Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 24. apríl í 24 nætur frá kr. 39.990 Verð kr. 49.990 Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð. M.v. 2 fullorðna í stúdíó/íbúð. Netverð. Verð kr. 39.990 Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð. M.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11, ára í íbúð. Netverð. Heimsferðir bjóða nú glæsilegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 24. apríl í 24 nætur. Beint flug. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári. Er þetta 14% meira en hlutur Íslend- inga hefði að óbreyttu verið af heildarkvóta, mið- að við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, en í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að þetta sé gert þar sem engin merki séu um að Norðmenn ætli að endurskoða einhliða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005. Norðmenn kröfðust þess að fá stærri hlut Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu seg- ir, að samkvæmt vísindaráðgjöf frá Alþjóða- hafrannsóknaráðinu sé lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstand- andi ári og sé það í samræmi við langtímastjórn- un á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag sé meðal þeirra ríkja, sem eigi hlut í stofninum, um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. „Samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á með- an samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum, var hlutur Íslands 15,54% af leyfileg- um heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Ís- lands orðið 138,300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafa hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir settu þeir sér kvóta fyrir árið 2005 sem er 14% hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegs- ráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér hærri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norð- manna. Í ljósi þess að ekkert bendir til þess að Norð- menn muni endurskoða ákvörðun sína um afla- heimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005, þá hef- ur verið ákveðið, að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14% hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Veiðiheimildir í norsk-íslenskri síld auknar einhliða um 14% ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að hann hafi ekki fengið viðbrögð frá Noregi við þeirri ákvörðun að auka veiðiheimildir Ís- lendinga í norsk-íslensku síldinni um 14%. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að Norðmenn ákváðu í vetur að auka sinn hlut um 14%. Árni sagði, að Norðmenn hefðu ekki viljað semja við aðra um skipt- ingu veiðiheimildanna heldur ákveð- ið sinn kvóta einhliða og þeir gætu þá ekki haft neitt við það að athuga að aðrar þjóðir ákvæðu sinn kvóta. Teldu þeir óhætt að auka veiðarnar svona mikið þá væri það ágætt. Ekki liggur fyrir, að sögn Árna, hvert er verðmæti þess viðbótarafla, sem ákveðinn hefur verið. Engin viðbrögð hafa borist frá Noregi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær Vegagerðina af kröf- um Íslenskra aðalverktaka og norska fyrirtækisins NCC Inter- national sem kröfðust þess að við- urkenndur yrði réttur þeirra til skaðabóta úr hendi Vegagerðarinn- ar vegna missis hagnaðar vegna þeirrar ákvörðunar hennar 8. júlí 2003 að hafna tilboði fyrirtækjanna í gerð Héðinsfjarðarganga. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu Vegagerðarinnar í málinu að ógilda úrskurð kærunefndar útboðsmála frá í ágúst 2003 um að frestun fram- kvæmda við Héðinsfjarðargöng hefði verið ólögmæt. Að mati dómsins hafði Vegagerðin brotið gegn ákvæðum laga um op- inber innkaup þegar tilboðum var hafnað. Ákvörðunin hefði verið póli- tísk en ekki byggð á málefnalegum forsendum útboðslýsingar. Úrskurðarnefndin áleit Vegagerð- ina skaðabótaskylda gagnvart Ís- lenskum aðalverktökum og NCC vegna kostnaðar við að undirbúa til- boð og taka þátt í útboðinu og gerði henni að greiða fyrirtækjunum hálfa milljón króna vegna þess kostnaðar. Þeirri niðurstöðu vildi Vegagerðin ennfremur fá hnekkt en án árang- urs. Þarf að sýna fram á tjónið Í dóminum segir að óhjákvæmi- legt skilyrði málshöfðunar til viður- kenningar á skaðabótaábyrgð sé að sá sem krefjist bóta sér til handa sýni fram á að hann hafi beðið tjón og hvert tjónið væri þótt ákvörðun bótafjárhæðar væri látin bíða. Óum- deilt væri að fyrirtækin tvö hafi ver- ið með lægsta tilboðið í göngin. Í út- boðslýsingu komi fram að samanburður tilboða yrði fjárhags- legur sem þyrfti ekki endilega að þýða að það lægsta væri það hag- stæðasta. Yrði ekki fullyrt um það miðað við fyrirliggjandi gögn að til- boð fyrirtækjanna hefði verið það hagkvæmasta og því hefði verið tek- ið. Þar sem öllum tilboðum hafi verið hafnað hafi ekki reynt á hvort tilboð Íslenskra aðalverktaka og NCC hafi verið það hagkvæmasta. Hafi fyrir- tækin engin haldbær gögn lagt fram sem sýndu það svo ekki yrði um villst að tilboð þeirra hefði verið hag- kvæmast. Þá hefðu þau heldur engin haldbær gögn lagt fram sem stað- festu að þau hefðu orðið af hagnaði vegna frestunarinnar. Sú fullyrðing þeirra að það felist og í eðli máls að verktakar áætli sér alltaf eðlilegan hagnað í tilboði og að sú staðreynd að boð þeirra hafi verið 3% hærra en kostnaðaráætlun veiti líkindi fyrir því að hagnaður hefði orðið umtalsverður væri allsendis ósönnuð. Enda ekki útilokað að kostnaðaráætlun hefði ekki staðist ef á hefði reynt. Yrðu fyrirtækin að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Málið dæmdi Gréta Baldursdóttir héraðsdómari. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. flutti málið fyrir ÍAV og NCC. Einar Karl Hallvarðsson hrl. flutti málið fyrir Vegagerðina. Vegagerðin sýknuð af kröfum ÍAV Engin gögn um hagnaðarmissi vegna frestunar FÉLAGSDÓMUR komst að þeirri niðurstöðu í gær, að Útgerðar- félagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Lands- sambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir lönd- un á Eskifirði í september á síðasta ári. Útgerðarfélagið Sólbakur krafð- ist sýknu m.a. á þeirri forsendu, að ráðningarsamningur vélstjóranna á Sólbaki EA-7 fæli í sér betri kjör um hafnarfrí en ákvæði kjara- samningsins. Þessu hafnaði Fé- lagsdómur, og sagði að með ákvæðum ráðningarsamningsins um hafnarfrí væri ljóst að ákvæð- um kjarasamningsins um sama efni hefði í grundvallaratriðum verið kollvarpað. Að því athuguðu og þegar litið væri til eðlis þeirra starfskjara, sem felist í hafnarfrí- um, þætti naumast efni til saman- burðar á ákvæðum kjarasamnings- ins annars vegar og ráðningar- samningsins hins vegar. Þá hefði útgerðarfélagið ekki með viðhlít- andi hætti lagt fram heildstæðan og markvissan samanburð, heldur nánast varpað því fram með al- mennum hætti að ákvæði um hafn- arfrí samkvæmt ráðningarsamn- ingnum væru hagstæðari. Vélstjórafélagið segir í tilkynn- ingu, að með dómi Félagsdóms sé því slegið föstu að allir íslenskir út- gerðarmenn þurfi að tryggja ís- lenskum sjómönnum lágmarkskjör samkvæmt ákvæðum hinna al- mennu kjarasamninga milli sjó- manna og útvegsmanna. Þeim út- gerðarmönnum, sem standi utan samtaka atvinnurekenda, sé ekki heimilt að semja um lakari kjör við sjómenn sína en hinir almennu kjarasamningar greini og breyti félagsaðild sjómannanna engu í þeim efnum. Hafi það verið mark- miðið með stofnun Útgerðarfélags- ins Sólbaks, að skjóta útgerð fiski- skipsins Sólbaks EA- 7, undan skyldubundnum og ófrávíkjanleg- um ákvæðum kjarasamninga um frítökurétt sjómanna, þá hafi það markmið augljóslega ekki náðst. Útgerð Sólbaks talin hafa brotið samninga vélstjóra EKKI liggur fyrir hve margir hafa skráð sig í Samfylkinguna síðustu vikurnar, vegna for- mannskjörs flokksins, en kosn- ingastjórar frambjóðendanna giska á að félagsmönnum hafi fjölgað um nokkur þúsund. Kjör- skrá var lokað kl. 18 í gær. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að kjörstjórnin muni fara yfir nýskráningar um helgina; keyra þær saman við þjóðskrá og skrá þær í flokksskrána. Hann segir stefnt að því að kjörskrá verði endanlega staðfest annað kvöld. Flosi segir ómögulegt að giska á hve margir hafi skráð sig í flokkinn síðustu vikurnar. Miklar annir hafi þó verið á skrifstofu flokksins í gær vegna nýskrán- inga. „Það var straumur af fólki svo til allan daginn, alveg þar til kjörskrá var lokað,“ segir hann. Morgunblaðið/Sverrir Fólk var að ganga í Samfylkinguna allt fram til klukkan 18 í gær þegar kjörskrá var lokað. Hafi fjölgað um nokkur þúsund ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, vonast til þess að þingheimur fái tækifæri til að greiða atkvæði um frumvarp sitt um afnám fyrningarfrests í kynferð- isafbrotum gegn börnum. Frum- varpið er til meðferðar í allsherjar- nefnd þingsins. Ágúst Ólafur segir að það muni ráðast á næstu dögum eða vikum hvort frumvarpið fáist afgreitt úr nefnd. „Ég er bjartsýnn á að þessi þverpólitíski stuðningur við frum- varpið skipti þar máli,“ segir hann. „Ég vil að þingheimur fái tækifæri til að kjósa um þetta mál í lokaaf- greiðslu.“ Á ellefta þúsund manns ritaði nafn sitt undir áskorun for- varnarverkefnis Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, til allsherjar- nefndar Alþingis um að hún afgreiði frumvarpið fljótt úr nefnd svo þingið geti tekið afstöðu til þess fyrir þing- lok í vor. Þingið greiði atkvæði um frumvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.