Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 49
HARRINGTON R A F S T Ö Ð VA R með HONDA mótor Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 2.7 kVA @ 59.750 3.75 kVA @ 92.000 5 kVA @ 110.000 EINNIG ÚRVAL VEBA RAFSTÖÐVA Með benzín eða dieselmótorum MJÖG HAGSTÆÐVERÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 49 DAGBÓK Laugavegi 54, sími 552 5201 Kjólar stærðir 36-46 i - Útsala MS-félagið stendur fyrir fræðslufundií kvöld kl 20 fyrir aðstandendur ogvini MS-fólks í húsi félagsins,Sléttuvegi 5. Þar mun Sverrir Bergmann taugasjúkdómalæknir ásamt Jónínu Hallsdóttur og Theódóru Frímann, hjúkr- unarfræðingum í MS-teymi LSH, flytja fræðsluerindi um MS-sjúkdóminn, horfur, lyfja- gjafir og fleira. „Þú spyrð ekki hvaða spurninga sem er, með sjúkan ættingja þinn við hliðina á þér,“ segir Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS- félagsins. „Ég held að það sé mjög gott fyrir aðstandendur að geta komið með spurningar án þess að hafa áhyggjur af því hvort sjúkling- unum líkar það betur eða verr. Þetta er fyrst og fremst ákveðið frjálsræði. Fólk er kannski að spyrja um einhverja sjálfsagða hluti sem að- standendunum myndi kannski finnast hallær- islegt að spyrja um, en þarna er fólki fyrst og fremst frjálst að spyrja að því sem því dettur í hug. Það er t.d. þessi þreyta, geðbrigði og hegðun sem geta breyst vegna sjúkdómsins, sem aðstandendur vilja vita hvernig virkar. Það að vakna þreyttur á morgnana t.d. er eitthvað sem þeim sem eru ekki með MS finnst alveg út úr kortinu. MS-sjúklingar reyna að skýra þetta fyrir sínum nánustu, en það er bara miklu betra að fá þetta frá sérfræðingum.“ Sigurbjörg segir uppkomin börn MS- sjúklinga sérstaklega velkomin á fundinn. „Það er hópur úti í þjóðfélaginu, fullorðin börn MS- sjúklinga, sem eru búin að missa sína foreldra og þurfa að fá að heyra ýmislegt um sjúkdóm þeirra. Það er fólk úti í bæ sem vissi bara að foreldrar þeirra voru heilsutæpir, þetta fólk er gjarnan með óleyst mál og þarf skýringar á því af hverju mamma og pabbi gátu ekki unnið meira, farið út í fótbolta eða á skíði. Þegar fólk er komið á hækjur og í hjólastól er það fatlað. Það er samt fullt af MS-sjúklingum sem eru ekki í hjólastól en eru þreyttir og úthaldslitlir og geta því ekki verið eins virkir og þeir vildu vera.“ Hversu mikilvægt er að aðstandendur MS- sjúklinga séu vel upplýstir um sjúkdóminn? „Það er einmitt út af þessu, svo fólk skilji sjúkdóminn betur, að þetta er alvöru. Það þarf líka að skilja horfurnar, það eru að gerast merkilegir hlutir núna, nú er að koma fyrsta sérhæfða lyfið fyrir MS. Það heitir Antigren og er ein sprauta í mánuði, sem inniheldur sam- eindir sem setjast á mýalínið, sem er einangr- unin utan um taugarnar. Ef síðan kemur bólga í Mýalínið ráðast þessar sameindir á bólguna og eiga þannig að koma í veg fyrir að bólgan valdi óafturkræfum skemmdum á mýalíninu. Þetta lyf er búið að vera í tvö ár í reynslu og hefur gefið mjög góða raun. Ég geri ráð fyrir því að við sjáum þetta lyf seinni part sumars og þá eru vonandi horfur þeirra sem eru að grein- ast allt aðrar. Það er mikilvægt að aðstand- endur séu meðvitaðir um nýjustu þróun og geti hjálpað til við að miðla upplýsingunum til ann- arra í umhverfi sjúklingsins.“ Heilsa | Fræðslufundur um MS-sjúkdóminn fyrir aðstandendur MS-fólks í kvöld Margt sem brennur á fólki  Sigurbjörg Ármanns- dóttir er fædd í Nes- kaupstað árið 1949. Hún hóf kennaranám í Kennaraskólanum en MS-sjúkdómurinn breytti þeim áformum, þegar hún fékk hann fyrir tæpum 40 árum. Sigurbjörg hefur starf- að við verslun; en und- anfarna tvo áratugi hefur hún sinnt málefnum MS-félagsins og fatlaðra. Sigurbjörg hefur setið í stjórn MS- félagsins frá árunum 1981 til 1994 sem ritari. Í október í fyrra var hún kjörin formaður MS- félagsins. Þá er hún gjaldkeri Mannverndar. Þakkir til Úrvals-Útsýnar HINN 5. janúar fórum við hjónin í vetrarfrí með ferðaskrifstofunni Úr- vali-Útsýn til Kanaríeyja. En stuttu eftir komuna þangað veiktist ég, gat lítið ferðast um og endaði að síðustu í hjólastól. Við slíkar aðstæður í ókunnu landi eru ekki mörg sund op- in. En þá barst hjálpin. Við höfðum fljótlega samband við fararstjórann og hjúkrunarfræðing ferðaskrifstof- unnar, Ölfu Sverrisdóttur. Þar var ekki í kot vísað. Alfa fylgdist náið með mér, aðstoðaði við allar nauð- synlegar útréttingar og fyllti mann þeirri öryggistilfinningu sem var svo nauðsynleg á þeirri stundu. Er leið að heimferð kom að hlut- verki fararstjóranna. Sigurður Sig- urðarson fylgdi okkur út á flugvöll í leigubíl, náði í hjólastól og kom tösk- unum áleiðis og Kjartan L. Sigurðs- son náði í sæti á besta stað fyrir mig. Sigurður kom mér síðan í hendur starfsmanni flugstöðvarinnar sem trillaði með mig alla leið að flugvél- ardyrum. Þar tóku elskulegar flug- freyjur á móti mér. Tilfinningin var: Ég var kominn heim. Á flugvellinum í Keflavík beið annar hjólastóll eftir mér og ung og elskuleg stúlka ýtti mér áfram síðasta spölinn að færi- bandinu þar sem farangurinn beið. Aðstoð starfsfólks Úrvals- Útsýnar þakka ég af heilum hug og ekki síst Ölfu Sverrisdóttur. Hún var sú sem mest reyndi á. Og brást ekki eitt andartak. Oft les maður í blöðum greinar frá fólki sem telur sig hafa farið halloka í skiptum við ferðaskrifstofur. Þær eru flestar neikvæðar og oft lítt rök- studdar. Því tel ég rétt að greina frá minni reynslu af skiptum við þetta sómafólk sem veitti mér þá bestu þjónustu sem í þess valdi stóð. Tómas Einarsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. Verðkönnun ASÍ ÉG ER mjög ósáttur við verðkönn- un ASÍ. Þeir gera aðeins könnun í stórmörkuðum en sniðganga hinar smærri verslanir. Ég hef nú í eitt ár keypt alla þá matvöru sem mitt heimili þarf í verslun við Vesturberg sem Kaskó heitir. Ég fullyrði að matvara og reyndar fleira er ekki dýrara þar en í Bónus. Það er slæmt að samtök eins og ASÍ skuli ekki láta þessar smærri verslanir, sem eru að berjast við að halda í við auðhring- ina, njóta sannmælis með því að gera verðkannanir hjá þeim samtímis. Einar Jónsson. Morgunblaðið/Ásdís AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í VOR verður þess minnst um allan heim að 60 ár eru liðin frá því bandamenn knúðu fram sigur á herjum Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni. Atburðanna verður m.a. minnst í Rússlandi, en talið er að 27 milljónir Sovétmanna hafi týnt lífi af völdum styrjaldarinnar, þar af 9 millj- ónir hermanna. Sendiráð Rússlands á Íslandi og MÍR hafa sett upp sýningu í félagsheimili MÍR að Vatnsstíg 10 sem helguð er styrjald- arlokunum í Evrópu 1945. Þar má m.a. sjá áróðursveggspjöld frá þessum tíma, hljómplötur, bækur og ljósmyndir. Það var sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexander Rannikh, sem opnaði sýning- una, en hún verður framvegis opin dag- lega milli kl. 14 og16. Morgunblaðið/Ómar Minnast loka styrjaldarinnar 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Bb4 7. Bd3 O-O 8. Rge2 c6 9. O-O He8 10. Dc2 Rf8 11. f3 h6 12. Bxf6 Dxf6 13. e4 Be6 14. e5 Dd8 15. f4 Bg4 16. Rg3 c5 17. a3 Bxc3 18. bxc3 c4 19. Bf5 Bxf5 20. Rxf5 Rh7 21. Hf3 Kh8 22. Hg3 Hg8 23. Rd6 Dd7 24. Hb1 b6 25. Hb5 Had8 26. h3 g6 27. Hxd5 De6 28. Hb5 Rf6 29. f5 gxf5 30. Hxg8+ Rxg8 31. d5 Dg6 32. Rxc4 Re7 33. d6 Rc6 34. Re3 Dg3 35. Df2 Dg5 36. h4 Dh5 37. Df3 Dxf3 38. gxf3 f4 39. Rg4 Kg7 40. Hd5 Kg6 41. d7 Rb8 42. Hd6+ Kg7 43. Rf6 Kf8 44. h5 Ke7 45. Rd5+ Kf8 46. Hxh6 Hxd7 47. Rxf4 Hd1+ 48. Kg2 Rd7 49. e6 Kg7 50. e7 He1 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar. Stefán Kristjánsson (2438) hafði hvítt gegn Thomas Heyl (2070). 51. He6! og svartur gafst upp enda fæðist ný hvít drottning eftir 51... Hxe6 52. Rxe6+. Eftir keppnina í Gíbraltar fór Stefán ásamt Ingvari Jóhannessyni (2315) til Búdapest að taka þátt í tveim ólíkum flokkum í Fyrstu laugardagsmótaröð- inni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fréttir á SMS Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2005. 1. flokki 1991 – 53. útdráttur 3. flokki 1991 – 50. útdráttur 1. flokki 1992 – 49. útdráttur 2. flokki 1992 – 48. útdráttur 1. flokki 1993 – 44. útdráttur 3. flokki 1993 – 42. útdráttur 1. flokki 1994 – 41. útdráttur 1. flokki 1995 – 38. útdráttur 1. flokki 1996 – 35. útdráttur 3. flokki 1996 – 35. útdráttur Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.