Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 6,3 MILLJARÐAR Í ARÐ Stjórn Símans samþykkti árs- reikning fyrirtækisins á fundi í gær. Á fundinum var samþykkt að leggja til við aðalfund að greiddur verði 90% arður á árinu 2005 af nafnvirði hlutafjár, eða 6.333 milljónir kr. Tæp 99% hlutafjár eru í eigu ríkissjóðs. Rúmlega þriggja milljarða króna hagnaður varð af rekstri samstæðu Símans á seinasta ári. Mikið af hval Óvenjumikið virðist vera af höfr- ungi og hnúfubak í kringum Gríms- ey og segist sjómaður með tæplega 40 ára reynslu aldrei hafa séð annað eins af hval á þessu svæði. „Það er búið að vera óvenjumikið af höfr- ungi, ég hef oft séð mikið, en aldrei eins og þetta,“ segir Gylfi Gunn- arsson, skipstjóri í Grímsey. Hæpið að kvótinn náist Hæpið er að loðnukvóti vertíð- arinnar náist ef fram heldur sem horfir. Veiðarnar hafa fram til þessa gengið fremur illa, loðnan er dreifð og tíðarfarið óhagstætt. Loðnukvóti vertíðarinnar er nærri 781 þúsund tonn en aflinn er nú orðinn um 300 þúsund tonn, samkvæmt upplýs- ingum af vef Fiskistofu. Tilræði í Líbanon Mikil spenna ríkti í Líbanon í gær eftir að fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, Rafik Hariri, hafði verið ráðinn af dögum í höfuðborg- inni, Beirút. Hariri var andvígur veru herliðs Sýrlendinga í landinu og hafði gengið til liðs við stjórnar- andstöðuna af þeim sökum. Ísraelar gáfu í skyn að Sýrlendingar eða vígahópar þeim tengdir hefðu borið ábyrgð á morðinu. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                 Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Viðskipti 13 Viðhorf 32 Erlent 14/15 Bréf 32 Akureyri 17 Dans 35 Suðurnes 18 Minningar 36/43 Landið 18 Dagbók 48/51 Austurland 19 Fólk 54/57 Daglegt líf 20/21 Bíó 54/57 Listir 22 Ljósvakar 58 Umræðan 26/34 Veður 59 * * * ÞEGAR ekið er inn Skriðdal má sjá að Grímsáin er á löngum köflum þakin illúðlegum hrönnum sem urgast saman með þungum ísk- urhljóðum. Eftir margra vikna langan kafla þar sem hlýindi og hörð frost hafa í sífellu skipst á hlutverkum er áin rétt að verða búin að ryðja sig þegar allt frýs saman aftur og því myndast þessar miklu hrannir. Myndin er tekin rétt ofan við uppistöðulón Grímsárvirkjunar, í landi Sauðhaga. Nokkru ofar í dalnum taka svo við sléttar ísbreið- ur á ánni þar sem hún rennur bein, en hrannirnar virðast eðlilega eink- um safnast fyrir í bugðum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Grímsá í Skriðdal, með illúðlegar hrannir bakka á milli. Ísahrannir í Grímsá Egilsstöðum. Morgunblaðið. kvæmdastjóra lækninga á LSH, er ekki verið að auglýsa starf hans, heldur er hér um nýja stöðu að ræða. „Prófessorsstarfið er nýtt og sam- kvæmt samningi við Háskólann tryggjum við prófessorum yfirlækn- isstöðu,“ segir Jóhannes. Spurður hvort gert sé ráð fyrir að tveir yfirlæknar verði yfir þessu sviði segir Jóhannes hugsanlegt að svo verði nema þá að Sigurður sæki um og fái þessa stöðu. LÆKNADEILD Háskóla Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) auglýstu um helgina nýja prófessorsstöðu í krabbameinslækn- ingum við læknadeild en með starfs- aðstöðu á LSH. Tekið er fram í aug- lýsingunni að prófessorinn muni jafnframt gegna starfi yfirlæknis á lyflækningasviði II á spítalanum. Sigurður Björnsson er yfirlæknir á lyflækningasviði krabbameins- lækninga á LSH. Að sögn Jóhann- esar M. Gunnarssonar, fram- „Það er alveg hugsanlegt að það geti orðið tveir [yfirlæknar] en það þarf bara að skilgreina starfssviðið í starfslýsingu,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar er þetta í fyrsta skipti sem búin er til prófess- orsstaða í þessari sérgrein og er þetta gert vegna samstarfs spítalans og læknadeildar. Spurður hvort með þessari nýju stöðu sé verið að ganga á starfssvið Sigurðar Björnssonar svarar Jó- hannes neitandi. LSH auglýsir nýja stöðu yfirlæknis krabbameinslækninga Hugsanlegt að tveir yfir- læknar verði yfir sviðinu ÚTGJÖLD Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) á síðasta ári voru 273 milljónir kr. umfram fjár- heimildir eða 1% samkvæmt nýju bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2004. Sparnaðarkrafa ársins var um 3,0% og hefur því náðst að lækka rekstrarkostnað spítalans frá fyrra ári um það bil um 2,0%. Launakostnaður á spítalanum var 18.526 milljónir í fyrra og jókst um rúmlega 200 milljónir frá árinu á undan. Ráðist var í fjölmargar sparnað- araðgerðir á spítalanum á seinasta ári, m.a. með því að segja upp starfsfólki til að ná niður launa- kostnaði, leggja af vaktir, draga úr yfirvinnu og fleiru. Náðu þessar að- gerðir til alls 500–600 starfsmanna. Auk þess voru settar innkauparegl- ur, útboðum fjölgað, útbúinn lyfja- listi, hert skilyrði fyrir notkun nýrra lyfja o.fl. Rekstur flestra sviða spítalans er innan áætlunar en á þremur svið- um er rekstrarkostnaðurinn um- fram fjárheimildir en það eru lyf- lækningasvið I, slysa- og bráðasvið og rannsóknastofnun LSH. „Góður árangur í rekstri og afköstum“ „Mér finnst við vera að ná mjög miklum árangri, bæði í rekstrinum og afköstum,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. „Umtalsverð aukning hefur náðst í flestum teg- undum aðgerða og biðlistar hafa náðst niður svo þeir eru varla leng- ur til vandræða,“ segir hann en bendir þó á að á því sé sú und- antekning að enn sé langur listi eft- ir skurðaðgerð á augasteini. Þar hafi biðtíminn þó einnig styst. „Við erum þeirrar skoðunar að það sé býsna góður árangur að ná rekstr- arkostnaði niður um 2%,“ segir Jó- hannes. Að sögn hans virðist þó vera innbyggð hækkun á tilteknum liðum sem virðist nánast náttúru- lögmál að hækki alltaf meira en forsendur fjárlaga gera ráð fyrir, og nefnir lyfjaverð og framlag til lífeyrissjóða, sem sjúkrahúsið fái ekki bætt. 212 bíða eftir hjartaþræðingu Komum á göngudeildir spítalans fjölgaði um 11,6% í fyrra frá árinu á undan. Þá fjölgaði komum um 3,3% á slysa- og bráðamóttökur spítalans en þeim fækkaði hins veg- ar um 4,9% á dagdeildir. Í grein- argerð Önnu Lilju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra fjárreiðna, kemur fram að með fjölgun skurð- aðgerða síðustu tvö árin fækkaði nánast á öllum biðlistum eftir þjón- ustu spítalans. Nú bíða 107 ein- staklingar eftir gerviliðaaðgerð á hné sem þýðir rúmlega sex mánaða bið. Þá bíða 212 einstaklingar eftir hjartaþræðingu sem er fjölgun frá árinu á undan en það samsvarar tæplega þriggja mánaða biðtíma að meðaltali. Færri hjartaþræðingar voru gerðar í fyrra en árið á undan eða 931 samanborið við 1.003 á árinu 2003, sem er 7,2% fækkun. Gerðar voru 14.675 skurðaðgerð- ir á spítalanum í fyrra sem er lítils- háttar aukning frá árinu á undan og fæðingum á spítalanum fjölgaði úr 2.865 árið 2003 í 2.934 í fyrra. Launakostnaður á spítalanum var 18.526 milljónir í fyrra og jókst um rúmlega 200 milljónir frá árinu á undan. Rekstur flestra sviða Landspítala var innan áætlunar í fyrra 273 millj. umfram heimild LYFJAKOSTNAÐUR á Landspítala – háskólasjúkrahúsi var um 2.686 millj- ónir kr. í fyrra og jókst um 7,2% frá árinu á undan skv. bráðabirgðaniður- stöðu fyrir starfsemi og rekstur sjúkrahússins á árinu 2004. Kostnaður vegna S-merktra lyfja, þ.e. lyfja sem eingöngu eru notuð á sjúkrastofnunum, var 1.745 milljónir og jókst um 198 milljónir frá árinu á undan eða um 12,8%. Lyfjakostnaður jókst um 7,2% AÐ venju gefur Morgunblaðið út stórt og glæsilegt fermingarblað og í ár kemur blaðið út 5. mars. Í því er ætlunin að birta gamlar og nýrri myndir úr fermingarveislum og gefa þannig innsýn í sögu íslenskra fermingarveislna. Af því tilefni leitar Morgunblaðið til lesenda sinna um aðstoð við að finna sem skemmtilegastar myndir. Þeir sem eiga í fórum sínum góðar myndir úr fermingarveislum eru beðnir að senda þær blaðinu. Senda þarf myndirnar ásamt upplýsingum um eiganda og fólkið á myndunum, auk annarra nauð- synlegra skýringa. Allar myndir verða endursendar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Fermingarmyndir Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda þær umsjón- armanni fermingarblaðsins, Hildi Loftsdóttur, á netfangið hilo@- mbl.is eða í síma 569-1100. Mynda úr ferming- arveislum leitað CESAR Arnar Sanches, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak, er kominn til Bandaríkjanna og liggur á sjúkrahúsi bandaríska flotans í Washington DC, samkvæmt upplýs- ingum frá móður hans, Örnu Báru Arnarsdóttur. Cesar Arnar slasaðist mikið þeg- ar gerð var flugskeytaárás á her- sveit hans 9. febrúar sl. Hann missti m.a. sjón á vinstra auga og slasaðist alvarlega á vinstri fæti. Á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum „ÞETTA var bara eins og í eld- gamla daga. Við gengum um með kertaljós, fórum snemma að sofa og stigum ekki fram úr fyrr en birta tók,“ segir Sigþór Þorgrímsson, bóndi á Búastöð- um í Vopnafirði, sem var án rafmagns í 27 tíma um helgina. Bilun í háspennulínu olli því að rafmagn fór af nokkrum bæjum í Vesturárdal í Vopna- firði um klukkan 18 sl. laug- ardagskvöld. Komst það ekki í lag fyrr en um klukkan 21.15 á sunnudagskvöldið. Voru átta bæir án rafmagns í 27 tíma. Sigþór segir heppilegt að ekki var kalt í veðri þennan sólar- hring og veður stillt. Á sunnu- dagsmorgun var hitinn inni í bænum kominn niður í 10 gráður en úti var við frost- mark. Þetta hafi verið heldur langdregið en starfsmenn RARIK fundu ekki bilunina strax. Á sunnudeginum sinnti Sig- þór fénu eftir að birta tók. Hann segir engin kúabú á þessu svæði og því hafi ástand- ið verið þolanlegt á bæjunum hvað búskapinn varðaði. Helst hafi verið vandamál á þeim bæjum sem séu með borholu og gátu ekki dælt upp vatni. Rafmagns- laust í 27 stundir ♦♦♦ SJÖ fíkniefnamál komu upp í fang- elsinu á Litla-Hrauni í liðinni viku. Segir lögreglan á Selfossi að það hafi einkum verið hass sem þar fannst. Öll tengjast málin refsiföngum og eru til rannsóknar hjá lögregl- unni. Hass í fangelsinu Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað Vetrarhátíð- ar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.