Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ins 200 milljónum króna og bókfært eigið fé 270 milljónum. Í lok tímabils- ins var veltufjárhlutfallið 1,65 og eig- infjárhlutfallið 58%. Í tilkynningu frá Fiskeldi Eyja- fjarðar segir að ljóst sé að afkoma fé- lagsins á yfirstandandi ári verði ekki viðunandi þar sem hrognagæði eru mun lakari en árin á undan, sem rak- ið er til hás sjávarhita í Eyjafirði síð- astliðið sumar. Endurskoðendur segja í áritun sinni að forsendur um rekstrarhæfi séu háðar því að um- bætur verði á rekstrarafkomu og fjármögnun félagsins. FISKELDI Eyjafjarðar hf. tapaði 165 milljónum króna árið 2004 og veltufé til rekstrar nam 69 milljón- um. Endurskoðendur félagsins gera fyrirvara um rekstrarhæfi þess í árs- reikningi. Velta félagsins var 185 milljónir samanborið við 277 milljónir árið áð- ur. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var neikvæður um 53 milljónir króna en árið áður var EBITDA jákvæð um rúmar 21 milljón króna. Heildareignir félags- ins voru 470 milljónir króna um ára- mót. Þá námu heildarskuldir félags- Tap og fyrirvari um rekstrarhæfi KB banki og Landsbanki munu hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána í dag. Ástæðan er sögð hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,25 prósentustig. Vextir óverðtryggðra útlána hækka um 0,25 prósentustig. Þannig hækka kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa úr 10,95% í 11,2% hjá KB banka en hjá Landsbanka verða þeir 10,7%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,35 prósentu- stig, þó mismunandi eftir innláns- formum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings KB banka um 0,25 til 0,35 pró- sentustig og verða þeir á bilinu 4,75% til 7,65%. Hjá Landsbanka verða vextir Kjörbókar og Vaxta- reiknings á bilinu 5,2% til 7,65%. Landsbankinn hækkar jafnframt vexti á innlendum gjaldeyris- reikningum í dollurum um 0,25%. Hjá KB banka hækka þriggja mánaða kjörvextir á erlendri myntkörfulánum bankans úr 2,79% í 2,95%, en sú hækkun er aðallega til komin vegna hækkun- ar á vöxtum bandaríkjadollars. KB banki og Lands- banki hækka vexti FLAGA Group var eina úrvalsvísi- tölufélagið sem lækkaði í verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sam- kvæmt úttekt greiningardeildar KB banka á félögum skráðum í Kauphöll Íslands sem birtist í hálffimmfréttum í gær. Það var FL Group, áður Flugleiðir, sem hækkaði mest í verði en hækk- unin nam alls 44,8%. Bakkavör hækk- aði næstmest, um 31,4% en Kögun kom næst og hækkaði um 30,4%. Þormóður rammi – Sæberg hækkaði um 30% Meðal fyrirtækja sem ekki eru í úr- valsvísitölu var hækkunin mest hjá Þormóði ramma – Sæberg, alls 30% en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hækkaði um 26,8%. Landssíminn hækkaði um 22,3%. Einungis þrjú félög lækkuðu í verði, auk Flögu voru það, SÍF um 1%, og Jarðboranir um 2,8%. Úrvalsvísitalan sjálf hækkaði um 16,6% á fjórðungi þessa árs. FL Group hækkaði mest á fyrsta ársfjórðungi                  !"# $ %   %&                 ' (   )                # $   %   &          !!" '  % SAMKAUP hf. voru rekin með 282,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra á móti 218,5 milljóna hagnaði árið áður og jókst hagnaðurinn því um nær 30%. Rekstrartekjur námu 9,8 milljörðum og jukust um 11% frá árinu áður. Rekstrargjöld voru 9,5 milljarðar á móti 8,5 milljörðum árið áður og jukust um 12% milli ára. Handbært fé frá rekstri í fyrra var 369 milljónir á móti 360 milljónum ár- ið 2003. Um mitt ár í fyrra sameinaðist KB Borgarnesi Samkaupum og á árinu keyptu Samkaup verslunina Hornið á Selfossi en seldu fyrrum byggingar- vörudeild KB, kjötvinnsluna Kjötsel og kostverslunina Valgarð á Akur- eyri. Þá sameinuðust Sparkaup ehf. Samkaupum en Sparkaup var eign- arhaldsfélag um hlut í Samkaupum. Eigið fé Samkaupa í lok árs 2004 nam liðlega 1,1 milljarði króna og eig- infjárhlutfall var um 33%. Samkaup reka matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi og Suðurlandi undir nöfnunum Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó og Kaskó en félagið keypti nú í febrúar verslanir á Blönduósi og á Skagaströnd. Stærstu einstöku eigendur Sam- kaupa eru Kaupfélag Suðurnesja með 57,7% hlut og Kaupfélag Borgfirð- inga með tæplega 15% hlut. Samkaup rekin með meiri hagnaði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.