Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 17

Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ins 200 milljónum króna og bókfært eigið fé 270 milljónum. Í lok tímabils- ins var veltufjárhlutfallið 1,65 og eig- infjárhlutfallið 58%. Í tilkynningu frá Fiskeldi Eyja- fjarðar segir að ljóst sé að afkoma fé- lagsins á yfirstandandi ári verði ekki viðunandi þar sem hrognagæði eru mun lakari en árin á undan, sem rak- ið er til hás sjávarhita í Eyjafirði síð- astliðið sumar. Endurskoðendur segja í áritun sinni að forsendur um rekstrarhæfi séu háðar því að um- bætur verði á rekstrarafkomu og fjármögnun félagsins. FISKELDI Eyjafjarðar hf. tapaði 165 milljónum króna árið 2004 og veltufé til rekstrar nam 69 milljón- um. Endurskoðendur félagsins gera fyrirvara um rekstrarhæfi þess í árs- reikningi. Velta félagsins var 185 milljónir samanborið við 277 milljónir árið áð- ur. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var neikvæður um 53 milljónir króna en árið áður var EBITDA jákvæð um rúmar 21 milljón króna. Heildareignir félags- ins voru 470 milljónir króna um ára- mót. Þá námu heildarskuldir félags- Tap og fyrirvari um rekstrarhæfi KB banki og Landsbanki munu hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána í dag. Ástæðan er sögð hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,25 prósentustig. Vextir óverðtryggðra útlána hækka um 0,25 prósentustig. Þannig hækka kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa úr 10,95% í 11,2% hjá KB banka en hjá Landsbanka verða þeir 10,7%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,35 prósentu- stig, þó mismunandi eftir innláns- formum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings KB banka um 0,25 til 0,35 pró- sentustig og verða þeir á bilinu 4,75% til 7,65%. Hjá Landsbanka verða vextir Kjörbókar og Vaxta- reiknings á bilinu 5,2% til 7,65%. Landsbankinn hækkar jafnframt vexti á innlendum gjaldeyris- reikningum í dollurum um 0,25%. Hjá KB banka hækka þriggja mánaða kjörvextir á erlendri myntkörfulánum bankans úr 2,79% í 2,95%, en sú hækkun er aðallega til komin vegna hækkun- ar á vöxtum bandaríkjadollars. KB banki og Lands- banki hækka vexti FLAGA Group var eina úrvalsvísi- tölufélagið sem lækkaði í verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sam- kvæmt úttekt greiningardeildar KB banka á félögum skráðum í Kauphöll Íslands sem birtist í hálffimmfréttum í gær. Það var FL Group, áður Flugleiðir, sem hækkaði mest í verði en hækk- unin nam alls 44,8%. Bakkavör hækk- aði næstmest, um 31,4% en Kögun kom næst og hækkaði um 30,4%. Þormóður rammi – Sæberg hækkaði um 30% Meðal fyrirtækja sem ekki eru í úr- valsvísitölu var hækkunin mest hjá Þormóði ramma – Sæberg, alls 30% en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hækkaði um 26,8%. Landssíminn hækkaði um 22,3%. Einungis þrjú félög lækkuðu í verði, auk Flögu voru það, SÍF um 1%, og Jarðboranir um 2,8%. Úrvalsvísitalan sjálf hækkaði um 16,6% á fjórðungi þessa árs. FL Group hækkaði mest á fyrsta ársfjórðungi                  !"# $ %   %&                 ' (   )                # $   %   &          !!" '  % SAMKAUP hf. voru rekin með 282,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra á móti 218,5 milljóna hagnaði árið áður og jókst hagnaðurinn því um nær 30%. Rekstrartekjur námu 9,8 milljörðum og jukust um 11% frá árinu áður. Rekstrargjöld voru 9,5 milljarðar á móti 8,5 milljörðum árið áður og jukust um 12% milli ára. Handbært fé frá rekstri í fyrra var 369 milljónir á móti 360 milljónum ár- ið 2003. Um mitt ár í fyrra sameinaðist KB Borgarnesi Samkaupum og á árinu keyptu Samkaup verslunina Hornið á Selfossi en seldu fyrrum byggingar- vörudeild KB, kjötvinnsluna Kjötsel og kostverslunina Valgarð á Akur- eyri. Þá sameinuðust Sparkaup ehf. Samkaupum en Sparkaup var eign- arhaldsfélag um hlut í Samkaupum. Eigið fé Samkaupa í lok árs 2004 nam liðlega 1,1 milljarði króna og eig- infjárhlutfall var um 33%. Samkaup reka matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi og Suðurlandi undir nöfnunum Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó og Kaskó en félagið keypti nú í febrúar verslanir á Blönduósi og á Skagaströnd. Stærstu einstöku eigendur Sam- kaupa eru Kaupfélag Suðurnesja með 57,7% hlut og Kaupfélag Borgfirð- inga með tæplega 15% hlut. Samkaup rekin með meiri hagnaði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.