Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐ MINNSTA kosti tuttugu manns fórust í miklum eldsvoða sem kom upp í hótelbyggingu í miðborg Par- ísar í fyrrinótt. Tíu hinna látnu voru börn, að því er franska lögreglan greindi frá. Meira en fimmtíu manns slösuðust í brunanum, þar af þrettán alvarlega og óttuðust menn því mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Hótelið heitir Paris-Opera og er nálægt Galeries Lafayette-verslun- arbyggingunni. Er hótelið við rue de Provence í Opera-hverfinu í níunda hverfi, norður af Louvre-safni. Gest- ir hótelsins í fyrrinótt voru einkum ferðamenn en einnig voru þar nokkr- ar fjölskyldur innflytjenda og hinir slösuðu voru af ýmsu þjóðerni, frönsku, portúgölsku, bandarísku og úkraínsku. Ennfremur var fólk frá Senegal, Fílabeinsströndinni og Túnis meðal gesta á hótelinu. Mun það stundum hafa verið notað af borgaryfirvöldum sem tímabundið athvarf fyrir fátæka innflytjendur, að því er greint var frá í gær. Pierre Mutz, lögreglustjóri í París, sagði að 75 gestir hefðu verið á hótelinu þessa nótt en alls eru þar 32 herbergi. Stukku út um gluggana Slökkviliðsmenn unnu í gærmorg- un að því að ráða niðurlögum eldsins en sóttist verkið seint, þykkur reyk- ur fyllti öll herbergi hótelsins og eld- urinn hafði veikt stoðir byggingar- innar og gólf þess þannig að fara þurfti að öllu með gát. Um er að ræða einn mannskæð- asta bruna í frönsku höfuðborginni í tuttugu ár. Vitni og björgunarmenn sögðust hafa orðið vitni að því er gestir hótelsins köstuðu sér út um glugga hótelherbergja til að flýja eldinn, sem eyðilagði bygginguna gjörsamlega. „Það er erfitt við slíkar aðstæður að segja fólki að halda ró sinni. Fólk stökk. Fólk á fyrstu hæðinni kastaði börnum sínum út um gluggana,“ sagði Alfred Millot, yfirmaður eld- varnarmála hjá Galeries Lafayette, sem vann að slökkvistarfinu. Nokkrar vændiskonur sem starfa í nærliggjandi götum urðu einnig vitni að brunanum. Ein þeirra, Laure, sagðist hafa heyrt fólk kalla á hjálp. Flestir hefðu greinilega verið sofandi þegar eldurinn kom upp. Sagðist hún hafa séð fólk stökkva út um glugga, heyrst hefði „dynkur“ er það lenti á götunni fyrir neðan. Rannsókn var hafin á tildrögum eldsins í gær en heimildarmenn AFP-fréttastofunnar sögðu nánast öruggt að kviknað hefði í fyrir slysni. Ekkert hefði fundist sem benti til að kveikt hefði verið í að yfirlögðu ráði. Jacques Chirac Frakklandsforseti kallaði eldsvoðann „einn sársauka- fyllsta harmleik sem nokkurn tíma hefði riðið yfir Parísarborg“. Hörmulegur bruni í mið- borg Parísar Að minnsta kosti tuttugu fórust, þar af tíu börn AP Slökkviliðsmenn bjarga fólki út úr París-Ópera-hótelinu. Borgaryfirvöld hafa notað það sem hæli fyrir illa staddar fjölskyldur frá Afríku. '()*+,-./  0           2 3  24 5  2 6 7   0   3 0,       ' 2 0 682   LITLAR væringar hafa verið með Grikkjum og Tyrkjum á Kýpur að undanförnu og þessi mynd bendir vissulega til, að þar sé allt með friði og spekt. Tyrknesk stúlka að róla sér rétt við eina varðstöð Sameinuðu þjóðanna á „grænu línunni“, sem skiptir eynni milli þjóðarbrotanna. Reuters Rólað í friði á Kýpur Sydney. AFP. | Ástralska lögreglan gerði í gær upptækar fimm milljónir e-taflna en um er að ræða heimsmet í þessum efnum, að því er talsmenn lögreglunnar héldu fram í gær. E- töflurnar voru faldar í flísasendingu frá Ítalíu og fundust í gámi í borg- inni Melbourne, farmurinn vó meira en eitt tonn. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið. „Þessi aðgerð kemur í veg fyrir að um það bil fimm milljónir e- taflna verði seldar á götunni og þetta er stærsti fundur þessarar tegundar í heiminum,“ sagði Chris Ellison, dómsmálaráðherra Ástral- íu. Sagði lögreglan að verðmæti eit- urlyfjanna væri meira en 250 millj- ónir dollara, rúmlega fimmtán millj- arðar ísl. króna. Áfram væri unnið að rannsókn málsins en talið er að alþjóðlegur glæpahringur tengist þessum smyglinnflutningi. Mike Phelan, talsmaður alríkis- lögreglunnar áströlsku, sagði að unnið hefði verið að rannsókn þessa máls síðan í janúar. Var fylgst með umræddum gámi, sem kom til Melbourne frá Ítalíu fyrr í vikunni, þar sem hann var afhentur í verk- smiðju í úthverfi borgarinnar á fimmtudag. Í kjölfarið hefðu tveir menn verið handteknir þar, er þeir gerðu sig líklega til að sækja eit- urlyfin. Húsrannsókn var svo gerð á nokkrum stöðum í Melbourne og tveir menn handteknir til viðbótar, að því er fram kom í yfirlýsingum lögreglunnar. Risavaxið eiturlyfja- smygl í Ástralíu Milljónir e-taflna gerðar upptækar VIÐBRÖGÐ við þeim yfirlýsingum Margrétar Danadrottningar, að nauðsynlegt sé að bregðast við ýmsum fylgifiskum íslamstrúar, hafa verið jákvæð hjá hófsömum múslímum í Danmörku. „Ég er sammála drottningu og hvet til þess, að trúfélögin talist við. Það er eina leiðin til að auka um- burðarlyndið,“ sagði klerkurinn Abdul Wahid Pedersen en hann er varaformaður íslamsk-kristinna stúdentasamtaka. Sagði frá þessu á fréttavef Jyllands-Posten í gær. Í nýútkominni bók um drottningu segir hún, að kannski sé eitthvað aðdáunarvert við fólk, sem gefur sig trúnni algerlega á vald, en um leið sé ofstækið, einn af fylgifiskum íslams, verulega óhugnanlegt. „Allar trúarhreyfingar hafa of- stækismenn innan sinna vébanda. Í Bandaríkjunum er nýbúið að kveða upp lífstíðardóm yfir ofstækis- fullum, kristnum hægrimanni, sem sprengdi upp fóstureyðingar- stöðvar. Í Ísrael vilja ofstækismenn sprengja upp helgidóma múslíma og í okkar hópi eru menn, sem fljúga á skýjakljúfa,“ sagði Ped- ersen og undir þetta tók einnig cand. polit. Zubair Butt Hussain, talsmaður íslamskra samtaka, sem beita sér fyrir aukinni umræðu og skilningi á milli trúarhópa. Ummælum drottningar vel tekið ALLT of mikið er um að læknar úrskurði fólk veikt, „útbrunnið“, þótt raunveru- lega ástæðan fyrir vandanum sé félagsleg, til dæmis erf- iðleikar í einkalífi eða starfi, að sögn Marcello Ferrada- Noli, sænsks geðlæknis og prófessors í heilsufræði í Gävle. Segir hann í viðtali við Aftonbladet, að um sé að ræða tískufyrirbæri. „Læknar ættu ekki að segja að fólk sé veikt þegar þeir eru ófærir um að greina sjúkdóminn,“ segir Ferrada- Noli og telur að hlaupin sé of- þensla í greiningar af þessu tagi. „Það hefur alltaf verið til fólk sem er ósátt við aðstæð- ur í vinnunni sinni en nú er búið að taka óánægjuna og gera hana að sjúkdómsgrein- ingu. Það er rangt.“ Aleksander Perkis, sem stundar rannsóknir á streitu í Stokkhólmi, stynur sjálfur þungan þegar hann heyrir ummæli Ferrada-Noli. „Ég og starfssystkin mín höfum meðhöndlað 700 sjúklinga á streitudeildinni á Karólínsku- stofnuninni. Hann [Ferrada- Noli] hefur ekki meðhöndlað neinn. Tíðni geðrænna sjúkdóma hefur tvöfaldast síðan á ní- unda áratugnum í vestrænum ríkjum. Hluti þeirra tengist streitu, þess vegna er meira um útbrunnið fólk,“ segir Perkis. Tíska að vera út- brunninn? London. AP. | Ákveðið hefur verið að skipta upp Rover-verksmiðjunum bresku og segja upp 5.000 starfs- mönnum þeirra. Síðan verður reynt að selja einstaka hluta framleiðsl- unnar. Ljóst var, að dagar Rover voru taldir þegar viðræður við SAIC, kín- verskar bílaverksmiðjur í ríkiseigu, fóru út um þúfur og talsmaður PricewaterhouseCoopers, sem fer með stjórn fyrirtækisins eftir að það sótti um greiðslustöðvun, segir, að útilokað sé að selja það sem eitt starfandi fyrirtæki. Sagði hann, að meira en 70 fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að kaupa hluta af fram- leiðslunni, til dæmis MG-línuna, en engar viðræður um það væru þó hafnar. Í síðustu viku var upplýst, að tap- ið á Rover væri á bilinu 2,4 til þrír milljarðar íslenskra króna á mánuði. Gjaldþrot Rover-verksmiðjanna er alvarlegt mál fyrir Tony Blair forsætisráðherra og Verkamanna- flokkinn rétt fyrir kosningar enda hætta á, að vegna þess missi allt að 24.000 manns atvinnuna. Í gær boð- aði Blair komu sína til Birmingham, þar sem verksmiðjurnar eru, til að kynna aðstoð ríkisstjórnarinnar við starfsmennina. Mun hún nema um 18 milljörðum íslenskra kr. Rover skipt upp og selt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.