Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 25
Akureyri | Nemendur í 3. U í Menntaskólanum á Akureyri fóru heldur fyrr á ról en venjulega einn daginn í vik- unni og komu sér fyrir með blað og blýant við grunnskóla bæjarins og við bæjarmörkin. Tilgangurinn var að gera könnun á ferðamáta þeirra sem sækja skóla og vinnu daglega til Akureyrar og stóð hún yfir í eina klukkustund, frá kl. 7.15 til 8.15. Markmið könnunarinnar var að áætla heildar CO2-losun við akstur barna í skólann og í vinnu langt að. Börn sem voru keyrð í skólann komu á 324 bílum og þar af voru 95 bílar með fleiri en eitt barn í bíl. Inn í þessar tölur vantar þó Síðuskóla. Þeir sem komu til vinnu inn í bæinn voru tæp- lega 400. Morgunblaðið/Kristján María Björk Björgvinsdóttir, nemandi í MA, með blað og penna við Glerárskóla. Mörgum ekið í skólann Ferðamáti Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fréttaritarar Morgunblaðsins á lands- byggðinni stofnuðu félagið Okkar menn fyrir tuttugu árum. „Mér datt í hug hvort það væri ekki þess virði að stofna einhvers konar félag til að efla innbyrðis samband fréttaritaranna og ekki síður að efla blað- ið,“ sagði Helgi Kristjánsson, fréttaritari í Ólafsvík og hugmyndasmiðurinn á bak við stofnun Okkar manna, í samtali við und- irritaðan fyrir áratug, þegar félagið fagnaði tíu ára afmæli. Í skammdeginu veturinn 1984–85 hringdi Helgi í Úlfar Ágústsson á Ísafirði og nefndi þá hugmynd að stofna samtök fréttaritara Morgunblaðsins. „Ég hafði mikinn áhuga á þessu starfi. Samstarfið við blaðið var alltaf lifandi og gott og ég kom við í Aðalstrætinu í hvert skipti sem ég fór suður og hitti þá blaðamennina og fréttastjórana. Ég hugs- aði einnig stundum til annarra fréttaritara sem voru í raun starfsfélagar mínir. Ég sá nöfn þeirra undir fréttum í blaðinu, fylgdist með því sem þeir voru að gera en hitti þá sjaldan. Mig langaði að gera þetta samband lifandi og sjá framan í fréttaritarana. Morgunblaðið hefur verið vinur manns til margra ára og það vakti ekki síst fyrir mér að efla það,“ sagði Helgi.    Félagið var stofnað 12. apríl 1985 og hef- ur starfað síðan að ýmsum áhugamálum fréttaritaranna, meðal annars að nám- skeiðahaldi fyrir félagsmenn. Aðalfundir eru annað hvert ár og sá ellefti er einmitt í dag. Úlfar og Helgi voru kosnir í fyrstu stjórn félagsins ásamt Ólafi Guðmundssyni á Egilsstöðum. Sigurður Jónsson á Selfossi tók síðar við formennsku af Úlfari, þá Grímur Gíslason í Vestmannaeyjum og Gunnlaugur Árnason í Stykkishólmi er nú- verandi formaður félagsins.    Hlutverk fréttaritaranna hefur breyst á þessum tíma og breytist stöðugt. Þannig hefur blaðið sett upp tvær starfsstöðvar á landsbyggðinni, fyrst á Akureyri og síðan á Egilsstöðum. Þá hafa breytingar í upplýs- ingatækninni með Netinu og upplýs- ingaflæði á því og tilkoma stafrænnar ljós- myndatækni breytt aðstöðu og hlutverki fréttaritaranna. Enn gegna þó fréttarit- ararnir úti á landi veigamiklu hlutverki í þeim öfluga fréttaflutningi af landsbyggð- inni sem Morgunblaðið er vettvangur fyrir og sést meðal annars á daglegum síðum í blaðinu. Úr bæjarlífinu LANDSBYGGÐIN eftir Helga Bjarnason Kvennakór Suð-urnesja heldurtónleika annað kvöld, sunnudag, í Lista- safni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík. Dagskráin er frekar á léttu nótunum, eins og á tónleikum sem kórinn hélt í Sandgerði um síðustu helgi. Þema tónleikanna er söngleikir og verða ein- göngu sungin lög úr þekktum sönleikjum. Á fyrri hluta tónleikanna eru á efnisskránni íslensk dægurlög og þjóðlög og ítölsk sönglög. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleikari á píanó Geirþrúður Fanney Boga- dóttir. Miðar á tónleikana eru seldir við innganginn. Kvennakór Búðardalur | Foreldra- félag Grunnskólans í Búð- ardal gaf skólanum staf- ræna upptökuvél með tilheyrandi búnaði. Það er von félagsins að þetta eigi að glæða áhuga og vinnu nemenda í stutt- myndagerð og nýtist nemendum og kennurum skólans í að mynda hina ýmsu atburði skólastarfs- ins. Nemendaráð skólans veitti gjöfinni viðtöku, en það skipa Anna Pálína, Jóhanna Lind, Erla Dögg, Jón Gunnar og Benedikt Frímann. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdótt Skólinn fær staf- ræna upptökuvél Umræðan um þing-víti er ekki nýeins og sést á vísu Bjarna Ásgeirssonar al- þingismanns sem hann orti sumarið 1942. Til- efnið var að Emil Jóns- son, þáverandi forseti neðri deildar Alþingis, vítti nýkjörinn þingmann, Áka Jakobsson, sem var að halda jómfrúræðu sína. Rægimála rýkur haf, rastir hvítar brýtur. Reiðiskálum Emils af Áka-víti flýtur. Jón Ingvar Jónsson orti eftir að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúð- vík Bergvinsson, þing- mann Samfylkingarinnar. Og engu líkara en hafinn væri kappleikur: Vítaspyrnur á sig ær fær urmull kratatitta. Upp í hornin hamrar þær Halldór vítaskytta. Af vítum pebl@mbl.is Kópavogur | Fókus, félag áhugaljós- myndara, er með ljósmyndasýningu í Fífunni í Kópavogi um helgina, í tengslum við sýninguna Sumarið 2005. Átján félagar sýna myndir sem tengjast sumrinu. Fókusfélagar hafa haldið allmargar ljósmyndasýningar á síðustu árum. Þeir hafa sýnt í listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði, Ráðhúsi Reykjavíkur og Kringlunni, meðal annars í tengslum við vetrarhátíð og menningarnótt í Reykja- vík. Þetta er í annað sinn sem sýnt er í samstarfi við sumarsýninguna í Fífunni. Átján Fókusfélagar eiga myndir á sýningunni í Fífunni. Arnar Már Hall, Ásdís Jónsdóttir, Claudia Schenk, Hart- vig Ingólfsson, Haukur Gunnarsson, Heiða Helgadóttir, Helgi Bjarnason, Hjalti G. Hjartarson, Markus Rennen, Ólafur Haraldsson, Páll Guðjónsson, Páll Pétursson, Pálmi Guðmundsson, Rafn Sigurbjörnsson, Ragnar Magnús- son, Sigurjón Bláfeld, Sæþór L. Jónsson og Þorsteinn Ásgeirsson. Sýningunni Sumarið 2005 lýkur annað kvöld. Fókus sýnir sumarmyndir Ljósmynd/Sæþór L. Jónsson Búðardalur | Hjarðarholtsprestakall og Hvammsprestakall í Dölum hafa verið sameinuð. Séra Ingiberg Hannesson pró- fastur lætur af störfum vegna aldurs, en hann gegnir engu að síður prestsembætti við fjórar sóknir út maí og heldur þessar vikurnar fermingar- og kveðjumessur fyrir söfnuð sinn. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Hjarðarholtsprestakalli, mun taka við hans prestaköllum, og mun þjóna í alls átta prestaköllum eða öllum nema einu, en það er Staðarhólsprestakall, fer það undir Reykhólaprestakall. Prestaköll sameinuð ♦♦♦ Grímsey | Þeir eru bjartir bræðurnir Bjarni og Svafar Gylfasynir sem sækja grásleppu þessa vertíðina í Grímsey á Konráð EA 90 ásamt tveimur bátum öðrum, Hafdísi og Kristínu. Bræðurnir sögðu veðráttuna hafa verið óhagstæða fyrir veiðarnar, aflabrögð verið nokkuð góð þegar gefið hefur. Grásleppan er öll komin upp á grunnslóð til hrygningar og því nauðsynlegt að veður sé gott til að net skemmist ekki. Verð á grásleppu er enn óráðið en heyrst hefur að greiddar séu 50 þúsund krónur fyrir tunnu, sem er 25 þúsund krónum minna en í fyrra. Grásleppuvertíðin stendur yfir frá 30. mars til 28. maí. Bjarni og Svafar sögðu að tveir skötuselir hefðu komið í netin, sem er mjög óalgengt hér norðanlands, og segja hlýnandi sjó skýr- inguna. „Allt veltur á veðrinu; ef það er gott er veiðin góð og menn bjart- sýnir,“ sagði Svafar Gylfason að lokum. Morgunblaðið/Helga Mattína Bræðurnir Bjarni, til vinstri, og Svafar Gylfasynir og á milli þeirra stendur Sæmundur Ólason, skipstjóri á Kristínu. Allt veltur á veðrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.