Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 29 MINNSTAÐUR LEGÓDAGAR 25% AFSLÁTTUR GILDIR TIL 20. APRÍL APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri Selfoss | Sveitarfélagið Árborg undirbýr mikla uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á Selfossi og er í viðræðum við fjárfesta um bygg- ingu fjölnota íþróttahúss með knattspyrnuvelli og hlaupabraut- um ásamt inni- og útisundlaug sem fyrsta skref í þessari upp- byggingu. Húsið verður við Eyr- arveg, í nágrenni flugvallarins. Reiknað er með að í framtíðinni verði einnig byggð upp frekari aðstaða, svo sem til aksturs- íþrótta. Gangi áætlanir eftir verð- ur nýja húsið opnað 2. apríl 2006. „Það er horft til framtíðar með þessum áætlunum. Það verður þarna sameiginlegur miðkjarni með búningsaðstöðu sem mun nýtast af fjölnotahúsinu og sund- laugunum. Svo er hægt að spinna framhaldið áfram, svo sem með vatna- og fjölskyldugarði, aðstöðu fyrir akstursíþróttir og fleira. Þetta hús mun leysa mikla þörf hjá íþróttahreyfingunni og fjölga þeim tímum sem íþróttagreinar hafa aðgang að í íþróttahúsunum á Selfossi,“ sagði Þorvaldur Guð- mundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, en hann vildi ekki gefa upp hver einkaaðilinn væri sem rætt væri við en kvaðst vonast til að endanlegir samningar næðust fljótlega. Hugmyndin að upp- byggingunni gengur út á það að stofnað verði hlutafélag um þessa uppbyggingu í Árborg og að sveitarfélagið eigi hlut í því ásamt þeim einkaaðila sem um ræðir. Gert er ráð fyrir að sveit- arfélagið leigi tíma í húsinu fyrir íþróttastarfsemina í sveitarfé- laginu en hlutafélagið muni ann- ast rekstur hússins. Hið nýja fé- lag mun síðan markaðssetja húsið fyrir ýmsa aðra starfsemi, svo sem tónleika, sýningar og hvað- eina sem mögulegt er á mark- aðnum. Forsvarsmenn sveitarfélagsins kynntu þessi áform sín á fundi með forystumönnum úr íþrótta- hreyfingunni á Selfossi á fimmtu- dagskvöld. Fyrirhugað var að byggja upp gervigrasvöll á þessu ári en uppbyggingu á íþrótta- vallasvæðinu á Selfossi verður slegið á frest. „Við erum að fara í þetta núna þar sem aðstæður hafa breyst varðandi lánakjör og það er hagstætt að gera þetta núna. Við viljum því reyna þetta til þrautar og nýta það tækifæri sem gefst,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði einnig að sveitarfé- lagið hefði fyrir nokkru kynnt slíkar hugmyndir fyrir nágranna- sveitarfélögunum og nokkur þeirra verið jákvæð. Sveitarfélagið Árborg stefnir að byggingu knattspyrnuhallar á Selfossi Viðræður við fjárfesta um uppbygginguna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hér mun það rísa Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, Gylfi Þorkelsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og Grímur Hergeirs- son, verkefnisstjóri íþróttamála, standa á þeim stað þar sem nýja íþrótta- höllin mun rísa við Eyraveg sunnan Hagalands í nágrenni flugvallarins. Eftir Sigurð Jónsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þorlákshöfn | Bæjarráð Ölfuss átel- ur harðlega þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við ákvarðanir um fjárveitingar til Suðurstrandarvegar og telur þau algjörlega óviðunandi. Bæjarráð skorar því á forsætisráð- herra og utanríkisráðherra og þing- menn kjördæmisins að standa við gefin fyrirheit um lagningu Suður- strandarvegar. Ályktunin var gerð í framhaldi af kynningu á samgönguáætlun 2005 til 2008 þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til Suðurstrandarvegar. Rifjað er upp að með kjördæma- breytingu og þar með tilkomu Suð- urkjördæmis boðuðu þingmenn og ráðherrar að vegur sem tengdi kjördæmin á Reykjanesi og Suður- landi saman kæmi með suðurströnd- inni. Vegurinn hafi farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og hönnun hans hafin. Jafnframt hafi fé verið veitt til hans á undanförnum árum. Þá er rifjað upp að í átaki ríkis- stjórnar Íslands til atvinnusköpunar sem kynnt var fyrri hluta vetrar 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Halldóri Ás- grímssyni, þáverandi utanríkisráð- herra, var gert ráð fyrir fjárveiting- um til Suðurstrandarvegar sem dugað hefði til lagningar meginhluta vegarins. Eftir alþingiskosningarnar sama ár var stór hluti fjárveitingar- innar dreginn til baka. Skora á ráðherrana að efna loforðin Flóinn | Kjötmjölsverksmiðjan í Hraun- gerðishreppi hætti í gær móttöku á slát- urúrgangi og slökkt verður á henni í dag þegar úrvinnslu er lokið. Framkvæmda- stjórinn segir að verksmiðjan verði seld til niðurrifs. Kjötmjöl ehf. tekur á móti slátur- og kjöt- úrgangi frá sláturhúsum og kjötvinnslum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, alls um 6 þúsund tonnum á ári. Í upphafi var fram- leiddur áburður úr þessu hráefni en fyrir tveimur árum var sala þess bönnuð vegna dýrasjúkdóma, meðal annars vegna þess að riða kom upp í Ölfusi. Við það brast rekstr- argrundvöllur verksmiðjunnar endanlega. Áfram var haldið að taka á móti úrgangi, hann hitameðhöndlaður og síðan fargað. Torfi Áskelsson framkvæmdastjóri segir að áhugi hafi verið á því að breyta verksmiðj- unni í eyðingarstöð en til að standa undir kostnaðinum af því hafi verið nauðsynlegt að leggja úrvinnslugjald á sláturafurðir. Stjórnvöld hafi virst skilja mikilvægi þess en ekkert orðið úr framkvæmd. KB banki eignaðist verksmiðuna á nauð- ungaruppboði fyrir ári og hefur rekið hana með tapi síðan út á loforð um að rekstur hennar yrði tryggður en hefur nú gefist upp á biðinni, að sögn Torfa. Starfsfólkið er að ljúka við að vinna uppsagnarfrestinn og verksmiðjan verður seld til niðurrifs á næstu mánuðum. Torfi bindur enn vonir við að stjórnvöld taki við sér en segir að það muni taka tíma að þjálfa upp starfsfólk til að gangsetja stöðina á nýjan leik. Kjötmjöl hættir vinnslu í dag Verksmiðjan verður seld til niðurrifs Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Torfi Áskelsson framkvæmdastjóri. Selfoss | Karlakór Selfoss er að ljúka sínu fertugasta starfsári. Samkvæmt venju heldur kórinn ár- lega vortónleika að kvöldi sum- ardagsins fyrsta, 21. apríl, kl. 20.30 í Selfosskirkju. Sérstaklega er vandað til efnisskrár tónleikanna í tilefni af fjörutíu ára afmæli kórs- ins. Í vetur hafa rúmlega fimmtíu söngmenn æft með kórnum, að sögn Valdimars Bragasonar, for- manns karlakórsins. Á söngskránni eru mörg þekkt karlakórslög og einnig ný verk. Má þar nefna að sá góðkunni lagahöfundur og kór- stjórnandi Björgvin Þ. Valdimars- son hefur samið nýtt lag við texta Hjartar Þórarinssonar, Heimabær- inn minn, sem þeir félagar afhentu karlakórnum í tilefni afmælisins. „Annars má segja að söngskráin spanni 40 ára sögu Karlakórs Sel- foss, þannig að í fyrri hlutanum sé horft til baka og sungin lög sem kórinn hefur flutt áður en seinni hlutinn einkennist af lögum sem kórinn hefur ekki flutt fyrr,“ sagði Valdimar Bragason. Kórinn er einn af máttarstólpum í menningarlífinu á Selfossi og í Árnessýslu. Sungið í Ými Auk þess að halda tónleika á Sel- fossi syngur Karlakórinn einnig í Tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð í Reykjavík sunnudaginn 24. apríl kl. 20 og Selfosskirkju mið- vikudaginn 27. apríl kl. 20.30. Loka- tónleikarnir verða svo í Félags- heimilinu á Flúðum laugardaginn 30. apríl kl. 21. Gestakór á þeim tónleikum verður Karlakór Hreppamanna og dansleikur verð- ur að loknum tónleikum eins og venja er á hverju ári. Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson sem syngur ein- söng með kórnum og gefur tónleik- unum með því sérstakt yfirbragð. Undirleikari kórsins er Julian Edward Isaaks. Í vor fara svo karlakórsfélagar í hljóðver og ljúka við að taka upp efni fyrir geisla- plötu sem gefin verður út í tilefni 40 ára afmælis kórsins. Í lok júlí held- ur kórinn til Vesturheims og mun syngja bæði í Kanada og Banda- ríkjunum. Karlakór Selfoss heldur afmælistónleika og gefur út geisladisk Söngskráin spannar 40 ára sögu kórsins Stórafmæli Karlakór Selfoss stillir sér upp á bökkum Ölfusár ásamt stjórnanda og undirleikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.