Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                         '@- 9$"; A6 '$ 9$"; A6 3-#$ 9$"; A6 3"$2$ A6 % 9$"; A6 "% 2$ A6 :! /! A6 ";B!% 38!2$/! A6 #%"! A6 C! /! :!  A6 $  A6 5% <$; A6 A $< A6 $""$ <$ !%$/6 A6 +"$ A6        $2"$ :!  A6 3 9$!  A6 ;2<! A6 7$2/$!$ A6 C1D!<,2"$!! A6 4EA $< A6 : A6 "$>% "2"$!  -6 #"26 A$2$A6 A6 F$%%!%2#2! A6 !!"#2! A6 ($,2"$ $GD/ $% A6 ! " #  $ % '""$/ A6    *<<$2$ A6 C! 1 :!  A6  FDD$ A6 $ &  &H*I 12 -26- $2             G G  G G G G  G G  G G G  3$ !% $ $$ -26- $2 G G  G G G G G  G G G G G G G G G G G G G G G G G G G G G J GKL J G KL J G KL J GKL J GKL G J KL G J KL G J G  KL J G KL G J KL J G KL G J KL G G G G J G KL G G J GKL G G G G G G J G KL  $-2; %! F/2 1  % ";  6 6  6 6 6 6  6 6  6 6 6 6 6  6 G  G 6 G G 6 G G 6 G G G G G 6             G      G             G            2; 1 B86 $6 'F 6 M 'A"%"!$ <#  -2;       G  G  G G G G  G G  G G G  'F 6G 0- " $A !  #" A"<$6 'F 6G    2  %%< $ $#"/2 A "$ !6 'F 6G %! $$-$ " <$#%!"! >%6 'F 6G '2 / 2! 8%  ! 6 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 3,9 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir liðlega 900 milljónir, sem er með minna móti. Úrvals- vísitalan lækkaði um 0,13% og er 4.016 stig. Bréf Straums hækkuðu mest, eða um 1,4%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Tryggingamiðstöðv- arinnar, 9,6%, reyndar í einungis tvennum viðskiptum. Hlutabréfavísitölur lækkuðu í öll- um helstu kauphöllum Evrópu í gær. Lítil viðskipti í Kauphöllinni ● VIÐRÆÐUM um hugsanlega samvinnu kínverska bílaframleið- andans Shanghai Automative Industry Corporation og breska bílaframleiðandans MB Rover hef- ur formlega verið slitið. Segja breskir fjölmiðlar að nú þyki ljóst að ekki verði komist hjá gjaldþroti MG Rover. Haft er eftir sérfræðingi hjá end- urskoðunarfyrirtækinu Pricewa- terhousCooopers (PWC) á frétta- vefnum Timesonline, að verulegur niðurskurður sé nú framundan hjá MG Rover. PWC var í síðustu viku falið að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins. Er almennt gert ráð fyrir því í breskum fjöl- miðlum að jafnvel þúsundir manna í Birmingham og nágrenni, þar sem verksmiðjurnar eru, muni missa atvinnuna. Þannig segir í frétt Timesonline að reikna megi með að allt að 5.000 manns muni missa vinnuna, en hjá MG Rover starfa um 6.100 manns. Á fréttavef Bloomberg-fréttastof- unnar segir að fyrirtækið hafi tap- að um 25 milljónum punda á mán- uði að undanförnu, en það svarar til nærri þriggja milljarða króna. Gjaldþrot blasir við Rover-bíla- framleiðandanum LITLIR hluthafar í fyrirtækjum þurfa að taka höndum saman og láta rödd sína heyrast. Og mikilvægt er að þeir mæti á aðalfundi þeirra fyrir- tækja sem þeir hafa fjárfest í. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Jean-Pierre Paelinck, framkvæmda- stjóra Euroshareholders sem eru Evrópusamtök hlutafjáreigenda, á morgunverðarfundi Samtaka fjár- festa sem haldinn var í gær undir yf- irskriftinni „Er svigrúm fyrir al- menna fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði?“ Paelinck sagði stóran hluta hluta- fjár í fyrirtækjum gjarnan í eigu fjár- festingarfélaga og fjárfestingarsjóða. Ef almennir hluthafar, litlir og stórir, sitji hjá á aðalfundum fyrirtækja fari enginn með stóran hluta eignarhalds- ins. Því sé mikilvægt að koma á fót samvinnuhópi um fjárfestingar. Braskarar vilja ekki gagnsæi „Allir, hvort sem er litlir eða stórir hluthafar hafa áhuga á árangri og heiðarleika og telja bætta stjórnar- hætti fyrirtækja til bóta,“ sagði hann og hvatti stóra og litla fjárfesta til að vinna saman í stað þess að keppa sín á milli. Paelinck benti á mikilvægi þess að yfirstjórnendur hlusti á raddir hlut- hafanna. Nefndi hann dæmi um for- stjóra IMG sem segist verja 30% tíma síns í að hlusta á hluthafana. „Fyr- irtækið þarf að vera gagnsætt. Vilji menn laða til sín trausta hluthafa sem eru mótfallnir misnotkun á fyrirtæk- inu, þá þarf gagnsæi og það þarf að upplýsa hluthafana. Braskararnir hafa ekki áhuga á mjög gagnsæjum fyrirtækjum en það eru heldur ekki þeir traustu hluthafar sem við öll vilj- um.“ Hann segir litla hluthafa í raun ekki skynsama einstaklinga ef þeir treysti fólki sem þeir þekkja ekki fyr- ir fyrirtækjum sínum, til að gera hluti sem þeir eru ekki upplýstir um. Og biðji svo um að fá greiddan arð. „Íslendingar, líkt og aðrir, verða að vernda hagsmuni litlu hluthafanna. Þeir hafa enga rödd ef þeir koma ekki fram sem skipulagður hópur. Félög sem skipulögð eru af litlum hluthöf- um eru ekki endilega vinsæl meðal stjórnar eða innan fyrirtækjanna. En þau eru nauðsynleg sem varðhundar til þess að fyrirtækin hegði sér eins og þau eiga að hegða sér,“ sagði Paelinck og bætti stuttu síðar við: „Við gerum líf stjórnendanna óþolandi, ef þeir hegða sér ekki vel. Stjórn fyrirtækis verður að hafa hagsmuni fyrirtækis- ins að leiðarljósi. Spyrjið því spurn- inga, hvers vegna ekki?“ Erfitt að vera óháður í stjórn Óháða stjórnarmenn gerði Pael- inck einnig að umtalsefni og kallaði þá nokkurs konar varðhunda innan fyr- irtækjanna. Hann sagði starfið þó ekki sérlega auðvelt. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu óskaplega vanþakklátt og erfitt það starf er. Reyndar er óháði stjórnarmaðurinn ekki mjög óháður vegna þess að hann vill ná endurkjöri. Á hinn bóginn þarf hann að afla sér þekkingar. Til að gera það þarf hann að tala við fleiri en félaga sína í stjórninni. En fari hann og ræði við bókara fyrirtækisins þá lítur hann út fyrir að vera njósnari. Vilji hann ekki vera álitinn njósnari þá talar hann ekki við bókarann og er þar af leiðandi ekki upplýstur,“ sagði Paelinck og hnýtti við að þegar óháði stjórnarmaður tæki afstöðu í slíkum málum tæki hann í raun afstöðu gegn félögum sínum í stjórninni. Ofan á allt saman fengi hann afar lág stjórnar- laun, þar sem hann væri óháður. Hluthafar mæti á aðalfundi Vernda þarf hagsmuni lítilla hluthafa segir forstjóri Evrópusamtaka hluthafa Morgunblaðið/ÞÖK Agnes Bragadóttir og Jean-Pierre Paelinck á fundi Samtaka fjárfesta. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is „VIÐ þurfum á sérfræðingum að halda,“ sagði Agnes Bragadóttir á morgunverðarfundi Samtaka fjár- festa í gær en hún vinnur að því, ásamt Orra Vigfússyni og Ingvari Guðmundssyni, að setja saman hóp fjárfesta til kaupa á hlut í Símanum. Agnes sagði þau hafa fundað með fulltrúum lánastofnana, fjárfestum og lífeyrissjóðum og hafa fengið til liðs við sig sérfræðinga en ekki nógu marga. Þau þyrftu á ýmsum sérfræðingum að halda, m.a. fólki sem gæti tekið að sér gerð útboðs- gagna. „Frómt frá sagt þá kunnum við ekkert í þessu sem til þarf. Við þurf- um á öllum sérfræðingum að halda. Ég kann ekki að reka félag, ég kann ekki að stofna félag, ég kann ekkert í fjármálum. Ég kann bara að skrifa fréttir,“ sagði Agnes. Slagkraftur litla mannsins „Það er spurt hér hvort það sé svigrúm fyrir litla manninn á hluta- bréfamarkaði,“ sagði hún og vísaði þar til yfirskriftar fundarins. Hún sagðist telja að svo væri. „Ef litli maðurinn sameinast öll- um, eða flestum, hinum litlu mönn- unum sem á annað borð hafa áhuga á að koma inn á markaðinn, þá fær hann slagkraft. Þá hefur hann áhrif. Þá er hann ekki lengur litla varn- arlausa seiðið sem hákarlarnir gleypa umsvifalaust ef það syndir eitt um í ísköldum sjónum.“ Fram kom í máli Agnesar að safnast hefðu í kringum 12 millj- arðar í hlutafjárloforðum. „Hversu mikið af því er svo endanlega fast í hendi þegar til formlegra hlutafjár- framlaga kemur, get ég ekkert sagt til um. Kannski höfum við farið of geyst. Engin trygging fyrir ávöxtun Agnes minnti á að fjárfesting í Símanum er áhættufjárfesting þó svo að hún líti út fyrir að vera arð- vænleg. „Við höfum ekki verið að vara fólk við að skuldsetja sig til þess að geta orðið hluthafi í Síman- um. Eftir á að hyggja held ég að það hljóti að vera ein af skyldum okkar ef þetta verða okkar umbjóðendur í þúsunda- eða tugþúsundatali, að vara við því að fólk stofni sér í mikl- ar skuldir til þess að það geti orðið hluthafi,“ sagði Agnes. „Líklegast er hér um góðan fjár- festingarkost að ræða, að kaupa hlut í Símanum. Reynslan erlendis, þar sem ríkissímafyrirtæki hafa verið einkavædd, hefur sýnt að eftir einkavæðingu, uppstokkun og um- breytingar hafa slík símafyrirtæki vaxið stórkostlega að verðmætum. Og hvers vegna skyldi það ekki ein- mitt verða raunin hér líka?“ Stríð gegn stjórnvöldum „Þetta stríð, sem við erum í, bein- ist ekki að þeim fjárfestum sem eru hér á markaði og hafa keypt svona gríðarlega mikið af þjóðareign Ís- lendinga,“ áréttaði hún. „Það beinist að stjórnvöldum, löggjafanum. Það eru þau sem hafa búið til þetta um- hverfi og meinað almenningi aðgang að sínum eigin eigum, frá upphafi.“ Hún fullyrti að ef tillögur einka- væðingarnefndar hefðu verið með þeim hætti að selja skyldi t.d. 70% hlutafjár í Símanum gegn hæsta mögulega verði til tveggja eða þriggja fjárfesta og almenningur hefði svo fengið að kaupa 30% hluta- fjár á sama verði og stóru fjárfest- arnir, þá væri ekki „þetta ástand“ í þjóðfélaginu. „Þá logaði þjóðfélagið ekki stafna á milli,“ sagði hún en lýsti um leið stuðningi við einkavæð- ingu. Stofnfundur í næstu viku Spurt var á fundinum hvort ekki væri rétt að skoða hvort önnur leið en að taka þátt í útboðinu væri fær almenningi. Hvort hreyfingin hefði ekki nægan styrk til að fá stjórnvöld ofan af þeirri leið sem ákveðin hefði verið og finna aðra leið til að al- menningur fengi komið að þessum kaupum. Agnes svaraði því til að í næstu viku yrði boðað til stofn- fundar félags um kaupin og þá mundi liggja fyrir um hvers konar afl væri að ræða. „Þá munum við hugsanlega taka upp þann mögu- leika við stjórnvöld, ef þau vilja tala við okkur á annað borð.“ Agnes lýsir eftir sérfræðingum HERITABLE Bank, dótturfélag Landsbanka Íslands í Bretlandi, hefur keypt breska fjármálafyrir- tækið Key Bus- iness Finance Corporation. Í tilkynningu frá Landsbankan- um segir að kaupin séu í samræmi við markmið bank- ans um áfram- haldandi vöxt umsvifa Her- itable Bank hvort sem er með innri vexti kjarnastarfsemi, með því að taka upp nýja þjónustuþætti eða með yf- irtökum og kaupum á öðrum fé- lögum. Key Business verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag Heritable Bank. Í tilkynningunni segir að samkomulag sé milli aðila um að kaupverð félagsins verði ekki gert opinbert. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að Key Business sé eitt af þeim sérhæfðu fjármálafyrirtækjum í Bretlandi sem bankinn telji að geti fallið vel að rekstri Heritable bankans. Stefnan sé að útvíkka bankann inn í ýmsa sérhæfða fjármálaþjónustu í Bretlandi og þessi kaup séu í sam- ræmi við það. „Key Business þjónar lögfræði- stofum og er eðli máls samkvæmt í rekstrartengdri fjármögnun og byggir á lánum til fjölmargra aðila. Viðskiptamannagrunnurinn er afar traustur og hefur félagið verið í jöfnum og góðum rekstri. Við erum því að kaupa okkur inn í mjög áhættudreifðan og traustan rekstur sem er mjög góð viðbót við Her- itable bankann og nýtur hagræðis af samrekstri með öðru fjármálafyr- irtæki,“ segir Halldór. Um 1.250 viðskiptavinir Key Business var stofnað árið 1988. Útlán félagsins í dag nema um 50 milljónum punda, sem svarar til um 6 milljarða króna, til um 1.250 viðskiptavina. Veitt útlán fé- lagsins á síðasta uppgjörstímabili námu alls um 100 milljónum punda, um 12 milljörðum króna, og rekstr- arhagnaður fyrir skatta nam um 1,1 milljón punda, 130 milljónum króna. Heildareignir Heritable Bank eftir þessi viðskipti nema um 450 millj- ónum punda, eða um 53,5 milljörð- um króna. Aukin umsvif Heritable Bank Halldór J. Kristjánsson 4 N O?        K K F* P'Q     K K H'H 5Q    K K  Q 4     K K &H*Q PR 7!   K K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.