Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 43
MINNINGAR
✝ Ólafur E. Stef-ánsson fæddist á
Eyvindarstöðum á
Álftanesi hinn 7. júní
1922. Hann lést á
Landspítalanum í
Landakoti að morgni
6. febrúar síðastlinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Hrefna Ólafs-
dóttir húsmóðir, f. 1.
maí 1880 á Þórustöð-
um í Bitru í Stranda-
sýslu, og Stefán Jóns-
son bóndi, f. 17.
desember 1883 í
Tjaldanesi í Saurbæ í
Dalasýslu. Foreldrar Ólafs fluttu að
Eyvindarstöðum árið 1910 og
bjuggu þar meðan heilsan leyfði en
seinustu misserin áttu þau heimili á
Tjörn á Álftanesi hjá Ólafi og eig-
inkonu hans Þórunni Árnadóttur.
Stefán lést 26. júní 1971 og Hrefna
12. ágúst sama ár. Systkini Ólafs
voru: Eyþór, bóndi í Akurgerði á
Álftanesi, f. 1906, Haraldur, eftir-
litsmaður í Reykjavík, f. 1908,
Gunnar, bóndi á Norður-Eyvindar-
stöðum á Álftanesi, f. 1909, Jó-
hanna, húsmóðir í Eyvindarholti á
Álftanesi, f. 1919. Þau eru öll látin.
Ólafur kvæntist Þórunni Árna-
dóttur 30. júní 1960. Hún er fædd
19. júní 1929, dóttir hjónanna
Árna Péturssonar læknis og konu
hans Katrínar Ólafsdóttur, en þau
eru bæði látin. Dóttir Þórunnar og
fósturdóttir Ólafs er Anna Ólafs-
bótanefndar Nautastöðvar Búnað-
arfélags Íslands frá 1968 til 1985,
formaður Nordisk Ökonomisk
Kvægavl 1982 til 1984, formaður
stjórnar Rannsóknarstofu mjólk-
uriðnaðarins 1982 til 1987 og
skrifstofustjóri Búnaðarþings frá
1973 til starfsloka. Hann sat í
stjórn Bændahallarinnar í hart-
nær þrjá áratugi, frá 1964. Hann
var ritstjóri Búnaðarritsins frá
1990 og meðan heilsan entist.
Hann sat í ýmsum nefndum fyrir
Bessastaðahrepp, meðal annars í
hreppsnefnd 1982–1986. Ólafur
var virkur í starfi Rotaryklúbbsins
Görðum frá upphafi og forseti
klúbbsins 1969–1970. Hann var
umdæmisstjóri íslenska Rotary-
umdæmisins 1983 til 1984. Vegna
starfa á fagsviði sínu og fé-
lagsstarfa ferðaðist Ólafur víða
innan lands og utan, fór í náms- og
kynnisferðir og sótti ráðstefnur og
fundi. Eftir Ólaf liggja fjölmargar
greinar í innlendum og erlendum
tímaritum og ritsöfnum, einkum
um nautgriparækt og landbúnað
almennt, en einnig um þjóðmál,
menningu og umhverfismál.
Seinustu árin átti Ólafur við
vaxandi vanheilsu að stríða er alz-
heimersjúkdómurinn herjaði á
hann. Lengi vel gat hann dvalið
heima við þar sem Þórunn annað-
ist hann en er veikindin ágerðust
var hann um skeið í dagvistun í
Hlíðarbæ. Hann var á deildum L-1
og L-4 á Landspítala í Landakoti,
eftir að veikindin gerðu honum
ókleift að dveljast lengur heima, í
hartnær þrjú ár
Útför Ólafs verður gerð frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
dóttir Björnsson, f. 4.
júní 1952. Faðir Önnu,
Ólafur Sv. Björnsson,
lést 1968. Anna er gift
Ara Sigurðssyni og
eru börn þeirra Jó-
hanna, f. 1977, og
Ólafur, f. 1979. Þór-
unn og Ólafur byggðu
sér hús í landi Eyvind-
arstaða við Bessa-
staðatjörn og nefndu
það Tjörn og áttu þar
heimili frá 1965.
Ólafur lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1943. Cand. phil. og 1. stigs próf í
ensku og þýsku frá Háskóla Ís-
lands 1944, B.Sc. prófi í búvísind-
um frá University of Edinburgh
1947. Hann nam í Cambridge 1950
og var við rannsóknarstörf hjá
The Meat Research Institute í
Langford í Englandi 1973 til 1974
og hjá Centre de Recherches Zoo-
techniques et Vétérinaires í Theix
í Auvergne í Frakklandi 1974.
Ólafur var héraðsráðunautur í
nautgriparækt í Borgarfirði 1947
til 1949 og hjá Búnaðarsambandi
Kjalarnesþings 1949 til 1951.
Hann var landsráðunautur í naut-
griparækt 1951 til starfsloka 1992
og var settur búnaðarmálastjóri
um tíu mánaða skeið árið 1964.
Ólafur gegndi fjölmörgum trúnað-
arstörfum á fagsviði sínu. Meðal
annars var hann formaður Kyn-
Sennilega erum við aldrei fyllilega
reiðubúin að kveðja þá sem eru okkur
kærastir.
Ég var ekki nema fimm, sex ára
þegar ég kynntist Ólafi og sá í honum
fínan mann fyrir mömmu. Hún var þá
nýskilin við pabba og þó hann væri
líka í miklu uppáhaldi þá gerði ég mér
grein fyrir að foreldrar mínir myndu
ekki taka saman aftur. Ef Ólafur hefði
ekki komið til skjalanna hefði ég ef-
laust litið alla vonbiðla mömmu horn-
auga. En við Ólafur urðum vinir frá
fyrstu stundu.
Fyrstu bernskuminningarnar um
Ólaf eru þegar ég kom á harðaspretti
á móti honum út að dyrum og fékk að
launum flugferð sem ég hefði ekki
treyst öðrum fyrir. Eftir góð kynni
um veturinn skildu leiðir og við
mæðgurnar fluttumst um tíma til
Suður-Spánar. Þangað kom Ólafur
eftir nokkra mánuði ,,í leiðinni“ á ráð-
stefnu í París og þá urðu fagnaðar-
fundir. Eftir það varð hann öruggur
hluti af lífi okkar.
Það var gott að alast upp í nánd við
Ólaf og mér fannst hann afskaplega
skemmtilegur. Hann átti það t.d. til
að bregða fyrir sig mergjaðri skosku
hvort sem var í ljóðlínum eftir Burns
eða seinna meir er hann hermdi
snilldarlega eftir Taggart. Ólafur var
líka fróður um ótal margt, langt út
fyrir sitt fag, og hefði áreiðanlega get-
að lagt fyrir sig margar ólíkar grein-
ar. Hann var afburða upplesari og fær
íslenskumaður og skemmti sér vel við
að venja mig við fjölbreytni íslensk-
unnar, svo sem að segja „sykrið“. Við
áttum líka sameiginlegar taugar til
skólans okkar, MR. Námsárin að vísu
ólík, stríðsár og hippatími en ennþá
sömu kennararnir!
Í níu vetur vorum við Ólafur sam-
ferða til Reykjavíkur á morgnana og
heim á kvöldin. Það sem spjallað var á
leiðinni varð mér sannarlega gott
veganesti út í lífið.
Þegar Ólafur fór á Landakot tók-
um við stundum upp þráðinn frá
Álftanesveginum forðum, eftir því
sem minni hans leyfði. Eða röltum um
ganginn sem minnti mömmu á góða
þorpsgötu. Og húmorinn hvarf aldrei.
Landakot reyndist Ólafi góður við-
komustaður, enda virðing, hlýja og
fagmennska ríkjandi þar. Einlægar
þakkir fyrir allt.
Anna.
Í bókinni Móðir mín húsfreyjan er
að finna grein eftir Ólaf E. Stefánsson
um Hrefnu Ólafsdóttur frá Þórustöð-
um í Bitru, húsfreyju á Eyvindarstöð-
um á Álftanesi. Þar dregur hann upp
eftirminnilega mynd af lífshlaupi for-
eldra sinna, sem ung hófu búskap á
túnlausu fjallabýli á Ströndum. Þaðan
fluttu þau með þrjá unga syni að Ey-
vindarstöðum árið 1910, bjuggu í upp-
hafi á fjórðungi jarðarinnar en eign-
uðust hana alla með dugnaði og
útsjónarsemi og gerðust brautryðj-
endur nýrra búskaparhátta, byggðu
ný bæjarhús, ráku stórt kúabú og
seldu mjólk til Reykjavíkur. Stutt er
síðan ég las þessa grein og var mér þá
hugsað til Ólafs með innilegu þakk-
læti fyrir hina vönduðu og gagn-
merku heimild um fjölskyldusögu
okkar.
Móðir mín Jóhanna og Ólafur voru
yngst systkinanna á Eyvindarstöð-
um. Þau voru alla tíð samrýnd, fé-
lagar í leik og starfi, vinátta þeirra og
gagnkvæm virðing entist til æviloka
svo aldrei bar skugga á. Um skeið
skildu leiðir er Ólafur hélt til náms í
búvísindum við Edinborgarháskóla.
Foreldrar mínir hófu búskap í risinu á
Eyvindarstöðum og reistu sér brátt
eigið hús í landi jarðarinnar, á „torf-
unni“ sem svo er kölluð innan fjöl-
skyldunnar. Á 7. áratugnum urðu þau
systkin aftur nábúar er þau Ólafur og
Þórunn byggðu sitt fallega heimili á
bökkum Bessastaðatjarnar. Frá því
að ég man eftir mér var fjölskyldan á
Tjörn okkar næstu grannar. Yndis-
legra frændfólk var ekki hægt að
hugsa sér. Með þakklæti minnist ég
vináttu og hlýju þeirra hjóna á mót-
unarárum mínum. Hjá þeim áttu
Hrefna og Stefán afi öruggt skjól sín
seinustu ár.
Kurteisi og siðfágun var Ólafi E.
Stefánssyni í blóð borin, þeir eigin-
leikar fundu sterkan samhjóm í
menningu þess lands sem hann sótti
menntun sína til. Mótaður af breskri
háttvísi var hann menntamaður í
fyllstu merkingu þess orðs sem lagði
alúð og hugsun í hvert tilsvar og alla
sína breytni. Baráttumaður var Ólaf-
ur einnig ef því var að skipta og mega
Álftnesingar um langa framtíð minn-
ast framgöngu hans gegn áformum
um byggingu flugvallar á nesinu.
Á kveðjustund koma ótal myndir í
hugann, ljúfar minningar um minn
kæra frænda og heimilið á Tjörn sem
var svo ríkur þáttur af bernsku minni.
Fyrir þær dýrmætu stundir þakka ég
í auðmýkt, um leið og ég votta þeim
Þórunni, Önnu, Ara, Jóhönnu og Ólafi
mína innilegustu samúð.
Pétur H. Ármannsson.
Þeim fækkar nú óðum ráðunautum
bænda sem tóku þátt í hinni miklu
framkvæmda- og framfarabyltingu
landbúnaðarins sem hófst laust fyrir
miðja síðustu öld. Framfarirnar voru
ekki síður á faglegum sviðum en
tæknilegum.
Í búfjárræktinni náðist ótrúlega
mikill árangur með vel skipulögðu
kynbótastarfi. Það skipulag grund-
vallaðist á frjálsum framlögum og
starfi bændanna sem mynduðu bú-
fjárræktarfélögin. Þar lagði hver og
einn bóndi, sem var með í skýrslu-
haldi, grunninn að kynbótaframför-
unum en allir nutu góðs af því. Þarna
sem víðar var félagshyggjan og sam-
staða mikilvæg.
Hitt var þó ekki síður nauðsynlegt
að traustir og framsýnir menn í stöð-
um ráðunauta, bæði héraðsráðunauta
og landsráðunauta, leiddu þessi mik-
ilvægu ræktunarstörf, ekki aðeins
faglega heldur og félagslega.
Það hefur verið gæfa íslenskrar bú-
fjárræktar að til ráðunautastarfanna
hafa valist margir afburða hæfir
menn sem orðið hafa leiðtogar hver á
sínu sviði. Einn af þessum farsælu og
traustu leiðtogum var Ólafur E. Stef-
ánsson nautgriparæktarráðunautur,
sem við nú kveðjum.
Ólafur var vestfirskur að ætt en
fæddur og uppalinn á Eyvindarstöð-
um á Álftanesi, við traustan búskap
sem stóð af sér þéttbýlisnálægðina.
Hann naut því hvors tveggja, sveit-
arinnar og höfuðborgarinnar, í seil-
ingarfjarlægð og átti alls kostar að
velja sér nám og lífsstarf. Eftir stúd-
entspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík lagði Ólafur stund á mála-
nám, ensku og þýsku við Háskóla Ís-
lands og lauk þar cand phil-prófi.
Ólafur var afburðagóður málamaður
og þess nutum við samstarfsfólk hans
síðar, jafnt hvort sem var að fá lesinn
íslenskan texta eða erlendan. Samt
varð hið endanlega starf Ólafs annað.
Hann valdi að slíta ekki taugina við
sveitina grænu. Með því að læra til
landbúnaðar héldust tengslin áfram
og hann átti vís verkefni að vinna fyrir
landið og bændur að náminu loknu.
Ólafur lauk kandídatsnámi í búfræð-
um, með búfjárrækt sem sérgrein ár-
ið 1947 í Edinborg og fór þá til Cam-
bridge og lærði þar um skeið
búfjársæðingar sem þá voru að breið-
ast út sem nýjung og brýnt var að út-
breiða á Íslandi. Síðar vann hann við
kjötrannsóknir og athuganir á nauta-
kjötsframleiðslu bæði í Englandi og
Frakklandi. Eftir heimkomu frá námi
gerðist Ólafur héraðsráðunautur í
nautgriparækt, fyrst hjá Nautgripa-
ræktarsambandi Borgarfjarðar í tvö
ár og síðan hjá Búnaðarsambandi
Kjalarnesþings. Hjá báðum þessum
samböndum kom hann upp nauta-
stöðvum og hóf kúasæðingar.
Þegar Búnaðarfélag Íslands þurfti
að ráða sér landsráðunaut í naut-
griparækt árið 1952 var Ólafur ráðinn
og tók þá við starfinu af Páli Zóphón-
íassyni, sem var þá löngu landsfræg-
ur og nánast átrúnaðargoð bænda
fyrir skarpskyggni og að mörgum
fannst dulargáfur á eiginleika naut-
gripa. Ekki bar á öðru en að Ólafur
fyllti sessi Páls vel. Með framkomu
sinni og trúmennsku í öllu öðlaðist
hann mikla tiltrú bænda, sem strax
fundu að þar fór enginn flysjungur.
Það kom svo í hlut Ólafs að leiða
ræktunarstarfsemi í búgreininni
næstu áratugina og sjá til þess m.a. að
nýjungar á því sviði yrðu teknar upp
og breiddust út. Sem dæmi má nefna
að eftir að tæknifrjóvgun nautgripa
hafði breiðst út um landið allt og
menn höfðu náð tækni til að djúp-
frysta sæðið og geyma eftir vild, barð-
ist Ólafur fyrir því ásamt öðrum að
komið yrði upp einni nautastöð fyrir
landið allt. Það tókst og Nautastöð BÍ
á Hvanneyri stórjók á möguleika til
kynbótaframfara hjá kúastofninum.
Annað viðlíka framfaraskref, sem
Ólafur vann ötullega að, var að koma
upp Rannsóknarstöð mjólkuriðnaðar-
ins í eigu mjólkursamlaganna. Það
tókst 1982 og brátt tók hún að sér all-
ar efnamælingar á mjólk. Þá vann
Ólafur ötullega á öllum sviðum að
bættri nautakjötsframleiðslu hér á
landi. Innflutningur Gallowaynauta,
sóttvarnastöð í Hrísey og svo fram-
ræktun stofns holdanauta þar voru
honum mikið áhugamál og hans verk
að drjúgum hluta.
Hjá Búnaðarfélagi Íslands hlóðust
brátt á Ólaf fjölmörg og fjölbreytt
„aukastörf“ ýmist skyld og leidd af
aðalstarfinu eða því ótengd. Svo mörg
voru þessi störf að ekki eru tök á því
að geta þeirra hér, en þau bera vitni
um traustið sem Ólafur naut, menn
vissu að aldrei mundi hann á því níð-
ast sem honum var til trúað. Hér
skulu einungis nefnd tvö dæmi. Er
Halldór Pálsson, þá nýlega ráðinn
búnaðarmálastjóri, forfallaðist um
skeið 1964 leitaði stjórn BÍ til Ólafs E.
Stefánssonar, sem þá var meðal yngri
starfsmanna félagsins, og fékk hann
til að gegna starfinu í nærfellt ár. Á
þeim tíma var stjórn Bændahallar-
innar fyrst mynduð og Ólafur tók sæti
í henni. Svo fór að hann starfaði í
þeirri stjórn til starfsloka hjá BÍ og
oft sem formaður. Í störfum fyrir
Bændahöllina og Hótel Sögu kom
glöggt í ljós trúmennska Ólafs en þó
e.t.v. öðru fremur ríkur metnaður
hans fyrir hönd bænda landsins, að
vel væri rekin og með fullum mynd-
arskap þessi eign þeirra í höfuðstaðn-
um.
Ólafur var valinn til að vera skrif-
stofustjóri Búnaðarþings fyrst 1973
og síðan samfellt frá 1975. Í því starfi
naut sín einkar vel nákvæmni og
reglufesta hans með alla hluti. Allt
sem Ólafur setti á blað var skýrt og
snyrtilega frá gengið.
Ólafur E. Stefánsson var einkar
góður samstarfsmaður og ætíð gott
með honum að vera, hvort sem var í
daglegri önn á skrifstofum, á ferða-
lögum eða í fagnaði af ýmsum tilefn-
um. Undir hinu prúða fasi bjó einnig
rík gamansemi og hann kunni að
skemmta með ýmsum hætti. Þau Þór-
unn og Ólafur voru ætíð kærkomin í
félagsskap starfsfólks Búnaðarfélags
Íslands eða á hátíðastundum Búnað-
arþings. Með þeim var mikið jafnræði
og að þeim var prýði í hverju sam-
kvæmi. Frá þeim báðum stafaði bæði
glaðværð og mikil hlýja.
Það er hverjum manni mikil gæfa
að fá að starfa með hæfu og duglegu
fólki þar sem samheldni og góður
starfsandi ríkir. Þannig var þetta á
annarri og þriðju hæð Bændahallar-
innar, hjá Búnaðarfélagi Íslands,
Stéttarsambandi bænda og Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins meðan
þetta var aðskilið og þannig er þetta
enn hjá Bændasamtökum Íslands
sem tekið hafa við hlutverkum allra
þriggja sem áður voru hér hlið við
hlið.
Fyrrum samstarfsfólk hjá Búnað-
arfélagi Íslands og stjórn og starfs-
fólk Bændasamtaka Íslands, allt það
fólk sem Ólafi kynntist hér, hefur beð-
ið mig að láta þessum orðum fylgja
þakkir og kveðjur fyrir allt það sem
við áttum með honum. Samúðar-
kveðjur til Þórunnar og Önnu og fjöl-
skyldunnar allrar sendum við og
makar okkar, þeir sem Ólaf þekktu.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Jónas Jónsson.
Mér er minnisstætt þegar ég hitti
Ólaf Stefánsson í fyrsta skipti er við
settumst saman í fyrsta bekk
Menntaskólans í Reykjavík haustið
1937. Mér fannst hann skera sig örlít-
ið úr hópnum, enda var hann eldri en
við hin, bóndasonur ofan úr sveit, eini
utanbæjarmaðurinn, og um leið sá
eini sem ekkert okkar hinna hafði áð-
ur séð. Ekki var hann þó lengra að
kominn en frá Eyvindarstöðum á
Álftanesi þar sem faðir hans bjó góðu
búi, en fjarlægðir voru aðrar og meiri
þá en nú þegar farið er að líta á Álfta-
nesið sem hluta af höfuðborgarsvæð-
inu.
Ólafur leigði sér herbergi í ná-
grenni við heimili foreldra minna og
var kostgangari, eins og það var þá
kallað, hjá Elínu Thorarensen sem
rak mötuneyti í næsta húsi við okkur
við Baldursgötu. Urðum við Ólafur
því brátt góðir félagar. Ekki leið held-
ur á löngu áður en í ljós kom að Ólafur
var ýmsum hæfileikum búinn sem öfl-
uðu honum vinsælda meðal bekkjar-
systkinanna. Hann var ágætlega hag-
mæltur og afburðagóð eftirherma og
því hrókur alls fagnaðar þegar við
komum saman til að skemmta okkur.
Þegar árin liðu vildi hann draga úr
slíkum ungæðishætti en var þó ætíð
manna glaðastur í góðra vina hópi.
Tryggð við uppruna sinn og heima-
haga var einn ríkasti þáttur í skap-
gerð Ólafs. Hann valdi sér búfræði að
lífsstarfi, aflaði sér traustrar sérþekk-
ingar á því sviði við erlenda háskóla,
og varð sem landsráðunautur í naut-
griparækt einn af máttarstólpum ís-
lensks landbúnaðar á langri og
farsælli starfsævi. Þá var hugur hans
ekki síður bundinn æskustöðvunum á
Eyvindarstöðum og þar áttum við
félagarnir margar unaðsstundir þeg-
ar Ólafur bauð til fagnaðar á Ólafs-
vöku á sumri þegar nóttin var björt
og loftið þrungið af ilmandi töðu og
kvakandi fugli. Og eftir að Ólafur
giftist Þórunni byggðu þau sér hús í
landi Eyvindarstaða, á fegursta
staðnum við sjóinn, og þar var ekki
síður gott að koma. Nú þegar skiljast
leiðir eigum við bekkjarsystkinin og
makar okkar margt að þakka um leið
og ég sendi Þórunni og fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóhannes Nordal.
ÓLAFUR E.
STEFÁNSSON
Fleiri minningargreinar um Ólaf
E. Stef́ánsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Hjalti Gestsson, Jón
Viðar Jónmundsson og Egill
Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
SIGRÍÐAR JOHNSEN,
Marklandi,
Löngufit 40,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Holtsbúðar.
Vilhelmína E. Johnsen, Ólafur Ásgeirsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Ingvar Ingvarsson,
Gunnar Guðmundsson, Ólafur H. Ólafsson,
Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Guðmundur V. Hreinsson,
Ásgeir Ólafsson,
Elínborg I. Ólafsdóttir, Stefán Ingi Valdimarsson.