Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 9
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra úrskurðaði í gær þrjá menn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á Akureyri á hassmáli en hún handtók mennina með 300 grömm af hassi í vikunni. Einn hinna handteknu var úrskurðaður í gæslu til 19. apríl en hinir tveir til 25. apríl. Í gæsluvarðhald vegna hassmáls MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 Ný sending af kápum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Peysur og kvartbuxur Ótal snið og litir Kringlunni - sími 568 1822 Góðar sumargjafir Strigaskór St. 20-28 - Verð kr. 2.600 Stígvél St. 20-29 Verð kr. 2.400 ÁFENGISSALA hér á landi var um 20,4 milljónir lítrar á síðasta ári á móti 19,2 milljónum lítra ár- ið 2003, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aukningin er um 6,3%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin hlutfallslega ekki eins mikil, eða 4,4% milli ára, úr 1.458 þúsund alkóhóllítrum árið 2003 í 1.523 þúsund alkóhóllítra í fyrra. Sala á léttu víni hefur aukist mest, en sala á sterkum drykkjum hefur minnkað stöðugt á síðustu árum. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 6,71 alkóhóllítrum, en var 6,52 alkóhóllítrar á árinu 2003. Sú aukning er 2,9% milli ára, en sambærilegar hækkanir milli ára á þeim mælikvarða hafa verið frá ríflega 2% til ríflega 5% frá árinu 2000. Sala á áfengi jókst um 6,3% á síðasta ári MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að menntaráði verði falið að útfæra ít- arlega áform um gjaldfrjálsan leik- skóla í Reykjavík í samræmi við þau auknu fjárframlög sem til þess séu ætluð í frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál Reykjavíkurborgar 2005– 2008. Í tillögunni segir, að sérstaklega skuli hugað að þróun gjaldskrár með tilliti til systkinaafsláttar og gjald- töku fyrir dvalarstundir umfram gjaldfrjálsar stundir. Þá skuli ráðið hyggja að áhrifum gjaldfrjáls leik- skóla á samspil þjónustu leikskóla og dagforeldra, ekki síst í ljósi væntan- legrar endurskoðunar á reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Menntaráð útfæri gjaldfrjálsan leikskóla RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann fyrir að bana eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og hefst aðalmeðferð 27. maí nk. Ákærða er gefið að sök að hafa brugðið þvottasnúru um háls hinn- ar látnu og þrengt að með þeim af- leiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Bótakröfur upp á 17 milljónir króna eru hafðar uppi í málinu frá börnum og foreldrum hinnar látnu. Við þingfestingu málsins játaði ákærði á sig kyrkingu en neitaði að hafa ætlað sér að bana konu sinni. Ákærður fyrir manndráp BORGARRÁÐ Reykjavíkur lýsti því yfir á fundi sínum að það væri reiðubúið að greiða fyrir því að framtíðaraðsetur Háskólans í Reykjavík yrði áfram í Reykjavík. Í bókun borgarráðs segir, að á síðustu mánuðum hafi staðið yfir vinna með fulltrúum Háskólans í Reykjavík um staðarval skólans til framtíðar. Sú staðsetning innan borgarinnar sem fulltrúum skól- ans hafi hugnast best sé í Vatns- mýri. HR verði áfram í Reykjavík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ICELANDAIR vekur athygli á því, að frá og með 14. apríl nk. hafa yf- irvöld í Bandaríkjunum lagt bann við því að einstaklingar hafi sígar- ettukveikjara á sér eða í handfar- angri í flugi til og frá Bandaríkj- unum. Bannið, sem gildir um allar tegundir kveikjara, hefur þegar tekið gildi. Um langt skeið hefur verið í gildi bann í öllum löndum við að flytja kveikjara í farangri sem fer í far- angurslestir flugvéla, en nú nær bannið einnig til kveikjara í far- þegarými til og frá Bandaríkj- unum. Brot á reglum um flutning bann- aðra hluta getur varðað háum sekt- um í Bandaríkjunum fyrir þá sem hafa slíka hluti í fórum sínum þegar komið er inn á svæði flugvalla eftir vopnaleit eða um borð í flugvélum. Kveikjarar bann- aðir í flugi til Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.