Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem efnt er til galasýningar á 83 ára gamalli kvikmynd. Það gerðist samt í einu glæsilegasta kvikmyndahúsi í Evrópu, Tuschinski Theatre í Amst- erdam, á þriðjudaginn var þegar sýnd var endurbætt útgáfa af merki- legri mynd með Rudolph Valentino og Gloriu Swanson sem heitir Beyond the Rocks. Mynd sem ekki er einasta merkileg fyrir þær sakir að hún er sú eina sem skartar saman tveimur af glæsilegustu og vinsæl- ustu kvikmyndastjörnum sögunnar heldur einnig vegna þess að í heil 80 ár var myndin talin með öllu glötuð og gleymd líkt og svo margar mynd- ir sem gerðar voru á 3. áratug síð- ustu aldar. Allt síðan þessi dularfulla mynd fannst fyrir rúmu ári hefur mikil spenna ríkt í kringum hana meðal kvikmyndasagnfræðinga og annarra unnenda sígildra kvik- mynda en áður var vart vitað um til- vist hennar. Myndin verður einnig sýnd í Cannes í maí og gefin út á mynddiski síðar á árinu. Eins og svo oft var það fyrir ein- skæra tilviljun sem hið dýrmæta eintak af myndinni komst í leitirnar. Það var árið 2000, þegar hollenska kvikmyndasafnið fékk afhent safn 87 ára gamals manns, sem reyndist standa saman af 2 þúsund ryðguðum filmudósum. Fljótlega eftir að farið var að kanna hvaða myndefni væri þar á ferð fundu safnverður út að þarna væru m.a. tvær filmur sem innihéldu hluta úr umræddri mynd. Og næstum þremur árum síðar, þeg- ar rannsókn á hinum mikla safni stóð enn yfir, kom restin af mynd- inni í leitirnar. Og af umsögnum bíógesta í Amst- erdam að dæma er myndin verulega rómantísk og full dulúðar, rétt eins og dulúðin sem einkennt hefur þenn- an fundna fjársjóð. Talið er að ein- ungis um 20% af þeim myndum sem gerðar voru á fyrstu 30 árum kvik- myndanna hafi varðveist. Nánast eina manneskjan sem virt- ist hafa vitneskju um Beyond The Rocks, var Gloria Swanson sem hafði rætt um hana opinberlega sem stórkostlega mynd og að mjög gam- an hefði verið fyrir sig, þá 25 ára gamla leikkonuna, að leika á móti hjartaknúsaranum Valentino sem var 27 ára. Bæði voru meðal skær- ustu stjarna upphafsára kvik- myndanna en henni skaut á ný uppá stjörnuhimininn er hún lék löngu síðar gömlu kvikmyndadívuna Normu Desmond í kvikmynd Billy Wilders Sunset Boulevard. Og þegar hún er nú loksins komin undir smásjá gagnrýnenda samtím- ans kemur í ljós mynd sem seint mun teljast til meistaraverka bíó- sögunnar. Hún er byggð á met- sölubók eftir Elinor Glyn og er býsna dæmigerð rómantísk saga af enskri blómarós sem giftist til fjár og stéttar sér eldri manni en er samt ástfangin af lávarðinum Bracondal, sem Valentino leikur. Ekki er vitað nákvæmlega um hvaða útgáfu myndarinnar er að ræða en Swanson hefur sagt frá því að tvær útgáfur hafi verið gerðar, ein fyrir N-Ameríku og önnur fyrir Evrópu, þar sem ástríðan og inni- leikinn milli þeirra Valentinos var hafður meiri. Kvikmyndir | Falinn 83 ára gamall fjársjóður er kominn í leitirnar Eina myndin með Swanson og Valentino saman Gloria Swanson og Rudolph Valentino í Beyond The Rocks. Rudolph Valentino er almennt álit- inn einhver mesti hjartaknúsari kvikmyndasögunnar en nú er í bí- gerð mynd um ævi hans með Heath Ledge í aðalhlutverki. Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. Ó.H.T Rás 2 Beyond the Sea kl.5.30 - 8 -10.30 Napoleon Dynamite kl. 2 - 6- 8 -10 The Mother kl. 4 Omagh Spurt & Svarað kl. 8 9 Songs Spurt & Svarað kl. 10,30 b.i. 16 La Sierra kl. 2 The Education of Shelby Knox kl. 4 The Motorcycle Diaries kl. 5,30 Uno kl. 2 Englar Alheimsins kl. 3,40 Monster Thorsdag kl. 5,50 Garden State kl. 8 b.i. 16 Vera Drake kl. 10,05 Million Dollar Baby kl. 5,30 b.i. 14 Life and Death of Peter Sellers kl. 8 og 10.30 Ævintýri hafa tekið nýja stefnu. TOPPMYNDIN Í USA i t ri f te i j stef . I Í Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Frábær lifandi tónlist með Franz Ferdinand, Primal Scream, Elbow, Dandy Warhols o.fl. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Ein besta mynd ársins eftir Kevin Spacey sem hlaut Golden Globe tilnefningu fyrir frammistöðu sína í hlutverki Bobby Darin. Spurt og svarað með Michael Gallagher kl. 20.00. Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins.Geoffrey Rush sem besti leikari. S.K. DV Spurt og svarað með Kieran O'Brien kl. 22.30. Aftur vegna fjölda áskorana. Myndin var kosin vinsælasta myndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Frábær tónlist. i i i l i i í i i. li . Grípandi sannsöguleg mynd eftir höfunda Bloody Sunday. ÁTÖKIN í japönsku súmó- glímunni eru á köflum rosa- leg, eins og sést á þessari mynd. Þar sést glímukapp- inn Tosanoumi í lausu lofti, eftir vel heppnað bragð Kakizoes. Tosanoumi og Kakizoe tóku þátt í keppni í Yasukuni-helgidómnum í Tókýó í gær. Í lausu lofti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.