Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “SNILLDARLEIKUR” • Föstudag 18/2 kl 20 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 VS Fréttablaðið 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Áfram LA!“ S.A. Viðskiptablaðið Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 04.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! 3. sýn 18. feb. kl 20 - uppselt • 4. sýn. 20. feb. kl. 19 - örfá sæti laus 5. sýn. 25. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus • 6. sýn. 27. feb. kl. 19 - nokkur sæti laus 7. sýn. 4. mars kl. 20 • 8. sýn. 6. mars kl. 19 • 9. sýn.12. mars kl. 19. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15.febrúar kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, semball flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 19.feb uppselt Mið. 23.2 nokkur sæti laus Fös 25.2 Lau 26.2 Sun 27.2 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is KVIKMYND Andreis Tarkovskís um rússneska íkonmálarann Andrei Rublev (1370–1430) frá árinu 1966 er besta kvikmynd um myndlist- armann sem gerð hefur verið. Eng- inn vafi í mínum huga. Drepur hún m.a. á spurningunni hvort listamað- ur eigi að taka pólitíska afstöðu til atburða líðandi stundar eða róa á æðri mið, næra sálina og skapa guði til dýrðar. Út myndina undrar mann að Rublev, sem þjáist af efa sínum um tilvist guðs, skuli ekki taka af- stöðu og fyrirlítur hann jafnvel fyrir hlutleysi miðað við allan hrottaskap- inn sem hann verður vitni að. En í lokin þegar myndavélin rennur yfir þá dýrð sem listmálarinn hefur skapað er manni hins vegar fyllilega sama um afstöðuleysi Rublevs sem hefur fundið heilagleika í helvíti. Kristín Gunnlaugsdóttir er list- málari sem gengur út frá reglum íkonmálverksins, enda nam hún íkonagerð á Ítalíu. Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýning á verkum hennar undir yf- irskriftinni „…mátturinn og dýrðin, að eilífu…“ Þetta brot úr bæn má sjá sem tilvísun í upprunalega merkingu íkonmyndanna sem er ímynd til að tilbiðja og þýðir „helgimynd“. Umhyggjan liggur Kristínu aug- ljóslega á hjarta. Mærin spilar veigamikið hlutverk í verkunum og hlúir að afkvæmum sínum. Hrein- leiki og sakleysi eru eðlilega mik- ilvægur þáttur í helgimyndunum. Hafa þær yfir sér „naífan“ blæ og tómleiki endurspeglar ástandið sem einkennir flestar fígúrur Kristínar. Þær bara eru og sýnast tæplega af þessum heimi þótt þær séu oft á tíð- um hversdagslegar í fasi. Myndirnar eru ýmist málaðar með eggtemperu á tré eða olíu á striga. Þær fyrrnefndu eru minni og unnar eftir viðtekinni tækni fyrri alda. Handverkið er fínlegra og skarpara en í olíumálverkunum sem virka eilítið flatari. Fæst okkar (ef nokkur) í vel- megunarríkinu Íslandi hafa upplifað og verið vitni að álíka pyntingum og niðurlægingu og áðurnefndur Rublev. Má því ætla að vegurinn að helgimyndinni sé viðráðanlegri fyrir íbúa velmegunarríkisins en um leið auðveldara að falla í gryfju „dekorasjónar“ og sætleika. „Dekorasjón“ og sætleiki hafa hins vegar fylgt íkonmálverkinu síðan á tímum Konstantíns keisara og gegna vissu hlutverki í fagurfræð- inni að baki. Því er ekki að neita að myndir Kristínar eru ansi sætar en ég fæ þó ekki betur séð en að lista- konan nálgist viðfangsefni sitt af heilindum og trú, láti fagurfræði og heilagleika ráða ferðinni. Eina sem mér finnst miður við sýninguna er áreiti sýningarsalarins. Ráða mynd- irnar illa við arkitektúrinn þrátt fyr- ir breytingar á salnum til hins betra. Kaótísk konstrúktsjón í lofti gleypir heildarsvipinn. MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Opið alla daga frá 13–17. Sýningu lýkur 6. mars. Málverk – Kristín Gunnlaugsdóttir Jón B.K. Ransu MAGNÚS Árnason er ungur mynd- listarmaður sem nýlega lauk námi við akademíuna í Vínarborg. Hann var með nokkuð eftirtektarverða innsetningu á Grasrót 2003 í Ný- listasafninu, kofa með hræi, og sýnir nú innsetningu í Kling og Bang- galleríi undir yfirskriftinni „Sjúk- leiki Benedikts“. Gengur hann út frá svipuðum hrolli og hann gerði í Ný- listasafninu. Virkar innsetningin einna helst sem leikmynd fyrir ein- hvern vírus-trylli eða geimveru- sjúkdómamynd. Maður gengur inn í galleríið sem er þakið möl. Birkitré standa upp úr mölinni og birkifnyk- urinn fyllir andrúmið. Fuglshræ hanga á greinum sem listamaðurinn hefur troðið með þéttifrauði sem sýnist vera einhverskonar kýli eða púpur fyrir geðslegar geimverur sem hafa sprungið inni í fuglunum og flætt út um augu og gogga. Í næsta herbergi er hlaðin varða og undir kraumar eitthvað dularfullt. Það sér maður á gervigufu sem læð- ist undan vörðunni svo maður flýtir sér niður í kjallarann. Herbergið þar er lokað með vír þöktum tjöru og fiðri. Þangað þorir enginn inn nema aðalhetja myndarinnar. Mér dettur Hilmir Snær í hug eða Antonio Banderas. – Spurning um „budget“. Handan hurðarinnar er svo ógnin sjálf, Benedikt myrkrahöfðingi. Ég ætla nú ekki að láta uppi end- inn. Á hann alveg út af fyrir mig. En þetta er ekki margra stjarna sýning. Svosem ágætis skemmtun ef maður leyfir ímyndunaraflinu að leiða sig á milli herbergjanna. Mikil fram- kvæmd af hálfu listamannsins. En heildarmyndin? Prýðilegt „propps“ fyrir B-hrylling. MYNDLIST Kling og Bang Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Sýningu lýkur 27. febrúar. Innsetning – Magnús Árnason Morgunblaðið/Ómar Frá sýningu Magnúsar Árnasonar í Kling og Bang-galleríi. Jón B.K. Ransu NÚ þegar svo langt er um liðið síðan Duchamp kollvarpaði hug- myndum um það hvað væri list, sýndi fram á mikilvægi hinnar listrænu umgjarðar og tákngerði listina, er svo komið að spurningin um hvað sé list kemur ekki oft upp. Það er orðið viðtekið að það sem listamaðurinn segir að sé list, það er list. Spurningin hefur verið kirfilega afgreidd og aðrar hafa komið í hennar stað. En svo gerist það alveg að óvörum að eitthvað kemur manni á óvart og þessi spurning rís upp frá dauðum: Er þetta list? Spurningin vaknaði í Safni, við skoðun ljósmynda Stephans Stepehensen sem hann nefnir Air Condition, eða eins og Bragi Ólafsson snýr því svo listi- lega, Er kondisjón. Í útvarpi á dögunum sagði Stephan frá því að hann hefði ver- ið að vinna ljósmyndaverkefni í Hvalfjarðargöngunum og mynd- irnar hefðu komið svona vel út, fátt annað hafði hann um mynd- irnar að segja því miður. Göngin höfðu heldur enga sérstaka þýð- ingu, það hittist bara svona á. Svo leit þetta svona vel út. Hvernig þessar ljósmyndir síðan rötuðu í Safn er mér hrein spurn en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé verk í þeim húsakynnum sem að mínu mati eiga þangað ekkert er- indi. Hér er um að ræða hið óljósa, listræna ekkert-segjandi yfirbragð, innihaldið er ekkert, rétt eins og keisarinn var í engu í ævintýrinu. Framsetning mynd- anna er einnig óskiljanleg, þær eru slitnar í sundur og ná ekki að skapa neina heild, áhorfandanum er beinlínis gert erfitt fyrir að skoða þær og það er ekki með ásetningi heldur einhver klaufa- skapur. Með góðum vilja má þó lesa út úr þessum myndum einhvers kon- ar viðhorf til samspils náttúru og tækni, þar sem erfitt er stundum að greina hvort myndefnið er af náttúrulegum eða tæknilegum toga. Jarðgöng eru líka málefni sem snerta td. gerð stórvirkjana þannig að hér mætti líka túlka verkin sem hugsanlega nátt- úruverndarsinnuð. Það dugir þó ekki til að gefa þessum verkum þann tilgang sem þau skortir svo tilfinnnanlega og ég tek ofan fyrir Braga Ólafssyni að geta skrifað svona skemmtilegan og innihalds- ríkan texta með myndunum, það þarf sannan listamann til. MYNDLIST Safn Til 27. febrúar. Safn er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl. 14–18 og 14–17 um helgar. Ljósmyndir, Stephan Stephensen Ragna Sigurðardóttir „Bið.“ Olíu- málverk eftir Kristínu Gunn- laugsdóttur. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.