Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 25

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 25
Akureyri | Nemendur í 3. U í Menntaskólanum á Akureyri fóru heldur fyrr á ról en venjulega einn daginn í vik- unni og komu sér fyrir með blað og blýant við grunnskóla bæjarins og við bæjarmörkin. Tilgangurinn var að gera könnun á ferðamáta þeirra sem sækja skóla og vinnu daglega til Akureyrar og stóð hún yfir í eina klukkustund, frá kl. 7.15 til 8.15. Markmið könnunarinnar var að áætla heildar CO2-losun við akstur barna í skólann og í vinnu langt að. Börn sem voru keyrð í skólann komu á 324 bílum og þar af voru 95 bílar með fleiri en eitt barn í bíl. Inn í þessar tölur vantar þó Síðuskóla. Þeir sem komu til vinnu inn í bæinn voru tæp- lega 400. Morgunblaðið/Kristján María Björk Björgvinsdóttir, nemandi í MA, með blað og penna við Glerárskóla. Mörgum ekið í skólann Ferðamáti Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fréttaritarar Morgunblaðsins á lands- byggðinni stofnuðu félagið Okkar menn fyrir tuttugu árum. „Mér datt í hug hvort það væri ekki þess virði að stofna einhvers konar félag til að efla innbyrðis samband fréttaritaranna og ekki síður að efla blað- ið,“ sagði Helgi Kristjánsson, fréttaritari í Ólafsvík og hugmyndasmiðurinn á bak við stofnun Okkar manna, í samtali við und- irritaðan fyrir áratug, þegar félagið fagnaði tíu ára afmæli. Í skammdeginu veturinn 1984–85 hringdi Helgi í Úlfar Ágústsson á Ísafirði og nefndi þá hugmynd að stofna samtök fréttaritara Morgunblaðsins. „Ég hafði mikinn áhuga á þessu starfi. Samstarfið við blaðið var alltaf lifandi og gott og ég kom við í Aðalstrætinu í hvert skipti sem ég fór suður og hitti þá blaðamennina og fréttastjórana. Ég hugs- aði einnig stundum til annarra fréttaritara sem voru í raun starfsfélagar mínir. Ég sá nöfn þeirra undir fréttum í blaðinu, fylgdist með því sem þeir voru að gera en hitti þá sjaldan. Mig langaði að gera þetta samband lifandi og sjá framan í fréttaritarana. Morgunblaðið hefur verið vinur manns til margra ára og það vakti ekki síst fyrir mér að efla það,“ sagði Helgi.    Félagið var stofnað 12. apríl 1985 og hef- ur starfað síðan að ýmsum áhugamálum fréttaritaranna, meðal annars að nám- skeiðahaldi fyrir félagsmenn. Aðalfundir eru annað hvert ár og sá ellefti er einmitt í dag. Úlfar og Helgi voru kosnir í fyrstu stjórn félagsins ásamt Ólafi Guðmundssyni á Egilsstöðum. Sigurður Jónsson á Selfossi tók síðar við formennsku af Úlfari, þá Grímur Gíslason í Vestmannaeyjum og Gunnlaugur Árnason í Stykkishólmi er nú- verandi formaður félagsins.    Hlutverk fréttaritaranna hefur breyst á þessum tíma og breytist stöðugt. Þannig hefur blaðið sett upp tvær starfsstöðvar á landsbyggðinni, fyrst á Akureyri og síðan á Egilsstöðum. Þá hafa breytingar í upplýs- ingatækninni með Netinu og upplýs- ingaflæði á því og tilkoma stafrænnar ljós- myndatækni breytt aðstöðu og hlutverki fréttaritaranna. Enn gegna þó fréttarit- ararnir úti á landi veigamiklu hlutverki í þeim öfluga fréttaflutningi af landsbyggð- inni sem Morgunblaðið er vettvangur fyrir og sést meðal annars á daglegum síðum í blaðinu. Úr bæjarlífinu LANDSBYGGÐIN eftir Helga Bjarnason Kvennakór Suð-urnesja heldurtónleika annað kvöld, sunnudag, í Lista- safni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík. Dagskráin er frekar á léttu nótunum, eins og á tónleikum sem kórinn hélt í Sandgerði um síðustu helgi. Þema tónleikanna er söngleikir og verða ein- göngu sungin lög úr þekktum sönleikjum. Á fyrri hluta tónleikanna eru á efnisskránni íslensk dægurlög og þjóðlög og ítölsk sönglög. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleikari á píanó Geirþrúður Fanney Boga- dóttir. Miðar á tónleikana eru seldir við innganginn. Kvennakór Búðardalur | Foreldra- félag Grunnskólans í Búð- ardal gaf skólanum staf- ræna upptökuvél með tilheyrandi búnaði. Það er von félagsins að þetta eigi að glæða áhuga og vinnu nemenda í stutt- myndagerð og nýtist nemendum og kennurum skólans í að mynda hina ýmsu atburði skólastarfs- ins. Nemendaráð skólans veitti gjöfinni viðtöku, en það skipa Anna Pálína, Jóhanna Lind, Erla Dögg, Jón Gunnar og Benedikt Frímann. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdótt Skólinn fær staf- ræna upptökuvél Umræðan um þing-víti er ekki nýeins og sést á vísu Bjarna Ásgeirssonar al- þingismanns sem hann orti sumarið 1942. Til- efnið var að Emil Jóns- son, þáverandi forseti neðri deildar Alþingis, vítti nýkjörinn þingmann, Áka Jakobsson, sem var að halda jómfrúræðu sína. Rægimála rýkur haf, rastir hvítar brýtur. Reiðiskálum Emils af Áka-víti flýtur. Jón Ingvar Jónsson orti eftir að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúð- vík Bergvinsson, þing- mann Samfylkingarinnar. Og engu líkara en hafinn væri kappleikur: Vítaspyrnur á sig ær fær urmull kratatitta. Upp í hornin hamrar þær Halldór vítaskytta. Af vítum pebl@mbl.is Kópavogur | Fókus, félag áhugaljós- myndara, er með ljósmyndasýningu í Fífunni í Kópavogi um helgina, í tengslum við sýninguna Sumarið 2005. Átján félagar sýna myndir sem tengjast sumrinu. Fókusfélagar hafa haldið allmargar ljósmyndasýningar á síðustu árum. Þeir hafa sýnt í listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði, Ráðhúsi Reykjavíkur og Kringlunni, meðal annars í tengslum við vetrarhátíð og menningarnótt í Reykja- vík. Þetta er í annað sinn sem sýnt er í samstarfi við sumarsýninguna í Fífunni. Átján Fókusfélagar eiga myndir á sýningunni í Fífunni. Arnar Már Hall, Ásdís Jónsdóttir, Claudia Schenk, Hart- vig Ingólfsson, Haukur Gunnarsson, Heiða Helgadóttir, Helgi Bjarnason, Hjalti G. Hjartarson, Markus Rennen, Ólafur Haraldsson, Páll Guðjónsson, Páll Pétursson, Pálmi Guðmundsson, Rafn Sigurbjörnsson, Ragnar Magnús- son, Sigurjón Bláfeld, Sæþór L. Jónsson og Þorsteinn Ásgeirsson. Sýningunni Sumarið 2005 lýkur annað kvöld. Fókus sýnir sumarmyndir Ljósmynd/Sæþór L. Jónsson Búðardalur | Hjarðarholtsprestakall og Hvammsprestakall í Dölum hafa verið sameinuð. Séra Ingiberg Hannesson pró- fastur lætur af störfum vegna aldurs, en hann gegnir engu að síður prestsembætti við fjórar sóknir út maí og heldur þessar vikurnar fermingar- og kveðjumessur fyrir söfnuð sinn. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Hjarðarholtsprestakalli, mun taka við hans prestaköllum, og mun þjóna í alls átta prestaköllum eða öllum nema einu, en það er Staðarhólsprestakall, fer það undir Reykhólaprestakall. Prestaköll sameinuð ♦♦♦ Grímsey | Þeir eru bjartir bræðurnir Bjarni og Svafar Gylfasynir sem sækja grásleppu þessa vertíðina í Grímsey á Konráð EA 90 ásamt tveimur bátum öðrum, Hafdísi og Kristínu. Bræðurnir sögðu veðráttuna hafa verið óhagstæða fyrir veiðarnar, aflabrögð verið nokkuð góð þegar gefið hefur. Grásleppan er öll komin upp á grunnslóð til hrygningar og því nauðsynlegt að veður sé gott til að net skemmist ekki. Verð á grásleppu er enn óráðið en heyrst hefur að greiddar séu 50 þúsund krónur fyrir tunnu, sem er 25 þúsund krónum minna en í fyrra. Grásleppuvertíðin stendur yfir frá 30. mars til 28. maí. Bjarni og Svafar sögðu að tveir skötuselir hefðu komið í netin, sem er mjög óalgengt hér norðanlands, og segja hlýnandi sjó skýr- inguna. „Allt veltur á veðrinu; ef það er gott er veiðin góð og menn bjart- sýnir,“ sagði Svafar Gylfason að lokum. Morgunblaðið/Helga Mattína Bræðurnir Bjarni, til vinstri, og Svafar Gylfasynir og á milli þeirra stendur Sæmundur Ólason, skipstjóri á Kristínu. Allt veltur á veðrinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.