Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 6

Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÚIÐ er að heilbora nærri þriðj- ung aðrennslisganga Kárahnjúka- virkjunar, eða 13,5 km af 48,3 km löngum göngum í heild sinni. Í viku hverri mjakast risaborarnir þrír áfram um 300–400 metra samtals en að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun hafa mestar tafir orð- ið í aðrennslisgöngum 3 í Hrafn- kelsdal vegna leka og vatnsaga. Bergið þar er ungt móberg frá ís- öld, m.a. bólstraberg, og fer mikill tími hjá starfsmönnum Impregilo í að þétta göngin. Aðrennslisgöng 3 verða styst, eða um 5,5 km, en borunin er þó lengst komin þar, eða um 3,8 km. Í hinum aðrennslisgöngunum, þar sem berg- ið er mun eldra og þéttara í sér, hafa risaborarnir komist 20–25% leiðarinnar. Göng 1 verða 14 km en göng 2 rúmir tíu km. Útivinna við sjálfa Kárahnjúka- stífluna gengur hægar í frosthörk- unum en Sigurður segir távegginn í fremsta hluta stíflunnar „tosast upp“. Hæstur verður veggurinn 45 metrar en búið er að steypa hann í um 27 metra hæð. Starfsmenn Impregilo eru nýlega byrjaðir á grjótfyllingu í aðalstíflunni en frost- ið hefur gert færibandinu erfitt fyr- ir undanfarið. Því hafa stórvirkir vörubílar verið notaðir í meira mæli í grjótflutninginn. Búið er að fylla í um 30% af stíflunni, eða 2,4 millj- ónir rúmmetra af 8,7 milljónum rúmmetra. Sigurður segir að meiri hraði fáist í þessa vinnu þegar nær dregur vori. Að sögn Sigurðar ganga fram- kvæmdir ágætlega hjá Arnarfelli við Jökulsárveitu en vinna Suður- verks við hliðarstíflur Kárahnjúka- virkjunar liggur niðri þar til í mars- mánuði. Góður gangur er hjá Fosskraft við byggingu stöðvarhúss og spennusalar inni í Valþjófsstaðar- fjalli í Fljótsdal. Steypuvinna er í fullum gangi og nú styttist í að upp- setning vélbúnaðar hefjist. Í lok febrúar er stefnt að því að steypa botn stöðvarhússins og þá koma fyrstu stálhlutarnir í sográsina und- ir túrbínum virkjunarinnar. Hluti farms Jökulfells átti að fara í stöðvarhúsið Einhverjar tafir verða þó á steypuvinnunni hjá Fosskraft þar sem um 840 tonn af steypustyrkt- arstáli, sem átti að nota í stöðv- arhúsið, voru um borð í ms. Jök- ulfelli sem fórst norður af Færeyjum sl. mánudag. Var það nærri helmingur alls farmsins. Ver- ið er að útvega aðra stálsendingu í staðinn. Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun miðar ágætlega Ljósmynd/Landsvirkjun Munni aðkomuganganna í Fljótsdal er farinn að taka á sig stærri mynd hjá starfsmönnum Fosskraft. Nærri þriðjungur ganganna að baki RAFIQ Hariri var sérstaklega eftirminnilegur maður. Hlátur- mildur og skemmtilegur. Þannig lýsir Geir H. Haarde fjármála- ráðherra kynnum sínum af Raf- iq Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í bílasprengjuárás í Beirút í gær ásamt 12 öðrum. Geir átti þess kost að hitta Hariri að máli í Beirút haustið 2003 eftir ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Dubai. „Þá stoppaði ég í nokkra daga í Líbanon en ég var þar í opinberri heimsókn. Ég átti þar fundi með forset- anum, forsætisráðherranum, fjármálaráðherranum og fleir- um. Forsætisráðherrann var sérstaklega eftirminnilegur maður og gaf sér góðan tíma. Við sátum í rúman klukkutíma og spjölluðum saman,“ segir Geir. „Hariri var upphaflega frá Saudi-Arabíu og hafði efnast vel í viðskiptum að því að sagt var. Samtal okkar fór fram á heimili hans, glæsilegum vistarverum í miðbænum. Það var létt yfir honum, hann var hláturmildur og skemmtilegur maður. Það fór afskaplega vel á með okkur þennan tíma,“ segir Geir. Hann segist hafa fengið góða yfirsýn yfir þróun mála í Líb- anon í samtölunum við Hariri og aðrar ráðherra sem hann ræddi við. Líbanon lykilland „Líbanon er lykilland í þess- um heimshluta, en þar er jafn- framt óvenjulegt stjórnarfar, sem byggist á samkomulagi á milli trúarhópa. Þarna var löngum mikil fjármálamiðstöð, sem þeir hafa verið að endur- reisa frá því á síðast áratug. Fyrir utan hörmulegt manntjón- ið er þessi árás áreiðanlega mik- ið áfall fyrir alla uppbyggingu bæði í fjármálaþjónustu og á öðrum sviðum og bakslag í þeirri þróun sem þarna hefur átt sér stað í átt til friðar frá 1990.“ Eftirminnileg- ur og skemmti- legur maður Geir H. Haarde fjármálaráðherra hitti Rafik Hariri að máli á heimili Hariris í Beirút haustið 2003 og var myndin tekin við það tækifæri. Ljósmynd/Ragnheiður Árnadóttir BALDVIN Jónsson, fram- kvæmdastjóri Food and Fun- hátíðarinnar, segir þátt í mat- reiðsluþáttaröðinni „Chef’s A Field: Culinary Adventures That Begin on the Farm“, sem tekinn var upp á Íslandi í september sl., vera gríðar mikla landkynningu en um 16 milljónir Bandaríkja- manna koma til með að sjá þáttinn á þessu ári. Útleggja mætti þátt- inn á íslensku „Kokkur á vett- vangi; Matreiðsluævintýri sem hefjast á sveitabænum“. Baldvin segir undirtóninn í þættinum undirstrika það hversu langt Ísland sé komið í því að framleiða mat á grundvelli sjálf- bærrar þróunar og slíkt stuðli að afburða hráefni. En hráefni er lykilatriði hvað varðar góða mat- reiðslu að mati kokka segir Bald- vin. Þátturinn verður forsýndur nk. föstudag í tengslum við Food and Fun hátíðina og mun framleiðandi þáttarins, Heidi Hanson, koma til landsins í þeim tilgangi á sérstaka boðsýningu sem verður í Kringlu- bíói. Í hverjum þætti er fylgst með landsþekktum meistarakokki í Bandaríkjunum ná sér í ferskt eð- alhráefni og vinna svo úr því. Í Íslandsþættinum heimsækir bandarískur meistarakokkur sjó- menn á Eskifirði, bændur á Suður- landi og kynnist aðferðum inn- fæddra. „Undirtónninn í myndinni er sú sérstaða Íslands að vera núna nánast með alla mat- vælaframleiðsluna undir þessum formerkjum um sjálfbæra mat- vöruframleiðslu, þ.e. að ekki sé gengið of nærri auðlindum jarðar, meðferð dýra sé skynsamleg o.s.frv.,“ segir Baldvin og bætir því við að þetta sé í fyrsta sinn sem „Chef’s a Field“ þáttur sé tek- inn upp utan Bandaríkjanna Baldvin segir þáttinn vera margverðlaunaðan og framleiddan af PBS-sjónvarpsstöðinni. Í áhorf- endahópi þáttarins sé mikið af menntuðu fólki sem ferðist mikið og sé í áhrifastöðum í Bandaríkj- unum. PBS samanstendur af um 280 sjónvarpsstöðvum vítt og breitt um Bandaríkin og mun hver stöð sýna þáttinn u.þ.b. sex sinn- um á næstu fimm árum að sögn Baldvins. „Þá erum við komin með eitthvað um 25–30 milljóna manna áhorf,“ segir Baldvin. Þáttur í bandarískri matreiðsluþáttaröð tekinn upp hér Mun alls ná til um 25–30 milljóna Bandaríkja- manna á næstu fimm árum Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.