Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 33 FERÐALÖG Sumri heilsað áSnæfellsnesi Hópferðamiðstöðin-Vestfjarðaleið í samvinnu við Ferðafélag Íslands efnir til skemmtiferðar þar sem sumri er heils- að á Snæfellsnesi helgina 23.–24. apríl. Lögð er áhersla á útiveru með léttum gönguferðum og sögulegum fróðleik um hið magnaða svæði undir Jökli í fylgd heimamanns sem gjörþekkir svæðið. Brottför er 23. apríl kl. 8 frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6, en far- miða þarf að kaupa fyrirfram. Um kynn- isferð er að ræða og verði því stillt í hóf eða 6.500 kr á mann með gistingu í svefnpokaplássi, rútu, leiðsögn, grill- veislu og morgunverði. Hálft gjald er fyrir börn yngri en 14 ára. Þá er 500 kr. aukagjald fyrir uppbúið rúm. Gist er að Hofi í Staðarsveit. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson en um söguleiðsögn sér Sæmundur Kristjánsson (Söguferðir Sæmundar). Farið er m.a. um Stapa- svæðið og gengið út að Hellnum þar sem er skemmtilegt kaffihús í fjörunni. Gestahús þjóðgarðsins er opið þennan dag. Við tyllum okkur á Þúfubjarg og horfum til Lóndranga. Hægt verður að fara í laugina á Lýsuhóli og á heimferð- ardegi verður bragðað á ölkelduvatni og gefinn kostur á göngu á Eldborg í Hnappadal. Sérstaklega verður minnst á landafundina í tilefni ferðar til Ný- fundnalands í Kanada 11.–19. ágúst. Toscana og tónlist með Diddú Óperusöngkonan Diddú hyggst bregða sér í hlutverk fararstjóra ásamt Hófý hjá Bændaferðum í sumar. Þær stall- systur munu leggja leið sína til Ítalíu, þar sem þær bjóða upp á veisluborð fyrir eyru og anda, munn og maga. Ferðin stendur frá 5. til 12. júlí og hefst með beinu flugi til Mílanó. Þaðan verður ekið til Mantua sunnan við Veróna og gist á Hotel Italia. Farið verður í vín- smökkunarferð, skoðunarferð um Ver- óna og m.a. snæddur kvöldverður á 12 Postulum, sem er einn elsti veitinga- staður héraðsins og hefur að auki tekið ástfóstri við Diddú. Í hringleikahúsinu í Veróna verður boðið uppá óperuna Aida eftir Verdi – undir berum himni. Næstu fjórum dögum er svo varið í nánd Vers- illia-strandarinnar. Á dagskrá eru skoð- unarferðir um Toscanahérað, sem er rómað fyrir forna menningu, fegurð og heillandi viðmót íbúanna. Í fréttatilkynn- ingu frá Bændaferðum kemur fram að Diddú og Hófý bjóði einnig til svokall- aðrar fimm landa siglingar. Lagt er að landi á ýmsum stöðum og m.a. snæddur hádegisverður á góðu veitingahúsi. Í þessari tónlistar- og menningarferð verður einnig farið til Flórens. Hjólaferðir við Gardavatn Úrval-Útsýn býður nú upp á hjólaferðir við Gardavatnið í sumar þar sem fólk fjallsins Monte Baldo, m.a. í einni ferðinni farið í kláfi á fjallið og hjólað til baka. Þessar ferðir taka yfirleitt 3–5 klst. en seinni partinn geta menn notið þess sem hótelið hefur upp á að bjóða; 50 m sundlaugar, sólbaðsaðstöðu, líkams- ræktaraðstöðu, leikvalla, tennisvalla osfrv. Við Garda- vatnið eru svo veitingastaðir, kaffihús og t.d. hægt að fara í bátsferðir. Stærsti skemmtigarður Ítalíu er í 10 mín. fjar- lægð frá hótelinu og 30 mín inn til Ver- óna. Brottfarardaginn er svo dvalið í Feneyjum. Íslenskir fararstjórar og ítalskir leiðsögumenn verða með í ferð- unum. Ferðir til framandi staða Mánudaginn 18. apríl nk. munu Far- fuglar standa fyrir ferðakynningu undir heitinu; Hefur þú áhuga á ferðum til framandi staða? Á kynningunni mun ferðalangur sem er nýkominn úr 6 mánaða ferð um Suður-Ameríku á eigin vegum segja frá undirbúningi ferð- arinnar, sýna myndir og segja ferðasög- una. Allir sem hafa áhuga á að ferðast til og / eða fræðast um Suður-Ameríku eru velkomnir. Hringleikahúsið í Verona á Ítalíu. Allar nánari upplýsingar um hjóla- ferð á Ítalíu er að finna á slóðinni www.uu.is/íþróttir Morgunblaðið/Ómar getur reynt á sig líkamlega fyrri part dags og slakað á seinni partinn. Flogið er til Feneyja og síðan er gist á Hotel Poiano, sem er 4* hótel í bænum Garda við Gardavatnið. Hjólaðar verða fjöl- breyttar ferðir út frá Garda og í hlíðum Kynningin um Suður-Ameríku er haldin á Farfuglaheimilinu, Sund- laugarvegi 34 og hefst kl. 20. Hópferðamiðstöðin - Vest- fjarðaleið, Hesthálsi 10, símar: 587 6000/5629950, Heimasíður: www.hopferd.is og www.vest- travel.is Netfang: info@vesttra- vel.is hopferd@hopferd.is Ferða- félag Íslands, Mörkinni 6, sími: 5682533 Heimasíða: www.fi.is Netfang: fi@fi.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er heillandi heimur fyrir þá sem vilja njóta stórkostlegrar náttúru- fegurðar á sólríkum sumardögum. Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til gönguferða. Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði á Suður-Grænlandi, ferðamöguleika, skipulagðar ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu á www.flugfelag.is Suður Grænland - paradís útivistarmannsins flugfelag.is | 570 3075 “Tikilluaritsi” Narsarsuaq við Eiríksfjörð í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (17. júní til 2. sept.), á þriðjudögum og föstudögum. Sumartilboð á netinu: Frá aðeins 13.500 kr.* flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað er á netinu – takmarkaður sætafjöldi Þessi auglýsing er styrkt af SAMIK - samstarfi Íslands og Grænlands um ferðamál. *Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar. Tikilluaritsi - Velkomin! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 2 79 85 04 /2 00 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.