Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 17
MINNSTAÐUR
AKUREYRARBÆR hefur samið við Nýherja
um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og
mannauðslausn. Ríkiskaup höfðu umsjón
með útboði hugbúnaðarlausnar fyrir hönd
Akureyrarbæjar en þar voru vegnir saman
þættir verð- og gæðalausnar og hlaut SAP
lausn Nýherja hæstu einkunn. Í kjölfarið var
ákveðið að ganga til samninga við Nýherja
Nýherji mun innleiða SAP, laga að þörfum
sveitarfélagsins og útbúa í samstarfi við Ak-
ureyrarbæ sveitarfélagalausn sem nýst getur
öðrum sveitarfélögum hérlendis og erlendis.
Markmiðið er að bjóða staðlaða en jafnframt
sveigjanlega lausn til að leysa alla megin-
ferla sveitarfélaga með lægri tilkostnaði en
áður hefur þekkst.
„Sífellt eru gerðar strangari kröfur um
bókhald og reikningsskil sveitarfélaga og
með innleiðingu SAP mun Akureyrarbær
geta samþætt og staðlað ferla, dregið úr
notkun sértækra kerfa og aukið þjónustu við
bæjarbúa með rafrænum hætti.
SAP-hugbúnaðurinn er nú þegar í notkun
hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum auk
þess að vera mest seldi viðskiptahugbúnaður
í heiminum í dag. Akureyrarbær er fyrsta ís-
lenska sveitarfélagið sem tekur SAP í notk-
un,“ segir í frétt um málið.Kátína með nýjan samning Frá undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Nýherja.
Nýr hugbúnaður í notkun
AKUREYRI
Veðurspá | Vestanáttir hafa verið óvenju-
ríkjandi í vetur í annars snúningasamri tíð
segir í nýrri veðurspá frá Veðurklúbbnum
á Dalbæ. „Við teljum að það breytist ekki á
þessu tungli sem kviknaði á sprengidag í
vnv, eða „yfir Bæjarfjallinu“ eins og einn
meðlimur orðaði það svo skemmtilega,“
segir í spánni. „Það verður þó ekki alltaf
auðvelt að henda reiður á hvaðan hann
kemur til með að blása, ekki frekar en ver-
ið hefur í vetur. Þá skulum við líka búast
við éljagangi og snjókomu. Og ef við lítum
til drauma klúbbmeðlima, þá kemur til
með að blása hressilega, með hléum þó.“
Gömul þjóðtrú segir að öskudagur eigi
sér 18 bræður, sú speki virðist, koma
ágætlega heim og saman við þessa spá
klúbbfélaga, éljagangur og gola.
Kyndilmessa var 2. febrúar síðastliðinn
með roki, þokkalega hlý en sólarlaus.
„Það teljum við að viti á gott. Sólskin á
kyndilmessu boðar snjóþyngsli fram á vor-
ið.“
Örsögur | Menningarsamtök Norðlend-
inga, MENOR, efna til samkeppni um örsög-
ur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og
menningar. Örsögur eru nefndar örstuttar
smásögur, oft með ljóðrænu ívafi. Þátttaka
er heimil fólki á öllum aldri og alls staðar á
landinu. Skilafrestur er til 1. maí .
Sögurnar á að senda undir dulnefni til:
MENOR / Pósthólf 384 / 602 Akureyri,
merktar „Örsögukeppni MENOR og Tíma-
rits Máls og menningar 2005“. Í lokuðu um-
slagi með sögunni skal fylgja nafn höfundar,
heimilisfang og símanúmer. Umslagið skal
merkt með dulnefni höfundar. Aðeins verða
opnuð umslög verðlaunahöfunda. Nánari
upplýsingar má nálgast á www.menor.is.
BREYTINGAR á skipulagi hjá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga hafa
nú að fullu gengið eftir með aðskiln-
aði á félagslegri starfsemi og sam-
keppnisrekstri, en félaginu var fyrir
réttu ári skipt upp í tvennt. Stofnað
var einkahlutafélagið Gróðrarstöðin
í Kjarna sem tók við rekstri gróðr-
arstöðvar og jólatrjáasölu en Skóg-
ræktarfélagið mun áfram annast
útivistarsvæði, skógarreiti og fé-
lags- og fræðslumál. Sameiginlegur
framkvæmdastjóri, Jón K. Arnar-
son, var ráðinn fyrir bæði félögin.
Aðaleigendur nýja hlutafélagsins
eru Skógræktarfélagið og Kaup-
félag Eyfirðinga sem eiga hátt í
helming hlutafjár hvort félag. Vign-
ir Sveinsson, formaður Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga, sagði að ákveð-
ið hefði verið að bjóða félags-
mönnum og starfsmönnum forgang
að því að gerast hluthafar auk þess
sem bændum í Félagi skógarbænda
á Norðurlandi og einstaklingum
innan þess var einnig boðinn for-
gangur að hlutafjárkaupum. „Þetta
skilaði þeim árangri að 20 einstak-
lingar hafa skráð sig fyrir hlutafé og
við stefnum að því að fjölga þeim
enn frekar á næstunni, þannig að
eignaraðildin breikki enn frekar og
hluthöfum fjölgi,“ sagði Vignir.
Gróðrarstöðina í Kjarna er mikil-
væga stoð fyrir allt skógræktar-
starf í fjórðungnum. Ársframleiðsla
þar nemur um 1,2 milljónum
plantna, en framleiðslan hefur auk-
ist ár frá ári og fyrir hendi eru fram-
leiðslusamningar um milljónir
plantna, einkum við ræktendur á
Norður- og Austurlandi.
Stjórnarformaður hlutafélagsins
er Ásgeir Magnússon. Hjá stöðinni
og Skógræktarfélaginu eru 10 til 15
störf.
„Við sjáum fram á stóraukna þörf
fyrir plöntuframleiðslu á næstu
misserum til þeirra landshluta-
bundnu verkefna sem eru í gangi,“
sagði Jón K. Arnarson, en hann
sagði að stöðin hefði á liðnum árum
verið stækkuð og tækjabúnaður
aukinn. „Skógræktarfélagið hefur
verið að framfylgja því markmiði
sínu um hríð að plöntuframleiðsla
verði sjálfstæð starfsemi,“ sagði
Jón, en nokkuð væri um liðið frá því
menn sáu að nauðsynlegt væri að
skipta rekstrinum upp.
Skógræktarfélagið Eyfirðinga er
elsta skógræktarfélagið á landinu,
var stofnað 11. maí árið 1930 og
verður því 75 ára í vor. Til stendur
að minnast tímamótanna og er und-
irbúningur hafinn. „Hlutverk fé-
lagsins hefur verið að breytast á
liðnum árum, því trúboðastarfi sem
það sinnti frá upphafi og framundir
1990 er að mestu lokið. Skógrækt er
nú orðin atvinnugrein, raunar víða
mjög öflug og hefur færst yfir til
landshlutabundnu skógræktarverk-
efnanna og til bænda,“ sagði Vignir.
Félagið mun áfram sinna öflugri
fræðslu- og félagsstarfsemi, en
nauðsynlegt þykir að móta því nýja
stefnu. Þá mun Skógræktarfélagið
áfram hafa umsjón með útivistar-
svæðum og skógarreitum, en um er
að ræða tvö útivistarsvæði, Kjarna-
skóg og Hánefsstaðaskóg í Svarf-
aðardal og níu skógarreita. „Við
kappkostum að gera þessi útivist-
arsvæði og skógarreiti aðgengileg
fyrir almenning,“ sagði Jón.
Félagsmönnum í Skógræktar-
félagi Eyfirðinga hefur um nokkurt
árabil gefist kostur á að leigja spild-
ur í landi Háls í Eyjafjarðarsveit, en
þar er um 160 ha svæði til afnota og
er það fullnýtt. Vignir sagði að fé-
lagið hefði fengið vilyrði landbúnað-
arráðuneytis fyrir því að fá óræktað
land í landi Saurbæjar til skógrækt-
ar. „Það eru um 40 manns með land-
nemaspildur á Hálsi og menn eru á
biðlista eftir að fá úthlutað landi til
að rækta upp,“ sagði Vignir, en unn-
ið er að samningum við ráðuneytið
vegna Saurbæjar um þessar mund-
ir. „Það hefur orðið veruleg breyt-
ing á landinu á Hálsi, þar sem áður
voru örfoka melar er nú gróið land,
elstu gróðursetningar á svæðinu
eru tíu ára og þarna eru tré sem
komin eru upp í a.m.k. þriggja
metra hæð. Þannig að ræktunar-
starfið setur mikinn svip á landið.“
Átak hefur verið gert í að fjölga
félagsmönnum og skilaði það þeim
ágætist árangri að á liðnu ári fjögaði
þeim um 10%.
Á vegum félagsins hefur verið
plantað um þremur milljónum
plantna um árin, fyrst og femst í
Eyjafirði og lætur nærri að svæðið
nemi um 1200 ha sem gróðursett
hefur verið á, en tegundirnar um
160 talsins.
Gróðrarstöðin í Kjarna mikilvæg stoð fyrir skógræktarstarf
Stóraukin þörf fyrir plöntu-
framleiðslu næstu misseri
Morgunblaðið/Kristján
Græðlingar Vignir Sveinsson og Jón Arnarson fylgjast með þeim Eydísi
Hörpu Ólafsdóttur og Hjörtínu Guðmundsdóttur klippa græðlinga.
Lögfræðitorg | Stefán Geir Þórisson lög-
maður flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í
dag, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 16.30 í
stofu L101 Sólborg. Hann nefnist: Fór fjöl-
miðlafrumvarpið gegn EES-samningnum?
Í erindi sínu talar Stefán Geir um við-
skiptahindranir sem bannaðar eru sam-
kvæmt EES-samningnum. Í því sambandi
fjallar hann til dæmis um fjölmiðla-
frumvarpið sem var til umfjöllunar síðast
liðið sumar og af hverju því var haldið fram
að það færi gegn EES-samningnum.