Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 55 DAGBÓK FEGURÐ OG FRAMI OPIÐ HÚS laugardaginn 16. apríl frá kl. 13.00-16.00 KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÁHUGAVERT NÁM Á SVIÐI FEGRUNAR Í Hjallabrekku 1 eru starfræktir þrír skólar á sviði fegrunar. Hægt verður að kynna sér starfsemina og kynnast af eigin raun hinum ýmsu meðferðum sem í boði eru. Kennarar verða á staðnum og veita upplýsingar Förðunarskóli NO NAME býður upp á: • Kvöldförðun sem nemendur skólanns sjá um. • Kett úðaförðun (airbrush) kynnt. • Sumarnámskeið kynnt og skráningar teknar niður. Þeir sem skrá sig á staðnum fá 10% afslátt af sumar námskeiði eingöngu. • Sýningu á fantasíuförðun. xX Snyrtiskólinn býður upp á: • Húðgreiningu og ráðgjöf. • Létta förðun. • Nudd á hendur og parafín- maska. • Litun og plokkun á augabrúnir. Naglaskóli Professionails býður upp á: • Su-do airbrush andlitsbrúnku. • Naglaskreytingar. • Nemendur sýna fantasíuneglur. • Innritun í naglaskólann, 10% afsláttur á staðnum. Laugavegi 1 • sími 561 7760 15% afsláttur Við eigum 9 ára afmæli Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Mánudaginn 18.apríl verður 85 ára Una Þor- gilsdóttir, Ólafsbraut 62, Ólafsvík. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Skógarlundi 6, Garðabæ, frá kl. 14, sunnudaginn 17. apríl. Blóm og gjafir afþökkuð. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, 17.apríl, er sjötugur Leifur Þor- leifsson, verslunarmaður, Hörgslundi 19, Garðabæ. Eiginkona hans er Marta Pálsdóttir. Af því tilefni teka þau á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 16–20 í húsnæði Oddfellowa í Stað- arbergi 2–4, Hafnarfirði. Efnt verður til málþings á vegum Tann-læknafélags Íslands á Grand hóteli íReykjavík í dag og verður viðfangs-efnið áhrif reykinga á tannheilsuna og úrræði tannlækna í þeim efnum. Munu þar flytja framsögu nokkrir tannlæknar auk lækna með aðra sérfræðiþekkingu. Einnig mun Valgeir Skagfjörð leikari segja frá því hvernig hægt er að hætta að reykja án aðstoðar lyfja. „Menn vita ekki fyrir víst hvað veldur því að reykurinn úr sígarettum hefur slæm áhrif á tann- holdið,“ segir Heimir Sindrason, formaður Tann- læknafélagsins. „Margir vakna upp við vondan draum þegar tekin er mynd og sannleikurinn kemur í ljós. Skemmdirnar vegna reykinga eru mismunandi miklar eftir því hve mikið og hve lengi fólk hefur reykt. En svo getur farið að fólk sitji uppi með það að munnfesta tannanna sé nán- ast búin. Beinið vex ekki aftur og tönn festist að- eins einu sinni í bein, þ.e. þegar líkaminn myndar tönnina. Þá tengjast beinið og tönnin saman með sinafestu sem virkar líka sem dempari og er gald- urinn á bak við það að við höldum, ef vel tekst til, tönnunum til elliáranna. Ef fólk reykir en hættir síðan að reykja snýr líkaminn vörn í sókn og eftir nokkur ár er hann kannski búinn að endurnýja sig svo mikið að skemmdirnar eru horfnar. En þetta á ekki við um munninn. Ef búið er að eyðileggja beinvefinn þar einu sinni þá er hann farinn, þetta er varanleg skemmd.“ Heimir er spurður hvaða úrræði tannlæknar hafi í slíkum tilfellum. „Þau eru misgóð og háð því hvernig ástand einstaklingsins er. Hægt er að búa til brýr, setja krónur á tennur og búa til tann- planta þegar fólk hefur misst tennurnar en eitt- hvað er eftir af beininu. Þá eru tennur úr títan- málmi skrúfaðar í tannbeinið sem eftir er og þær gróa fastar á ákveðinn hátt, ekki eins og tönn en líkaminn hafnar samt ekki títani af einhverjum ástæðum. En þetta er dýrt, þetta getur meðal annars kostað vinnu tveggja tannlækna, tann- smiðs og svo kostar efnið sitt.“ – Og þetta borgar fólk alveg sjálft? „Þetta borgar það sjálft og fólk leggur í alveg ótrúlegan kostnað við að bæta skaðann sem orð- inn er. Miklu meiri áhersla er lögð á að tennurnar séu í lagi en áður. Fólk er orðið mjög ósátt við að þurfa að vera með falskar tennur. Vitað er að munntóbak veldur líka skemmdum en það er mun erfiðara að sannreyna að svo sé. Við ættum samt að muna að menn börðust hat- rammri baráttu í 30 ár gegn því að viðurkennt væri að reykingar ættu sök á tjóni á tönnum,“ segir Heimir Sindrason. Heilsa | Tannlæknar ræða á málþingi í dag áhrif reykinga á tannheilsu Reykingar valda varanlegu tjóni  Heimir Sindrason er fæddur í Reykjavík á aðfangadag árið 1944, hann er tannlæknir að mennt og hefur rekið stofu í Valhöll í Reykja- vík frá 1976. Heimir er núverandi formaður Tannlæknafélags Ís- lands. Eiginkona hans heitir Anna L. Tryggva- dóttir og er meina- tæknir. Börnin eru fjögur, Kristín tannlæknir, Sigríður hönnuður hjá Ikea, Frosti tölvunar- fræðinemi og Guðrún viðskiptafræðingur sem nú stundar mastersnám í fjölmiðlun. Neyslufyllirí VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN hefur árum saman verið óhag- stæður. „Góðæris“- neyslufyllirí almennings er sagt eiga stóran þátt í því. Á eftir húsnæði er bílakostn- aður stærsti útgjaldliður hjá flest- um heimilum. Afborganir og vext- ir af lánum, afskriftir, tryggingar, eldsneyti og viðhald. Á ferðum mínum á bílapartasöl- ur hef ég séð alveg ótrúlega heil- legum bílum hent. Það sama á við um ýmsan heimilisbúnað þó ég taki bílana fyrir hér. Með tilkomu bílalánanna hefur heilu árgöng- unum af bílum sem enn eru í þokkalegu ástandi, gangverkið í lagi, ekki alvarlegt ryð eða skemmdir eftir umferðaróhöpp verið hent. Sumir líta næstum út eins og nýir en vantar hugsanlega eitthvert smáræði uppá að komast í gegnum skoðun. Keyptur nýr á lánum sem fólk ræður illa eða alls ekki við. Hef séð marga veðsetja sig í botn með bílakaupum. Að gera við marga þessara eldri bíla svo að hægt sé að nota þá nokkur ár í viðbót kostar aðeins brot af vöxtum bíla- láns og afskriftum nýs bíls. Á sama tíma og háar upphæðir eru borgaðar í vexti eru afskriftir mestar í krónum talið. Sumir neyðast til að selja bílana til að losna við skuldir en þurfa þá oft að borga með þeim. Viðhald til að bíllinn nái hámarks endingu er úr- eltara en nokkurn tíma fyrr. Sit kannski ekki við sama borð sjálfur þar sem ég er fær um að fram- kvæma viðgerðir á bílum og ýmsu fleira en allir hefðu gott af að læra undirstöðuatriðin. Bílar end- ast auðvitað ekki endalaust svo að fyrr eða síðar kemur að því að kaupa þarf yngri eða nýjan. Fyrir nokkrum árum fréttist af bílaum- boði sem fór með marga heila uppítökubíla í brotajárnspressuna að næturlagi. Er fólk virkilega svona barna- legt að keppa við nágrannann í sambandi við bílaeign? Henda bíl- um sem enn skila sínu hlutverki vel en eru vegna aldurs hættir að vera stöðutákn? Láta menn blekkjast af fagurgala lánbjóðenda eða eru blindir í góðæris- barnatrúnni? Það held ég því miður. Samtök bílainnflytjenda segjast hafa áhyggjur af háum meðalaldri bíla hér á landi og benda á að nýir bílar séu öruggari og mengi minna. Að vissu leyti rétt og ég skil vel að menn vilji selja sína vöru en málið hefur líka aðra hlið. Ekki má gleymast að öryggið er fyrst og fremst undir ökumönn- unum sjálfum komið en ekki loft- belgjum, ABS bremsum og þess háttar. Búnaðurinn getur jafnvel gefið þeim falska öryggistilfinn- ingu. Endurvinnslu bílflaka fylgir mikil orkunotkun. Að mestu er notað gas eða kol og mengun fylgir. Endurvinnsla plastefna er líka takmörkuð. Þjóðfélag sem nærist á eyðslu og bruðli og þarf neyslusukk og sóun til að ganga hlýtur að vera helsjúkt, standa á brauðfótum og riða til falls og fall þess verður hátt þegar þar að kemur. Miklu meira en mildir hagvaxtartimb- urmenn, svo við tölum nú ekki um rányrkju á auðlindum jarðarinnar en það er stærsta málið þegar allt kemur til alls. Ragnar Jónsson, Miklubraut 70. Monsa er týnd MONSA er hálfrakaður norskur skógarköttur sem hefur verið týnd síðan á þriðju- dag, hún er ekki með ól en er eyrnamerkt og býr á Laufásvegi 101 í Rvík. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband í síma 695 4117. Hennar er sárt saknað. Morgunblaðið/RAX GULLBRÚÐKAUP. Elsa Petra Björnsdóttir og Ingimar Þorláksson áttu 50 ára brúðkaupsafmæli 9. apríl síðastliðinn. Þau búa í Skálarhlíð, dval- arheimili aldraða í Siglufirði. Hlutavelta | Þær Brynja K. Magn- úsdóttir og Elva K. Valdimarsdóttir héldu tombólu og söfnuðu kr. 12.600 til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Golli Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Daily Vits FRÁ Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku Góð heilsa - Gulli betri -fyrir útlitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.