Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 39 ÚR VESTURHEIMI FLESTIR Íslendingar sem hafa átt einhver samskipti við Íslensk- kanadíska félagið í Bresku- Kólumbíu þekkja Erlend Óla Leifs- son. Hann hefur ávallt verið boðinn og búinn að taka á móti fólki, fara með það um Vancouver og ná- grenni. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig innan um fólk og það er alltaf gaman að hitta fólk að heiman og ræða við það um það sem er efst á baugi hverju sinni,“ segir hann. Teygjanleg tvö ár Í janúar 1956 fór Óli til Vancouv- er til að ljúka flugnámi sem hann hafði byrjað á í Reykjavík. „Ég hef stundum sagt að Norður-Ameríka og Ísland hafi gert með sér við- skiptasamning 1956. Ísland fékk lúpínuna, þessa líka fallegu jurt, en ég fór til Alaska í staðinn.“ Upphaflega ætlaði Óli að vera tvö ár í Kanada en áætlunin breyttist. „Það var enga vinnu að fá á Íslandi fyrir flugmenn. Auk þess var ég byrjaður á sjónum og fiskveiðarnar í Beringshafinu vestur af Alaska gáfu vel af sér. Ég var á lúðuveiðum á veturna og vorin, veiddi lax á sumrin og síld á haustin. Snemma stofnaði ég félag með öðrum manni og við stóðum vaktina saman í nær tvo áratugi. Okkur gekk vel, sér- staklega í síldinni, því við fórum norðar en flestir aðrir og vorum ein- ir um hituna. Siglingin frá Vancou- ver tók um sex daga þannig að þetta voru langir túrar en við seldum aflann aðallega til Bandaríkja- manna í Bellingham eða Seattle. Við vorum átta í áhöfn og oft unnum við tuttugu tíma á sólarhring marga daga í röð. Þetta var erfið vinna en samkvæmt lögum urðum við að vera í höfn í átta daga eftir hvern túr.“ Slasaðist í landi Þessi vetur hefur verið svolítið óvanalegur hjá Óla. Þegar hann var í fastri vinnu missti hann aldrei dag úr og djöflaðist frá morgni til kvölds ef því var að skipta. Undanfarna mánuði hefur hann verið mest heima og átt erfitt með að hreyfa sig mikið. Fyrir bragðið kemst hann ekki á þjóðræknisþingið í lok mán- aðarins og það þykir honum miður. ,,Ég var á Íslandi í fyrrasumar og skömmu áður en ég hélt til baka til Kanada fór ég í sund á Hvamms- tanga. Ég var kominn í sturtuna þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt sjampóinu í búningsklef- anum. Léttur á fæti hljóp ég til baka en rann á blautu gólfinu og reif vöðva í hnénu. Læknir var kall- aður til og ég spurði hann hvort bein hefði brotnað. „Nei,“ sagði hann. „Guði sé lof,“ sagði ég þá. „Þú heldur það,“ sagði hann. Ég hef komist að því að hann hafði rétt fyr- ir sér. Ég fór í aðgerð í byrjun árs og þetta er allt að koma en það verður að hafa sinn tíma.“ Gefandi félagsstarf Íslendingafélögin vestra hafa lengi gegnt þýðingarmiklu hlut- verki. Eitt af því fyrsta sem Óli gerði, eftir að hann var kominn til Vancouver, var að ganga í Íslensk- kanadíska félagið. Síðan hefur hann verið mjög virkur félagsmaður og stjórnarmaður. Hann er heiðurs- félagi Þjóðræknisfélagsins og lætur málefni þess mikið til sín taka. Hann sinnir auk þess norrænu starfi í Vancouver og er í stjórnum Hafnar, íslensks dvalarheimilis fyr- ir aldraða, og Íslandshúss, hús- næðis Íslensk-kanadíska félagsins. „Það er sérstaklega uppbyggj- andi að vera með Íslendingum og fólki af íslenskum ættum,“ segir Óli. „Ég á svo margt sameiginlegt með þessu fólki og sameiginlega arfleifð- in tengir okkur saman. Mér finnst ég vera hluti af félaginu og það er alltaf ánægjulegt að taka þátt í starfinu. Það hefur verið sérstak- lega áhugavert að hitta hér fólk frá Manitoba, fólk af annarri og þriðju kynslóð Kanadamanna af íslenskum ættum. Ég tel mig vera sannan Ís- lending en margir þessara Kan- adamanna eru íslenskari en margir félagar mínir á Íslandi.“ Þegar Óli bjó á Íslandi var hann meðal annars í fótboltanum. Hann lék með yngri flokkum Vals og gekk síðar í Þrótt. Hann fylgist vel með þjóðmálunum og þykir gaman að rökræða um hlutina. „Það er alltaf gaman að ræða við fólk um hin ýmsu mál,“ segir hann. „Skemmti- legast er þegar viðmælandinn er á öndverðum meiði því þá er auðveld- ara að sjá ýmsar hliðar á málunum.“ Þótt Óli hafi búið í um hálfa öld í Kanada heldur hann góðum tengslum við Ísland og reynir að vera þar á hverju sumri. „Það er hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, en vetrarmánuðirnir þar eru of dimmir fyrir mig. Ég nýt þess að ferðast um landið á sumrin og eftir því sem ég verð eldri þeim mun betur kann ég að meta lands- lagið. Lánið hefur leikið við mig og ég nýt þess besta í tveimur heimum. Meira er ekki hægt að fara fram á.“ Morgunblaðið/Steinþór Erlendur Óli Leifsson fyrir framan Íslandshús í Vancouver, húsnæði Íslensk-kanadíska félagsins í Bresku Kólumbíu. Úr fluginu á sjóinn Fyrir tæplega hálfri öld fór Erlendur Óli Leifs- son frá Íslandi til Kanada til að læra að fljúga en endaði sem fiskimaður við Alaska. Steinþór Guðbjartsson sannreyndi að hann hefur verið einn helsti liðsmaður Íslensk-kanadíska félags- ins í Bresku-Kólumbíu í nær 50 ár. steg@mbl.is ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Norður-Ameríku verður haldið í 86. sinn á næstunni og fer að þessu sinni fram í Vatnabyggð í Saskatchewan dagana 28. apríl til 1. maí næstkomandi. Til Vatnabyggðar tilheyra Foam Lake, Wynyard, Elfros, Leslie, Mozart, Kandahar, Dafoe og Wad- ena, þar sem margir Íslendingar settust að fyrir meira en 100 árum. Gestum þingsins gefst tækifæri til að kynna sér sögu svæðisins á vett- vangi en þingið sjálft verður í Wynyard. Mikil gróska er í mörgum Íslend- ingafélögunum vestra og hún end- urspeglast í mikilli aðsókn á þjóð- ræknisþing undanfarin ár. Um 350 manns sóttu þingið í Minneapolis 2002, rúmlega 400 manns mættu í hátíðarkvöldverð á þinginu í Ed- monton árið eftir og á annað hundrað manns voru á þinginu í Heclu í fyrra. Íslendingafélagið í Vatnabyggð sér um þingið. Venjulega hefur þorrablót félagsins farið fram í mars en því var frestað vegna þingsins og verður það í tengslum við það. Gera má því skóna að þetta þorrablót verði það fjölmennasta í sögu félagsins. Þjóðræknisþing í Vatnabyggð FYRIRHUGUÐ sala Landssím- ans er afar umdeild í þjóðfélaginu svo vægt sé til orða tekið. Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað sýnt að meirihluti lands- manna er andvígur sölu Símans með grunnnetinu. Þannig lýsti 61% svarenda andstöðu við söluna í Gallup-könnun í mars árið 2002. Í könnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu grunnnetsins. Ekki var mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvort það var búsett á höfuðborgarsvæð- inu eða á landsbyggð- inni; 68% höfuðborg- arbúa voru andvíg sölunni en 75% landsbyggðarfólks. Í Þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var í mars 2005, var meiri- hluti aðspurðra and- vígur sölu fyrirtæk- isins og 76% á móti því að selja grunn- fjarskiptakerfi Sím- ans. Greinilegt er að meirihluti lands- manna er á móti því að Landssíminn verði seldur og mikill meirihluti er andvíg- ur sölu grunnfjar- skiptakerfisins. Svo virðist sem einka- væðingarnefnd vinni að sölu Símans á vegum ríkisstjórnar- innar en í óþökk meirihluta kjósenda. Mikil andstaða við söluna Þær miklu undirtektir sem hug- myndin um að stofna stórt al- menningshlutafélag til að kaupa stóran hlut í Símanum hefur feng- ið, undirstrika gremju fólks í garð ríkisstjórnarinnar vegna fyrirhug- aðrar einkavæðingar. Ekki verður betur séð en að fólki þyki skömm- inni skárra að kaupa fyrirtækið af sjálfu sér en að sjá á eftir því í hendur fáeinna aðila sem kynnu síðar meir að selja sína hluti á mun hærra verði. Í því sambandi er vert að rifja upp málflutning ráðherranna þeg- ar síðast var gerð tilraun til að selja Símann. Þá var lögð áhersla á það að bjóða almenningi og starfsfólki dágóðan hlut á viðráð- anlegum kjörum áður en farið væri að selja stærri hluti til fjár- festa og fyrirtækja. Rökin voru þau að ekki þætti rétt að kapp- hlaup svokallaðra kjölfestufjár- festa, sem þá áttu að bítast um 25% hlut, væri notað til að skrúfa upp það kaupverð sem almenningi væri boðið. Þá mótmælti almenn- ingur sölu Símans og keypti ekki hlutabréf. Nú á að fara þá leið sem sömu mönnum þótti ótæk fyrir fáum árum og aftur mótmælir þjóðin og vill heldur kaupa Símann af sjálfri sér en fórna honum til óskyldra eins og ríkisstjórnin ætl- ar sér. Óvissa um framtíð fjarskiptamála Sala Símans yrði stærsta ein- staka einkavæðing sem orðið hefur í almannaþjónustu á Íslandi, hún er að öllum líkindum óafturkræf og myndi án efa setja framtíðar- fyrirkomulag fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við landsmönnum blasir samruni fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla svo búast má við því að hefðbundin fjarskiptaþjónusta við almenning verði ekki forgangsmál hjá slíkum samsteypum. Þar verð- ur í sumum tilvikum eftir of litlu að slægjast fyrir fjármálamenn sem leggja ofurkapp á að hafa hámarksarð af hlutabréfum sínum. Mörgum spurning- um er ósvarað varð- andi það hvernig fara skuli með grunnfjar- skiptakerfi Símans, svokallað grunnnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Þeim hefur verið drepið á dreif með fullyrðingum um að það sé tæknilega ómögulegt að ákvarða hversu stór hluti gagnaflutningskerfis Landssímans skuli teljast til grunnnetsins enda er það verkefni sem stjórnmálamenn verða að takast á við. Skilgreining á grunn- netinu er með öðrum orðum pólitísk en ekki tæknileg og ætti þar af leiðandi ekki að vera stórkostlegur vandi fyrir þá sem hafa á annað borð þor til að takast á við málið. Landsmenn hafi sjálfir síðasta orðið Ærnar ástæður eru til að frekari fram- vinda málsins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir atkvæðisbærir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtæk- inu. Því eru enn forsendur til að endurskoða söluáformin og búa þannig um rekstur Landssímans til framtíðar að hann geti haldið áfram að veita öllum lands- mönnum góða fjarskiptaþjónustu og stuðla að sem jafnastri stöðu allra byggðarlaga á því sviði. Þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið og ríkisstjórnin verði bundin af niðurstöðunni. Þannig má tryggja að vilji lands- manna komi afdráttarlaust fram og ráði raunverulega för þegar kemur að því að ákveða hvað gera skuli við Landssímann. Þjóðin greiði atkvæði um Símann Jón Bjarnason fjallar um sölu Símans Jón Bjarnason ’Þær mikluundirtektir sem hugmyndin um að stofna stórt almennings- hlutafélag til að kaupa stóran hlut í Símanum hefur fengið undirstrika gremju fólks í garð ríkis- stjórnarinnar vegna fyrirhug- aðrar einkavæð- ingar. ‘ Höfundur er alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. UMRÆÐAN VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.