Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STÖÐUGT er reynt að blekkja fólk til víndrykkju með því að halda því fram að hóf- drykkja geti verið heilsubót. Þær full- yrðingar ganga í ber- högg við niðurstöður þekktra og virtra sér- fræðinga á sviði áfengisrannsókna, enda löngu vitað og viðurkennt, að öll áfengisdrykkja hefur skaðleg áhrif á nær öll líffæri líkamans, m.a. skemmir lifur og hjartavöðva og eyðir heilasellum. Þannig hefur t.d. verið leitt í ljós, að 2/3 hlutar allra innlagna á sjúkrahús í Bandaríkjunum eru tengdir áfengi beint eða óbeint. Magnið, sem drukkið er ræður ekki úrslitum um afleiðingarnar eins og fram kemur í eftirfarandi orðum heimsfrægs læknis og vís- indamanns, Paolo Arnoldi: „Í orðs- ins fyllsta skilningi er engin hin minnsta inntaka vínsins skaðlaus og skaðlaust glas af víni er ekki til. Hinn minnsti skammtur víns, dregur úr mótstöðuafli líkamans og eykur alla sjúkdóma.“ Og meira að segja hafa danskir læknar var- að við daglegri neyslu rauðvíns, en fyrir slíkri drykkju hefur und- anfarið verið rekinn mikill áróður. Það er því ámælisvert, þegar leitast er við að stuðla að vín- drykkju á þeim fölsku forsendum, að drykkja í litlum mæli sé skað- laus og þannig tæla ungt fólk til vinfengis við Bakkus. En sam- kvæmt rannsóknum er talið, að tveir af hverjum tíu, sem byrja neyslu áfengis verði alvarlega háð- ir áfengisvana á lífs- leiðinni. Heilbrigðar lífs- venjur bæta og lengja lífið Líf án áfengis er svo sannarlega eft- irsóknarvert og eykur líkur á löngum ævi- dögum. Til marks um það má nefna, að fram hefur farið rannsókn í Kaliforníu og Noregi, þar sem aðventistar voru athugaðir sér- staklega, en þeir temja sér heil- brigðar lífsvenjur og hafna alger- lega áfengi. Kom í ljós, að heilsufar aðventista var yfirleitt betra en annarra íbúa á nefndum stöðum og þeir náðu að jafnaði hærri aldri. Allir eiga að vita, að vínið skerð- ir dómgreind og skynsemi og af- skræmir persónuleikann. Samt leyfir einn af aðdáendum Bakkusar sér nýlega að fara með þau öf- ugmæli, að „áfengi efli hugarflug“. Látum því hinn heimsþekkta skáldjöfur Goethe segja hér sitt álit á áhrifum áfengis á andagift- ina, en hann sagði: „Ég drekk sem stendur ekkert af víni og fer dag- lega fram í skarpskyggni og vinnu- þreki.“ Og ennfremur skrifaði Goethe: „Ef ég gæti rekið áfengið burtu úr heiminum, væri ég al- sæll.“ Best er að hafna allri víndrykkju Árni Gunnlaugsson fjallar um áfengismál og bindindi Árni Gunnlaugsson KÁRAHNJÚKAVIRKJUN hefur sem kunnugt er verið, og er enn, um- deild enda þótt hún njóti ótvírætt stuðnings ríflegs meiri- hluta landsmanna. Einn skeleggasti and- stæðungur hennar hef- ur lengi verið Hjörleif- ur Guttormsson, fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. Hann ritaði grein í Morgunblaðið 30. des- ember sl. sem nefnist „Hversu traustar eru undirstöður Kára- hnjúkastíflu og Háls- lóns?“ Þar reifar hann ýmsar ábendingar jarð- fræðinga um berggrunninn undir Kárahnjúkastíflu og Hálslóni, svo sem um sprungusveim og merki um jarðhitavirkni. Mér vitanlega hafa allar þessar at- hugasemdir jarðfræðinganna hlotið gagngera skoðun verkfræðilegra jarðfræðinga, sem hafa tekið tillit til þeirra við lokahönnun og fram- kvæmd virkjunarinnar eftir því sem þeir hafa talið efni vera til. Hef ég heyrt flestar þessara ábendinga áður. Eitt fannst mér þó nýstárlegt hjá Hjörleifi sem ég minnist ekki að hafa heyrt áður. Það er það sem hann nefnir „lærdóm af Grímsvatna- gosum“. Þar rifjar hann upp það álit dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarð- fræðings, sem hann setti fram fyrir mörgum áratugum og yngri jarð- fræðingar hafa tekið undir síðar, að mér skilst, að sú lækk- un þrýstings á berglög undir Grímsvötnum sem verður við Gríms- vatnahlaup þegar vatnsborð lækkar í vötnunum, geti átt þátt í að hleypa af stað gosi í Grímsvötnum. Yfirfær- ir hann þessa hugmynd á Hálslón og virðist telja að vatnsborðs- lækkunin í lóninu að vetrinum um tugi metra geti á svipaðan hátt stuðlað að gosi á þeim slóðum. Þetta er undarleg hugmynd. Hálslón eykur þrýstinginn á jarð- lögin undir því frá því sem hann er nú en minnkar hann ekki. Jafnvel þegar vatnsstaðan í lóninu er í lágmarki er þrýstingurinn á jarðlögin mun meiri en áður en það kom til. Samkvæmt „Grímsvatnalærdóminum“ ætti Háls- lón því fremur að draga úr goshættu á þeim slóðum frá því sem nú er en að auka hana. Þessar hugleiðingar Hjörleifs um hugsanlega goshættu á Kára- hnjúkasvæðinu vekja óneitanlega upp spurningu um hvað þá gæti gerst við jarðgufuvirkjanir á Hellisheiði og á Reykjanesi. Bæði þau svæði hafa verið eldvirk eftir síðustu ísöld. Á báðum stendur til að dæla upp vatni og lækka grunnvatnsborð. Því að þrátt fyrir niðurdælingu á affallsvatni skilar ekki allt vatnið sem upp er tek- ið sér niður aftur. Þótt þar sé um um- fangsminni mannvirki að ræða en Kárahnjúkavirkjun eru þau miklu nær þéttbýli en hún; einkum Hellis- heiði, þaðan sem landi hallar til höf- uðborgarsvæðisins. Þarna er verið að draga úr vatnsþrýstingi á undirliggj- andi berglög en ekki auka hann eins og í Hálslóni. Ég minnist þess ekki að Hjörleifur hafi fjallað um þessa spurningu. Og meðal annarra orða: Ef vara- samt er að virkja við Kárahnjúka, á einu óeldvirkasta svæði landsins, var þá ekki varasamt að reisa höfuðborg landsins og mesta þéttbýli í grennd við eldstöðvar sem hafa gosið eftir ís- öld, bæði á forsögulegum og sögu- legum tíma? Eldstöðvar sem hafa sent hraunstrauma niður Elliðaárdal- inn og út í sjó þar sem Hafnarfjörður nú stendur. Jafnvel þótt við göngum út frá að takast myndi að forða fólki frá fjörtjóni í eldsumbrotum þar verða mannvirkin á höfuðborgar- svæðinu ekki flutt. Þar eru komin saman mun meiri verðmæti en fólgin eru í Kárahnjúkastíflu og mann- virkjum sem rof hennar hefði áhrif á. Við þurfum að gæta samræmis í áhættumati okkar. Það má vissulega færa rök að því að áhættusamt geti verið að búa á eldvirkri eyju eins og Íslandi. Margir útlendingar geta ekki hugsað sér að búa þar. En við höfum kosið að búa hér þrátt fyrir þá áhættu. Áhættan við að reisa Kára- hnjúkavirkjun held ég að sé ekkert meiri en sú sem við hvort sem er tök- um með því að búa á Íslandi. Og ný- legir atburðir úti í heimi gefa ekki til kynna að áhættan af að búa á Íslandi sé meiri en víða annars staðar. Ekkert er við því að segja að menn séu andstæðir Kárahnjúkavirkjun. En það er í meira lagi hæpið að gera óttann að bandamanni sínum í þeirri andstöðu. Að reyna að hræða fólk um efni fram. Í bandalagi við óttann? Jakob Björnsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun ’Samkvæmt „Gríms-vatnalærdóminum“ ætti Hálslón því fremur að draga úr goshættu á þeim slóðum frá því sem nú er en að auka hana.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. Á UNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmiðlar birt skoðanakann- anir, sem lesendum er sagt að séu um komandi formanns- kjör í Samfylkingunni og hafi jafnvel for- spárgildi um það. Svo sérkennilegt hefur þetta verið og svo frjálslegar hafa túlk- anir verið að ekki verður orða bundizt. Síðast birtist í tímaritinu Mannlífi Gallup-könnun um hæfni tveggja fram- bjóðenda til að gegna formennsku í Sam- fylkingunni. Niðurstöður hennar hafa menn svo túlkað eins og um vísindi væri að ræða. Skoðum raunverulegar tölur. Úrtak í könnun Gallup var um 1.300 manns. Svarendur voru um 800. Þeir sem tóku afstöðu til þess- arar spurningar voru um 500. Í sama spurn- ingavagni mældist fylgi Samfylking- arinnar um þriðj- ungur þjóðarinnar. Sem aftur þýðir að af þessum 500, sem svöruðu spurningu um formannskjör í Samfylkingunni, má reikna með að um 165 séu stuðningsmenn eða kjósendur flokks- ins. Einhver myndi segja að 165 manna úrtak væri ekki alveg boðlegt, en málið versnar við nánari skoðun. Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkingin tæplega 60 þúsund atkvæði. Flokksmenn eru um 14 þúsund, þ.e. um fjórðungur þeirra sem kjósa flokkinn. Sem aftur þýðir að af þessum 165 í könnuninni, sem segjast kjósa flokkinn, má reikna með að u.þ.b. 40 séu í flokknum, þ.e. fái í reynd að kjósa um formann. 40 manns er, trúi ég, úrtak í smæsta lagi. Könnunin, og hinar sem á und- an fóru, hefur ekkert gildi sem „könnun um formannskjör í Sam- fylkingunni“. Kosning formanns Samfylking- arinnar er lýðræðislegasta og merkilegasta aðferð sem þekkist í íslenzkum stjórnmálaflokki. Þar fá allir félagar að kjósa, en ekki ör- lítill hluti á fundum. Fjölmiðlar mega auðvitað gera allar þær skoðanakannanir sem þá lystir, en þeir hljóta um leið að sýna samfylkingarfólki og lýðræð- inu þá kurteisi að þykjast ekki vera að gera kannanir um eitthvað sem þær eru ekki um. Fjörutíu manna úrtak Karl Th. Birgisson fjallar um skoðanakannanir ’Fjölmiðlar mega auðvitað gera allar þær skoðanakannanir sem þá lystir, en þeir hljóta um leið að sýna samfylkingarfólki og lýðræðinu þá kurteisi, að þykjast ekki vera að gera kannanir um eitthvað sem þær eru ekki um.‘ Karl Th. Birgisson Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla Ímarkblaðið Sérblað um íslenska markaðs- daginn fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. febrúar. Blaðinu verður einnig dreift á Ímark deginum í Háskólabíói. Skipulegðu árangurinn, markvissari markaðssetning skilar betri árangri Auglýsingar tilnefndar til verðlauna Könnun IMG meðal markaðsstjóra auglýsingar 569 1111 Umsjón: Birna Anna Björnsdóttir Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir, sími: 568 1139 Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 mánudaginn 21. febrúar. Meðal efnis í blaðinu sem verður skorið og heft:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.