Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 45 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY HALLDÓRSDÓTTIR, áður til heimilis á Laugarásvegi 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 12. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 15.00. Helga Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigrún E. Einarsdóttir, ömmubörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Týsgötu 4b, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðný Benediktsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jón E. Benediktsson, Brynja Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Sveinn föðurbróður minn var jarðsunginn fimmtudaginn 7. apríl frá Bústaðakirkju. Síðast þegar ég hitti hann var hann ern og hress að vanda og virtist ekki kenna sér neins meins. Svo ber sláttumaðurinn að dyrum með sjúkdóm sem dró hann mjög hratt niður. Svenni frændi eins og hann var kallaður á mínu heimili var ekki alltaf í reglulegu sambandi en ávallt reiðubúinn til aðstoðar ef með þurfti. Skemmtilegur maður, léttur í skapi, vel upplýstur um þjóðmálin, skrollaði létt á errinu, og alltaf stutt í brosið. Svenni var mikilvæg stoð við föð- ur minn þegar þeir bræður keyptu saman land í Norðlingaholti og byggðu þar hesthús og hófu garð- rækt. Svenni þurfti ekki sérlega á þessu verkefni að halda en vildi hjálpa bróður sínum við hans hugð- arefni. Það voru margar góðar stundir sem við áttum þar saman með Svenna frænda og sérlega eft- irminnileg endurbygging á jarðhúsi sem ætíð var nefnt garðkofinn. Svenni starfaði mikinn hluta síns ferils sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík, hann var vel liðinn af samstarfsfólki og nemendum. Þá hvatti hann okkur systkin til að stunda skóla af fullum hug og einn- ig að sækja fram til framhalds- náms. Þessi hvatning hefur reynst okkur vel og reynum við eftir mætti að fylgja þeim leiðbeiningum sem við fengum. Svenni frændi reyndist mér vel þegar hann stóð mér við hlið sem svaramaður minn á brúðkaupsdag okkar hjóna á Þingvöllum 1994, hár og myndarlegur, rólegur og yfir- vegaður. Hann og Sigga kona hans gáfu okkur hjónum góð ráð sem hafa dugað vel fram á þennan dag. Mér er sérlega eftirminnileg stund þegar Svenni frændi og Sigga kona hans heimsóttu okkar nýfæddu dóttur á fæðingardeild- ina, þar sem hann gaf henni lítinn hvítan bangsa. Þessi bangsi sem gengur ætíð undir nafninu Svenni SVEINN ÞORVALDSSON ✝ Sveinn Þorvalds-son fæddist á Skúmsstöðum í Vest- ur-Landeyjum 16. júní 1926. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Landakoti að kvöldi 18. mars síðastliðins og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 7. apríl. Bangsi, hefur fylgt henni alla ævi síðan og hefur verið henni stoð í erfiðum flutningum á milli heimsálfa. Nú er hann Svenni frændi allur, og sárt þykir mér að hafa ekki náð að kveðja hann og þakka fyrir þann stuðning sem hann hefur verið mér og mínu fólki. Ég vil senda Siggu ekkju Sveins okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þau voru alltaf svo samrýnd, gerðu alla hluti í miklu jafnvægi sín á milli og við umhverf- ið. Vertu sæll, Svenni frændi, og þakka þér fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þessa góða og lífsglaða manns. Jónas Tryggvason, Moskvu. Elskulegur vinur mömmu og pabba er allur. Þessum manni verður erfitt að gleyma. Það var fyrir ekkert svo ýkja mörgum ár- um síðan að ég ásamt foreldrum mínum og systkinum bjó í Geit- landi 4 eins og Svenni og Sigga. Þar kynntist ég þeim hjónunum. Oftar en ekki áttum við okkar góðu stundir inni í stofunni heima hjá þeim. Þessar stundir eru mér ógleymanlegar. Nánast daglega bankaði ég á hurðina eða læddist inn um svalahurðina hjá Siggu og Svenna og spurði hvort ég mætti ekki koma í heimsókn. Alltaf var ég velkomin, þó svo þau væru nýkom- in heim úr vinnunni. En það skipti ekki máli, við lögðum okkur þá bara saman í sófanum góða og fengum okkur svo poppkorn eftir lúrinn. Þetta eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Elsku Sigga mín, við samhryggj- umst þér innilega. Missirinn er mikill. Hrafnhildur, Baldur og Conny. Fallin er frá mikil sæmdarkona, Ingi- björg Daníelsdóttir, eða Inga Dan eins og hún var gjarnan nefnd í hópi ættingja, vina og sveitunga í Hafnarfirðinum. Hún setti svip á bæinn. Var alls staðar vel kynnt, enda gegnheil og dugmikil. Og alltaf stutt í hlýtt brosið. Inga Dan var alla tíð einörð og föst fyrir í sinni pólitísku afstöðu. Hún var jafnaðarmaður. Sannkallaður Hafnarfjarðarkrati. Okkar leiðir lágu ekki síst saman í starfi á vegum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og á það samstarf og vináttu bar aldrei skugga. Hún var ein af traustustu INGIBJÖRG DANÍELSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Dan-íelsdóttir fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1924. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 15. apríl. stoðum flokksins, þeg- ar ég ungur að árum hóf að starfa innan hans. Þá strax og allar götur síðar var afskap- lega gott að leita til hennar um smátt og stórt. Hún var ævin- lega boðin og búin að leggja lið. Inga Dan gegndi fjölmörgum trúnaðar- stöðum fyrir Alþýðu- flokkinn og sinnti þeim öllum með miklum ágætum. Hún var hins vegar ekki þeirrar gerðar, að hún ýtti sjálfri sér fram. Það var ekki hennar eðli. En væri hún beðin um að taka að sér verk- efni, þá vékst hún ekki undan og gekk til þeirra verka af þeim krafti og dugnaði sem einkenndi allt henn- ar líf. Við jafnaðarmenn í Hafnarfirði sjáum á bak góðum og félaga og vini. Það er með mikill virðingu og þökk sem hún Inga Dan er kvödd hinstu kveðju. Ég veit að þar tala ég fyrir hönd okkar jafnaðarmanna, Sam- fylkingarfólks í Firðinum. Inga Dan skilur eftir sig stóran ættboga. Fólkið hennar Ingu Dan, sem ég þekki vel til, hefur fengið góða arfleifð frá ættmóðurinni. Ætt- menni hennar eiga það sammerkt, að þar fer harðduglegt sómafólk með hjartað á réttum stað. Söknuður ætt- ingja hennar og vina er mikill og sorgin sár við kveðjustund. En minn- ing um góða konu linar þrautir, sem og Guðs mildi. Guð blessi minningu Ingibjargar Daníelsdóttur. Guðmundur Árni Stefánsson. Okkur langar með örfáum orðum að minn- ast afa okkar, Gunnars Sigurðssonar. Í dag kveðjum við þig, elsku afi okkar, og minnumst margra samverustunda. Alla þá tíð sem við munum eftir þér munum við varðveita í minningum okkar. Við minnumst þess að þegar við vorum yngri komum við oft í sveitina. Amma var alltaf með tilbúið góðgæti handa okkur og þú sast á stólnum við eldavélina og brostir og hlustaðir á okkur. Við gátum endalaust talað saman um allt. Það var alltaf svo gaman í sveitinni, við hlökkuðum allt- af svo til að koma, það var svo gaman. Ég (Sonja) hjálpaði oft til við bústörf- in. Þú kenndir mér margt þar sem er svo ólíkt öðrum verkum sem ég hef unnið, en það var ávallt gaman. Ég GUNNAR SIGURÐSSON ✝ Gunnar Sigurðs-son fæddist á Smiðjuhólsveggjum í Álftaneshreppi 7. október 1915. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness á páska- dag, 27. mars síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Borgar- neskirkju 2. apríl. kom oft á sumrin til ykkar, enda er ég al- gjört sveitabarn. Við munum ávallt sakna þín og sveitarinn- ar þinnar í Leirulækja- seli, það var alltaf svo gott að koma heim til þín og ömmu. Þessar góðu minn- ingar og fleiri munu ávallt geymast í hjört- um okkar. Þú munt lifa í hugum þeirra sem þig þekktu og unnu þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku hjartans amma, við viljum votta þér okkar dýpstu samúð vegna fráfalls þíns góða eiginmanns. Elsku afi, hvíldu í friði. Megi Guð geyma þig og varðveita. Sonja og Gísli Þór Pétursbörn. Elskulegur afi, þú hefur nú kvatt okkur, ég á eftir að sakna þín, elsku afi. Við áttum margar og góðar stundir saman í sveitinni og líka heima á Hellissandi. Það var ávallt gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu, þig hugsuðuð svo vel um mig þegar ég var í heimsókn, ég fékk að hjálpa til við bústörfin og afi kenndi mér hvernig ætti að fara að. Þú varst maður sem kunni allt, hvort sem það var trésmíði eða járnsmíði. Ein minnisstæðasta minning mín af þér er þegar þið amma voruð í heimsókn hjá okkur á Hellissandi. Þú varst að setja upp hurðir heima hjá okkur. Þið voruð hjá okkur í einhvern tíma og ég var eitthvað að prakkarast í kringum þig þegar þú varst að setja upp hurð, nema að hurðarkarmurinn fellur úr hurðargatinu og beint á höf- uðið á þér. Þú fékkst smá skurð á höf- uðið en þú varst nú ekkert að kveinka þér við það og tókst utan um mig og sagðir að þetta væri allt í lagi og hélst síðan áfram við að klára verkið. Ég á helling af minningum um þig, afi minn, og ég mun ekki gleyma þeim. Ég votta allri fjölskyldu okkar innilega samúð og sérstaklega þér, elsku amma mín, sem hefur búið með honum í öll þessi ár. Megi guð og friður vera með þér, elsku afi. Vigfús Pétursson. Elsku afi, nú skiljast leiðir um sinn. Að alast upp við hliðina á ykkur ömmu voru mikil forréttindi. Þegar ég var barn og unglingur leið varla sá dagur að ég skryppi ekki til ykk- ar. Þið voruð bæði einstaklega barn- góð og lítil stelpuskjáta fékk alltaf góðar móttökur. Þolinmæðin mikil við að kenna mér og leyfa mér að prófa hlutina. Vetur, sumar, vor og haust, hver árstíð hafði sín verk eins og tíðkast JÓNAS STEFÁNSSON ✝ Jónas Stefánssonfæddist á Önd- ólfsstöðum í Reyk- dælahreppi í S-Þing- eyjarsýslu 3. júlí 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtu- daginn 31. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Ein- arsstaðakirkju 8. apríl. til sveita og alltaf nóg að starfa. Vorverkin með sauðburðinum, við Ólöf systir fengum einu sinni að vakta fjárhúsin og lofuðum að vaka samviskusamlega til skiptis en þegar þú komst um miðja nótt steinsváfum við báðar í herberginu fína í fjár- húsunum. Ekki fengum við samt skammir frek- ar en venjulega. Sum- arið kom með heyskap og útreiðartúrum. Á Stórulaugum voru allt- af til góðir hestar, hávaxnir, viljugir töltarar og gjarnan með skeiði líka. Afi var stoltur af sínum hestum og fór afskaplega vel með þá. Marga ógleymanlega reiðtúra fórum við. Einn kemur upp í hugann, er við rið- um upp á heiði, norður Þegjandadal og svo Vatnshlíðina heim. Komið fram á kvöld að sumarlagi í yndis- legu veðri og ekki spillti félagsskap- urinn við afa. Hann var óþreytandi að segja manni frá landinu sem við riðum um, örnefnum og öllu því sem fyrir augu bar. Síðustu tíu árin, eftir að amma féll frá, bjó afi einn á Stórulaugum. Hann fékk góða heimilishjálp, hana Þórhildi, en var annars ótrúlega sjálfbjarga með alla hluti, kominn yf- ir nírætt og sjónin afskaplega lítil. Hann málaði heynálina rauða svo hann ætti auðveldara með að finna hana í hlöðunni og stikaði leiðina upp í fjárhús með prikum sem hann festi svo dökka sokka á endann á. Sokk- arnir gegndu svo hlutverki vita á þessari leið þegar allt annað var orð- ið hvítt af snjó og ekki sá á dökkan díl. Hann tók alltaf jafn höfðinglega á móti gestum sem bar að garði, allir voru drifnir inn í kaffi og ekki var boðlegt annað en að eldhúsborðið svignaði undan bakkelsinu, vínar- brauð, snúðar og jólakaka. Elsku afi, kveðjustundin í Reykja- dalnum var afskaplega falleg. Dal- urinn skartaði sínu fegursta, fann- hvít jörð og skínandi bjart og fallegt yfir að líta. Ég kveð þig, afi minn, með söknuð í hjarta en jafnframt mikið þakklæti. Blessuð sé minning þín. Jóhanna Valgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.