Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. LEIKFÉLAG Reykjavíkur færði Vigdísi Finnboga- dóttur allsérstæða gjöf á 75 ára afmæli hennar í gær. Boðað var til samkomu í Borgarleikhúsinu síðdegis í gær, þar sem afmælisgjöfin var „sýnd“, og reyndist hún vera flutningur á óperunni Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð Halldórs Laxness úr Kvæðakveri. „Leikfélagið ákvað að færa Vigdísi gjöf í tilefni af af- mæli hennar, og niðurstaðan varð sú að það yrði þessi sýning á verki Hjálmars við ljóð Halldórs Laxness,“ sagði Sigrún Valbergsdóttir, kynningarstjóri Borg- arleikhússins. Fimmtán söngvarar tóku þátt í sýningunni, auk hljóðfæraleikaranna Hallfríðar Ólafsdóttur, Ármanns Helgasonar, Sigurðar Halldórssonar og Richards Korn, en tónskáldið, Hjálmar H. Ragnarsson, lék á píanóið. Guðjón Pedersen leikhússtjóri leikstýrði verk- inu eins og í frumuppfærslunni en var einnig í einu sönghlutverkanna. Aðalhlutverkin voru í höndum Jó- hanns Sigurðarsonar og Jóhönnu Vigdísar Arnar- dóttur. „Vigdís Finnbogadóttir var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1973–1980 og er heiðursfélagi LR. Leik- félagið vildi að gjöfin yrði í anda leikhússins, ein sýning á þessu verki. Óperan var frumflutt við opnun Listahá- tíðar 1992, á 90 ára afmæli Halldórs, en hefur verið sýnd nokkrum sinnum síðan, farið í ferð um Norð- urlönd og var sýnd á Expó í Lissabon 1998.“ Félögum í Leikfélagi Reykjavíkur var boðið á afmæl- issýninguna, þátttakendum á afmælisráðstefnunni sem haldin var í gær og fyrradag, en einnig þeim sem unnu með Vigdísi í hennar tíð í leikhúsinu. „Vigdís tók við af Sveini Einarssyni og hélt uppi merkjum leikhússins. Hún þýddi mikið fyrir leikhúsið og stuðlaði að því að efla íslenska leikritun. Verkefnavalið í leikhúsinu var mjög breitt í hennar tíð; bæði sígild og ný íslensk verk.“ Vigdís Finnbogadóttir fékk óperusýningu í afmælisgjöf frá LR Vildum hafa það gjöf í anda leikhússins Morgunblaðið/Árni Sæberg Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Leikfélags Reykjavíkur, fagnar Vigdísi Finnbogadóttur við komuna á afmælis- sýninguna í Borgarleikhúsinu. Milli þeirra stendur Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VERÐ á innfluttri mat- og drykkjar- vöru hefur lækkað um 10% frá ára- mótum. Í mælingu Hagstofu Íslands í marsmánuði kom fram veruleg lækkun, en verðstríð á matvöru- markaði hófst í lok febrúar. Verðið virðist hafa haldið áfram að lækka því að í mælingu Hagstofunnar sem gerð var í upphafi þessa mánaðar lækkaði verðið enn meir. Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar Hagstofu Ís- lands, segir ljóst að verðlækkun sem hófst í kjölfar verðstríðs á matvöru- markaði hafi ekki gengið til baka og því hljóti að teljast talsverðar líkur á að um varanlega verðlækkun sé að ræða. Svigrúm fyrir hendi „Það er ljóst að þessi samkeppni er að skila sér. Kannski er einmitt svigrúm fyrir hendi vegna þessarar gífurlega sterku stöðu krónunnar,“ sagði Rósmundur. Neytendasamtökin gagnrýndu fyrir skömmu innflytjendur og versl- anir fyrir að lækka ekki verð til sam- ræmis við gengisbreytingar. Á síð- asta ári urðu ekki miklar verð- breytingar á innfluttum mat- og drykkjarvörum. Þær lækkuðu lítil- lega, en verðbólgan var rúmlega 3%. Gengi krónunnar hækkaði hins veg- ar um 8%. 10% lækk- un á verði innfluttrar matvöru 9           !  ! " # 5    !      "#$%%&' G HI H              10% lækkun/8 FULLTRÚAR undirbúningshóps um stofnun félagsins Almenningur ehf., sem hyggst taka þátt í einka- væðingu Símans, hafa óskað eftir því við einkavæðingarnefnd að frestur til að skila inn tilboðum verði framlengdur um fjórar til átta vikur. Var hópurinn hvattur til þessa af Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra sem hitti fulltrúa hópsins að máli í gær. Orri Vigfússon, einn talsmanna hópsins, segir að á fundinum með forsætisráðherra hafi verið óskað eftir að skoða með hvaða hætti væri hægt að sinna betur aðild al- mennings að sölu Símans frá fyrsta áfanga. Orri segir ráðherra hafa tekið erindinu vel og fagnað átaki hópsins. Stækka þarf undirbúningshópinn „Hann vildi gjarnan að það yrði mjög dreifð og góð aðild almenn- ings að málinu. Hvatti hann okkur til að skrifa einkavæðingarnefnd bréf, sem og við gerðum,“ segir Orri, sem vonast til að einkavæð- ingarnefnd gefi jákvæð svör. Undirbúningshópurinn hélt fundahöldum sínum áfram í gær með fjármálastofnunum. Orri segir möguleika vera til staðar um sam- starf við þessar stofnanir eða stærri fjárfesta en fyrst þurfi að gera undirbúningshópinn stærri og sterkari. Stofnfundur er áform- aður í næstu viku og ákveðið hefur verið að félagið fái nafnið Almenn- ingur ehf. Loforð um þátttöku í kaupum á hlut í Símanum halda áfram að streyma inn og segir Orri að opnað hafi verið símanúmerið 895 1545 til að taka á móti tilkynningum. Einn- ig má senda tölvupóst á netfangið orri@icy.is. Óska eftir lengri frest hjá einkavæðingarnefnd Ræddu um kaup á Símanum við forsætisráðherra í gær Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GEIR H. Haarde hefur í dag verið fjármálaráðherra í sjö ár samfellt, lengur en nokkur fyrirrennara hans. Geir tók við fjármálaráðuneytinu úr hendi Friðriks Sophussonar, sem vantaði tvær vikur upp á sjö ár þegar hann lét af starfi fjármálaráðherra 16. apríl 1998. Geir bendir á í samtali við Morg- unblaðið, að það sé til marks um stöð- ugleikann í íslenzkum stjórnmálum, að þeir Friðrik hafi verið tveir um síð- ustu fjórtán ár meðan átta menn hafi gegnt fjármálaráðherraembættinu næstu fjórtán ár á undan þeim. Morgunblaðið/RAX Geir H. Haarde tekur við fjár- málaráðuneytinu af Friðriki Soph- ussyni 16. apríl 1998. Fjármála- ráðherra í sjö ár  Frelsið/34 KJÖTMJÖLSVERKSMIÐJAN í Hraungerðishreppi hætti í gær mót- töku á sláturúrgangi og verður slökkt á henni í dag þegar úrvinnslu er lokið. Að sögn framkvæmdastjóra verður verksmiðjan seld til niðurrifs á næstu mánuðum, en verksmiðjan tók til starfa fyrir aðeins fimm árum, eða árið 2000. Rekstrargrundvöllur verksmiðj- unnar brast endanlega þegar sala á áburði, sem var framleiddur úr slát- ur- og kjötúrgangi, var bönnuð eftir að riða kom upp í Ölfusi fyrir tveim- ur árum. Fimm ára gömul verk- smiðja rifin  Verksmiðja/29 ÓLÖGLEGAR veiðar skipa undir hentifána stefna úthafskarfastofnin- um í verulega hættu. Fjögur svoköll- uð sjóræningjaskip eru nú að veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, og má búast við því að slíkar veiðar nemi um 20.000 tonnum á ári. Samkvæmt alþjóðalögum er ekki heimilt að hafa afskipti af ólöglegum veiðum af þessu tagi séu skipin á alþjóðlegu hafsvæði. „Sjóræningjaskipin“ eru skip sem ekki hafa heimildir til að veiða á þess- um slóðum en gera það samt í trássi við veiðistjórnun NEAFC, Fiskveiði- nefndar Norðaustur-Atlantshafsins. Þessi skip eru skráð í Dóminíku, en hafa tengzt Þýzkalandi. Kristján Þ. Jónsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, segir að vand- lega verði fylgzt með þeim skipum sem ekki hafi leyfi til veiða á þessum slóðum og ekki sízt þeim skipum sem þjónusti þau, flytji þeim olíu og vistir og flytji fiskinn frá þeim í land. Hann segir að flogið verði yfir veiðisvæðið og síðar verði varðskip sent á miðin.                                                                         !"      #       :           & ;       Mega ekki stöðva ólöglegar veiðar  Sjóræningjar/14 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.