Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 35 ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 5 standarddönsum og 5 s.-amerískum dönsum með frjálsri aðferð fór fram í Laugardalshöllinni 6. febrúar sl. Einnig var haldin keppni fyrir dans- ara sem dansa með grunnaðferð. Dansarnir sem keppt er í eru annars vegar standarddansarnir Enskur Vals, Tango, Slow Foxtrot, Vín- arvals og Quickstep og hins vegar s-amerísku dansarnir Samba, Cha Cha Cha, Rumba, Paso Doble og Jive. Alls voru 224 pör skráð til keppni og af þeim voru 25 pör sem kepptu til Íslandsmeistaratitils í dansi með frjálsri aðferð. Einnig komu fram hópar byrjenda í dansi sem sýndu nokkra dansa. Það voru fimm erlendir dómarar sem sóttu okkur heim og dæmdu mótið. Það voru þau Verner Hansen frá Dan- mörku, Judith Bennett frá Eng- landi, Thrond Harr frá Noregi, Ted Heihura frá Svíþjóð og Manfred Ganster frá Þýskalandi. Dagskráin hófst klukkan 11 með innmarsi keppenda og fánahyllingu. Formaður Dansíþróttasambands Ís- lands, Birna Bjarnadóttir, setti síð- an mótið. Yngsti aldurshópurinn sem keppir í dansi með frjálsri aðferð er flokk- urinn unglingar I (12-13 ára). Í þeim flokki voru einungis þrjú pör sem tóku þátt í keppninni. Íslandsmeist- arar í standarddönsum voru þau Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg frá dansdeild ÍR. Þau hafa fallega áferð á dansinum, klára allar línur vel og fljóta vel yfir gólfið. Ragna þarf að passa líkams- stöðuna og á ég þar við bakið. Þetta er líklega til komið vegna þess að hæðarmunur þeirra hefur aukist. Í öðru sæti voru þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru mjög kraftmikið par og eru að koma mjög sterk til leiks þessa dagana. Það virðist ætla að verða mikil keppni á milli þessara para sem gerir þau sterkari og keppnina mjög spennandi. Í þriðja sæti höfn- uðu þau Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefánsdóttir frá Dans- íþróttafélaginu Gulltoppi. Þau döns- uðu ágætlega en staðan og haldið er eitthvað að trufla þau. Þau þurfa að slaka meira á til þess að verða léttari á gólfinu. Í s.-amerísku dönsunum skiptust tvö efstu pörin í stand- arddönsunum á um sæti. Þar sigr- uðu þau Sigurður Már og Sara Rós. Þau eru eins og í standarddönsunum mjög kröftug og mikill rytmi í dans- inum þeirra. Alex Freyr og Ragna Björk sem þá voru í öðru sæti eru einnig rytmísk í dansinum en með mýkri og að mínu mati með þrosk- aðri stíl. Í þessum flokki höfnuðu síðan Sigtryggur og Eyrún í þriðja sæti. Þau hafa eins og reyndar öll pörin í þessum flokki sýnt miklar framfarir að undanförnu og verður gaman að sjá hvernig þau eiga öll eftir að þroskast meira í dansinum í framtíðinni. Íslandsmeistarar standard- dönsum í flokki unglinga II ( 14-15 ára) voru þau Haukur Freyr Haf- steinsson og Denise Margrét Yaghi frá Dansíþróttafélaginu Hvönn. Þau voru að mínu mati öruggir sigurveg- arar í þessum flokki. Þau eru mjög reynd þó ung séu að árum og fannst mér þau dansa af miklu öryggi og gleði. Í öðru sæti höfnuðu þau Að- alsteinn Kjartansson og Rakel Guð- mundsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau hafa ekki dansað lengi saman en eru að koma nokkuð sterk inn í hópinn. Hún virkaði svolítið stíf og þarf að klára allar höfuðhreyfingar betur. Í þriðja sæti voru þau Júlí Heiðar Halldórsson og Telma Rut Sigurð- ardóttir frá Dansíþróttafélagi Kópa- vogs. Þau eru mjög kraftmikil en þau þurfa að passa að vera ekki á undan tónlistinni og þá sérstaklega í Vínarvalsi. Haukur Freyr og Denise Margrét sigruðu tvöfalt og eru þá einnig Íslandsmeistarar í s-amer- ískum dönsum. Þau eru bæði mjög góðir dansarar og ná að sýna sterkan karakter á gólf- inu. Haukur er að styrkjast í ökklum og nær þ.a.l. að sýna sterkari línur með lík- amanum. Þetta var að mínu mati nokkuð öruggur sigur hjá þeim, þó ekki eins og í hinni greininni. Í öðru sæti voru einnig í þessari grein þau Aðalsteinn og Rakel. Þau eru bæði efnilegir dansarar og er þetta önnur keppnin þeirra saman. Frá því að ég sá þau dansa síðast sé ég að þau ná að vinna betur saman sem par. Í þriðja sæti voru þau Alexander Mateev og Erla Björg Kristjánsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau eru mjög snaggaralegt par. Það sem er helsti veikleiki hjá þeim er að þau vantar að klára betur línur og teygja á fótum, ristum og hand- leggjum. Þau eru samt alltaf lífleg á gólfinu og gaman að horfa á þau. Í flokki ungmenna (16-18 ára) sigruðu í standarddönsum þau Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru að koma ný inn í þennan aldursflokk og koma heldur betur sterk inn. Þau dönsuðu áferðarfallegan dans og voru nokkuð jöfn allan tímann. Björn er farinn að klára stöðuna betur en þarf að leyfa höfðinu að dansa meira með í sam- ræmi við líkamann. Í öðru sæti höfn- uðu þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gull- toppi. Ég er nokkuð viss um að það hafi verið mjótt á mun- unum á milli þessara tveggja para. Jónatan og Hólmfríður hafa verið mjög sigursæl að undanförnu en það var eins og þau næðu ekki sínu besta fram í þessari keppni. Jón- atan missti sig örlítið aftur en mér fannst þau léttust par- anna í Quickstep. Í þriðja sæti voru síðan þau Baldur Kári Eyjólfsson og Anna Kristín Vilbergsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau dönsuðu mikið betur en á síðasta móti. Þau virtust dansa meira saman og varð dansinn allur mýkri en síðast. Í s-amerísku dönsunum urðu Íslandsmeistarar þau Þorleif- ur Einarsson og Hanna Rún Óladóttir frá Dansíþrótta- félaginu Hvönn. Þau eru ný- lega farin að keppa saman og hafa verið mjög sigursæl í gegnum tíðina með sínum fyrri dansfélögum. Þetta er annað mótið sem ég sé þau dansa saman og eru þau greinilega að slípast betur saman sem par. Þor- leifur er sterkur á gólfinu og notar efri hluta líkamans vel. Þau mættu samt bæði klára að rétta betur úr ristum. Í öðru sæti höfnuðu þau Björn Ingi og Ásta Björg. Þau voru að mínu mati sigurvegarar þessa hóps. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þeim sem dönsurum. Þau gera hlutina vel og láta þá líta út fyrir að vera auðveldir. Ásta þarf samt að passa að halda út allan tímann. Í þriðja sæti voru þau Jónatan Arnar og Hólmfríður. Þau náðu sér ekki á strik í þessari keppni þrátt fyrir góða spretti. Mér fannst Rumban þeirra besti dans en þau virkuðu þreytt og fóru þ.a.l. að nota of mikla krafta í stað þess að dansa létt. Flokkur fullorðinna er miðaður við aldurinn 19-35 ára. Keppendur í flokki ungmenna og seniora geta samt sem áður einnig keppt í þess- um flokki. Sigurvegarar í stand- arddönsum voru þau Jónatan Arnar og Hólmfríður. Þau voru öruggir sigurvegarar í þessum hópi. Í öðru sæti voru þau Baldur Kári og Anna Kristín og í þriðja sæti þau Björn Sveinsson og Bergþóra María Berg- þórsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Í s.-amerísku döns- unum sigruðu þau Max Pedrov og Elísabet Sif Haraldsdóttir frá Dans- íþróttafélaginu Hvönn. Þau eru yf- irburðapar hér á Íslandi. Þau mæta á dansgólfið sem sigurvegarar og sýna það allan tímann að þau ætla sér sigur. Þetta mættu fleiri dans- arar taka sér til fyrirmyndar. Í öðru sæti voru þau Gunnar Hrafn Gunn- arsson og Johanna Dijnér frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Hún er frá Gautaborg í Svíþjóð og hófu þau að dansa saman fyrir tveimur vikum síðan. Þrátt fyrir að vera rétt byrjuð að dansa saman þá skiluðu þau sínu með ágætum enda bæði mjög efni- legir dansarar og er allt útlit fyrir að þau geti náð langt í dansinum sam- an. Í þriðja sæti voru síðan Jón Ey- þór Gottskálksson og Helga Soffía Guðjónsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau eru öll að koma til og passa ágætlega saman sem danspar. Helgu Soffíu vantar örlítið uppá jafnvægið og að klára hreyfingar betur. Í flokki Seniora (35 ára og eldri) keppti einungis eitt par í stand- arddönsum, þau Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir. Þau voru þá að sjálfsögðu Íslands- meistarar þess flokks. Mér fannst þau dansa betur en á síðasta móti og fljóta betur yfir gólfið. Í s-amerísku dönsunum sigruðu þau Haukur Ei- ríksson og Lizý Steinsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Mér fannst þau sýna öryggi í sínum dansi og mjög létt yfir þeim. Í öðru sæti voru þau Björn og Bergþóra María miklir reynsluboltar í dans- inum. Björn er með góðar hreyf- ingar í líkamanum og nokkuð sterk- an fótaburð. Stundum vantar uppá jafnvægið hjá Bergþóru. Í þriðja sæti höfnuðu síðan Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir frá Dans- deild ÍR. Þau voru að venju í miklu stuði og skemmtu áhorfendum. Þau mættu bæði rétta betur úr sér í hröðu dönsunum. Önnur úrslit keppninnar eru væntanleg á heima- síðu Dansíþróttasambands Íslands: www.danssport.is. Mér fannst þessi keppni ganga nokkuð vel fyrir sig. Dagskráin byrj- aði kl. 11 að morgni og lauk keppn- inni kl. 20. Tímataflan stóðst nokkuð vel og var frekar afslappað and- rúmsloft í húsinu. Nýr kynnir kom til sögu á keppninni og var það Dagný Björk Pjetursdóttir dans- kennari og fannst mér hún skila sínu starfi mjög vel. Það er heilmikið framundan í dansheiminum. Í þessum mánuði eru tvö stórmót erlendis sem ís- lenskir dansarar ætla að fara á. Er það fyrst „Copenhagen Open“ í Dan- mörku og síðan „Celtic Classic“ á Ír- landi. Íslandsmeistaramót í gömlu dönsunum er síðan áætlað þann 13. mars. Um páskana mun hópur fara til Blackpool til keppni og síðan mun verða haldið bikarmót fyrir dansara sem dansa með grunnaðferð dagana 1. og 2. apríl. Síðasta dansmót vetr- arins verður síðan haldið 23. apríl og þá mun fara fram Íslandsmeistara- mót dansi með grunnaðferð í 10 dönsum með frjálsri aðferð. Fjölmenn danskeppni í Höllinni DANS Laugardalshöll ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í SAMKVÆMISDÖNSUM Þorleifur Einarsson og Hanna Rún Óladóttir Íslands- meistarar ungmenna í s-amerískum dönsum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir Ís- landsmeistarar ungmenna í standarddönsum. Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg Íslandsmeistarar unglinga I í standarddönsum. Haukur Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi Íslandsmeistarar unglinga II í báðum greinum. Max Pedrov og Elísabet Sif Haraldsdóttir Íslands- meistarar fullorðinna í s-amerískum dönsum. Kara Arngrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.