Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 22
Steinunn Helga Sigurðardóttir myndlistarmaður og samstarfsmaður henn-
ar Morten Tillitz. Þau munu halda sýningu í Kling & Bang í október nk.
Steinunn Helga Sigurðardóttirmyndlistarmaður er meðmörg járn í eldinum þar sem
hún býr í sveitasælunni í Lejre í
Danmörku. Í byrjun febrúar var
opnuð sýning á listasafninu Køge
Skitsesamling samkvæmt hugmynd
hennar og samstarfsmanns hennar
Mortens
Tillitz í bæn-
um Køge rétt
utan við
Kaupmanna-
höfn. Á sýningunni eru verk níu
listahópa, alls 16 listamanna, frá
Danmörku og Íslandi sýnd á tveim-
ur stöðum samtímis, þ.e. á safni og í
verslun, eins og heiti sýningarinnar
„dobbeltop“ vísar til.
„Fyrst ætluðum við að hafa sýn-
inguna á safni og á krám og þaðan
kom nafnið sem er sambærilegt við
„Einn tvöfaldan“ á íslensku,“ segir
Steinunn og hlær. Hætt var við krá-
arhugmyndina en forsvarsmenn-
irnir héldu sig við nafngiftina sem
þótti góð.
Sýningin er rannsókn á samhengi
verkanna og markmiðið með henni
er m.a. að færa listina út í daglega
lífið og daglega lífið inn á Lista-
safnið. Steinunn og Morten hafa
unnið að undirbúningi í tvö ár og
Listasafnið í Køge hefur staðið þétt
við bakið á þeim. „Maria Gade-
gaard er ungur og metnaðarfullur
safnstjóri og listfræðingur á lista-
safninu í Køge og hún var strax
með á nótunum þótt í sýningunni
felist ákveðin gagnrýni á listasöfn,“
segir Steinunn og bætir við að Køge
sé tilvalinn staður fyrir sýningu af
þessu tagi þar sem miðbærinn er
fallegur og ekki of stór og listasafn-
ið í miðbænum.
Listasöfn eru í rauninni barahvítur kassi,“ segir Steinunn.
„Þar er ekkert undirspil eins og
þegar verkið er úti í búð og allt um-
hverfið spilar með. En það er líka
allt í lagi og á að sjálfsögðu fullan
rétt á sér. Annað þarf ekki að úti-
loka hitt,“ segir Steinunn sem sjálf
gerir hvort tveggja, að sýna á söfn-
um og á öðrum stöðum.
Yfir 800 manns mættu á opnun
sýningarinnar 3. febrúar og var all-
ur bærinn undirlagður og mikil
stemning að sögn Steinunnar. Plak-
öt voru prentuð og þeim hefur ver-
ið dreift ásamt vegvísi um sýn-
inguna lá frammi en verkin voru
sýnd í níu verslunum. „Listasafnið
bauð gestum upp á heitt rauðvíns-
glögg og ristaðar möndlur fyrir ut-
an safnið þar sem bálkestir voru á
víð og dreif og góð stemning skap-
aðist. Verslanirnar buðu einnig upp
á vín, gos og snakk,“ segir Stein-
unn. Heilmikil sýningarskrá er í
prentun en ljósmyndir af opnuninni
fara m.a. í hann og þar skrifar
Maria Gadegaard listfræðingur um
sýninguna.
Steinunn spáir í samspil list-
arinnar og samfélagsins í flestu
sem hún tekur sér fyrir hendur og
það var einmitt viðfangsefnið í sam-
starfsverkefni hennar og Mortens
og fjögurra annarra listamanna
fyrir fimm árum, sýningunni Camp
Lejre sem var haldin í Lejre. Sú
sýning vakti mikla athygli og þá
vaknaði hugmyndin um tvöfalda
sýningu þar sem athugað yrði hvort
verkið nyti sín jafnvel á listasafni
og í daglega lífinu eins og í þeirri
sýningu sem nú er orðin að veru-
leika í Køge og stendur til 3. apríl.
„Mér er mikið í mun að fá fólk til
að tala saman og hafa skoðun á
listaverkum. Ég vil ná til fólks sem
fer aldrei á myndlistarsýningar. Ég
hef fundið á þeim sem ég hef talað
við eftir opnunina að þessi við-
burður í Køge hefur einmitt skapað
þær umræður sem við vonuðumst
eftir.“
Steinunn og Hekla Dögg Jóns-dóttir eru Íslendingarnir sem
taka þátt í sýningunni og heitir
verk Heklu Wishing well eða Óska-
brunnur og er á safninu eins og öll
hin verkin en jafnframt í skart-
gripaversluninni Guld og Sølv.
Verk Steinunnar er samstarfsverk-
efni með þremur öðrum listamönn-
um og heiti verksins JOMOSTME
er myndað úr upphafsstöfum
þeirra: John Krogh, Morten Tillitz,
Steinunn og Mette Dalsgård.
Handunnið listaverk er þar fram-
leitt sem vara þar sem listamenn-
irnir vinna 50 verk. „Þegar við telj-
um okkur búin að fullgera verkið
tekur annar við og vinnur áfram í
verkið þannig að það eru alltaf tvö
af okkur sem setjum okkar per-
sónulega spor á sama verkið. Við
viljum selja verkin í allavega versl-
unum, listasöfnum og hjá kaup-
manninum á horninu þannig að það
sé aðgengilegt fyrir alla. Í
tengslum við þetta verk var búið til
plakat sem dreift er ókeypis á sýn-
ingunni. Inntakið í þessu verki eins
og sýningunni í heild er að ná til
breiðari hóps en ekki bara til þeirra
sem koma á listsýningar.“
Steinunn og Morten munu halda
sýningu í Kling og Bang í október á
þessu ári. En fyrir utan að sinna
myndlistinni rekur Steinunn mynd-
listarskóla ásamt Morten, þar sem
nemendur eru fólk sem á einhvern
hátt hefur takmarkaða virkni en
eru þó sjálfbjarga. Í tengslum við
skólann er rekið færanlegt gallerí
sem er fjarri því að vera eina gall-
eríið sem Steinunn er tengd. Hún
sinnir einnig sýningarstjórn hjá
Galleri Nordlys í Kaupmannahöfn
þar sem íslensk myndlist er í háveg-
um höfð og er félagi í GUK+ sem er
sýningarstaður í þremur löndum: Í
húsagarði á Selfossi, í garðhúsi í
Lejre í Danmörku, í eldhúsi í Brem-
en í Þýskalandi og á tölvuskjá sem
er á ólíkum stöðum í heiminum eft-
ir því hvar eigandinn er staddur
hverju sinni. Fjórir listamenn reka
GUK+ í og við heimili sín, þ.e.
Steinunn, Alda Sigurðardóttir,
Hlynur Hallsson og Jürgen Witte.
Listin og daglega lífið
’Inntakið í þessu verkieins og sýningunni í
heild er að ná til
breiðari hóps en ekki
bara til þeirra sem
koma á listsýningar.‘AF LISTUM
Steingerður Ólafsdóttir
steingerdur@mbl.is
Frá sýningunni í listasafninu Køge
Skitsesamling í Danmörku.
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
EIVØR Pálsdóttir kom fram í
Salnum í Kópavogi ásamt KaSa-
hópnum og söng lög eftir sjálfa
sig, meðal annars í ágætum,
smekklegum útsetningum Árna
Harðarsonar, Péturs Grétarssonar
og Kjartans Valdimarssonar, en
ekki Hilmars Arnar Hilmarssonar
eins og auglýst hafði verið. Þau
Áshildur Haraldsdóttir flautuleik-
ari, Sif M. Tulinius fiðluleikari,
Bryndís Björgvinsdóttir sellóleik-
ari, Helga Þórarinsdóttir víóluleik-
ari og Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari spiluðu með Eivøru
þegar við átti, og fluttu líka tvo
þætti úr kvintett eftir Jón Ásgeirs-
son. Kvintettinn var fallega sam-
ansettur og hljóðfæraleikararnir
voru með allt sitt á hreinu; túlk-
unin einkenndist í hvívetna af ör-
yggi, nákvæmni og innlifun.
Ég verð að viðurkenna að ég hef
aðeins einu sinni heyrt Eivøru á
tónleikum, en það var þegar hún
kom fram á afmælistónleikum
Söngskólans í Reykjavík í fyrra.
Ég hef hins vegar ekki heyrt hana
flytja eigin lög á sviði og verð að
segja að frammistaða hennar kom
mér verulega á óvart, jafnvel þó ég
eigi diskinn hennar Krákuna, sem
ég elska. Eivør hefur einstaka
rödd, hljómmikla og tæra, og radd-
beiting hennar er svo litrík að
maður nýtur hvers tóns. Túlkun
hennar er þannig að sérhvert blæ-
brigði segir heila sögu, og þegar
við bætist að söngur hennar er
óvenju tilfinningaþrunginn og ein-
lægur, ja, þá fellur maður bara í
stafi. Þetta voru frábærir tón-
leikar; lögin voru kannski misjafn-
lega merkileg en flest voru afar
seiðandi og Eivør söng þau öll með
þvílíkum tilþrifum að unaður var á
að hlýða.
Ég ætla ekki að spá neinu um
framtíðina hér, en það kæmi mér
ekki á óvart að Eivør næði veru-
lega langt á framabrautinni. Hún
hefur allt til að bera, heillandi
sviðsframkomu, gríðarlega tónlist-
arhæfileika og stórfenglega rödd.
Megi henni ganga sem best í fram-
tíðinni.
Seiðandi söngur
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Eivør Pálsdóttir og KaSa fluttu tónlist
eftir Eivøru ásamt tveimur þáttum úr
píanókvintett eftir Jón Ásgeirsson.
Sunnudagur 13. febrúar.
Söngtónleikar
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Eivør hefur einstaka rödd, hljóm-
mikla og tæra, og raddbeiting
hennar er svo litrík að maður nýtur
hvers tóns,“ segir Jónas Sen m.a.
Jónas Sen
HULDA Lind Jóhannsdóttir heitir
íslensk leikkona sem hefur fengið
hlutverk við hið virta leikhús
Dramaten í Stokkhólmi. Fyrsta hlut-
verk hennar þar er aðalhlutverk í
barnaleikriti sem nefnist Ruttet –
Rotið á íslensku – og verður frum-
sýnt í haust á litla sviði leikhússins.
„Ég hef lengi starfað við Riks-
teatern, sem er Þjóðleikhús Svíþjóð-
ar og tók þátt í barnaleiksýningu
fyrir nokkrum árum sem varð mjög
vinsæl. Þar hlaut ég þónokkra at-
hygli,“ segir Hulda Lind aðspurð um
tilkomu ráðningarinnar. „Ég hef líka
unnið áður með leikstjóranum sem
er að fara leikstýra verkinu á
Dramaten núna og hún vildi gjarnan
fá mig. Þannig gengur þetta oft fyrir
sig.“
Ekki fastráðning
Hulda Lind hefur verið búsett í
Svíþjóð síðan árið 1989 og hlaut leik-
listarmenntun sína í Gautaborg á ár-
unum 1991–1993. Síðan þá hefur hún
starfað við leikhús þar ytra og starf-
að meira og minna á Riksteatern síð-
an árið 1999. Þó var hún ekki fast-
ráðin þar, enda segir hún sjaldgæft
að leikarar séu fastráðnir. „Yfirleitt
gerir maður samninga til einnar sýn-
ingar í einu. Ef maður er mjög hepp-
inn getur maður verið ráðinn til
tveggja ára,“ segir hún og bætir við
að slíkir tímabundnir samningar séu
ekki að öllu leyti ákjósanlegir, þýði
meðal annars launaleysi yfir sum-
artímann þegar sjaldgæft er að sýn-
ingar séu haldnar.
Þó svo að Hulda Lind sé ekki held-
ur að fá fastráðningu við Dramaten,
segir hún það mikinn heiður að kom-
ast þar að. „Það þykir voða fínt og
mikil fjöður í hattinn fyrir mann,“
segir hún. „Það fínasta sem maður
getur gert sem leikari í sænsku leik-
húslífi er að leika á stóra sviðinu þar.
Ég verð á litla sviðinu, en kannski á
ég möguleika á enn einu skrefi upp á
við.“
Lítur vel út á pappírnum
Starf Huldu Lindar við Riks-
teatern hefur þýtt að hún hefur þurft
að ferðast mjög mikið um Svíþjóð og
önnur lönd, en eitt helsta hlutverk
leikhússins er að þjóna öllu landinu
með ferðasýningum. „Þar af leiðandi
er maður ekkert mjög áberandi hér í
Stokhólmi. Sýningin á Dramaten á
eftir að hafa þá þýðingu að ég verð
meira áberandi á sviðinu hér í borg-
inni og á þannig möguleika á fleiri
hlutverkum við leikhús sem starfa
hér í borginni. Það lítur mjög vel út á
pappírnum að hafa unnið á Dram-
aten,“ segir Hulda Lind sem er
tveggja barna móðir, tveggja og níu
mánaða. Hún vill því gjarnan
minnka við sig ferðalögin sem fylgja
starfinu á Riksteatern. „Þetta er svo
stórt land og margir leikarar, þannig
að það skiptir miklu máli að vera
sýnilegur á þeim vettvangi sem mað-
ur er að starfa, Stokkhólmi í mínu
tilfelli. Ég hef til dæmis ekki hug-
mynd um hvaða leikarar eru að
vinna við Borgarleikhúsið í Gauta-
borg.“
Hulda Lind hefur aldrei leikið á
sviði á Íslandi, en segist gjarnan vilja
fá tækifæri til þess í framtíðinni. „Ég
ætlaði aldrei að eiga heima í Svíþjóð.
Ég varð bara eftir hérna; fór í skóla,
kynntist manninum mínum, fékk
vinnu. Nú er ég komin með tvö börn
og maðurinn minn starfar sem
fréttamaður í sjónvarpinu hérna úti,
þannig að það væri ekkert auðvelt að
taka sig upp og koma heim,“ segir
hún. „En það væri ofsalega gaman
að fá að gera eitthvað heima á Ís-
landi, ef eitthvað spennandi byðist.
Því auðvitað blundar alltaf í manni
að fara heim aftur. Ég held að allir
Íslendingar séu þannig.“
Leiklist | Íslensk leikkona í leikhúsinu Dramaten í Stokkhólmi
Sannkölluð
fjöður í hattinn
Ljósmynd/Nadja Ekman
ingamaria@mbl.is
Hulda Lind Jóhannsdóttir leikkona.