Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að skipti miklu máli fyrir Mary Robinson að geta bent á þá staðreynd að á Íslandi hefði kona, Vigdís Finnbogadóttir, verið forseti frá 1980 er hún hóf baráttu sína fyrir því að verða kjör- in forseti Írlands 1990. Vigdís hefði gefið henni trúverðugleika sem for- setaframbjóðandi og áhrifin hefðu m.a. verið þau, að brátt hafi kona gegnt embætti forseta Írlands í 21 ár samfleytt; en sem kunnugt er tók Mary McAleese við af Robinson 1997 og var nýverið kjörin til ann- ars sjö ára kjörtímabils. Mary Robinson flutti erindi í Há- skólabíói í gær á tveggja daga ráð- stefnu sem haldin var í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finn- bogadóttur. Robinson var forseti Írlands 1990–1997 og mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna 1998–2003. Hún vottaði Vigdísi virðingu sína í upphafi erindis síns og rifjaði í kjölfarið upp opinbera heimsókn Vigdísar til Írlands og samstarf þeirra á vettvangi sam- taka sem konur, sem verið hefðu þjóðhöfðingjar eða áhrifakonur í stjórnmálum, hefðu sett á lagg- irnar. Vigdís var fyrsti formaður þeirra en Robinson er hins vegar sjálf nú í forsvari þeirra. Og Robinson rifjaði líka upp op- inbera heimsókn sína til Íslands í maí 1996. „Þetta var mjög eft- irminnileg för því okkur gafst tæki- færi til að skoða hluta af ykkar fal- lega landi.“ Sagði hún að það hefði verið al- veg sérstakur heiður að fá að gróð- ursetja tré í Vinaskógi. Mannréttindi hafa ekki sömu merkingu í hugum allra Robinson hrósaði Vigdísi fyrir að hafa sett menningu og tungumál í forgrunn í störfum sínum. Lýsti hún því sjónarmiði að það tungumál sem menn notuðu, þau orð sem þeir veldu til að lýsa hlutunum, skipti oft sköpum. Þessu hefði hún áttað sig á strax í upphafi forsetaferils síns á Írlandi. Sagðist Robinson hafa lagt sérstaka áherslu á að skapa symbólísk hughrif með orða- vali sínu. Hún hefði t.d. lýst því yfir kvöldið góða fyrir fimmtán árum, er búið var að telja upp úr köss- unum í írsku forsetakosningunum, að hún hygðist „kveikja ljós í glugga forsetahallarinnar til minn- ingar um alla þá Íra sem neyðst hefðu til að flytjast á brott til ann- arra landa“. Sagði hún að þetta orðaval sitt hefði haft mun meiri og langvinnari áhrif en hana gat grunað. Á heim- sóknum hennar til annarra landa, einkum þar sem stór hópur fólks af írsku bergi brotið býr, hefði henni hvarvetna verið tekið vel. Fólk hefði sagt við hana, „við vitum að þú hefur kveikt ljós í glugganum og viljum að þú vitir að það skiptir okkur máli“. Með þessu hefði hún náð að skapa samhljóm og samkennd með- al alls þess fólks sem teldi sig til- heyra stórfjölskyldunni írsku. „Ég lærði líka þegar ég varð mannréttindafulltrúi SÞ hversu miklu máli tungumálið skipti, að orðið mannréttindi hefur ekki sömu merkingu í hugum allra,“ sagði Robinson síðan. Fyrir suma snerust mannréttindi um pólitísk og borg- araleg réttindi, réttinn til að iðka trú, frelsi frá ofsóknum o.s.frv.; fyr- ir aðra skiptu efnahagsleg- og menningarleg réttindi meira máli. Var hún þar að vísa t.d. til landa eins og Kína. Hún hafi komist á þá skoðun að leiða þyrfti saman ólík sjónarmið með því að hverfa aftur til þeirrar grundvallarhugsunar sem fælist í mannréttinda- yfirlýsingunni; að allir menn eigi að fá að njóta allra mannréttinda. Harmar tungumálið sem notað var í kjölfar 11. september Robinson gerði hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 að umtalsefni en þær áttu sér stað á meðan hún gegndi starfi mannréttindafulltrúa SÞ. Hún sagðist hafa barist fyrir því, en mis- tekist að ná sínu fram, að hugtakið „glæpur gegn mannkyni“ yrði notað um árásirnar. Að rætt yrði um hryðjuverkamennina sem „hræði- lega glæpamenn“ sem öllum bæri að stuðla að að yrðu leiddir fyrir lög og rétt. „Tungumálið, orðalagið, sem strax varð ofan á var hins vegar allt annars eðlis. Stríð og hryðjuverk voru inntak þess.“ Robinson sagði að eftir að hafa nú um nokkurt skeið verið búsett í Bandaríkjunum áttaði hún sig betur á því hversu mikið áfall árásirnar voru fyrir Bandaríkjamenn. „Það skýrir hvers vegna tungumál stríðs- ins festist í sessi. Það var ráðist á okkur, við eigum í stríði, hugsaði fólk.“ Sagði Robinson að afleiðing þessa atburðar væri sú að mann- kynið væri illa klofið og að dregið hefði úr virðingu fyrir mannrétt- indum. Eftir að Robinson lét af embætti mannréttindafulltrúa SÞ 2003 lang- aði hana til að vinna áfram að fram- gangi siðferðilegra sjónarmiða, mannréttinda, á tímum hnattvæð- ingar. Fer hún nú fyrir samtökum er nefnast „Realizing Rights: Eth- ical Globalization Initiative“ sem aðsetur hafa í New York. Gerði hún grein fyrir áherslum þessara sam- taka í erindi sínu í gær en þar er einkum horft á þrjá þætti: viðskipti og þróunarmál, heilbrigðismál og búferlaflutninga (e. migration). Falla undir þessa flokka ýmis helstu hagsmunamál þróunarlanda og fátækari íbúa heimsins; Rob- inson ræddi m.a. mikilvægi þess að þróunarríkin fengju aðgang að mörkuðum í Evrópu og Bandaríkj- unum en væru ekki tolluð upp í topp. Fyrir þessi ríki væri um lífs- spursmál að ræða, rétt fólksins þar til að lifa sómasamlegu lífi. Hún sagði að hvað heilbrigðismálin varð- aði beindu samtökin einkum sjónum sínum að heilbrigði kvenna og benti Robinson á að hlutfall kvenna með- al HIV-smitaðra í Afríkulöndum sunnan Sahara væri meira en 60%. Hvað búferlaflutninga varðaði þá vildu samtökin vekja athygli á því að á sama tíma og vörur og við- skipti hefðu verið gefin frjáls, þá hefðu ýmsar hömlur verið settar við tækifærum fólks til að flytja annað og skapa sér betra líf. „Búferla- flutningar eru hin mannlega birt- ingarmynd hnattvæðingarinnar. Við verðum að stjórna þeim, en við þurfum að gera það með þeim hætti að við viðurkennum að allir sem leggja land undir fót njóta grund- vallar mannréttinda,“ sagði hún. Robinson sagði það ánægjuefni hversu margir hefðu látið fé af hendi rakna, eða reitt aðra aðstoð af hendi, til fórnarlamba flóðbylgj- unnar í Asíu nýverið. Þriðjungur heimila í Bandaríkjunum hefði til að mynda látið eitthvað af hendi rakna. Þetta sýndi að framlag allra skipti máli og að allir gætu beitt sér til góðs og séð það bera árangur. Hitt væri staðreynd að 30.000 börn dæju á degi hverjum í heiminum sem ekki þyrftu að deyja, úr hungri eða af völdum farsótta. „Spurningin er hvers vegna við gerum ekki eitt- hvað í því. Hvers vegna beinum við ekki orku okkar þannig að við þessu sé hægt að bregðast?“ sagði Mary Robinson. Morgunblaðið/Kristinn „Orðið mannréttindi hefur ekki sömu merkingu í hugum allra,“ sagði Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, m.a. í fyrirlestri sínum í Háskólabíói. Orðin sem við notum skipta afar miklu máli  Meira á mbl.is/itarefni david@mbl.is Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, flutti í gær erindi á ráð- stefnu sem haldin var í Reykjavík í tilefni 75 ára afmælis Vigdísar Finn- bogadóttur. Davíð Logi Sigurðsson fór og hlýddi á mál hennar. PÓST- og fjarskiptastofnun hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. „Landssíma Íslands hf. ber að afgreiða þær beiðnir sem sendar voru heildsölu fyr- irtækisins þann 14. og 16. des- ember 2004, og varða flutning á fyrrum viðskiptavinum Marg- miðlunar hf, úr ADSL þjónustu hjá Landssíma Íslands hf. yfir í ADSL þjónustu hjá Og fjar- skiptum hf.,“ segir í ákvarðana- orðum Póst- og fjarskiptastofn- unar. Í tilkynningu frá Og Vodafone kemur fram að félagið fagni nið- urstöðu Póst- og fjarskipta- stofnunar en fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiðslu á fjölda beiðna um aðgang að heimtaug- um vegna viðskiptavina Marg- miðlunar. Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í októ- ber 2004. Póst- og fjarskiptastofnun tel- ur að heildsala Landssímans geti ekki stöðvað einstakar beiðnir um flutning á ADSL- tengingum eða annarri þjónustu sem fyrirtækinu er skylt að veita, með þeim rökum einum að vafi leiki á hvort viðkomandi viðskiptavinur hafi óskað eftir þjónustunni. „Hlutverk heildsölu, eins og hér stendur á, er að afgreiða beiðnir sem berast frá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Ef beiðnin uppfyllir þau skilyrði sem talin eru upp í viðmiðunar- tilboði Símans, viðauka 1a, 3. kafla,. 1.-9. tl., þá ber að veita aðgang,“ segir í ákvörðun stofn- unarinnar. „Málið er dæmigert fyrir þá yfirburðastöðu sem Landssím- inn hefur á fjarskiptamarkaði í krafti eignarhalds á grunnnet- inu. Þannig hefur fyrirtækið með ólögmætum hætti komið í veg fyrir í um nokkurra mánaða skeið að Og Vodafone geti sinnt viðskiptavinum sínum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Einnig kemur fram að Og Vodafone telji ljóst að fjar- skiptalöggjöf veiti keppinautum Landssímans ekki þá vernd gagnvart yfirburðastöðu Lands- símans sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu um einkavæðingu fyrirtækisins. Símanum skylt að afgreiða flutnings- beiðnir Og fjarskipta TENGLAR ................................................. www.mbl.is/itarefni NÝJAR höfuðstöðvar Avion Group voru teknar í notkun í gær, en þær eru að Hlíðarsmára 3 í Kópavogi. Það voru Gunnar I. Birgisson, for- seti bæjarstjórnar Kópavogs og Hansína Á. Björgvinssdóttir, bæj- arstjóri Kópavogs, sem formlega af- hentu Avion Group húsið fyrir hönd Stafna á milli ehf. og Eignarsmára ehf. Að því loknu opnaði Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra nýju húsakynnin. Stjórnarformaður Avion Group, Magnús Þorsteinsson, sagði við opn- unina að áætluð velta samstæðunnar á þessu ári væri um 100 milljarðar króna miðað við verkefnastöðuna núna. Félagið hefur 67 flugvélar í rekstri. Starfsmenn Avion Group eru um 3.200. Auk starfsemi Avion Group er öll starfsemi flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, dótturfélags Avion Group, flutt í húsið, en starfsemi Air Atlanta Icelandic og Íslandsflugs var sam- einuð um áramótin. 220 manns starfa nú í nýjum höfuðstöðvunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra klippti á borða og tók húsið formlega í notkun. Við hlið hans er Magnús Þor- steinsson, stjórnarformaður Avion Group, og Magnús Stephensen, starfsmaður fyrirtækisins. Nýjar höfuðstöðvar Avion Group opnaðar í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.