstæður að ein-
hverju leyti, segir Skírnir. „Þeir voru
nú einna fyrstir þangað og unnu heil-
mikið dagana áður en stóru hjálp-
arsamtökin náðu að koma inn á þessi
svæði. Það hefur verið borgarastyrj-
öld á svæðinu og það verið fremur
lokað.“
Íslendingur fór einn af stað til Súmötru til að hjálpa til eftir hamfarirnar
„Dæmigert fyrir ungan hugsjónamann“
TENGLAR
.....................................................
Meira á mbl.is/ítarefni
Reuters
UMHVERFISSTOFNUN hefur
heimilað Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni ehf. að bæta B-vítamín-
um í drykkinn Kristal Plús.
Í fréttatilkynningu frá Ölgerð-
inni segir að með því að leyfa bæti-
efni í Kristal Plús hafi Umhverfis-
stofnun tekið undir þau sjónarmið
Ölgerðarinnar að auka megi neyslu
B-vítamína með neyslu kolsýrðs
bætiefnaríks vatns.
„Við þróun á Kristal Plús hefur
Ölgerðin byggt á niðurstöðum
rannsókna um mataræði Íslendinga
sem sýnir að neysla B-vítamína,
sérstaklega fólasíns, þykir ekki
nægjanleg,“ segir þar.
Stofnunin setur hins vegar þau
skilyrði að Ölgerðin merki umbúð-
irnar þannig að fram komi að
drykkurinn sé ekki æskilegur fyrir
börn allt að sjö ára aldri. Ætlar Öl-
gerðin að lúta þessum skilyrðum en
mun jafnframt láta kanna lagalega
stoð þeirra frekar.
Ölgerðin fær
að setja bætiefni
í Kristal Plús
Fleiri að-
fluttir en
brottfluttir
!"
#$%! &
&
'
!
'
(
(
)*
(
+*
(!,
-
.
/ .01234+(&5363
FLEIRI fluttu til Íslands á síðasta ári
en frá landinu, að því er fram kemur
í tölum Hagstofu Íslands um búferla-
flutninga 2004. Til landsins fluttu
5.199 en frá landinu 4.764.
Nærri tvennir af hverjum þrenn-
um flutningum innanlands urðu inn-
an sveitarfélags. Þegar flutningar
milli landsvæða eru skoðaðir kemur
í ljós að 615 fleiri fluttu til höf-
uðborgarsvæðisins en frá því á árinu
2004. Fleiri fluttu einnig til Suð-
urnesja (47) og Suðurlands (60) en
frá þeim. Á öðrum landsvæðum voru
brottfluttir fleiri en aðfluttir. Af
þeim sem fluttu á milli sveitarfélaga
fluttu flestir til Hafnarfjarðar þar
sem aðfluttir umfram brottflutta í
innanlandsflutningum voru 501. Ut-
an höfuðborgarsvæðisins voru að-
fluttir umfram brottflutta flestir í
sveitarfélaginu Árborg (142) og í
Hveragerði (97).
Flest undanfarin ár hafa fleiri Ís-
lendingar flutt frá landinu en til þess
og árið 2004 voru þeir 455 fleiri en
aðfluttir, samanborið við 613 árið
2003. Hins vegar voru útlendingar
890 fleiri en brottfluttir árið 2004.
Allt frá miðbiki 10. áratugar 20. ald-
ar hafa útlendingar með pólskt rík-
isfang verið fjölmennastir í hópi að-
fluttra. Á þessu varð sú breyting í
fyrra að flestir aðfluttir útlendingar
voru Portúgalar (520), Pólverjar
voru 233, Ítalir 164 og Danir 154.
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
segir að leikreglur á breskum matvörumarkaði
séu athyglisverðar en vill engu svara um hvort
hún telji þær henta við íslenskar aðstæður. Seg-
ist Valgerður leggja þunga áherslu á sjálfstæði
Samkeppnisstofnunar og svigrúm hennar til að
fylgjast með því hvort samkeppnislög séu brotin
á íslenska matvörumarkaðnum.
Leyfðu að gerast
Haft var eftir Bill Grimsey, fyrrv. forstjóra
Big Food Group í Bretlandi, í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins sl. fimmtudag að leikreglurnar
þar í landi hefðu orðið til þess að Tesco-versl-
unarkeðjan herjaði inn á dagvörumarkaðinn þar
sem Big Food Group starfaði. Bresk stjórnvöld
hefðu leyft þessu að gerast, í stað þess að setja
svo stórum aðila eins og Tesco skorður út frá
samkeppnisástæðum við að stækka enn frekar.
Lagt var út af þessum orðum Grimseys í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag
og sagt að ætla verði „að taki stjórnvöld á Ís-
landi á sig rögg, undir forystu hins þróttmikla
viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og
taki upp skilgreiningu á matvörumarkaðnum
hér, sem sé líkleg til að stuðla að aukinni sam-
keppni á þeim vettvangi“ verði þeim ráðstöf-
unum vel tekið af forráðamönnum Baugs, sem
hefur tekið yfir rekstur fyrirtækja á vegum Big
Food Group.
Valgerður sagðist vera þakklát fyrir „þessa
góðu hvatningu“ frá Morgunblaðinu. Hún sagði
samkeppnisyfirvöld hafa miklu hlutverki að
gegna á matvörumarkaðnum, sitt hlutverk væri
að halda utan um lögin og í því sambandi minnti
hún á væntanlegt frumvarp sem miðaðist að því
að styrkja samkeppnisyfirvöld enn frekar. Hún
gæti ekki skipað samkeppnisyfirvöldum fyrir
verkum. Þau yrðu að ráða því sjálf hvernig þau
störfuðu innan ramma laganna. Það væri ekki
hlutverk Samkeppnisstofnunar að búa sam-
keppnina til heldur að hafa eftirlit með markaðs-
ráðandi fyrirtækjum og að þau brytu ekki í bága
við lög. Myndu þau brjóta af sér ítrekað yrði
hægt að grípa inn í og krefja þau um skipulags-
breytingar, samkvæmt væntanlegu frumvarpi.
Lögin áþekk
Valgerður sagði að eftir breytingu á sam-
keppnislögunum árið 2000 væru þau orðin mjög
áþekk því sem tíðkaðist víða í nágrannalönd-
unum og Samkeppnisstofnun hefði náið samstarf
við margar systurstofnanir í Evrópu, einkum á
Norðurlöndunum.
Viðskiptaráðherra segir leikreglur á breskum matvörumarkaði athyglisverðar
Leggur áherslu á sjálfstæði
Samkeppnisstofnunar
♦♦♦