Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
LOÐNUKVÓTI vertíðarinnar næst
ekki ef svo heldur fram sem horfir.
Veiðarnar hafa fram til þessa gengið
fremur illa, loðnan er dreifð og tíð-
arfarið óhagstætt.
Loðnukvóti vertíðarinnar er nærri
781 þúsund tonn en aflinn er nú orð-
inn um 300 þúsund tonn, samkvæmt
upplýsingum af vef Fiskistofu. Þó
má gera ráð fyrir að aflinn sé nokkuð
meiri, þar sem afli sem farið hefur til
frystingar úti á sjó er ekki inni í þeim
tölum. Ætla má að hann hlaupi á ein-
hverjum tugum þúsunda tonna.
„Eins og staðan er núna þykir mér
hæpið að loðnukvótinn náist,“ sagði
Maron Björnsson, skipstjóri á Guð-
mundi Ólafi ÓF, þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann í gær en skipið var
þá á leið á miðin í Meðallandsbugt,
skammt vestur af Ingólfshöfða en
þar hefur loðnuflotinn stundað veið-
arnar undanfarna daga. Hann sagði
tíðarfarið hafa verið afar óhagstætt
það sem af er vertíðinni, auk þess
sem loðnan virtist ekki hafa skilað
sér nægilega vel upp landgrunnið.
„Það er ekki mikið af loðnu á
svæðinu, að minnsta kosti er hún
mjög dreifð og þá þurfum við að hafa
mikið fyrir að ná henni. Við fáum yf-
irleitt um 100 tonn í kasti sem er
miklu minna en við erum vanir á
þessum árstíma, þegar oft þarf ekki
nema þrjú til fjögur köst til að fylla
dallinn,“ sagði Maron.
Hann sagði að loðnan sem nú
veiðist vestast í þessari göngu væri
komin mjög langt í hrygningu og því
yrði ekki hægt að veiða hana mikið
lengur en út þennan mánuð. „Það
hlýtur að skila sér meira af loðnu
upp að ströndinni, enda má segja að
vertíðin eigi enn eftir að ná hámarki.
Við erum því eðlilega að vonast eftir
annarri göngu og erum enn sem
komið er nokkuð vongóðir. Það á að
vera til nóg af loðnu en það er ekki
þar með sagt að hún haldi sig þar
sem skipin eru. Við höldum okkur
vitanlega á hefðbundnum veiðislóð-
um og getum ekki lagst í miklar haf-
rannsóknir. Enda eigum við glæsi-
legt hafrannsóknaskip til slíkra
hluta en það virðist hinsvegar fara
best á því inni í Reykjavíkurhöfn,“
sagði Maron.
Guðmundur Ólafur ÓF er búinn
frystibúnaði en Maron segir að
frystingu hafi verið hætt um borð
snemma á vertíðinni. „Við frystum
loðnu á Rússland í upphafi vertíð-
arinnar en síðan hætti það að borga
sig. Norðmennirnir sem fengu að
veiða innan í lögsögunni sigldu með
aflann yfir hafið, frystu hann og
helltu honum á markaðinn. Í kjölfar-
ið lækkaði verðið og þá var ekki stað-
ið í þessu lengur, að minnsta kosti
ekki fyrir okkur því frystigetan er
ekki það mikil,“ segir Maron.
Fyrstu loðnunni á vertíðinni var
landað á Raufarhöfn á föstudags-
kvöld og Helguvík fékk fyrstu
loðnuna á laugardag, að því er fram
kemur á vef Síldarvinnslunnar. Það
hefur verið nánast stöðug loðnu-
frysting hjá fiskiðjuveri Síldar-
vinnslunnar frá því vertíðin hófst og
fryst bæði á Austur-Evrópu og Jap-
an. Frysting fyrir Japansmarkað er
nú í fullum gangi.
Hæpið að loðnu-
kvótinn náist
Morgunblaðið/Sigurgeir
Japansfrysting Loðnufrysting fyrir Japansmarkað er hafin víða um land.
Japanskir eftirlitsmenn eru á öllum vinnslustöðvum og taka út hráefni, líkt
og þessi sem skoðar loðnuna sem berst til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.
EVA Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, hefur sent Morg-
unblaðinu eftirfarandi athugasemd-
ir:
Athugasemdir við
ummæli forstjóra OR
Í fréttum Morgunblaðsins mánu-
daginn 14. febrúar síðastliðinn
komu fram rangfærslur í máli Guð-
mundar Þóroddssonar, forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur.
Fyrst og fremst vekur það furðu
að forstjóra Orkuveitunnar sé ekki
kunnugt um annað ljósleiðaranet á
höfuðborgarsvæðinu sem unnt er að
tengja við 40 þúsund heimili, þ.e.
ljósleiðaranet Símans. Alrangt er að
Síminn sé á móti lagningu annars
kerfis og sé á þeirri skoðun að ein-
okun eigi að gilda.
Síminn hefur aftur á móti marg-
ítrekað bent á að uppbygging neta
þurfi að vera á jafnréttisgrundvelli.
Svo er ekki í tilfelli OR, þar sem
fyrirtækið aðgreinir ekki fjarskipta-
rekstur frá hita og rafmagni í bók-
um sínum. Fyrirtækið niðurgreiðir
fjarskiptastarfsemi sína með tekjum
af hita og rafmagni.
OR hefur tapað verulega á sínum
fjarskiptarekstri og kostnaðarfor-
sendur og afskriftarreglur þeirra
samræmast ekki því sem gengur og
gerist í fjarskiptarekstri. OR ber að
aðskilja fjarskiptarekstur sinn frá
annarri starfsemi ella munu orku-
notendur greiða niður fjarskipta-
starfsemi fyrirtækisins.“
Athugasemdir við ummæli
Skarphéðins Berg
Í fréttum Morgunblaðsins mánu-
daginn 14. febrúar síðastliðinn kom
fram ákveðinn misskilningur í máli
Skarphéðins Berg Steinarssonar,
stjórnarformanns 365 ljósvaka-
miðla, um að Síminn hefði neitað að
dreifa stafrænni dagskrá þeirra. Í
fréttinni segir orðrétt:
„Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformaður 365 ljósvakamiðla,
segist hafa óskað bréflega eftir
þessu en fengið þau svör að það
kæmi ekki til greina. Síminn einn
myndi veita þjónustu á ljósleiðara
sem hann hefði kostað.
Þessi ummæli eru augljóslega
misskilningur. Samningaviðræður á
milli Símans og 365 ljósvakamiðla
hafa staðið yfir til þess einmitt að
ræða dreifingu á þeirra efni um ljós-
leiðara Símans. Kjarnastarfsemi
Símans er dreifing, enda hefur Sím-
inn mikinn áhuga á að dreifa efni
fyrir handhafa efnis á markaðnum.
Athugasemdir
frá Símanum
Skólar án
bekkjardeilda
Tveir nýjustu skólarnir í
Reykjavík, Ingunnarskóli í
Grafarholti og Korpuskóli í
Grafarvogi, hafa verið
hannaðir frá grunni með
tilliti til einstaklingsmiðaðs
náms auk þess sem nýjar
viðbyggingar, t.d. við
Laugarnesskóla og
Breiðagerðisskóla, taka mið
af hinni nýju sýn.
á morgun
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Gunnari Þorsteinssyni for-
stöðumanni Krossins:
Það er vissulega að bera í bakka-
fullan lækinn að reyna að leiðrétta
fréttaflutning DV. En því miður get
ég ekki orða bundist. Þegar þetta er
ritað eru hérna hjá mér þolandi kyn-
ferðisglæps og móðir og fyrrum eig-
inkona kynferðisglæpamanns. Um-
fjöllun DV um mál þeirra er afar
meiðandi og með öllu ósönn. DV ger-
ist málsvari barnaníðings og á for-
síðu, innsíðu og í leiðara er farið með
staðlausa stafi sem þjóna þeim ein-
um tilgangi að meiða illa sára þol-
endur enn meir. Eitt er víst að ekki
þjóna þessi skrif sannleikanum. Við
óskum þess að eftirfarandi komi
fram um efnisatriði málsins: Barnið
sem var þolandi var flutt af heimilinu
er móðir hennar og sambýlismaður
gerðu aftur tilraun til hjúskapar eftir
stuttan skilnað sem skömmu síðar
endaði með lögskilnaði. Kynferðis-
glæpir þeir sem DV fjallar um voru
eingöngu á vitorði geranda og þol-
anda og náinnar vinkonu og móður
og vinkonu hennar þar til einum fjór-
um árum eftir lögskilnaðinn. Þá var
farið af stað að góðra manna ráðum
með dómsmál til að fyrirbyggja að
framhald gæti orðið á þessari
breytni gagnvart öðrum. Aldrei var
um að ræða þrýsting frá einum eða
neinum sem þekktu efni þessa máls
um samvistir eða sambúð.
Við hörmum að ung börn og við-
kvæmar sálir, sem og aðstandendur
og vinir þurfa að líða með þessum
hætti fyrir fréttaflutning sem er full-
komlega óábyrgur. Við teljum að hér
hafi fjölmiðill lagst lágt með því að
reiða til höggs gagnvart saklausu
fólki sem hefur þegar þjáðst meir en
orð fá lýst.
Ég þakka þeim öðrum fjölmiðlum
sem hafa fjallað um þetta mál, en það
hefur verið gert af nærgætni og yf-
irvegun. Því miður verður hið sama
ekki sagt um DV og ég tek heilshug-
ar undir orð séra Hjámars Jónsson-
ar Dómkirkjuprests sem hann lét
fjalla um DV í Kastljósi fyrir
skömmu er hann lýsti skrifum þeirra
sem „skepnuskap“.
Yfirlýsing frá Gunn-
ari Þorsteinssyni
UNDIRRITAÐIR hafa verið við-
aukasamningar vegna stækkunar
álvers Norðuráls á Grund-
artanga. Voru það Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og Geir H.
Haarde fjármálaráðherra sem
undirrituðu samningana fyrir
hönd íslenska ríkisins. Samning-
arnir kveða á um stækkun Norð-
uráls í allt að 260.000 tonn á ári.
Varða samningarnir ýmis atriði,
t.d. lóðaleigu og hafnarmál,
vegna þeirra framkvæmda sem
nú standa yfir og framundan eru.
Um er að ræða fjóra mismun-
andi viðaukasamninga; lóðasamn-
ing, fjárfestingasamning, leigu-
samning og hafnarsamning. Eru
samningsaðilar iðnaðar- og við-
skitparáðuneytið, fjármálaráðu-
neytið, Century Aluminium og
Norðurál ehf. fyrir hönd álvers-
ins, Hvalfjarðarstrandahreppur
og Skilmannahreppur fyrir hönd
sveitarfélaga á svæðinu auk
Faxaflóahafna.
Andrés Svanbjörnsson hjá iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytinu
segir viðaukasamningana sam-
bærilega við samninga sem þegar
liggi fyrir. Forsendur séu að ein-
hverju leyti breyttar vegna
stækkunarinnar og með viðauk-
anum sé verið að breyta samning-
unum í hlutfalli við það. T.d.
hækki lóðaleiga vegna stærri lóð-
ar og þar fram eftir götunum.
Viðaukasamn-
ingar vegna
stækkunar
Norðuráls
GISTINÆTUR á hótelum í des-
ember voru 7,7% fleiri á síðasta
ári en á sama tíma árið 2003, og
er umtalsverð aukning í öllum
landshlutum nema höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem fjöldi gisti-
nátta jókst þó um rúmt 1%, að
því er fram kemur á vef Hagstofu
Íslands.
Gistinætur á hótelum voru sam-
tals 37.390 í desember sl., en
voru 34.720 árið 2003. Á Suður-
landi fjölgaði gistinóttum um rúm
80%, í 2.360. Á Suðurnesjum,
Vesturlandi og Vestfjörðum fóru
gistinæturnar í 3.030, sem er
aukning um rúm 38%. Á Austur-
landi fjölgaði gistinóttum um 26%
í 970. Á Norðurlandi átti sér stað
aukning um rúm 16%, og voru
gistinæturnar í desember 1.340.
Á höfuðborgarsvæðinu varð
hækkunin rétt um 1%, gistinætur
voru 29.690 í fyrra, en voru
29.300 árið 2003.
Minnst aukning
á hótelum á höf-
uðborgarsvæðinu