Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Starfsmenn Þórshafnarhrepps voru léttir á fæti nú fyrir helgina þegar þeir færðu íbúunum heim í hús myndarlega möppu sem innihélt fullfrágengið aðal- skipulag sveitarfélagsins. Máltækið „til þess skal vanda sem vel á að standa“ gæti verið haft að leiðarljósi við gerð að- alskipulagsins því vinna við það hefur nú staðið yfir í hálfa öld. Vinna við það hófst árið 1953 og hefur staðið yfir með hléum síðan en í fyrrasumar var það undirritað af umhverfisráðherra. Í aðalskipulaginu er að finna ágrip af sögu svæðisins; til dæmis hvenær byggð hófst, þróun veðurfars og mannfjölda og þess háttar, svo þarna er ágætur upplýs- ingagrunnur fyrir byggðarlagið. Einnig er þar stefnumörkun um uppbyggingu í sveitarfélaginu næstu 20 ár og er stór áfangi í höfn hjá sveitarfélaginu við lok þessarar vinnu en fæst minni sveitar- félög hafa að fullu lokið við aðalskipu- lagið.    Umræður um þorramat og þorrablót hafa löngum einkennt þennan árstíma en þorrablót var haldið með stæl í félags- heimilinu líkt og fyrri ár. Að þessu sinni fór þorrablótsnefndin „á flug“ því þema skemmtidagskrár var einmitt flugið. Nefndin tók á móti blótsgestum í gervi flugmanna og flugfreyja og nokkuð var haft fyrir því að útvega rétta klæðnaðinn og að skreyta salinn á viðeigandi hátt.    Þetta gæti vakið áhuga á því sem jafnan þykir sjálfsagt, það er að hafa góðar flugsamgöngur. Þórshöfn er í hópi þeirra byggðarlaga sem státa af flug- samgöngum alla virka daga. Aftur á móti hefur flug verið lagt niður til næstu ná- granna, svo sem á Raufarhöfn og á Húsavík. Hér er góður flugvöllur og flog- ið hingað alla virka daga, farið er í loftið um ellefuleytið að morgni og farþeginn er kominn til Akureyrar eftir rúman hálftíma og til Reykjavíkur kringum há- degið. Íbúum hér úti á ysta nesi þætti ekki góð tilhugsun að vera án flugsins og því var þema þorrablótsins í ár vel til fundið því góðar samgöngur eru einn af þeim þáttum sem styrkja hvert byggð- arlag. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR FRÉTTARITARA Fyrirhuguð er end-urbygging á hús-unum á Kópanesi á Hólmavík, en þau eru frá öðrum áratug síðustu aldar. Félag áhugamanna um varðveislu þeirra leit- aði eftir stuðningi til sveitarfélagsins í því skyni. Tillaga kom fram á hreppsnefndarfundi að styrkja verkefnið um 100 þúsund krónur að því til- skildu að kostnaðar- áætlun og reikningar fyr- ir framkvæmdakostnaði liggi fyrir. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu, en fimmti nefndarmaðurinn er einnig í áhugamanna- félaginu og tók því ekki þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Ætlunin áhugamanna- félagsins er að hefjast handa af krafti í sumar við endurbyggingu Kóp- ness að því er fram kem- ur á vefnum strandir.is. Varðveisla Blót, blót, blót, söng þorrablótsnefnd Kvenfélags-ins Baugs í Grímsey fullum hálsi fyrir fullu húsi íFélagsheimilinu Múla, við undirleik skólastjór- ans Dónalds Jóhannessonar. Það er sannarlega fjör og gaman þegar eyjar- skeggjar blóta þorrann. Fjöldi gesta, um fimmtíu manns komu frá fastalandinu, bæði fljúgandi og með ferjunni góðu Sæfara, til að taka þátt í gleðinni. Skopsnilling- urinn Einar Georg Einarsson, frá Laugarbakka í Mið- firði, flutti þorraannálinn, eins og honum einum er lag- ið. Ari Baldursson í Árgerði, við Dalvík, lék undir fjöldasöng og stóð fyrir fjörugum dansleik að borðhaldi loknu. Snjónum kyngdi niður og magnaði stemninguna. Morgunblaðið/Helga Mattína Nefndin Skemmtilega merkta þorrablótsnefndin, Guð- rún Sigfúsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Anna María Sigvaldadóttir og Unnur Ingólfsdóttir. Þorrablót í Grímsey Mogginn sagði fránýjum úða semeykur kynlífs- nautn kvenna. Sól- skríkjan syngur: Frúnum aldrei færa rós né forleik karlar nenna ef að vekur úði’úr dós unaðslöngun kvenna. Einar Kolbeinsson yrkir af sama tilefni: Nú þær geta notað sprey, og nautnir æðstu finna, þar með ekki þarfnast mey, þreks og krafta minna. Einari finnst þetta greinilega ósanngjarnt í meira lagi og höfðar til jafnréttis kynjanna: Ef að þannig unir mey, ei má gleyma hinu, að ég fái einnig sprey, útaf jafnréttinu! Hann sér í anda hvernig hlutirnir gengju þá fyrir sig: Nýjan skapar nautnasið, nú má lífið þreyja. Sæluþrungin saman við, sitjum tvö að „spreyja“. Úði og nautnir pebl@mbl.is Akureyri | Hestamenn brugðu á leik um helgina en í tilefni öskudagsins í liðinni viku tóku þeir sig til og slógu köttinn úr tunnunni. Uppákoman var við Skeifuna, félagsheimili Léttis í Breiðholtshverfi ofan Akureyr- ar. Gekk mönnum misjafnlega að koma hestunum á einhverri ferð að tunnunni, en þó var áberandi að konur voru heldur lagnari en karlar, þær höfðu að sögn sjónarvotta betri stjórn á hrossum sínum. Um tíu hesta- menn tóku þátt í leiknum en á myndinni er einn þeirra, Andrea Margrét Þorvaldsdóttir sem ber sig fimlega að. Morgunblaðið/Kristján Kötturinn sleginn úr tunnunni Leikur Húsavík | Stofnað hefur verið fyrirtækið Orkuveita Húsavíkur ehf. og tekur það við öllum rekstri, eignum og skuldum Orkuveitu Húsavíkur. Fram kemur á vef Húsavíkurbæjar að félagið er stofnað til þess að auka samkeppnishæfni orkufyr- irtækis Húsavíkurbæjar í því nýja laga- umhverfi sem er að þróast í orkugeir- anum. Engin áform eru uppi um sölu félagsins eða samruna þess við önnur fé- lög. Í stjórn hins nýja félags voru kjörnir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður, Böðvar Bjarnason og Sigurjón Bene- diktsson. Öllum starfsmönnum Orkuveitu Húsavíkur standa til boða sambærileg störf hjá hinu nýja félagi og hefur stjórn- in falið stjórnarformanni að ganga til við- ræðna við Hrein Hjartarson, fráfarandi veitustjóra og bæjarverkfræðing um gerð ráðningarsamnings í starf framkvæmda- stjóra félagsins. Einkahluta- félag um Orkuveitu Húsavíkur Laugarvatn | Bláskógabyggð hefur fest kaup á húsnæði útibús KB banka á Laug- arvatni en útibúinu var lokað um áramót. Húsið verður notað til að mæta aukinni þörf byggingar- og skipulagsfulltrúa upp- sveita Árnessýslu fyrir húspláss. Hús KB banka er sambyggt húsi sem Bláskógabyggð á og hýsir embætti bygg- inga- og skipulagsfulltrúa héraðsins. Starfsemi á vegum þess embættis hefur aukist mjög á síðustu árum og talin þörf á auknu húsplássi. Eftir að KB banki lokaði útibúi sínu gerði sveitarfélagið tilboð í húsið og lykt- aði samningum með því að það var selt sveitarfélaginu fyrir fjórar milljónir kr. Kaupin eru fjármögnuð með því sem sveitarstjórn telur hagstætt lán til tólf ára. KB banki hefur lýst því yfir að hann muni áfram reka hraðbanka á Laugar- vatni. Póstafgreiðslan sem var komin í útibú bankans var flutt í verslunina. Bláskóga- byggð kaupir hús KB banka ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.