Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ K ieran O’Brien virkar á mann sem þessi dæmigerði breski „lad“ – „gaur“. Sjálfsöryggið uppmálað, með höfuðið hátt, þótt ekki sé beint hár í loftinu. Honum liggur líka hátt rómur sem eflaust er afleiðing tíðra pöbbaferða, eins og breskra gaura er siður. En hann er kurteis, opinn og viðkunnanlegur í meira lagi, brosir breitt og mikið, tekur öllum spurningum fagnandi og af áhuga. Virðist þríf- ast á slíkum áskorunum, horfast beint í augu við þær – án þess að depla auga. Og hann segist hvorki hafa deplað né hikað þegar Michael Winterbottom bað hann um að leika í hispurslausri sambandsstúdíu, þar sem leitast yrði við að lýsa ástarsambandi tveggja ungra einstaklinga svo til alfarið í gegnum lík- amlegt samband þeirra – mynd sem síðar fékk nafnið 9 Songs og var frumsýnd á Kvik- myndahátíð Íslands í gær. Hann tók að sér ann- að aðalhlutverkið án þess svo mikið sem hugsa sig um. Jafnvel þótt hann vissi að hann þyrfti að afhjúpa sitt allra heilagasta og ganga lengra en aðrir leikarar af hans virðingarstiga hafa áður þurft að ganga þegar að bólförunum kæmi. Ástæðuna segir hann einfalda og byggjast fyrst og síðast á trausti. Hann treysti Winterbottom í einu og öllu til að vinna úr hverjum þeim efnivið sem hann taki sér fyrir hendur af heilindum og listrænu innsæi. Vinurinn Winterbottom „Maðurinn er algjör snillingur; ofvirkasti, vinnusamasti, snjallasti og hugrakkasti kvik- myndagerðarmaður í heimi. Og ekki ætla ég að fara að segja nei við slíka menn. Kemur ekki til greina. Auk þess erum við mestu mátar – og kunnum því hreint ekki illa að fá okkur eina kollu eða tvær saman.“ Og ekki getur blaðamaður annað en tekið undir þessar innblásnu fullyrðingar um Winter- bottom því fáir hafa verið að gera meira spenn- andi myndir síðasta hálfan annan áratuginn. Hann er lúsiðinn, sífellt leitandi, ævintýragjarn og fundvís í meira lagi á áhugaverð viðfangsefni. Nærtækast er að benda á nokkrar mynda hans því til stuðnings; 24 Hour Party People, In This World, Welcome to Sarajevo og Jude. Gerólíkar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera gerðar af heilindum og listrænu innsæi, svo gripið sé til orða O’Briens. Og hann ætti líka að vita það, þekkja sinn mann, enda hafa þeir Winterbottom þekkst í ein 13 ár eða síðan Winterbottom leikstýrði O’Brien í fyrsta sinn í upphafsþáttunum Cracker- þáttaraðarinnar mögnuðu en þar lék O’Brien son höfuðpersónunnar, sálfræðingsins drykk- fellda, sem leikinn var af Robbie Coltrane. Og allt síðan þá segist O’Brien hafa, án þess beint að vita hvers vegna, valið sér erfið hlutverk. Og erfitt hafi það verið hlutverkið í 9 Songs, það viðurkennir hann fúslega. „Þótt ég virðist vera öruggur með mig, týpan sem er til í allt, þá tók þetta vissulega á, bæði andlega og líkamlega, í þá fimm mánuði sem tökur stóðu yfir.“ Aðspurður segist O’Brien ekki hafa glóru um það hvers vegna Winterbottom vildi fá hann til að leika aðalhlutverkið í myndinni: „Ég hef oft spurt hann og það eina sem hann hefur svarað er að honum hafi fundist ég ákjós- anlegasti kosturinn og góður leikari, en hvort það er eina ástæðan veit ég ekki,“ segir O’Brien og glottir. „En ætli það hafi ekki verið vegna þess að þeir þekktu mig og vissu hvar þeir hefðu mig. Vissu að ég væri náungi sem gæti höndlað svona mynd, bæði andlega og líkamlega – og þegar ég segi líkamlega þá er ég ekki að ýja að því sem þú heldur örugglega [og blaðamaður gerði]. Líkamsburðum og hæfni í bólinu. Hreint ekki, þeir vissu bara að ef ég segði já, þá myndi ég hella mér af heilum hug út í verkið, eins og ég alltaf geri.“ Hann var ráðin á undan hinni bandarísku Margot Stilley og segist ekki hafa haft neitt um valið á henni að segja. Þau fengu þrjá daga til að kynnast áður en tökur hófust og það sem meira er þá notað Winterbottom hluta af því í mynd- ina, lokaatriði myndarinnar. „Michael kallar það æfingaratriðið en ég kalla það atriðið sem hann þurfti ekki að borga okkur fyrir,“ sem honum finnst meiriháttar. „En við tókum smátörn saman í að ræða um hvað málið ætti að snúast, svo allir yrðu örugg- lega með það á hreinu áður en við skelltum okk- ur upp í.“ Fordómar fjölmiðla Fjölmiðlar í Bretlandi, einkum þó gula press- an, hafa velt sér mjög upp úr myndinni, ráðist að Winterbottom og aðalleikurunum og sakað þau um að hafa búið til klám. O’Brien segist vissulega hafa búist við því fyrir fram að mynd- in ætti eftir að gera usla en þó samt ekki að skilningsleysið og fordómarnir yrðu svona mikl- ir. „Í sannleika sagt þá er ég orðinn hundleiður á því að þurfa stöðugt að verja myndina, enda trúi ég því í einlægni að hún hafi ekki að geyma neitt sem þarf að verja. Ég hef reynt að halda mig svolítið utan við siðferðisumræðuna, einfaldlega vegna þess að mér finnst ekkert þurfa að ræða. Þetta er ástarsaga og ástarsaga er ekki klám. Þeir sem hafa haft hvað hæst, hafa hellt sér yfir okkur með mestu látunum, eru hvort eð er í miklum meirihluta þeir sem ekki hafa séð myndina og vita ekki hvað þeir eru að tala um. Slíkt kallast víst fordómar.“ O’Brien sagðist vonast til að 9 Songs verði tekið vel hér á landi, umræðan fari ekki út í ein- hverja „klámvitleysu“ og að hún verði ekki bönnuð. Ekki frekar en í öðrum Evrópulöndum þar sem hún hefur hlotið náð fyrir augum kvik- myndaskoðenda á þeim forsendum að þeim þyki hún ekki innihalda klám, tilgangurinn sé ekki sá að koma áhorfendum til. „Það er líka rétt, þetta er alls engin klám- mynd, og megininntak myndarinnar er ekki einu sinni kynlífið heldur mun saklausara en það. Megininntakið er heilbrigt ástarsamband tveggja einstaklinga sem njóta þess láns að fá að njóta ástar hvors annars. Það er ekkert klám í því fólgið heldur er þvert á móti ekkert fal- legra og náttúrulegra.“ En verður hann samt ekkert nett spældur þegar kvikmyndaskoðanir úrskurða að myndin falli ekki undir klám af þeirri ástæðu að hún sé ekki erótísk eða örvandi. Spældur yfir því að vera ekki meira sexí en það. „Jú, en sjáðu til. Það var ekki ásetningurinn að sýna nekt og kynlífssenur í því eina skyni að koma áhorfendum til. En ég er samt viss um að einhverjir eigi nú eftir að næla sér í hana þegar hún kemur út á mynddiski, klæða sig upp í leð- urdressið og fá heilmikið út úr henni. En það var samt aldrei það sem vakti fyrir Michael. Sumir æsast yfir henni, aðrir ekki.“ Fjör á Fróni Kieran O’Brien er skemmtilegur náungi. Hann kom til landsins seint á fimmtudags- kvöldið, sagði þetta eitt af höfuðhlunnindum starfsins, að vera boðið til áhugaverðra landa og fylgja eftir myndum sínum. Sat fyrir svörum í fullum sal í Háskólabíói að lokinni frumsýningu myndarinnar í gærkvöldi og gat vart beðið eftir því að komast út á lífið, enda segist hann hafa heyrt vel látið af næturlífi Reykjavíkurborgar – en ekki hvað? Hann heldur stuðinu áfram í dag, fleiri spurningar úr sal, meira djamm og svo hverfur hann af landi brott á morgun. „Þetta er mögnuð hátíð sýnist mér, uppfull af frábærum myndum. Mig er strax farið að langa að koma aftur á næsta ári, draga Michael með mér með næstu mynd okkar [búningadrama með Steve Coogan í aðalhlutverki sem heitir A Cock and Bull Story] og stoppa lengur. Skál! (í kolsýrðu íslensku bergvatni).“ Kvikmyndir | Kieran O’Brien leikur aðalhlutverkið í hinni umdeildu kvikmynd 9 Songs Ástarsaga er ekki klám Morgunblaðið/Árni Sæberg Kieran O’Brien er 32 ára gamall gaur frá Rochdale í Englandi og mun næst sjást í fótbolta- myndinni Goal! sem nú er verið að gera í Hollywood. Umdeildasta mynd Bret- lands síðustu árin, 9 Songs, var frumsýnd hér á landi í gær að viðstöddum aðalleik- aranum Kieran O’Brien. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hann um hug- rekki, traust og fordóma- fulla klámumræðu. skarpi@mbl.is KVIKMYNDIN Fallið (Der Unter- gang) hefur vakið mikla athygli í heimalandinu Þýskalandi og víðar, en þar er brugðið upp áleitinni mynd af síðustu dögum Adolfs Hitlers og sjálfsmorði hans, rétt fyrir fall Þriðja ríksins í lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Handritið er byggt á tveimur meginheimildum, sagnfræðiriti eftir Joachim Fest og endurminningabók- inni Til hinstu stundar, sem skrifuð er (ásamt Melissu Müller) af fyrrum einkaritara Hitlers, Traudl Junge, en sjónarhorn ritarans er notað sem nokkurs konar grunnrammi utan um frásögnina. Junge dvaldi í neðanjarð- arbyrginu í Berlín með Hitler, Evu Braun, Göbbels-fjölskyldunni og fleira fólki úr þjónustuliði eða æðstu stjórn Þriðja ríksins fram til hinstu stundar og skrifaði um reynslu sína löngu síðar. Leikstjórinn Oliver Hirschbiegel (Das Experiment) hefur ekki kastað til höndum við gerð þessarar myndar. Eftir stuttan formála sem lýsir því er vongóður ritarinn sækir um starf hjá foringjanum árið 1942 er horfið niður í spennuþrungið og vitfirrt andrúms- loft síðustu stundanna fyrir fall Berl- ínar í apríl 1945 og áhorfandanum ekki sleppt þaðan aftur fyrr en allt er yfirstaðið og síðasti maður hefur mætt örlögum sínum, hvort sem um er að ræða aftöku, sjálfsmorð, flótta eða fangelsun. Þannig er myndin rúmur tveir og hálfur tími að lengd, sem gefur leikstjóranum nægan tíma til að byggja upp andrúmsloftið og fylgja ferlinu eftir skref fyrir skref, í gegnum viðbrögð fjölmargra þeirra persóna sem voru í innstra hringnum í kringum Hitler þegar Þýskaland var að tapa stríðinu og veldi og framtíð- aráætlanir Hilters að hrynja. Bruno Ganz er einkar sterkur í hlutverki Hitlers, hann hefur vand- lega tileinkað sér raddbeitingu og lát- æði fyrirmyndarinnar og er allt að því ankannalegt að fylgjast með um- skiptum hans frá túlkun þess hátt- prúða mikilmennis sem Hitler er í augum fylgismanna sinna til hat- ramms vitfirrings sem fær hörðustu SS-foringja til þess að skjálfa á bein- unum. Hér speglast hann ekki síst í aðdáendum sínum og þjónum sem fylgdust með honum fram til loka og er það snjöll leið til þess að gera við- fangsefninu skil. Með því að láta sög- una og sjónarhornið flakka milli margra persóna gefst rúm fyrir vangaveltur um „ráðgátuna Hitler“, þessa táknmynd hreinnar illsku, sem engu að síður náði bróðurparti þýsku þjóðarinnar á sitt band. Myndin sem varpað er fram er því allt að því flökt- andi, og má segja að kvikmyndin reyni ekki um of að festa niður heild- stæða túlkun á Hitler. Þannig er horft á Hitler í gegnum augu þeirra sem dýrkuðu og óttuðust hann, og þeirra sem sáu sín eigin endalok í hans enda- lokum, og um leið skipbrot þess hug- myndakerfis sem þeir höfðu fylgt að máli, jafnvel afhjúpun eigin hræsni, eða sjálfslygi. Í þessu ljósi má skoða framsetningu hinna meðseku nasista sem koma við sögu í myndinni, allt frá Göbbels-hjónunum til herlæknisins Ernst-Günter Schenk, eins þeirra sem neita að hlýða skipunum Hitlers um að virða hagsmuni saklausra borg- arbúa að vettugi. Göbbels-hjónin birt- ast sem hrein skrímsli, og helgast sú tilfinning fremur af blindri og kald- ranalegri fylgni þeirra við leiðtogann og hugarheim hans en hefðbundnum illmenniseinkennum. Eitt óhugnan- legasta atriði myndarinnar lýsir því handtak fyrir handtak er þau eitra fyrir börnum sínum, sem þau vilja heldur að deyi en alist upp í heimi sem rændur hefur verið „hugsjónum“ Þriðja ríksins. Aðrir SS-menn bregð- ast við á ólíkan hátt, og er þar með leitast við að sýna þessa sam- verkamenn Hitlers, ekki sem einhliða illmenni, heldur sem menn sem fylgja ákveðnum gildiskerfum og bregðast við hinum sífellt örvæntingarfyllri að- stæðum í Berlín á ólíkan máta. Nokkrar þessara persóna fara þó full- langt í þá átt að verða staðlaðar kvik- myndahetjur, og sama er að segja um einkaritarann Traudl Junge sem gerð er að hlutlausri persónu, sem í með- förum fríðrar leikkonu fær það hlut- verk að vera dálítið augnkonfekt fyrir myndavélina í gráu neðanjarðarbyrg- inu. Sjónarhornið í myndinni er þó reglulega sprengt út fyrir „stofu- dramað“ í neðanjarðarbyrgi Hitlers og sjónum beint að deyjandi og örviln- uðum borgurunum í brennandi borg- inni. Þessi þáttur myndarinnar gefur henni áhrifamátt og dramatískan kraft sem reynt er að forðast í fram- setningunni á dauða Hitlers sjálfs. Og vitneskjan um að fleiri mannslífum sé fórnað með hverri mínútu sem Hitler neitar að gefast upp tvinnar þessi tvö svið myndarinnar saman á sterkan máta. Fallið er djörf og áhrifarík kvik- mynd, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki síður um lok tíma- bils og niðurlægingu þjóðar en enda- lok Adolfs Hilters. Í Fallinu er fylgst með umskiptum Hitlers „frá túlkun þess háttprúða mikil- mennis sem Hitler er í augum fylgismanna sinna, til hatramms vitfirrings sem fær hörðustu SS-foringja til þess að skjálfa á beinunum“. Myndin af Hitler Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn – IIFF Leikstjórn: Oliver Hirschbiegel. Aðal- hlutverk: Bruno Ganz, Alexandra Maria Lara, Juliane Köhler, Christian Berkel, Corinna Harfouch, Ulrich Matthes. Þýskaland/Ítalía/Austurríki, 155 mín. Fallið / Der Untergang (Downfall) 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.