Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 41 UMRÆÐAN Samræmi á milli orða ermikilvægt í íslensku, t.d.samræmi í kyni, tölu eðafalli. Í flestum tilvikum er samræmi í föstum skorðum en stundum getur þó brugðið út af því. Í textavarpinu var t.d. nýlega fjallað um fráfall Jóhannesar Páls páfa og yfirskriftin var: Yfir milj- ón manna hafa kvatt páfa (6.4.2005). Samkvæmt málvenju ætti sögnin að laga sig að eintöl- unni milljón og því ætti hún að standa í eintölu (hefur). Trúlega er það fleirtalan manna sem hef- ur hér áhrif. Í meginmáli undir fyrirsögninni var sambeygingin hins vegar í samræmi við mál- venju: Talið er að um ein miljón manna sé þegar búin að votta Jó- hannesi Páli páfa virðingu sína … yfir miljón, sem beið í röð (6.4.05). Sambeyging í íslensku er jafn- an málfræðileg, tala og/eða kyn frumlags ræður ferðinni en ekki merking þess. Þannig er fjöldi eintöluorð þótt merking þess vísi til fleirtölu og sama á við um nafnorðið fólk og fjölmörg önnur og það er málfræðileg mynd sem ákvarðar sambeygingu en ekki merkingin, t.d.: fjöldi manna þusti að; stóð þar fjöldi manna og beið þess; fjöldi bifreiða er bil- aður; fjöldi manns sótti hátíðina og hvorugt ríkjanna flytur út olíu. Á síðum dagblaða og í fjöl- miðlum gætir þess nokkuð að reglur um ýmiss konar samræmi séu ekki virtar. Umsjónarmaður telur reyndar að fremur sé um að kenna fljótfærni og óvandvirkni en slíkt geti verið mál viðkomandi fjölmiðlunga. Sem dæmi má nefna eftirfarandi (innan hornklofa eru þær myndir sem venjulegar má telja): fórnarlömb [fórn- arlömbum], sem hlutu lækn- isfræðilega örorku undir 16%, var meinað um bætur (Mbl. 31.1.04); Nú er svo komið að fíkn í lyf, sem læknar ávísa eru [er] orðinn [orð- in] aðalvandi allt að 10% sjúk- linga (Mbl. 7.4.05); Þeir læknar [þeim læknum] sem neita að vinna samkvæmt þessu svindl- kerfi virðist vera synjað um að taka þátt í tveggja lækna mötum (Mbl. 6.3.05); Öryggi við höf- uðstöðvar Bagdad voru [var] ófullnægjandi (Mbl. 22.10.03); Stúlkan [stúlkunni], sem varð fyr- ir voðaskoti á Hallormsstað, líður vel (Fréttabl. 8.1.04); heilsu [heilsa] hans tók að versna (Fréttabl 18.12.04); viðræðunum [viðræðurnar] sigldi [sigldu] í strand (Sjónv. 11.12.04) og eftirlit [eftirliti] ... hafi verið verulega áfátt (Mbl. 24.12.04). Eins og áður gat virðast ágall- arnir í dæmunum hér að ofan vera þess eðlis að prófarkalesari ætti að geta kippt þeim í lag. Í sumum tilvikum virðist óreglan hins vegar vera annars eðlis. Um- sjónarmaður á við endurtekin frá- vik, tilvik sem sjá má aftur og aftur. Sem dæmi um þetta skal tekið orða- sambandið gera grein fyrir ein- hverju. Það er oft notað í þol- mynd, t.d. í samanburð- arliðum, og þá á lh. þt. af gera vitaskuld að sambeygjast kven- kyns nafnorðinu grein, t.d.: eins og gerð hefur verið (glögg) grein fyrir og ástæðurnar eru þær sem gerð hefur verið grein fyrir. Í nú- tímamáli er hins vegar oft notuð hvorugkyn eintölu, t.d.: kröfur sem gert [gerð] hefur verið grein fyrir. Alloft er erfitt að útskýra eða skilja þær breytingar sem hafa orðið á íslensku í aldanna rás. Ein þessara breytinga snertir forsetn- ingarliðinn í gærkvöldi. Upp- runaleg mynd er í gærkvöld, sbr. hliðstæðurnar í morgun, í gær- morgun, í fyrradag og ýmsar aðr- ar þar sem notað er þolfall. Á 17. öld kemur hins vegar upp myndin í gærkvöldi (fyrir í gærkvöld), sem sker sig úr. Þess ber að geta að ef stofnorðið er ákveðið (síð- asta vika, ár) þá er vísað til liðins tíma með fs. í/á að viðbættu þágu- falli, t.d. í hádeginu; í síðustu viku/ síðasta mánuði; í þessari viku; á síðasta ári og í þessum mánuði. Umsjónarmanni var kennt í skóla að réttara væri að segja í gærkvöld en í gærkvöldi. Vissulega er það rétt að fyrri myndin er í samræmi við uppruna en síðari myndin er trúlega 400 ára gömul í íslensku. Þar við bæt- ist að í nútímamáli er lengri myndin í gærkvöldi miklu algeng- ari en styttri myndin í gærkvöld. Umsjónarmaður athugaði tíðnina á leitarvefnum google og í leit- arvefnum mbl.is. Í fyrra tilvikinu voru hlutföllin 41.500:1631 og því síðara 962: 290, lengri myndinni í vil. Í Íslenskri orðabók er báðum myndunum gert jafn hátt undir höfði. Hér ber því allt að sama brunni: myndin í gærkvöldi á sér allgamlar rætur í íslensku og hún er algeng í nútímamáli. Hún hlýt- ur því að teljast góð og gild í ís- lensku. Í Morgunblaðinu var fyrir skömmu fjallað um framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Greinin birtist á forsíðu undir yfirskrift- inni Fimm kílómetrar af göngum í fjallinu (Mbl. 16.2.05) í merking- unni ‘göng í fjallinu eru samtals fimm kílómetrar (að lengd)’. Flestir munu finna að hér er óvenjulega að orði komist. Ástæð- an er sú að forsetningarliðurinn af e-u vísar oft til magns (kaupa þrjú kg af eplum; eiga mikið/lítið af e-u), tegundar (kaupa tvo metra af e-u/lérefti) eða hluta (ganga tvo kílómetra af leiðinni), en ekki til vegalengdar (leggja tvo kílómetra af vegi). Úr handraðanum Flestir munu kannast við máls- háttinn Því verr duga/gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Hann á rætur sínar í Laxdæla sögu, ummælum Ólafs pá er hann hafði lent í hafvillu. Menn greindi á hvert stefna skyldi og var skotið til hans að skera úr um það. Hann hallaðist á sveif með Erni stýrimanni, gegn vilja flestra innan borðs, og mælti: Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru; því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman (Laxd., 21. k.). Sömu hugs- un er að finna annars staðar í fornu máli, t.d. í Hauksbók: Oft dvelur (‘tefur’) góð ráð fjölmenn yfirseta og í Hungurvöku: … á einn veg reyndist það ávallt að eiga undir mörgum heimskum, er einn vitur maður má vel fyrir sjá með stillingu. Á síðum dag- blaða og í fjöl- miðlum gætir þess nokkuð að reglur um ým- iss konar sam- ræmi séu ekki virtar. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 49. þáttur ÉG ÆTLAÐI ekki að blanda mér í umræðu um formannskosningar í flokknum mínum á opinberum vett- vangi. En úr því að það fóru að tíðk- ast hin breiðu spjótin gat ég ekki set- ið á mér. Með því á ég við nýlegt innlegg núverandi for- manns í baráttuna. Ekki svo að það hafi valdið sinnaskiptum hjá mér, því að ég hef lengi verið sammála honum í því að Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir væri betri kostur en hann til að leiða rík- isstjórn, eins og kom fram í aðdraganda síð- ustu kosninga til Al- þingis og þá vænt- anlega ekki síður til að veita Samfylkingunni forystu, sem ætti að vera léttara verk en stýra ríkisstjórn. Ég kann illa við þá viðleitni núverandi for- manns að reyna að draga fram að það sé ágreiningur um stefn- una innan Samfylking- arinnar. Ég hef ekki orðið var við annað en að það sé samstaða um þau grunngildi sem jafnaðarmenn byggja á og rekja má til frönsku stjórnarbylting- arinnar: frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Ég kann því illa að gert sé lítið úr starfi samfylkingarfólks sem starfað hefur í svo- nefndum framtíð- arhóp. Ég er ævinlega þakklátur því fólki sem eyðir frí- stundum sínum í að efla flokksstarfið, en skammast mín jafnframt fyrir ódug minn. Auk þess tel ég það ekki innlegg í málefnalega baráttu að gera lítið úr tillögum, sem ekki á að leggja fram fyrr en á landsfundi. Það er sennilega ekki að ófyr- irsynju að frelsi er það fyrsta sem franskir stjórnarbyltingarmenn settu fram. Hvað er svo frelsið annað en lýðræði í nútíma stjórnmálum og er raunar forsenda annarra grunn- gilda jafnaðarmanna. Þetta eru ekki miklar umbúðir um lítið efni. Úr síð- ustu kosningum er sennilega engin ræða eftirminnilegri en sú sem Ingi- björg Sólrún flutti um lýðræði í Borgarnesi. Enda orð í tíma töluð þegar haft er í huga ofríki núverandi ríkisstjórnar og þó einkum núverandi forsætisráðherra og utanrík- isráðherra, sem stefnir ekki aðeins löggjafarvaldinu í hættu heldur vill helst ekki að þjóðin fái að fjalla um mikilsverð mál. Jafnrétti er annað þeirra grunngilda sem Ingibjörg Sólrún sem borgarstjóri þokaði verulega áleiðis með því að fjölga konum í stjórnunarstörfum borgarinnar og lét sér jafnframt umhugað að brúa bilið á milli kjara þeirra og karla. Bræðralag var hið þriðja af þeim grunn- gildum sem frönsku stjórnarbylting- armennirnir settu fram og jafnaðarmenn hafa gert að sínu. Hvað gæti það þýtt í nútímaþjóð- félagi, hugsanlega að geta rætt við fólk með mismunandi skoðanir og fá það til að samein- ast um ákveðið mark- mið. Það hefur Ingi- björg Sólrún sýnt með því að leiða lista skip- aðan fólki úr þremur flokkum til sigurs í þrennum borgarstjórn- arkosningum og stýra síðan borginni í farsælli samvinnu við þetta fólk. Ég er ekki fylgjandi neinni foringjadýrkun enda frekar starfað í grasrótarsamtökum, en það verður ekki framhjá því horft á okk- ar fjölmiðlatímum að það skiptir máli hvernig forsvarsmaður flokks kemur fyrir. Ég kann því betur að fólk flytji mál sitt málefnalega, æsingalaust og af rökfestu. Það ásamt því að hafa í starfi sínu sem borgarstjóri haft að leiðarljósi öll grunngildi jafn- aðarmanna veldur því að ég styð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til forystu í Samfylkingunni og hvet aðra flokksmenn að gera slíkt hið sama. Góður talsmaður Guðmundur Georgsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Guðmundur Georgsson ’Ég er ekkifylgjandi neinni foringjadýrkun enda frekar starfað í grasrót- arsamtökum, en það verður ekki framhjá því horft á okkar fjöl- miðlatímum að það skiptir máli hvernig forsvars- maður flokks kemur fyrir.‘ Höfundur er félagi í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur. ÞAÐ ER stefna Mjólkursamsöl- unnar að leitast við að koma til móts við þarfir og óskir neytenda hverju sinni og því er eðlilegt að mæta aukn- um kröfum um minni sykur af fremsta megni. Þess vegna verður á næstunni lögð mikil áhersla á að auka framboðið enn frekar af mjólkurvörum án viðbætts sykurs auk þess sem unnið verður að því að draga al- mennt úr syk- urinnihaldi mjólk- urvara til framtíðar eins og frekast er kost- ur. Í dag er boðið upp á marga val- kosti án viðbætts sykurs í öllum helstu bragðbættu sýrðu vöruflokk- unum þannig að þegar í dag hefur neytandinn um töluvert marga val- möguleika að ræða þegar kemur að því að velja ósykraðar vörur. Í flestum tilfellum eru notuð svoköll- uð sætuefni í stað sykurs. Þótt heil- brigðisyfirvöld um allan heim hafi lagt mat á hollustu þessara sætu- efna og telji notkun þeirra í mat- vöru skaðlausa hafa ýmsir orðið til þess að vefengja hollustu þeirra. Þessum fullyrðingum er oft haldið til streitu þrátt fyrir að nið- urstöður vísindalegra rannsókna hafi sýnt hið gagnstæða. Er rétt í þessu sambandi að vitna í grein sem birtist í Morgun- blaðinu á sl. ári þar sem haft er eftir Jó- hönnu Eyrúnu Torfa- dóttur hjá mat- vælasviði Umhverfis- stofnunar, sem hefur með þessi málefni að gera af hálfu hins op- inbera, þar sem þessar neikvæðu fullyrðingar hafa verið hraktar. Hófsemi er best Í innsendu bréfi til Morgunblaðs- ins sem birtist 5. apríl sl. fjallar Eva Ólafsdóttir um sykur í skyri og öðrum mjólkurvörum. Þær eru of sætar fyrir hennar smekk auk þess sem hún efast um hollustuna. Of mikil neysla á viðbættum sykri hér- lendis hefur talsvert verið í um- ræðunni á síðustu árum og af þeirri umræðu mætti ætla að sykur í mjólkurvörum vegi þar þyngst. Staðreyndin er hins vegar sú að vægi mjólkurvara er afar lítið og aðeins að hámarki 6% sykurneysl- unnar má rekja til sykraðra mjólk- urafurða samkvæmt síðustu neyslu- könnun Manneldisráðs. Það er því alveg ljóst að neysla viðbætts syk- urs í mjólkurvörum skiptir mjög litlu fyrir heildarneyslu sykurs. Um 80–90% sykurneyslunnar má aftur á móti rekja til neyslu sykraðra gosdrykkja, sælgætis og sykurvara. Við erum því ekki að fjalla um rót vandans með því að einblína á mjólkurvörurnar. Það er mikilvægt að gæta hófs í neyslu á viðbættum sykri en það er jafnframt mikilvægt að gæta hóf- semi í fullyrðingum um óhollustu sykurs. Hófleg neysla sykurs er ekki skaðleg og á engan hátt hægt að flokka hana undir óhollustu. Samkvæmt viðmiðum Manneld- isráðs er talið að allt að 10% ork- unnar úr fæðunni megi koma úr viðbættum sykri. Neysla bragð- bættra sykraðra mjólkurvara rúmast auðveldlega langt innan þeirra marka sem Manneldisráð telur hóflegt en ein dós af bragðbættri jógúrt inniheldur að- eins um einn fimmta af því magni sem mælt er með en gefur okkur um 25–30% af daglegri þörf af mörgum vítamínum, kalki og öðrum steinefnum. Hollt og gott Í einni jógúrtdós eins og skóla- jógúrt, sem sennilega er ein algeng- asta mjólkurvaran sem börn taka með sér í skólann, eru um tvær te- skeiðar af sykri sem er langt frá þeim 15 sykurmolum sem Eva er að nefna í innsendri grein sinni. Þó að sykurinn rýri örlítið næringargildið er sykruð jógúrt samt sem áður af- ar holl matvara og ein sú næring- arþéttasta sem völ er á. Í henni er að finna í miklum mæli 14 af þeim 17 mikilvægustu og lífsnauðsynlegu bætiefnum sem við þörfnumst og því veitir jógúrtin eins og aðrar mjólkurafurðir afar mikið næring- aröryggi fyrir þann sem neytir hennar. Helsta ástæða þess að sykri er bætt í mjólkurvörur er sú að syk- urinn gegnir margþættu hlutverki fyrir heildar bragðgæði vörunnar. Hann vinnur gegn súrbragðinu sem myndast við sýringu mjólkurinnar auk þess sem hann ber uppi ávaxta- bragðið sem annars yrði bæði flatt og bragðdauft. Þá hefur hann mikil áhrif á áferð vörunnar (mýkt, þétt- leika, seigju o.fl.) og gefur henni fyllra bragð. Hvað varðar sætleika sýrðra mjólkurvara þá byggist hann fyrst og fremst á þeim nið- urstöðum sem fengist hafa í neyt- endaprófunum. Þetta er það sætu- stig sem flestum líkar bæði hér á landi og víðast hvar í Evrópu nema í suðlægari löndum Evrópu þar sem algengt er að sætleikinn sé hafður mun meiri. Auðvitað finnst hluta neytenda þetta annaðhvort of sætt eða of lítið sætt en taka verður mið af því sem fjöldinn vill því annars næst ekki að selja vöruna í því magni sem þarf til að halda henni á markaði. Hafa skal í huga að börn hafa næmara bragðskyn en fullorðnir og finnst því matur oft mjög súr þegar full- orðnum þykir hann hæfilega súr. Sykur vinnur á móti súrbragðinu og það sem okkur sem erum eldri get- ur fundist of sætt og væmið finnst börnum og unglingum oft hæfilegt. Tvær teskeiðar verða að 15 sykurmolum Einar Matthíasson fjallar um hollustu og neyslu mjólkurvara ’Aðeins 6% sykur-neyslunnar má rekja til sykraðra mjólkurafurða samkvæmt síðustu neyslukönnun Mann- eldisráðs.‘ Einar Matthíasson Höfundur er markaðs- og þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.