Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í STEFNUSKRÁ framboðs Frjálslyndra og óháðra fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mest áhersla lögð á velferðarmál, en upp- hafsorð stefnuskrár framboðsins hljóðuðu þannig: „Framboð F-listans snýst um fólkið í borginni og vill sérstaklega sinna málefnum sjúkra, aldraðra, ör- yrkja og barnafjöl- skyldna. Tryggja þarf lægri þjónustugjöld og góða þjónustu fyrir þessa hópa.“ Tillögur um gjald- frjálsan leikskóla í Reykjavík falla því sér- lega vel að stefnu F-listans. Málefnin ráða Við Frjálslyndir í borgarstjórn höfum ekki verið á móti öllu sem meirihlutinn gerir, eins og virðist loða við hinn minnihlutaflokk- inn. Við studdum meðal annars hækkun útsvars í borginni, sem við töld- um óhjákvæmilegt til að mæta auknum kröf- um sem gerðar eru til grunnskólans. Við höfn- uðum hins vegar hækk- unum R-listans á fasteignagjöldum og á leikskólagjöldum barna náms- manna ásamt ýmsum öðrum gjald- skrárhækkunum, þ.á m. hjá Orku- veitu Reykjavíkur, sem bitna harðast á eldri borgurum og barn- mörgum fjölskyldum. F-listinn hefur einnig barist gegn áformum R- listans um niðurskurð á félagsstarfi aldraðra, sem gengur þvert á stefnu hans. F-listinn er eindregið á móti for- gangsröðun stjórnvalda í landinu í skattamálum, þar sem áhersla er lögð á lækkun gjalda á stóreignafólk og stórfyrirtæki en gjöld og álögur hækkuð á almenningi og barna- fjölskyldum, öldruðum og öryrkjum er ekki hlíft sem skyldi. Í samræmi við þetta flutti F-listinn þegar í byrj- un þessa kjörtímabils tillögu í borg- arstjórn Reykjavíkur, þar sem skor- að var á stjórnvöld að hækka skattleysismörk fremur en að lækka álögur á breiðustu bök- in í þjóðfélaginu. Ólíkt hafast menn að Í samræmi við áð- urnefndar áherslur flutti F-listinn tillögu í borgarstjórn Reykja- víkur haustið 2003 um lækkun fargjalda barna, unglinga, aldr- aðra og öryrkja hjá Strætó bs. og sl. haust flutti F-listinn tillögu um niðurfellingu strætófargjalda hjá þessum hópum. R-list- inn hefur hafnað báð- um tillögunum. Hér er um þýðing- armikið mál að ræða gagnvart fjölskyldum í borginni og í þeirri við- leitni að auka nýtingu almenningsamgangna til að draga úr yfirgengilegri notkun einkabíla með tilheyrandi sliti á götum borgarinnar ásamt mikilli mengun. Meðhöndlun R-listans á strætó- tillögu F-listans endurspeglar ekki aðeins slaka framgöngu R-listans í fjölskyldumálum heldur einnig í um- hverfis- og umferðarmálum, þar sem óásættanlega töf á mislægum gatna- mótun Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar ber hæst. Það síðast- nefnda minnir raunar á andstöðu eins fulltrúa R-listans í skipulags- og umferðarnefnd á sínum tíma við mis- læg gatnamót Skeiðarvogs og Miklu- brautar af „umhverfisástæðum“. Þar var algjörlega litið framhjá þeirri staðreynd að mislæg gatna- mót stórfækka slysum eins og sann- ast hefur á gatnamótum Miklubraut- ar og Skeiðarvogs. Fækkun slysa í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu er að mati F-listans eitt þýðingarmesta mál borgarsamfélagsins og sann- kallað umhverfismál. Lægri gjöld fyrir barnafjölskyldur Um árabil var gjaldtaka vegna heilbrigðisþjónustu sú sama hjá börnum og fullorðnum. Þetta breytt- ist til hins betra í heilbrigð- isráðherratíð Ingibjargar Pálma- dóttur þegar gjöld barna undir 18 ára aldri voru lækkuð til samræmis við gjöld aldraðra og öryrkja. Sú breyting var í samræmi við tillögur sem undirritaður hafði lagt fram árið 1991. Hún er enn í fullu gildi þrátt fyrir að í landinu sitji ríkisstjórn sem fyrst og fremst skarar eld að eigin köku og einkavina sinna. R-listinn í borgarstjórn hefur hins vegar endurtekið hnekkt samþykkt borgarstjórnar á tillögu undirritaðs frá árinu 1994 um lág strætófargjöld unglinga og hefur tvívegis tvöfaldað þau. Það verður væntanlega hlut- skipti F-listans að leiðrétta þessar hækkanir R-listans á strætófar- gjöldum eftir næstu borgarstjórn- arkosningar. Enginn þarf að velkjast í vafa um að F-listinn mun fylgja eftir stuðn- ingi sínum við gjaldfrjálsan leikskóla á næsta kjörtímabili í samræmi við áherslur hans í fjölskyldu- og vel- ferðarmálum. Lægri þjónustugjöld fyrir barnafjölskyldur Ólafur F. Magnússon fjallar um málefni á stefnuskrá F-listans Ólafur F. Magnússon ’Tillögur umgjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík falla sérlega vel að stefnu F-list- ans.‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. BJÖRN Bjarnason hefur nú lagt Össuri lið í baráttunni við Ingibjörgu Sólrúnu og umræðustjórnmálin, en þeir félagar úr Þingvallanefnd virðast báðir andvígir því hug- taki. Í pistli á netsíðu sinni amast Björn við því að Morgunblaðið segi fréttir af Ingi- björgu Sólrúnu en vitnar stórhrifinn í skammargrein um hana í DV eftir stuðn- ingsmann Össurar, Pál Baldvin Baldvins- son. Össur er skemmtilegur maður og drengur góður og hann er afar mik- ilvægur fyrir Samfylk- inguna. En Björn Bjarnason styður hann. Sjálfur styð ég hins vegar Ingibjörgu Sól- rúnu. Það er erfitt að þurfa að gera upp á milli tveggja góðra kosta en við megum heldur ekki vera of skelfingu lostin yfir því að þetta fólk bjóði sig fram. Ég lít svo á að þótt ég þiggi krafta Ingibjargar Sólrúnar til for- ystu sé ég ekki að afþakka krafta Össurar og ég ætlast til þess að þau vinni áfram saman eftir formanns- kjörið. Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu til formanns af sömu ástæðum og Björn Bjarnason gerir það ekki: ég held að hún sé líkleg til að breyta valdahlutföllum í land- inu en líka sjálfri um- gengninni við vald. Ég held að hún óttist völdin ekki um of eins og vill loða við vinstri menn og hafi ekki of mikla nautn af þeim heldur. Mér finnst hún ekki líkleg til ofstopa af því tagi sem við höfum séð að und- anförnu hjá ráðamönn- um. Ég held hún láti ekki dynti ráða för. Mig grunar að fleiri en ég hafi fengið sig fullsadda af því gerræðisfulla strákaklíkuræði sem einkennir landstjórnina um þessar mundir. Og loks langar mig í mikilli vinsemd að biðja Einar Karl Haraldsson og aðra gamla félaga Össurar að láta ekki gamla ósiði frá Þjóðvilj- anum ná tökum á sér. Tilraunir þeirra til að varpa rýrð á störf Ingi- bjargar Sólrúnar eru hálfleiðinlegar og ekki líklegar til að til að afla Össuri Skarphéðinssyni stuðnings annarra en kannski Björns Bjarnasonar – sem studdi hann fyrir. Björn Bjarnason styður Össur Guðmundur Andri Thorsson fjallar um formannskosningar í Samfylkingunni ’Ég lít svo á aðþótt ég þiggi krafta Ingi- bjargar Sól- rúnar til forystu sé ég ekki að af- þakka krafta Össurar og ég ætlast til þess að þau vinni áfram saman eftir for- mannskjörið.‘ Höfundur er rithöfundur og kjósandi. Guðmundur Andri Thorsson Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar LÓÐASKORTUR í borginni hefur leitt til þess að lóðaverðið á Norð- lingaholti hefur hækkað gríðarlega með öllum þeim alvar- legu afleiðingum sem það hefur í för með sér. Í nóvember árið 2001 var kynnt niðurstaða dómnefndar um rammaskipulag að nýju byggingarlandi borgarinnar í suð- urhlíðum Úlfarsfells, Höllum og Hamra- hlíðalöndum. Sam- kvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að þar rísi blönduð íbúðar- og athafnabyggð með um 20 þúsund íbúum þegar svæðið verður full- byggt. Yfirlýsingar um lóðaúthlutun Í viðtali við frétta- mann ríkissjónvarpsins hinn 8. nóvember árið 2001 svaraði þáverandi formaður skipulags- og byggingarnefndar og núverandi borgarstjóri, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, þeirri spurn- ingu fréttamannsins hvenær yrði byrjað að vinna þarna eða byggja, með eftirfar- andi hætti: „Við ætlum að úthluta á næsta ári (þ.e. árið 2002 fyrir kosningar) og byggingarhæfar lóðir verða þá væntanlega tilbúnar eftir tvö ár.“ Þetta loforð hefur enn ekki verið efnt, nú þremur árum síðar. Þessi yf- irlýsing um lóðamál í Reykjavík er einkennandi fyrir svo margar aðrar yfirlýsingar borgarfulltrúa R-listans um lóðamál í borginni, ýmist mark- lausar eða beinlínis rangar. Til dæmis hafa nokkrir borgarfulltrúar R-list- ans fullyrt nýlega í vandræðagangi sínum um lóðaskortinn í Reykjavík að aldrei fyrr í sögu Reykjavíkur hafi verið úthlutað jafn mörgum lóðum fyrir íbúðarbyggð eins og á síðasta ári. Þetta er rangt. Á árunum 1983 og 1984, þegar íbúar borgarinnar voru u.þ.b. 25 þúsund færri en í dag, var úthlutað fleiri lóðum árlega fyrir íbúðarbyggð en á síðasta ári. Hvers vegna var ekki úthlutað? En hvers vegna var ekki úthlutað lóðum í Úlfarsfelli árið 2002 eins og fullyrt var að gert yrði? Er skýr- ingin e.t.v. sú að hinn 13. febrúar árið 2002 var undirritaður samningur milli byggingarfyr- irtækisins Rauðhóls ehf. og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Norðlingaholti og segir m.a. í 13.gr.: „Þegar nið- urstaða útboðs á bygg- ingarrétti í hverjum áfanga liggur fyrir skulu samningsaðilar meta hvort ástæða sé til að hafna tilboðum eða fresta viðkomandi áfanga eða hluta hans, s.s. ef mikið lóðafram- boð leiðir til þess að ekki náist fram ásættanlegt verð, eða ef eftirspurn eftir lóðum í viðkomandi áfanga er ekki nægj- anleg.“ Þessi setning í sam- komulaginu hvetur síð- ur en svo til þess að borgin auki lóðaframboð á byggingarlóðum. Þvert á móti má fullyrða að hún hafi leitt til þess að borgin hafi takmark- að lóðaframboðið. Þann- ig er meðvitað stuðlað að því að hækka lóða- verð í borginni. Alvarlegar afleiðingar lóðaskortsins Lóðaskortur í borginni hefur leitt til þess að lóðaverðið á Norðlingaholti hefur hækkað gríðarlega með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur í för með sér, hærra söluverði íbúða og stórhækkandi fast- eignagjöldum. Ljóst er að R-listinn hefur hvorki getu né vilja til að auka lóðaframboðið, sem er mikilvæg for- senda þess að lækka húsnæðis- kostnað í borginni. Að búa til lóðaskort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um lóðamál í höfuðborginni ’Lóðaskortur íborginni hefur leitt til þess að lóðaverðið á Norðlingaholti hefur hækkað gríðarlega með öllum þeim al- varlegu afleið- ingum sem það hefur í för með sér …‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ FYRIR örstuttu var hringt í mig frá stuðningsmannaskrifstofu Össurar Skarphéðinssonar, vildi viðmælandi minn senda mér und- irskriftarblað til stuðnings Öss- uri. Ég tjáði manninum að Samfylking- armaður væri ég ekki og yrði aldrei og því hefði það enga þýðingu. Hann kvaðst geta skráð mig í flokkinn og svo út úr honum aftur, en fyrir svoleiðis leikaraskap þvertók ég, enda álít ég að menn eigi að kom- ast áfram af eigin verðleikum. Eins veit ég að hringt hefur verið í fjölda vinnufélaga minna með ná- kvæmlega það sama. Síðan kemur flokkurinn með það í útvarpi, að Sjálfstæðisflokkur sé að afla Össuri fylgis. Ekki fæ ég séð hvaða hag Sjálfstæðisflokkur hefði af því, held bara að Samfylk- ing sé orðin hrædd um klofning og vanti blóraböggul, þegar púðurt- unnan springur. Tel frekar að Samfylkingin ætti að líta sér nær áður en hún fellir dóma um vinnu- brögð annarra. Enda gömul sann- indi og ný að auðveldara sé að sjá flísina í auga bróðurins en bjálk- ann í eigin. Forustan er fráleitt sling furðulegt er svoddan þing. Á fullum dampi fer í hring fráleitt vitkast Samfylking. GUNNAR THORSTEINSSON, strætisvagnastjóri. Slagur ársins Frá Gunnari Thorsteinssyni Gunnar Thorsteinsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.