Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær þekking- armiðstöð í varmaorkutækni í Kalina- varmaorkuverinu á Húsavík en orkuverið er það fyrsta í heiminum sem nýtir Kalina- tæknina til raforkuframleiðslu úr jarð- varma. Jafnframt var gengið frá samningum við einkaréttarhafa Kalina-tækninnar, ástr- alska fyrirtækið Exergy Inc., Orkuveitu Húsavíkur og Exorku um rekstur og fjár- mögnun þekkingarmiðstöðvarinnar. Exorka ehf. var stofnuð á Húsavík í apríl 2001 en markmið fyrirtækisins er markaðssetning á tæknilausnum og sala á raforkuverum sem byggjast á Kalina-tækninni til framleiðslu á raforku úr lághita. Mikil sóknarfæri eru á næstunni í aukinni nýtingu á jarðhita Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði eng- an vafa leika á því að mikil sóknarfæri væru á næstu árum í aukinni nýtingu á jarðhita, bæði hér á landi og erlendis. Víða væri að finna svæði hér á landi þar sem góðar líkur væru á að sjóðandi lághita væri að finna. Valgerður sagði að virkjun lághita til raf- orkuframleiðslu samhliða virkjun há- hitasvæðanna gæti í mörgum tilvikum verið mjög hagkvæmur kostur. Þá hefði ímynd jarðhitanýtingar verið afar jákvæð hér á landi og aukin jarðhitanotkun síðustu ára- tuga skipt sköpum í hag heimilanna og skil- að þjóðarbúinu á annan tug milljarða króna árlega í sparnaði ef miðað væri við hefð- bundna olíuhitun. Valgerður sagði jafnframt að Íslendingar þyrftu að taka sér tak í bættri orkunýtingu, ekki síst við nýtingu háhitans og Kalina-tæknin við raforkufram- leiðslu væri ágætt dæmi um það á hvern hátt unnt væri því að að nýta betur jarð- varmann.Þekkingarmiðstöðin á Húsavík er starfrækt með hátæknifyrirtækjum, sér- fræðingum og háskólum og býður við- skiptavinum sínum fræðilega innsýn í Kal- ina-tæknina og rekstrarþjálfun í tengslum við orkuverið á Húsavík. Einnig verður lögð áhersla á verklegar og fræðilegar rann- sóknir á varmanýtingu með Kalina- tækninni. Magnús Gehringer, fram- kvæmdastjóri Exorku, sagði að markaðs- svæði félagsins væri Evrópa og Suður-Ameríka en þar hefur félagið tryggt sér sölurétt á Kalina-tækninni. Forskot fé- lagsins á alþjóðamarkaði felst ekki síst í rekstrartengslum við orkuverið á Húsavík. Magnús sagði að í Evrópu væri nokkurs konar gullæði í gangi en með hækkandi ol- íuverði og Kyoto-bókun væru ríkisstjórnir að leita leiða til að minnka útblástur koltví- sýrings. Miklir möguleikar væru í Þýska- landi og einnig á Englandi. „Við munum selja að minnsta kosti eitt orkuver til Þýskalands á þessu ári og nokkur önnur eru í undirbúningi, þar sem unnið er að hag- kvæmnisathugunum. Við reiknum jafnframt með að geta klárað glatvarmaorkuver í Bretlandi.“ Sorglegt hvað íslenskir fjárfestar hafa sýnt lítinn áhuga Hjá Exorku starfa 9 manns, þar af 6 á Ís- landi, á Húsavík, Akureyri og Reykjavík en erlendis í Þýskalandi og Englandi. Magnús sagði að eftir því sem fyrirtækið stækkaði þyrfti að fjölga starfsfólki en þó gæti orðið erfitt að finna sérfræðinga í varmatækni. Hann sagði að einnig þyrfti félagið fyr- irgreiðslu og fjármögnun við hæfi. „Það er sorglegt hvað íslenskir fjárfestar hafa sýnt þessu lítinn áhuga og verið hikandi. Áhug- inn erlendis er mun meiri en ég er viss um það mun breytast um leið og erlendir fjár- festar verða komnir inn,“ sagði Magnús. Samhliða opnun þekkingarmiðstöðv- arinnar á Húsavík er haldin tveggja daga ráðstefna í varmaorkutækni og fjölnýtingu á varma. Ráðstefnan hófst í gær og koma þátttakendur víða að en auk Íslands má nefna Danmörku, Þýskaland, Frakkland, Bandaríkin og Ástralíu. Heiðursgestur ráð- stefnunnar er höfundar Kalina-tækninnar, Rússinn Dr. Alexander Kalina, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum. Hann opnaði formlega nýjan vef félagsins, xorka.com. Þekkingarmiðstöð í varmaorkutækni opnuð í Kalina-varmaorkuverinu á Húsavík Unnið að sölu á raforkuverum til framleiðslu á raforku úr lághita Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræðir við Magnús Gehringer, fram- kvæmdastjóra X-Orku, og Runólf Maack, stjórnarformann í Kalina-varmaorkuverinu. TILGANGUR stjórnarskrárinnar er meðal ann- ars að vernda borgarana fyrir ríkisvaldinu, sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. „Vegna þess á stjórnarskráin að vera svo einföld, herra forseti, að ég vil að sú nefnd sem um þetta fjallar fái til sín fólk með greind- arvísitölu 90 eða minna og láti það lesa tillögurnar, vita hvort það hafi skilið það sem um var fjallað og vita hvort sá skilningur er réttur. Ef ekki þá þarf að orða stjórnarskrána enn einfaldar því henni er ætlað að vernda þetta fólk ásamt öðru,“ sagði Pét- ur. „Það þarf að taka burt öll tóm ákvæði í stjórn- arskránni og tala mannamál. Ekki lögfræðinga- mál.“ Pétur lét þessi orð falla þegar hann talaði fyrir frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá Íslands. Hann vill að stjórnarskrárnefnd fjalli um frum- varpið og efnisatriði þess verði síðan samþykkt þegar Alþingi lýkur störfum vorið 2007 fyrir kosn- ingar. Slíta þurfi þingi og ganga til kosninga sam- þykki Alþingi stjórnarskrárbreytingar. Eins og komið hefur fram felur frumvarpið í sér að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Pétur sagði að frumvarpinu væri ekki beint gegn neinni persónu því miðað væri við að það tæki gildi þegar kjörtímabil núverandi forseta væri liðið. „Með þessu frumvarpi er leitast við að gera stjórnarskrána skýrari og taka út ákvæði sem enga þýðingu hafa auk þess að leggja niður for- setaembættið. Æskilegt væri við endurskoðun á stjórnarskránni að taka meira tillit til þrískipt- ingar valdsins og hafa sérstaka umfjöllun um hvern þátt fyrir sig, löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald,“ sagði Pétur Blöndal. Margvíslegt hlutverk forseta „Nú er það hins vegar svo að forseti Íslands hef- ur margvíslegt stjórnskipulegt hlutverk og tölu- verð völd, einkum þegar í harðbakkann slær. En dæmi undanfarinna missera, einkum þau sem hafa skapast af hálfu liðsmanna í Sjálfstæðisflokknum, sýna að það er ekki vanþörf á að ræða þetta hlut- verk,“ sagði Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Mörður var með útprentanir af ellefu stjórn- arskrám með sér og fór í grófum dráttum yfir verkaskiptingu forseta, þings og dómstóla í nokkr- um ríkjum. Alls staðar væri forseti sem væri ýmist þjóðkjörinn eins og á Íslandi eða þingkjörinn (í fimm ríkjum). Forsetinn væri misáhrifamikill en hefði veruleg völd í fjórum til fimm ríkjum. Ann- ars staðar minni og þá svipuð og hér. Hann sló varnagla við þessum skilningi sínum því oft skýrði textinn ekki raunveruleg völd forseta. Fólk með greindar- vísitölu undir 90 skilji stjórnarskrána KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, tel- ur afnotagjöld Ríkisútvarpsins af hinu góða. „Á þann hátt finn- ur almenningur að hann á út- varpið. Útvarpið tilheyrir hon- um. Ég held að þetta séu verulega þýðingarmikil tengsl á milli þjóðarinnar sem á þjóð- arútvarpið og stofnunarinnar sjálfrar. Ég geld varhug við því að þessi tengsl séu rofin. Þau yrðu rofin ef Ríkisútvarpið yrði sett inn á fjárlög,“ sagði hún á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin gæti þannig haldið RÚV í spennitreyju fjár- veitingarvaldsins. Ögmundur Jónasson, einnig þingmaður Vinstri-grænna, sagðist hafa miklar efasemdir um að Rík- isútvarpið færi algjörlega á fjár- lög. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, vill tryggja Ríkisútvarpinu tekjur og það yrði að vera festa í þeim tekjum. Ekki mætti vera óvissa um það um hver áramót hver útgjaldaramminn væri. Innheimtukerfi í formi afnota- gjalda væri mjög dýrt. Betri leiðir væru örugglega til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sinn flokk ekki á móti því að afnema afnotagjöldin. Samfylkingin hefði talað um það að afnota- gjöldin væru á margan hátt göll- uð og jafnvel úrelt. Óljósar forsendur Þingmenn stjórnarandstöðu- flokkanna gagnrýndu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra í gær fyrir leynd sem þeir sögðu að hvíldi yfir gerð frumvarps um Ríkisútvarp- ið og á að leggja fram á þessu vorþingi. Forsendur umræðunn- ar væru óskýrar og ráðherra gæfi óljós skilaboð um hvað fæl- ist í frumvarpinu í viðtölum við fjölmiðla. Notuðu þingmenn tækifæri til að ljá máls á þessu þegar Guð- jón Arnar Kristjánsson flutti þingsályktunartillögu um Ríkis- útvarpið í fimmta sinn. Vilja þingmenn Frjálslynda flokksins að þingið álykti í þá veru að stofnuð verði nefnd til að semja frumvarp um breyttan rekstur RÚV. Mörður Árnason sagði engan vita hvernig vinnu við frum- varpið liði né hverjir væru að semja það nema mennta- málaráðherra. Fjölmiðlanefndin hefði ekki fjallað um það og út- varpsstjóri væri ekki með í ráð- um. Af ummælum Þorgerðar Katrínar í fjölmiðlum mætti ráða að hún vissi ekki sjálf um hvað það yrði. „Þetta mál er unnið með leynd og pukri þrátt fyrir að vorið og hálft sumarið hafi verið lagt und- ir fjölmiðlaumræðu sem sannaði eitt og ég held að allir geti verið sammála um; að fjölmiðlamál af þessu tagi – ekki síst þegar fjallað er um Ríkisútvarpið sem er eign okkar allra – eigi að ræða opinberlega. Það eiga allir að koma að þeirri umræðu,“ sagði Mörður. Ekki talað um hlutafélag Kolbrún Halldórsdóttir sagði umræðugrundvöllinn óljósan þar sem þingmenn hefðu ekkert frumvarp í höndunum. Þorgerður Katrín væri ekki einu sinni búin að leggja fram frumvarpsdrög áður en hún viki að breytingum á afnotagjöldum í fjölmiðlum. Hún sagði jákvætt að finna ekkert í boðskap menntamála- ráðherra í viðtali við Morgun- blaðið á sunnudaginn um hluta- félagavæðingu RÚV. „Að því leytinu til segi ég: Guð láti gott á vita. Við skulum vona að Rík- isútvarpið fái að halda áfram að vera í þjóðareign og ríkisstjórnin ani ekki með það út á einkavæð- ingarmarkað.“ Vinstri-græn- ir tala fyrir afnotagjaldi Þingmenn vilja opnari umræðu um málefni Ríkisútvarpsins Morgunblaðið/Jim Smart Þingmenn Vinstri-grænna vara við að Ríkisútvarpið fari á fjárlög en útiloka ekki einhverjar breytingar á innheimtu afnotagjalda. Þingfundur hefst klukkan 13.30  Afnám laga um Tækniháskóla Íslands  Endurnýjanlegir inn- lendir orkugjafar í sam- göngum  Fjárþörf Samkeppn- isstofnunar  Kvennahreyfingin á Ís- landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.