Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 21
DAGLEGT LÍF
Í KRINGUM sjötíu hönnuðir sýna
fatalínur sínar á tískuvikunni í
London og eru það mun fleiri en
undanfarin ár. PPQ voru fyrstir á
svið sl. sunnudag en fyrsta sýn-
ingin er oft sett upp nánast í þeim
tilgangi að vekja mannskapinn.
Það tókst ekki í þetta skipti og
jafnvel módelin sjálf litu út eins og
þau væru að sofna á göngunni.
Fatalínan var heldur ekki beint
spennandi þrátt fyrir að inni á milli
leyndust einhverjir gullmolar eins
og páfuglsprent og taflmynstraðir
kjólar. Samt var gaman að sjá að
þau eru aftur byrjuð að hanna fyrir
karlmenn. Ekki nóg með að PPQ-
sýningin væri óspennandi þá topp-
aði danski hönnuðurinn Camilla
Stærk hana með því að sýna fata-
línu sem bauð ekki upp á neinar
nýjungar og fólk hefði alveg eins
getað séð úti á götu í dag. Greina
mátti leiða hjá nær öllum áhorf-
endunum og virtust þeir vera að
bíða eftir að sýningunni myndi
ljúka.
Þrátt fyrir tvær misheppnaðar
sýningar einkenndist þessi fyrsti
dagur ekki af algjörri hörmung.
Ben de Lisi bjargaði orðspori tísku-
vikunnar með sýningu í sínum
anda. Hann sýndi sína klassísku
glamúrkjóla sem frægar konur
sjást oft í á rauða dreglinum og er
leikkonan Kate Winslet til dæmis
einskær aðdáandi.
Leður, ull, silki og siffon
Tyrkinn Bora Aksu hélt einnig
skemmtilega sýningu og var svo
pakkað í salnum að forstöðumaður
British Fashion Council sem stend-
ur fyrir tískuvikunni fékk ekki
einu sinni sæti. Sterk afrísk tónlist
með trumbuslætti ómaði um salinn
á meðan fyrirsæturnar sýndu fötin.
Bora Aksu hélt sig að mestu við liti
eins og drapplitan, mórauðan og
mosagrænan og nýtti að mestu leð-
ur, ull, silki og siffon. Hnésíðar leð-
urbuxur og pils voru einkennandi
ásamt þægilegum víðum kjólum.
Einstaklega flott sýning.
Sá sem toppaði þennan fyrsta
dag var samt sem áður Julien
Macdonald með ekta tískusýningu
með fyrirsætum á borð við Naomi
Campbell og Lily Cole. Göngu-
brautin var lögð kálfaskinni og
frægt fólk eins og fyrirsætan Capr-
ice, Hilary Alexander tískuritstjóri
Daily Telegraph og tískublaðamað-
urinn Colin McDowellvar mætt á
svæðið. Á meðan beðið var eftir að
sýningin hæfist dunduðu ljósmynd-
ararnir sér einmitt við að mynda
fræga fólkið. Loks slokknuðu ljósin
og sýningin hófst. Kvenlegar flíkur
blöstu við. Pelsar, pífur og pils
voru einkennandi. Pilsin bæði
hnésíð og ökklasíð, víð og þröng.
Sum pilsin voru jafnvel það þröng
að fyrirsæturnar áttu í vandræðum
með gönguna. En samt sem áður
sérlega smekklega hönnuð. Þetta
eru föt sem hver kona getur orðið
glæsileg í. Pelsarnir voru oft
skreyttir pallítettum og það voru
líka pilsin og kjólarnir. Buxur voru
eilítið víðar og háar í mittið en hné-
buxur leyndust þó líka inni á milli.
Herðaslár voru áberandi og voru
ermar á jökkum ætíð brettar upp
fyrir olnboga og skyrta undir og
groddaralegar hálsfestar. Eitthvað
sem á eftir að móta líka tískuna
næsta sumar.
Litirnir sem voru mest áberandi
voru rústrauður, drapplitaður,
brúnn og blár flest einlitt þó smá-
gert taflprent væri eitthvað notað
og skyrturnar oft í marglitu prenti.
Macdonald fullkomnaði svo sýn-
inguna með því að labba eftir
göngubrautinni við hlið Naomi
Campbell íklæddri gullkjól sem
vakti mikinn fögnuð viðstaddra.
TÍSKUVIKA | London næsta vetur
AP
Sá sem toppaði þennan fyrsta dag
var hönnuðurinn Julien Macdonald
sem m.a. sýndi kvenlegar flíkur,
pífur, pils og pallíettuskreytta
pelsa.
Rústrautt,
brúnt og blátt
Tískuvikan í London stendur nú yfir. Í kring-
um sjötíu hönnuðir sýna fatalínur sínar. Laila
Pétursdóttir var meðal gesta.
AP
Danski hönnuðurinn Camilla
Staerk á heiðurinn að þessum
leðurjakka.
„ÉG VISSI ekki að það væri svona
mikil pæling á bak við kaffi,“ segir
Inga Jóna Halldórsdóttir, nýráðinn
framkvæmdastjóri Neskirkju. Enn
sem komið er hefur ekki verið ráð-
inn starfsmaður á kaffihúsið en Inga
Jóna hleypur með glöðu geði í skarð-
ið. „Við fengum þjálfun frá Kaffitári
en þetta er mjög skemmtilegt. Það
er eiginlega ekkert gaman að hella
upp á heima hjá sér lengur,“ segir
Inga Jóna brosandi.
Kaffið í Neskirkju er keypt frá
Súmötru á Indónesíu og er svonefnt
sanngirniskaffi (fair trade). Það þýð-
ir að færri milliliðir eru frá kaffi-
baunabóndanum og til neytandans
hér á Íslandi svo bóndinn fær meira í
sinn hlut en annars.
Inga Jóna segir starf sitt vera líf-
legt og er ánægð með stemninguna í
kirkjunni. „Hingað koma alls kyns
hópar. Hér fyrir utan er nóg af stæð-
um og aðgengi er gott svo þetta er
ákjósanlegur staður fyrir sam-
komur,“ segir Inga Jóna.
Morgunblaðið/Þorkell
Inga Jóna hellir upp á kaffi.
Skemmti-
legt að fást
við kaffi