Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU FJÖGUR svokölluð sjóræningjaskip eru nú að veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, en alls eru fimm- tán erlend fiskiskip komin á úthafs- karfaslóðina á Hryggnum. Annars eru skipin frá Rússlandi, Spáni, Portúgal og Litháen. Vitað er um eitt erlent skip á leiðinni og tvö liggja í höfn í Reykjavík. Ekkert íslenzkt skip var komið á miðin í gær, en sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæzlunni hafa aflabrögð verið dræm. Sjóræningjaskipin eru skip, sem ekki hafa heimildir til að veiða á þessum slóðum, en gera það samt, þar sem ekki eru heimildir til þess í alþjóðalögum að taka þau og færa til hafnar. Þessi skip eru skráð í Dómin- íka, en hafa tengzt Þýzkalandi. Áætla má að veiði þessara skipa nemi að minnsta kosti 20.000 tonnum og er sú veiði umfram útgefinn kvóta til þeirra þjóða sem hafa ráðstöfun- arrétt yfir veiðiheimildunum og nýta þær. Leyfilegur útgefinn afli Íslend- inga í ár er 34.500 og var hann skor- inn niður um 20.000 tonn frá því í fyrra. Vill varðskip á svæðið Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta ástand óþolandi. Ekki sé heimild til að taka skipin, en það sé hægt að gera þeim mun erfiðara fyrir en gert hafi verið. Það sé hvergi nóg að fljúga af og til út yfir svæðið. Nauð- synlegt sé að vera með varðskip þarna úti meðan á vertíðinni stendur til að fylgjast vandlega með því hvaða skip þjónusti þessa sjóræn- ingja, selji þeim olíu og flytji afurð- irnar í land. Heimild sé til þess hjá aðildarríkjum NEAFC, Fiskveiði- nefndar Norðaustur-Atlansthafsins, að meina þeim skipum sem þjónusta ólögleg skip, að koma til hafnar í að- ildarlöndunum. Þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar sjávarút- vegsráðherra um allan heim um að segja þessum sjóræningjum stríð á hendur, sé ekki gripið til neinna að- gerða. Þessi skip hafi til dæmis haft vetursetu í Rostock í Þýzkalandi, en ESB sé aðili að NEAFC. Þá sé það vitað að eitthvað af afurðum þessara skipa hafi komið til hafnar í evrópsk- um höfnum. Þær fari svo þaðan aust- ur um í vinnslu og komi síðan inn á markaðinn í samkeppni við afurðir þeirra sem veiði með löglegum hætti. „Þetta er á allan hátt óviðunandi ástand, en verst af öllu er að með þessu er stunduð veruleg ofveiði og fyrir vikið er neðri karfastofninn á svæðinu í verulegri hættu,“ segir Friðrik. Fylgjast vel með Kristján Þ. Jónsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, segir að vand- lega verði fylgzt með þeim skipum sem ekki hafi leyfi til veiða á þessum slóðum og ekki sízt þeim skipum sem þjónusta þau, flytji þeim olíu og vist- ir og flytji fiskinn frá þeim í land. Hann segir að reglulega verði flogið yfir veiðisvæðið og síðar verði varð- skip sent á miðin. Íslendingar geti ekki stuggað þessum skipum á brott haldi þau sig utan 200 mílna lögsög- unnar eins og þau væntanlega geri. Grandi með mest Kvóti á hryggnum hefur verið skorinn verulega niður eða um tæp- lega 40%. Við það skerðist hlutur ís- lenzku skipanna um 20.000 tonn og verður nú um 34.500 tonn. Staðan er því sú að skipin hafa heimildir til einnar til tveggja veiðiferða, en 33 skip hafa heimildir til úthafs- karfaveiða. Það má því búast við að mikið af heimildum verði flutt milli skipa. HB Grandi er með langmestar veiðiheimildir íslenzkra útgerða, eða um 10.500 tonn á sex skipum, en það er 6.000 tonnum minna en í fyrra. Kvótahæsta skipið er hins vegar Málmey SK með 2.835 tonn. HB Grandi á svo fjögur næstu skipin á listanum og af þeim er Venus hæstur með 2.716 tonn.          !"  #$"!%"$ &&& '  ( $!  )*  +$$  )*  '"$ $! *'  (,$  +$-$ .   / $% 0  !$$ "$"! * %$ )*  12$ *'  '$!$ .  !!  * 3 -! ($ !! *' 3$2 4  )! !/ $% 0 5, 4 ($! )*  ,/"$ *' &!!! #%#%" 6 6 6 6 6 6 6 6  6 6 6  6         .! #%#%"  !!                                                  6 6     6     6    781" 9 $"! ! :  % $1 ' 9!8;"$ 9 $ $ )* $! - !/<$!$! 9  $2/"$ *' 7,! 1 1! =)   /"$ *'  $%$> *' ? ?! :  %"$/<#$% 0  8/ $% & 7,! <$!! .   &!!! #%#%"             6 .! #%#%"  !!       6                  6     6   6 „Sjóræningjar“ á úthafskarfa Ekki heimild til að taka skipin, en hægt að gera þeim erfitt fyrir Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÁGÚST Ólafur Ágústsson alþingis- maður tilkynnti í gær að hann hygð- ist gefa kost á sér til embættis vara- formanns Samfylkingarinn- ar á landsfundi flokksins, sem haldinn verður 20. til 22. maí nk. Ágúst segir að hann telji rétt að ný kynslóð eign- ist fulltrúa í for- ystusveit Sam- fylkingarinnar. Rúmur helming- ur Íslendinga sé undir 35 ára aldri og því sé mikilvægt fyrir Samfylk- inguna að a.m.k. einn einstaklingur á þeim aldri sé þar í fremstu röð. Einnig sé æskilegt að þar sé að finna fulltrúa þeirrar kynslóðar sem hafi starfað allan sinn pólitíska feril inn- an Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur segir aðspurður að hann muni bæði geta unnið með Öss- uri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en þau gefa kost á sér í formannsembættið. „Ég tel mig fullfæran um að vinna með bæði Össuri og Ingibjörgu og hef gert það hingað til. Mikilvægast er að flokksfélagar standi saman eftir að þessari kosningu lýkur; flokkur- inn er stærri en einstaka frambjóð- endur. Ég býð mig fram á eigin for- sendum, vegna þess að ég tel mig geta lagt mitt af mörkum til að leiða Samfylkinguna til sigurs í sveitar- stjórnarkosningunum og alþingis- kosningunum. Það er aðalatriðið í mínum huga.“ Ágúst Ólafur segir að hlutverk varaformanns sé ekki hvað síst að halda utan um innra starf í flokkn- um. „Ég vil efla innra starf Samfylk- ingarinnar, meðal annars með því að styrkja starf aðildarfélaga með sér- stökum starfsmanni í þeirra þágu og með því að tryggja að flokkurinn verði með öfluga skrifstofu í öllum kjördæmum,“ segir hann í fréttatil- kynningu, sem hann sendi frá sér um framboðið, í gær. Hann segist hafa tekið virkan þátt í innra starfi Samfylkingarinnar á undanförnum árum. Þannig hafi hann kynnst af eigin raun hversu mikilvægt starfið sé fyrir vöxt og við- gang flokksins. „Lykilatriði í því að innra starfið í Samfylkingunni standi í blóma er að þar sé jafnræðis og jafnréttis hvar- vetna gætt – hvort sem um er að ræða milli kynja, aldurshópa eða landshluta.“ Ágúst Ólafur er 28 ára gamall og er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt. Hann er í sambúð með Þor- björgu S. Gunnlaugsdóttur lögfræð- ingi og eiga þau tvær dætur, fæddar 2002 og 2005. Ágúst Ólafur var kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2003 og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyr- ir Samfylkinguna. Hann er m.a. í stjórn þingflokksins og tengiliður þingflokksins við 60+ félag eldri borgara í Samfylkingunni. Þá var hann m.a. formaður Ungra jafnaðar- manna á árunum 2001 til 2003. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar Telur rétt að ný kynslóð eignist fulltrúa í forystusveit flokksins Ágúst Ólafur Ágústsson „ÉG ætla að taka mér góðan tíma til að meta stöðuna,“ segir Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingis- maður en hún er ein þeirra sem hafa verið orðað- ir við varafor- mannsstól Sam- fylkingarinnar. „Ég þarf að finna betur hvernig straumar liggja áður en ég tek ákvörðun.“ Hún segist þó hafa fundið hreyfingu í átt til sín und- anfarnar vikur og að sú hreyfing hafi verið að aukast síðustu dag- ana. Jóhanna kveðst reyndar velta því fyrir sér hvort rétt sé að bíða með að tilkynna ákvörðun þar til á landsfundi Samfylkingarinnar í lok maí. „Ég er í vafa um hvort blanda eigi ákvörðun um varaformanns- framboð inn í formannsbaráttuna. Kannski er betra að formannsbar- áttan hafi sinn gang og að ákvörð- un um varaformann spili ekki sterkt inn í þá stöðu.“ En hvað sem því líði muni hún taka sér góðan tíma til að meta hvað hún geri varðandi varaformannsemb- ættið. Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir Ætlar að taka sér tíma til að meta stöðuna LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst ránið í skart- gripaverslun á Skólavörðustíg á fimmtudag. Grunur lögregl- unnar um að parið hefði eftir ránið farið í lyfjaverslun og reynt að fá lyf í skiptum fyrir skartgripi, sem reyndust vera þýfi vegna gripdeildar í ann- arri skartgripaverslun fékkst staðfestur. Fólkið rændi þremur hring- um af Skólavörðustígnum og faldi þá en benti lögreglunn síðar á þýfið. Fólkið hefur gengist við sakargiftum og var ekki farið fram á gæsluvarð- hald. Skartinu hefur öllu verið komið til skila að sögn lögregl- unnar. Skartgripa- rán upplýst Táknmynd tíðarandans  Jane Fonda gefur út ævisögu á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.