Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Morgunblaðið/Heiða AÐALBJÖRG Arna G. Smáradóttir, tvítug Akureyrar- mær, var kjörin ungfrú Norðurland 2005 en keppnin fór fram í Sjallanum um síðustu helgi. Hún var jafnframt valin vinsælasta stúlkan. Bryndís Björk Barkardóttir hafnaði í öðru sæti og Íris Hulda Stefánsdóttir í því þriðja og hún var einnig valin Netstúlka Sjallans. Þær eru einnig frá Akureyri. Lilja Guðmundsdóttir var valin ljósmyndafyrirsætan en hún er frá Kópaskeri. Alls tóku þrettán stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni. Á mynd- inni eru stúlkurnar þrjár sem urðu í efstu sætunum í keppninni f.v. Bryndís Björk Barkardóttir, Aðalbjörg Arna G. Smáradóttir og Íris Hulda Stefánsdóttir. Aðalbjörg Arna ungfrú Norðurland „ÞETTA eru ákveðin tímamót fyrir okkur,“sagði Erling Þór Júlínussson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyr- ar, þegar skrifað var undir samning vegna verktöku Slökkviliðs Akureyr- ar á þjónustuborðum Neyðarlínunn- ar. Tvær starfsstöðvar eru því nú í landinu fyrir neyðarnúmerið 112. Ný varastöð fyrir Almannavarnir, Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar var opnuð á Lögreglu- stöðinni á Akureyri síðastliðið haust, en um er að ræða stjórnstöð sem þjónar landinu öllu. Stjórnstöðin mun einnig verða varastöð fyrir vaktstöð siglinga og stjórnstöð leitar og björg- unar auk þess að vera stjórnstöð al- mannavarnanefndar Eyjafjarðar. Þórhallur Ólafsson framkvæmda- stjóri Neyðarlínunnar sagði að búið væri að þjálfa mannskap til sem nú hefði góða yfirsýn yfir verkefnið og verið væri að leggja lokahönd á að koma endanlegum tækjabúnaði upp á stöðinni. „Þessi stöð getur starfað fullkomlega sjálfstætt,“ sagði Þór- hallur og kvaðst ánægður með að samningar hefðu tekist, enda hefði þetta verið sér draumaverkefni. Erling Þór sagði sagði væntingar manna nyrðra hvað þetta verkefni varðar hafa gengið eftir, nú þegar ak- ureyrskir slökkviliðsmenn myndu starfa á þjónustuborðum Neyðarlín- unnar, hann sagði þá metnaðarfulla og hefðu mikinn vilja til að ná árangri í starfi. Þá væri það ánægjuleg viðbót við starfsemi slökkviliðsins að sinna þessu verkefni og styrkur fyrir liðið. Slökkvilið Akureyrar mannar þjónustuborð Neyðarlínunnar Starfsstöð fyrir 112 staðsett nyrðra Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Samningur Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, skrifuðu undir samning vegna verktöku Slökkviliðs Akureyrar á þjónustuborðum Neyðarlínunnar. Baldvin sýnir á Karólínu | Baldvin Ringsted opnar myndlist- arsýningu á Café Karólínu á morgun, laugardaginn 16. apríl, kl. 14. Þetta er fjórða einkasýning Baldvins en hann hefur einnig tek- ið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýningunni mun Baldvin sýna nýj- ar lágmyndir, unnar í vax og olíu. Hann vinnur gjarnan með hljóð og hefur gert teikningar af þekktum íslenskum lögum og yfirfært nokk- ur fjöll í hljóð. Einnig er enn hægt að ná sýningu Baldvins í Kunst- raum Wohnraum, Ásabyggð 2. Vík | Miklar framkvæmdir standa nú yfir við lagfæringar á íþrótta- vellinum í Vík í Mýrdal og umhverfi hans. Þar verður unglingalandsmót UMFÍ haldið um verslunarmanna- helgina. Hreppsnefnd hefur nú ákveðið að leggja gerviefni á hring- brautina á vellinum og verður þá komin úrvalsaðstaða til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Verið er að ýta upp jarðvegs- mönum í kringum völlinn og þegar gras verður komið í moldina verður þar ágætis áhorfendasvæði. Unnið er við að undirbúa gerð hlaupa- brauta og ganga frá keppnissvæði á íþróttavellinum sjálfum. Þá er unn- ið að því að laga aðkomu að vell- inum, íþróttahúsinu og sundlaug- inni og gera bílastæði fyrir íþróttasvæðið í heild. „Hluti af þessum framkvæmdum er lokafrá- gangur við byggingu sundlaugar en unglingalandsmótið ýtir vissulega á okkur um að gera þetta núna. Síðan bætast við framkvæmdir á sjálfum vellinum,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Kostar 40 til 50 milljónir Kostnaður við framkvæmdirnar á þessu ári verður á bilinu 40 til 50 milljónir kr., að sögn Sveins. Ríkið leggur fram um 10 milljónir kr. af því. Hönnunin er miðuð við að lögð sé 100 metra hlaupabraut með tart- anyfirlagi á átta brautum, auk kast- og stökksvæða. Sú hugmynd hefur verið til athugunar að stíga skrefið til fulls og hafa allan hlaupahring- inn, sem er 400 metra langur með fjórum brautum, lagðan með gúmmíyfirlagi. Hreppsnefndin hef- ur nú ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd sem kostar 7 til 8 millj- ónir kr. til viðbótar. Leitað hefur verið eftir framlögum frá styrkt- araðilum til að létta sveitarstjóði verkið. Sveinn segir að það hafi freistað manna mjög að gera þetta allt í einu og búa þannig til full- komna frjálsíþróttaaðstöðu. Ljóst er að vinna þarf hratt að undirbún- ingi viðbótarinnar því verktakar við yfirlagninguna eru væntanlegir í júnímánuði. Framkvæmdin gengur mjög vel, að sögn Sveins. Verktakafyr- irtækið Framrás hefur að mestu ýtt upp jarðvegsmönunum og skipt um jarðveg undir 100 metra braut- inni. Segir Sveinn að allt verði tilbúið í tíma fyrir unglingalands- mótið um verslunarmannahelgina. Von er á 7 til 10 þúsund gestum á það. Bara skemmtilegt Mótshaldið er mikið verkefni fyrir lítið héraðssamband eins og Ungmennasamband Vestur- Skaftafellssýslu en Sveinn segir að Ungmennafélag Íslands sé bak- hjarlinn og hafi orðið mikla reynslu af framkvæmd slíkra móta. Sveit- arfélagið leggur til mannvirkin. „Þetta er bara skemmtilegt og er farið að hafa góð áhrif á sam- félagið. Hér hefur verið lægð en ég finn að bjartsýni er að aukast. Von- andi leiðir þetta til þess að hús- byggingar hefjist á ný og mér sýn- ist að það geti verið innan seiling- ar,“ segir Sveinn Pálsson. Ákveðið að ljúka gerð frjálsíþróttavallar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Íþróttasvæði Íþróttavöllurinn í Vík í Mýrdal er að taka á sig mynd. Búið er að afmarka hann frá umhverfinu með jarðvegsmön og þar verða áhorfendasvæðin á unglingalandsmótinu í ágúst. Tartanyfirlag verður á hlaupahringnum. Miklar framkvæmdir í Vík í Mýrdal vegna unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is KIRKJULISTAVIKA verður sett í níunda sinn í Akureyr- arkirkju á morgun, sunnudag- inn 17. apríl. Barnakór Akureyrarkirkju, Krakkakór Akureyrarkirkju, Kammerkór Biskupstungna og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja við fjölskylduguðsþjón- ustu og lokahátíð sunnudaga- skólans. Hrefna Harðardóttir opnar sýningu í kapellu kirkjunnar kl. 12 en þar sýnir hún leir- plötur. Sýningin verður opin kl. 9–12 og 13–17 og í tengslum við viðburði Kirkju- listaviku. Kórtónleikar verða svo kl. 16. Stúlknakór Akureyr- arkirkju og Kammerkór Bisk- upstungna flytja m.a. Gloríu eftir A. Vivaldi. Stjórnendur eru Ey- þór Ingi Jónsson og Hilmar Örn Agnarsson en einsöngv- arar þær Þóra Ingvarsdóttir sópran, Erla Ruth Möller sópran og Guðrún Birna Jóns- dóttir alt. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á orgel. Kirkjulistavika LANDIÐ Kauptilboð | Um 10 kauptilboð bárust í eignarhluta ríkissjóðs í húseigninni að Glerárgötu 36, þar sem Háskólinn á Akureyri og fleiri stofnanir voru áður til húsa. Það eru Ríkiskaup sem sjá um söluna en þar fékkst aðeins gefið upp hæsta verð í eignina en það átti Kaupfélag Eyfirðinga og hljóðaði upp á rúma 101 milljón króna. Eignarhluti ríkisins er samtals 1.609 fermetrar á fjórum hæðum. Fasteignamat eignarhlutans er tæpar 138 milljónir króna og brunabótamat um 280 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.