Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 65
EINS og fram kom í blaði gærdags- ins er samnorræn sjónvarpsstöð að fara í loftið á næsta ári undir heitinu Skandinavia. Stofnandi stöðvarinnar er Daninn Niels Aalbæk Jensen og verður útsending stöðvarinnar í formi kvikmynda, heimildarmynda og stuttmynda, og kemur efnið einvörð- ungu frá Norðurlöndum, eins og nafn stöðvarinnar gefur til kynna. Blaðamaður ræddi við Jensen og Jón Þór Hannesson, framkvæmda- stjóra Saga-Film, en Jensen er stadd- ur hér á landi vegna þessa máls. „Stöðin verður í eigu allra helstu kvikmynda- og sjónvarpsþáttafram- leiðenda á Norðurlöndum,“ útskýrir Jensen. „Hinn helmingurinn verður svo í eigu almennra fjárfesta.“ Jensen segir að markmiðið með stöðinni sé að gera efni sem liggur fyrir, en er oft illt að nálgast, aðgengi- legt með því að hagnýta nýjustu tækni. Þá verður enn fremur lögð áhersla á að efnið uppfylli ákveðna gæðastaðla. Stöðin verður byggð á hefðbundum sjónvarpsútsendingum en einnig verður Netið nýtt og hið svokallaða greiðsluvarp („pay-per- view“). Jón Þór er að aðstoða Jensen við það að komast í tengsl við væntanlega samstarfsaðila hérlendis og mun taka þátt í þessu verkefni. Hann útskýrir að sjónvarpsstöðin sé einskonar veita, í gegnum hana verði hægt að nálgast mikið magn efnis frá leik- stjórum og framleiðendum frá öllum Norðurlöndum, bæði úr fortíð og nú- tíð. Sjónvarpsstöðina verður þá einn- ig hægt að nálgast víðar um heim. Jón segir hugmyndina góða, þar sem fyrirtækið er bæði hlutafélag og einn- ig eins konar samtök framleiðenda, þeirra sem skapa efnið og vilja eðli- lega að sem flestir geti nálgast það. Jensen segir markmiðin með stofn- un stöðvarinnar skýr. „Við ætlum að verða stærsta áskriftarsjónvarpsstöð Norðurlanda. Það þarf líka ekki að fjölyrða um menningarlegt mikilvægi þess að allir Norðurlandabúar geti átt kost á því að nálgast þetta efni, þar sem þessar þjóðir deila ýmsu í háttum og siðum og geta lært hver af annarri. Efnið verður af margvíslegum toga, t.d. stefnum við á að sýna c.a. fimmtán stuttmyndir á degi hverjum. Hvar annars staðar getur þú nálgast slíkt?“ Jensen hefur starfað í netgeiranum í tólf ár og segist hann munu nýta þann bakgrunn í vinnu við sjónvarps- töðina. Höfuðstöðvar rekstursins verða í Kaupmannahöfn og segir Jensen að stöðin hefji útsendingar í janúar 2006, jafnvel fyrr. Sjónvarp | Sjónvarpsstöðin Skandinavia í loftið árið 2006 Eingöngu norrænt efni Morgunblaðið/Sverrir Jón Þór Hannesson og Niels Aalbæk Jensen. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hringrás óttans hefur náð hámarki kvikmyndir.is SK  K&F XFM Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. T H E INTERPRETER Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Sýnd í Sambíóunum Kringlunni Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmyndmeð ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Frá framleiðendum Tryllimögnuð hrollvekja.Ekki dæma hana eftir útlitinu SAHARA kl. 1.15- 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2- 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.t. kl.2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 THE PACIFIER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 3.45 - 6 - 8.15 RING TWO kl. 10.30 B.I. 16 BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.t. kl. 2 Sýningartímar 16. og 17. apríl THE INTERPREDER kl. 6 - 8 - 10.30 B.I. 16 SAHARA kl. 12 - 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 10.30 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl.12-2- 4 - 6 THE PACIFIER kl. 12 - 1.45 - 3.30 - 8.30 SAHARA kl. 3.40 -6 - 8 - 10.20 BOOGEY MAN kl.10 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON kl 2 - 4- 6 THE PACIFIER kl. 2 Miðaverð 300 kr SAHARA kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.t. kl 2-4-6 COACH CARTER kl 8 HIDE AND SEEK kl. 10.30 Heimsfrumsýnd á Íslandi Magnaður spennutryllir AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 65 Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Mammút, Jakobínarína,Big Kahuna, Tony thePony, Coral, Lokbrá og sérstakur leynigestur koma fram í kvöld, á tónleikum til styrktar rokk.is, tónlistar- vefnum sem geymir tónlist hátt í 1.500 hljómsveita og lista- manna. Rokk.is var stofnað ár- ið 2001 og hefur síðan verið ein styrkasta stoð grasrótartón- listar á Íslandi. Þar er að finna þúsundir laga eftir ungar hljómsveitir og hefur vefurinn reynst stökkpallur fyrir marg- ar sveitir, sem margar hafa byrjað að vekja athygli með lögum sínum þar. Gylfi Blöndal hjá Tónlistar- þróunarmiðstöðinni, sem hýsir tónleikana, segir að rokk.is hafi verið rekið á sjálfboða- vinnu frá upphafi. „Þetta er í fyrsta skipti sem tónleikar af þessu tagi eru haldnir til að afla fjár fyrir vefinn. Ég vil hvetja fólk til að mæta á tón- leikana til að sjá frábærar sveitir og styrkja um leið þetta góða málefni,“ segir hann. Til styrktar grasrótinni Morgunblaðið/Eyþór Jakobínarína, sigursveit síðustu Músíktilrauna, er á meðal sveita sem koma fram á styrktartónleikum rokk.is í kvöld. Styrktartónleikar rokk.is eru í Hellinum, Hólmaslóð 2, kl. 19 í kvöld. Miðaverð er 800 krónur. Strætisvagn númer 2 hefur endastöð við Hellinn. Á tonaslod- .is er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að komast á tónleikastaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.