Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STAÐA EINKASKÓLANNA STYRKT
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra tók réttan
pól í hæðina þegar hún sagði í viðtali
við sunnudagsblað Morgunblaðsins:
„Mér finnst miður, ef rótgrónir skólar
eins og Landakotsskólinn og Ísaks-
skóli fá ekki svigrúm til síns rekstrar.
Það er greinilega verið að draga úr
möguleikum þeirra til að starfa í
grunnskólakerfinu í Reykjavík. Ég er
hlessa á því, hvað lítillar framsýni
gætir hjá þeim sem ráða ferðinni í
borginni, að þvinga sjálfstæða skóla
eins og Landakotsskóla úr einka-
rekstri af því hann hentar ekki póli-
tísku landslagi þeirra.
Grunnskólarnir verða að búa við
svipaða samkeppnisstöðu og sjálf-
stæða skólastefnu frekar en miðstýr-
ingu. Það þarf því að styrkja réttar-
stöðu sjálfstæðu skólanna. Það er
ófært að þeir séu háðir pólitískum
duttlungum þeirra, sem með völdin
fara hverju sinni. Þar að auki eru
þessir rótgrónu skólar sem hafa sann-
að gildi sitt hluti af ákveðnum menn-
ingararfi sem við eigum að virða.“
Þetta er hverju orði sannara. Það
er ótækt að margra áratuga merki-
legt starf sjálfstæðra skóla sé unnið
fyrir gýg af því að stjórnmálamönn-
um er illa við einkarekstur. Og það
stendur að sjálfsögðu engum nær en
menntamálaráðherra sjálfri að
styrkja réttarstöðu einkaskólanna.
Slíkt er hægt að gera með almennri
löggjöf, eins og gert hefur verið víða í
nágrannalöndum okkar. Helzt strax á
þessu þingi, því að Reykjavíkurlist-
anum virðist ganga ágætlega það ætl-
unarverk sitt að drepa sjálfstæða
skóla í borginni.
Ef skapaður verður almennur
rammi um starfsemi skóla, sem rekn-
ir eru af öðrum en opinberum aðilum,
má líka vænta þess að fleiri sjái tæki-
færi til að setja slíka skóla á stofn, til
hagsbóta fyrir nemendur og foreldra,
sem fyrir vikið fengju aukið val um
skóla.
ÖFLUGT VÍSINDASTARF
Þáttur Íslenskrar erfðagrein-ingar í að laða til Íslands vís-indamenn í fremstu röð verð-
ur ekki dreginn í efa. Fyrirtækið
hefur á átta og hálfu ári haslað sér
völl í rannsóknum í erfðafræði með
afgerandi hætti. Frá því að fyr-
irtækið var stofnað hafa um 100
greinar vísindamanna Íslenskrar
erfðagreiningar verið birtar í al-
þjóðlegum, ritrýndum vísindatíma-
ritum. Í slíkum tímaritum eru gerð-
ar strangar kröfur og fara greinar í
gegnum margar síur áður en þær
eru teknar til birtingar. Staða Ís-
lenskrar erfðagreiningar hefur
ekki farið framhjá hinu alþjóðlega
vísindasamfélagi og á undanförnum
vikum hefur birst umfjöllun um
rannsóknir á vegum fyrirtækisins,
sem staðfestir það.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu á sunnudag er að finna um-
fjöllun um erfðakort ÍE yfir erfða-
mengi mannsins í febrúarhefti
tímaritsins The Scientist. Þar er
grein vísindamanna ÍE um erfða-
kortið, sem birtist í Nature Gene-
tics sumarið 2002, sett í sérstakan
flokk greina, sem aðrir vísinda-
menn hafa vitnað í 50 til 100 sinn-
um oftar en gert er að meðaltali í
greinar á viðkomandi fræðasviði.
Finna megi 262 tilvitnanir í grein-
ina um erfðakort ÍE í öðrum vís-
indagreinum frá því að hún birtist.
Höfundur greinarinnar í The
Scientist, Josh P. Roberts, segir að
erfðakort ÍE sé „enn talið grund-
vallartækið“ við kortlagningu
erfðabreytileika mannsins: „Eins
og sakir standa eru gögn íslenska
fyrirtækisins enn hið gullna viðmið,
jafnt þeirra sem vinna að rann-
sóknum og gera erfðakort.“
Þá hefur uppgötvun vísinda-
manna ÍE á um þriggja milljóna
ára gamalli umhverfu í erfðamengi
mannsins vakið athygli. Grein um
uppgötvunina birtist í Nature
Genetics og í febrúarhefti tímarits-
ins birtist leiðari þar sem þessari
uppgötvun er líkt við klassískar
vísindagreinar um uppgötvanir á
sviði erfðafræði. Segja tveir
spænskir sérfræðingar í tímaritinu
að enginn vafi sé á að þessi grein
muni leiða til kapphlaups meðal
vísindamanna í rannsóknum á um-
hverfunni.
Íslensk erfðagreining hefur ekki
aðeins verið afkastamikil á sviði
erfðavísinda og lagt sitt af mörkum
til grunnrannsókna. Fyrirtækið
hefur einnig birt upplýsingar, sem
það hafði getað haldið fyrir sig, og
er erfðakortið dæmi um það. Fyr-
irtækið hefur þannig tryggt að
þetta mikilvæga tæki til frekari
rannsókna nýtist alþjóðlegu fræða-
samfélagi í heild.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir í
samtali við Ómar Friðriksson í
Morgunblaðinu á sunnudag að hann
sé ekki í nokkrum vafa um að innan
Íslenskrar erfðagreiningar séu
margir sérfræðingar, sem séu í
fremstu röð á sviði rannsókna í
mannerfðafræði í heiminum: „Ég
held að það hafi að nokkru dulist
þessu samfélagi að hér innan fyr-
irtækisins erum við með ótrúlega
hæfileikaríkt fólk, bæði Íslendinga
og útlendinga. Ég er alveg viss um
að hér innan fyrirtækisins starfa
nokkrir heimsmeistarar á sínu
sviði,“ segir Kári.
Það eru ugglaust orð að sönnu að
margir hafa ekki gert sér grein fyr-
ir því hversu framarlega Íslensk
erfðagreining stendur. Sumarið
1996 hefðu fæstir trúað því að hægt
yrði að koma á legg erfðavísinda-
fyrirtæki í fremstu röð í Vatnsmýr-
inni. Framlag fyrirtækisins til ís-
lensks vísindasamfélags er
ómetanlegt. Í þeim efnum má ekki
gleyma þeim áhrifum sem það hef-
ur á vísindamenn framtíðarinnar,
sem nú eru við nám, að hrærast í
því umhverfi, sem myndast hefur
við tilkomu ÍE. Ekki hefur alltaf
ríkt lognmolla í kringum Íslenska
erfðagreiningu, en starfsmenn fyr-
irtækisins hafa látið sér fátt um
finnast þótt styr stæði um fyrir-
tækið og árangurinn af öflugu vís-
indastarfi þeirra lætur ekki á sér
standa.
É
g er jafngamall fyrsta
bílnum sem kom til
Íslands og síman-
um,“ segir Sigsteinn
Pálsson, fyrrverandi
bóndi á Blikastöðum, sem fagnar
aldarafmæli sínu á morgun. „Það er
ekki eitt sem hefur breyst heldur
allt,“ segir hann um þær breytingar
sem orðið hafa frá því hann var
barn, t.d. varðandi tækni í landbún-
aði og samgöngum. En Sigsteinn er
jákvæður gagnvart breytingum,
hann segist t.d. ánægður með þá
þróun sem orðið hefur í Mosfellsbæ
síðan hann hóf búskap á Blikastöð-
um árið 1942. „Það er allt jákvætt,“
segir Sigsteinn. „Einhvers staðar
verður fólkið að búa,“ segir hann
um þéttbýlismyndunina.
Á Blikastaðalandinu verður
bráðlega reist íbúðabyggð, en land-
ið, sem er við landamörk Mosfells-
bæjar og Reykjavíkur, seldu Sig-
steinn og eiginkona hans Helga
Jónína Magnúsdóttir fyrir nokkr-
um árum. Sigsteinn segir að það
hafi verið eini kosturinn, þegar fyr-
irsjáanlegt var að börnin þeirra tvö,
Kristín og Magnús, ætluðu ekki að
taka við búinu. Hann segist ekkert
hafa á móti því að byggð rísi á land-
inu sem tengdafaðir hans og síðar
hann sjálfur, ræktuðu svo úr varð
gjöful jörð. „Þetta var oft erfitt en
alltaf gaman,“ segir hann um bú-
skaparárin að Blikastöðum.
Helga lést 25. febrúar árið 1999,
92 ára að aldri.
Frá Austfjörðum
til Mosfellssveitar
Sigsteinn fæddist á bænum
Tungu í Fáskrúðsfirði 16. febrúar
1905. Foreldrar hans voru Páll Þor-
steinsson bóndi og hreppstjóri þar
og Elínborg Stefánsdóttir. Sig-
steinn átti heima í Tungu að mestu
til ársins 1935 er hann réð sig í
vinnu í eitt ár að Reykjum í Ölfusi
og í kjölfarið sem ráðsmann að Suð-
ur-Reykjum í Mosfellsbæ árið 1936,
þar sem hann starfaði í fjögur ár.
Hann stundaði nám einn vetur við
Unglingaskólann í Neskaupstað
(1923–24) og var einn vetur á
Bændaskólanum að Hólum (1932–
33).
Mosfellssveitin, sem nú heitir
Mosfellsbær, var í þá daga gjörólík
því sem nú er. „Hér snerist allt um
landbúnað þegar ég kom,“ rifjar
Sigsteinn upp. „Það sem gerði
sveitina frábrugðna öðrum var að
hér var mikil garðyrkja og gróð-
urhús, það gerði heita vatnið.“
Það var á þessum fyrstu árum í
Mosfellssveitinni sem Sigsteinn
kynntist konu sinni til sextíu ára,
Helgu Magnúsdóttur, en þau gift-
ust árið 1939.
„Við kynntumst á balli í Brúar-
landi,“ segir Sigsteinn og brosir að
minningunni. „Svo gerði ég mér
ýmislegt til erindis til að fara á
skrifstofuna í Mjólkurfélaginu og í
Mjólkurstöðina til að kynnast
henni,“ segir Sigsteinn en Helga
vann á þessum árum á hjá Mjólk-
urfélaginu.
Þú hefur verið alveg heillaður af
henni?
„Það má nú aldeilis vera,“ segir
Sigsteinn brosandi.
Ábyrgðarhluti að
taka við rekstrinum
Er tengdafaðir Sigsteins, Magnús
Þorláksson, varð bráðkvaddur vor-
ið 1942 fluttu þau Helga að Blika-
stöðum og tóku við búinu. „Blika-
staðir voru þá stórt bú og þar var
mikil nýrækt,“ rifjar Sigsteinn upp.
„Það var mikill ábyrgðarhluti að
taka við rekstrinum. En við ein-
beittum okkur að því að halda
áfram uppbyggingunni. Tengdafað-
ir minn hafði gert mikið úr litlu.“
Sigsteinn segir að jörðin hafi
ekki verið landmikil, en þegar búið
var að rækta hana vel upp var hún
gjöful. Þegar þau Helga tóku við
búinu voru þar um 40 mjólkurkýr
en í upphafi voru búin tvö, þar til
Melavallabúið í Sogamýri í Reykja-
vík var lagt niður. „Síðar bættum
við nú við útihúsi á Blikastöðum svo
þegar það var flest voru þarna um
50–60 mjólkurkýr og samtals um
90–100 gripir,“ segir Sigsteinn.
En í þá daga voru engar mjalt-
arvélar, allt var handmjólkað.
Sömuleiðis voru engar dráttarvélar
en notast var við dráttarhesta. Því
var þörf á miklu vinnuafli á bænum.
„Það var stundum erfitt að fá
vinnufólk,“ segir Sigsteinn, en þeg-
ar þau Helga taka við Blika-
staðabúinu er Bretinn kominn til
landsins og næga vinnu að fá. Síðar
komu hingað til lands danskir land-
búnaðarverkamenn sem störfuðu á
búunum þegar enga Íslendinga var
að fá til starfa.
Beðið eftir nýjungum
Smám saman komu ýmsar
tækninýjungar til sögunnar sem
breyttu starfi bænda til muna.
„Maður beið í ofvæni eftir hverri
nýjung sem að kom,“ segir Sig-
steinn. „Dráttarvélar komu fljót-
lega en þar voru fyrir ákaflega góð-
ir dráttarhestar. Það var búið að
rækta mikið þegar við tókum við en
við bættum við það. Mér þótti ákaf-
lega gaman að rækta. Ég hafði eig-
inlega meira yndi af ræktuninni en
skepnuhaldinu.“
En Sigsteinn þakkar Helgu
hversu vel búskapurinn á Blika-
stöðum tókst til. „Helga var svo
fjölhæf. Hún gat gengið í fjósaverk
og sest svo niður og saumað út. Það
var sama á hverju hún snerti, það
lék allt í höndunum á henni. Við
stóðum vel saman og þetta var far-
sælt hjónaband.“
Sigsteinn segir að flest árin hafi
eitthvað verið um að vera á Blika-
stöðum, „annaðhvort stóðum við í
ræktunarframkvæmdum eða bygg-
ingarframkvæmdum.“ Hann segir
eftirminnilegast þegar þau hjónin
létu byggja nýtt íbúðarhús í stað
þess gamla sem fyrir var. Það var á
árunum 1946–47. „Það var stórt
stökk,“ segir Sigsteinn, meðan
hann virðir fyrir sér gamla ljós-
mynd af íbúðarhúsinu. „Það var
óskaplega gaman að standa í
en stundum var þetta erfitt.“
Á fyrstu búskaparárunum
margt í heimili á Blikastöðum
vinnufólk og börn þeirra, stun
15-20 manns.
Að auki var þar oft gestkvæ
ágúst árið 1965 bauð Helga ti
mynda konum af þingi Kvenf
sambands Íslands, sem sett v
Lágafelli, í hádegismat og eru
þeirra allra rituð í gestabók þ
hjóna. Á árunum 1963–71 var
Helga formaður sambandsins
ritaði sjálf Lady Bird Johnso
varaforsetafrú Bandaríkjann
sitt í gestabókina um miðjan
ember árið 1963. Hún var þá
heimsókn ásamt manni sínum
vildi skoða sveitabæ. Stórbýli
Blikastaðir urðu fyrir valinu.
Sigsteinn og Helga hættu m
kúabúskap 1973 en bjuggu á
stöðum allt til ársins 1992 er þ
fluttu að Hlaðhömrum. Enn e
á jörðinni, börn þeirra, Kristí
Magnús, búa þar enn. Eftir a
kýrnar voru farnar leigði Sig
landið til beitar.
Sjóður í minningu Helgu
Sigsteinn segist vel fylgjas
nýjungum í búvísindum. Árið
stofnaði hann Blikastaðasjóði
minningar um Helgu konu sín
foreldra hennar, Magnús Þor
son og Kristínu Jósafatsdóttu
Hlutverk sjóðsins er að styrk
nemendur sem lokið hafa há-
skólanámi frá Landbúnaðarh
anum á Hvanneyri til framha
náms eða til rannsókna í
landbúnaðarvísindum. Aðspu
Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum verður 100
„Oft erfitt
en alltaf
gaman“
Sigsteinn skoðar stoltur my
Kýrnar reknar heim: Blikas
hættu Sigsteinn og Helga m
Sigsteinn og Helga á Blikas
Í fimmtíu ár bjó Sigsteinn Pálsson bóndi á
Blikastöðum og sá sveitina sína, sem nú heit-
ir Mosfellsbær, breytast úr dreifbýlu land-
búnaðarsvæði í þéttbýlan bæ. Hann sagði
Sunnu Ósk Logadóttur sögu sína, sem er um
leið hluti af sögu Mosfellsbæjar.