Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 49 MINNINGAR smákrakkann, mig – þá man ég að Bjarni tók mig undir sinn verndar- væng. Ég held líka að ég hafi ekki verið há í loftinu, þegar ég tilkynnti hátíðlega að hann ætti sko að verða maðurinn minn þegar ég yrði stór. Aldrei varð nú af því, en ég var stundum minnt á þessa yfirlýsingu, á árunum sem eftir fylgdu. Þegar fram liðu stundir sá ég minna og minna af Bjarna, fyrst fluttum við í burtu um tíma, og þeg- ar við komum til baka, var hann orð- inn ungur maður, og minna heima við. En alltaf var samt jafnhlýtt á milli okkar, þá ef hann var heima, þegar ég kom í heimsóknir í Hvamm. Eins var mér tíðförult til Ingu og Óla í netavinnsluna í Mölvík, og eins og mér leið vel þar, að hringa mig niður á kaðlahrúgu og spjalla við þau, þá var ég enn hamingjusam- ari ef Bjarni rak nefið inn. Svo flutti ég aftur, og sá Bjarna bara rétt í svip næstu árin – en 1987 kom ég til starfa hjá véladeild ÍAV á Keflavík- urflugvelli, og voru þeir bræður Bjarni og Gimmi báðir vinnufélagar mínir þar. Nú vorum við öll orðin fullorðið fólk, en það breytti ekki því að Bjarni kallaði mig enn Steinunni Helgu, fullu nafni, eins og Hvamms- fólkið hefur alltaf gert, og þykir mér vænt um það. Við unnum saman í ríf- lega hálft ár, og voru samskiptin alltaf hlý og góð. Bjarni var vinsæll af vinnufélögunum, enda fáir jafn- skemmtilegir sögumenn og hann, hann kunni að færa í stílinn, án þess að særa neinn, og kallaði hlutina sín- um réttu alíslensku nöfnum. Ég upplifði það nú á síðasta ári, að vera að vinna innan um marga menn, sem hafa unnið með Bjarna í gegnum tíð- ina, við hin ýmsu verktakaverkefni – og mér þykir vænt um að finna hvað hann hefur orðið mörgum eftir- minnilegur, og sér í lagi fyrir að hafa gert vinnudagana auðveldari með léttu lundargeði og skemmtilegum sögum. Eins og ég sá Bjarna, var hann hlýr, tryggur og viðkvæmur, en kannski ekki alltaf sem bestur við sjálfan sig, eins og títt er um slíka menn. Síðari árin vissum við alltaf bæði hvort af öðru, í gegnum kunn- ingja, vini eða fjölskyldur. Ég missti samt þráðinn um hríð, og síðasta sinn sem ég sá Bjarna, var hann að stjórna vél í vegavinnu í Mývatnssveit. Ég var farþegi í bíl, þegar ég varð hans vör, og gat ekki stoppað, – en þar sem ég vissi að ég yrði á ferðinni rúmlega viku síðar, lofaði ég sjálfri mér að hitta vin minn þá. Þegar ég kom aftur, og spurðist fyrir, var mér sagt að sennilega sama dag og ég sá hann, hefði hann verið fluttur á spítala vegna alvar- legra veikinda, en væri á batavegi. Ég bað fyrir kveðjur til hans, – en réttum mánuði síðar var ég að vinna með starfsmönnum Ístaks á Austur- landi, og sögðu þeir mér að veikindi Bjarna hefðu verið mun alvarlegri en ljóst var í byrjun. Ég hringdi strax í Bjarna, og við áttum gott spjall saman, – ekkert hafði breyst í samskiptum okkar, rétt eins og við hefðum talað saman daginn áður. Við áttum eftir að tala oft saman eft- ir það, þó fjarlægðin gerði það að verkum, að ég komst ekki að sjá hann. Ég lét hann svo vita þegar ég sá fram á að auka þessa fjarlægð heldur, og halda til starfa í Afríku – Bjarna fannst þetta spennandi og gott framtak, og hann hvatti mig til að nota þetta tækifæri. Ég heyrði í vini mínum í síma, síðast fyrir u.þ.b. mánuði, hann bar sig vel sem endra- nær, og hafði ekki orð á því að hon- um hefði hrakað, hann hefur senni- lega ekki viljað gera mig áhyggjufulla, – en spurði þess meira um veru mína hér í annarri heims- álfu, – við kvöddumst með orðunum sem við notum svo oft; „ég heyri í þér fljótlega, hafðu það gott“. Á þriðjudaginn var sagði Tóta systir mér, að Bjarni hefði látist tveim dög- um fyrr. Þar sem ég vissi hve alvar- legur sjúkdómurinn var, þá kom þetta mér ekki í opna skjöldu, en engu að síður voru þetta sárar frétt- ir, því ég átti enn eftir að segja hon- um svo margt. Elsku Bjarni minn, takk fyrir samfylgdina, og allar minningarnar sem þú skilur eftir þig hjá mér. Takk fyrir ævilanga vináttu, og sérstak- lega fyrir að hafa hvatt mig áfram, en aldrei dæmt mig. Mér þykir vænt um þig og mun minnast þín í bænum mínum. Elsku Inga, Óli, Gimmi og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur, vegna missis á góðum dreng, megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja. Steinunn Helga Snæland. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og ert eflaust hvíldinni fegin. Margar góðar minningar rifjast upp þegar við hugsum til þín. Við munum hversu gott var að koma í litla húsið þitt í Áslundi, þar sátum við oft öll frændsystkinin í þéttum hópi í litla eldhúsinu og feng- um þjónustu á við fimm stjörnu hótel, minnisstæðast er nú þegar Sigrún tók spaghettíhlaupið mikla. Alltaf vorum við velkomin, á hvaða tíma sól- arhringsins sem við komum til þín. Það var alltaf svo hlýtt og gott að vera í kringum þig elsku amma, við minn- umst þín með hlýju og söknuð í hjarta. Guð blessi minningu þína, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt Jóhanna Steinunn, Guðný Ósk og Sigrún Mjöll. Elsku amma. Sagt er að ömmur séu englar í dul- argervi, nú ertu engill. Ég mun aldrei gleyma því hvað mér þótti gott þegar þú bjóst við hlið- ina á okkur. Ég skaust yfir hvenær sem mér datt í hug, ekkert var betra en að koma til þín og spila eina eða tvær orustur. Allt var svo rólegt, hlýtt, gott og þægilegt. Nákvæmlega það sem maður þurfti. Þegar ég dey ætla ég að taka með mér tvo spila- stokka til þess að geta komist sem fremst í röðina til þess að spila við þig. Hugmynd mín um himnaríki er eins og það var að koma til þín, rólegt, hlýtt, notalegt og þægilegt. Það verð- ur gaman að hitta þig hvenær sem það verður. Ég veit að þetta var það sem þú vildir, og þetta kom mér ekki á óvart. Samt er þetta einhvern veginn svo erfitt. Lífið er einfaldlega fullt af mót- sögnum. Lífið þýðir dauði. Steinarnir kenndu mér að fljúga. Ástin kenndi mér að gráta. Lífið kenndi mér að deyja. Takk fyrir allt amma, Sigurjón. Elsku amma. Þegar ég hugsa til baka eru svo endalaust margar minningar, sem mér þykir ofboðslega vænt um, um þig. Ég gæti skrifað hérna í allan dag en ég ætla nú bara að hafa þetta stutt og laggott. Þú varst alltaf til staðar þegar eitt- hvað bjátaði á og ég gat alltaf komið til þín ef mér leiddist. Þú hafðir alltaf eitthverjar skemmtilegar sögur eða við gátum spilað. Það var ofboðslega notalegt að geta skotist til þín í há- deginu og fengið sér smákók og spil- að orustu. Það var nú alloft sem ég kom til þín og spilaði við þig. Svo var það líka farið að vera partur af jól- unum að koma til þín og hjálpa þér að skreyta. Það var nú ekkert ofboðs- lega mikið skraut sem þú varst með en það var alltaf jafn gaman að hjálpa þér að setja það upp. Það verður eitt- hvað skrýtið núna um jólin að það verður engin amma með okkur á Varmá. Þú varst líka alltaf svo áhuga- söm um hvað ég væri að gera í skát- unum og svoleiðis. Varst alltaf svo dugleg að safna fyrir okkur dósum og flöskum og það kom sko ekki til mála að það fengi einhver annar það. Þeg- ar ég byrjaði að vinna í Ásbyrgi var ég svo stolt af því að þú værir amma mín. Þegar ég kynnti mig fyrir fólk- inu þurfti ég bara að segja því að ég væri barnabarn Steinunnar ráðskonu og þá vissu allir hverra manna ég var og allir höfðu orð á því hvað þú værir góð kona og hefðir komið vel fram við alla. Minningin lifir björt í hjörtum þeirra sem eftir standa. Það er ým- islegt sem hefur gengið á hjá þér und- anfarið og kominn tími til að þú fengir að fara. Ég veit það vel að þú ert á mjög góðum stað í dag og það hefur fullt af góðu fólki tekið á móti þér. Ég veit að þér líður vel og ég vona að þú hafir það sem allra allra best. Elsku besta amma mín þú varst svo yndisleg og ég elska þig svo heitt. Ég á eftir að sakna þín alveg ofboðs- lega mikið. Kristjana (Kittý). Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast strax í bernsku Steinunni á Varmá og fjölskyldu hennar. Stein- unn var ein af hetjum þessa lands, hún varð ung ekkja með stóran barnahóp. Hún var sterk en hlý og af- ar dugleg kona enda búin að kynnast erfiðleikum á lífsleiðinni. Þótt oft væri þröngt í búi ríkti ávallt gleði og voru allir velkomnir á heimili hennar. Ung að árum tók ég að mér ömmu- barn hennar og styrkti það enn betur samband okkar. Ég er þakklát fyrir að ég náði að kveðja hana og segja henni hversu vænt mér þótti alla tíð um hana. Fjölskyldu hennar og vin- um sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guðný Gunnarsdóttir frá Eldborg. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Þökkum innilega hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts okkar kæra, HERVALDS EIRÍKSSONAR fyrrv. stórkaupmanns. Kristrún Skúladóttir, Gunnar Þorsteinsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Gísli B. Ívarsson Skúli Eggert Þórðarson, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Trausti Eiríksson, Ása Ólafsdóttir og afabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, BERNHARÐS STEINGRÍMSSONAR, Tungusíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga- deildar 1 F.S.A. og Heimahlynningar Akureyri fyrir góða umönnun. Sigurbjörg Steindórsdóttir, Steingrímur Bernharðsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Edvard Börkur Edvardsson, Bernharð Stefán Bernharðsson, Björg Maríanna Bernharðsdóttir, Sigurður Blomsterberg, Steingrímur Magnús Bernharðsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskuleg eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS JÓNSSONAR bónda, Grænumýri, Skagafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur. Inga Ingólfsdóttir, Gunnhildur Stefánsdóttir, Einar Ólafsson, Elinborg Stefánsdóttir, Haraldur Þórisson og barnabörn. Föðursystir mín, GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Syðri-Bakka, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 22. apríl kl. 13.00. Sigrún Höskuldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.