Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF  LÍKAMSRÆKT Á hjóli allan ársins hring Á vorin dusta margir rykið af hjólum sínum þó að æ fleiri bætist í hóp þeirra sem hjóla allan ársins hring. Birna Anna Björns- dóttir hitti fyrir fólk á ólíkum aldri sem fer flestra sinna ferða á hjóli og er sammála um verulegt ágæti þessa ferðamáta. Lóa Konráðsdóttir hjólar allanársins hring þegar veðurleyfir. „Og þegar veður er gott hreyfi ég það svo til daglega, ég hjóla samt ekki í hálku eða mik- illi bleytu eða roki,“ segir Lóa sem jók hjólreiðar sínar til muna eftir að hún hætti að vinna. „Meðan ég var að vinna hafði ég ekki tíma til að vera á hjóli, þetta byrjaði eftir að ég komst á ellidótið.“ Lóa, sem er á 86. aldursári, hjól- aði einnig mikið sem unglingur. Hún fékk sitt fyrsta hjól í ferming- argjöf, en þá átti hún heima á Ísa- firði þar sem hún er fædd og upp- alin. „Þá fékk ég fínasta hjólið sem fékkst á Ísafirði. Vinkona mín, Ragnheiður Jóhannsdóttir, fékk líka hjól og við hjóluðum mikið saman.“ Undanfarin fjörutíu ár hefur Lóa átt heima við Skólavörðustíg í Reykjavík og telur hún lúxus að vera bíllaus eftir að hún hætti að vinna. „Það er svo þægilegt að búa í miðbænum, ég hef allt sem ég þarf í kringum mig. Og stundum þegar ég hjóla upp í Kringlu eftir Miklubrautinni og það er mikil bílabiðröð, þá er ég á undan bíl- unum. Ég fer fram úr nokkrum bíl- um þegar þeir eru stopp,“ segir hún skellihlæjandi. Lóa segist hafa tekið eftir mikilli aukningu hjólreiðafólks í seinni tíð. „Það var varla nokkur maður á hjóli þegar ég flutti hingað á Skóla- vörðustíginn, bara einn og einn sér- vitringur, og jú, líka einstaka kona. En þetta hefur aukist mjög mikið, að fólk sé á hjóli.“ Lóa segist gjarnan hjóla langar vegalengdir og heimsækir hún vini og vandamenn víða á höfuðborg- arsvæðinu á hjólinu. „Ég hjóla töluvert eftir Ægisíð- unni, og hringinn suður í Kópavog. Ég byrja oft á því að hjóla vestur í bæ og svo niður á stíginn á Ægi- síðu. Síðan hjóla ég með ströndinni og rek hana alla, í gegnum Naut- hólsvík og suður í Kópavog. Svo hjóla ég til baka. Ég hef líka stund- um hjólað upp í Breiðholt en þá þarf ég oft að leiða hjólið upp brekkurnar. Ég hef aldrei verið dugleg að hjóla upp brekkur, það er helst að ég hjóli upp Skóla- vörðustíginn.“ Lóa segir að hún hafi mikla ánægju af hjólreiðum og að þær veiti henni vellíðan. „Fyrst og fremst er það útiveran og hreyfingin. En svo er það líka jafnvægið. Þegar maður fer að eld- ast er jafnvægisskynið ekki eins gott og það var. Þá er virkilega ágætt að fara á hjólið því á hjólinu held ég þó einhverju jafnvægi.“ Morgunblaðið/RAX Lóa Konráðsdóttir býr á Skólavörðustíg og hjólar daglega þegar veður leyfir, jafnvel suður í Kópavog og upp í Breiðholt. Er stundum á undan bílunum Óli Þór Hilmarsson býr í mið-bænum og hjólar daglega tilog frá vinnu sinnar í Keldna- holti þar sem hann stundar mat- vælarannsóknir við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Óli hjólar allt árið, hvernig sem viðrar og segir hann mikinn misskilning að það sé of vont veður á Íslandi til að hjóla. „Í vetur voru ekki nema svona þrír dagar sem ég komst ekki á hjólinu vegna veðurs,“ segir Óli. „Manni hitn- ar um leið og maður byrjar að hjóla og það er yfirleitt ekki svo mikið rok í Reykjavík, það er svo mikið af húsum og trjám þannig að það er í raun alltaf skjól. Reykjavík er tilvalin hjólaborg, hún er mjög flöt og hefur það umfram margar borgir að hún er tiltölulega lítil og vegalengdir stuttar.“ Óli er búinn að hjóla í vinnuna í um fimm ár. „Ég byrjaði sem sumarhjól- ari, það er að segja hjólaði aðeins í vinnuna á sumrin, en svo var þetta miklu léttara en ég taldi og ég fór að hjóla allt árið.“ Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því Óli byrjaði að hjóla segist hann hafa séð gríðarlega aukningu á hjólreiðafólki í umferðinni. Hann tel- ur þetta vera vegna þess að hjól hafi batnað tæknilega og orðið þægilegri farartæki, og að góð hjól hafi lækkað töluvert í verði. Þannig hafi fleiri komist að því hversu þægilegur og góður samgöngumáti hjólreiðar eru. „Hjólreiðamenning er mikil í öðr- um löndum og undanfarið höfum við verið að uppgötva þetta sem sam- göngutæki í borg. Við erum samt enn nokkuð veðurhrædd og notum bílinn eins og kápu. En það er ástæðulaust að vera svona veðurhræddur og mað- ur kemst að því þegar maður byrjar að hjóla.“ Að mati Óla er það frekar gatna- kerfið en veðrið sem er hamlandi þeg- ar kemur að því að nota hjól sem sitt helsta samgöngutæki í borginni. „Það er ekki gert ráð fyrir þessum möguleika í gatnakerfinu. Það eru til útivistastígar og gangbrautir en hvergi hjólreiðastígar. Þetta þarf að bæta enda kemur það öllum til góða að létta á bílaumferðinni.“ Ástæðulaust að vera veðurhræddur Morgunblaðið/RAX Óli Þór Hilmarsson býr í miðbænum og hjólar til og frá vinnu í Keldnaholti. Elísabet Ólafsdóttir, bók-menntafræðinemi við Há-skóla Íslands, býr í Vest- urbænum og fer allra sinna ferða á hjóli. Hún hjólar í skólann, vinnuna, bíó og í heimsóknir og lítur á hjólið fyrst og fremst sem samgöngutæki. „Ég hjóla til að komast frá A til B, en fer aldrei í sérstaka hjólatúra,“ segir Elísabet sem hjólaði einnig mikið sem unglingur. „Ég hjólaði líka á veturna þegar ég var unglingur og þá var ég alveg ótta- laus og brjáluð á hjólinu. Ég var einu sinni rekin úr tíma þegar það var kominn blóðpollur við hælinn á mér. Þá hafði ég dottið af hjólinu í hálku en var í rauðum sokkabuxum og tók ekki eftir gatinu og svöðusárinu sem var ennþá dofið. Þegar ég var 14 ára datt ég svo einu sinni á svelli fyrir framan löggu og rann svona fimm metra fram hjá honum og þá sagði hann: Er ekki tími til kominn að leggja hjólinu?“ Eftir þetta slysatímabil segist Elísabet hafa tekið sér pásu og hún hjólaði ekkert á meðan hún var í menntaskóla. „Þegar ég byrjaði í há- skólanum fór ég að hjóla aftur og var þá orðin miklu hræddari. Nú þori ég til dæmis ekki að sleppa höndum, en ég kom varla við stýrið sem unglingur. Er líka skíthrædd við alla hálkubletti og fer rosalega varlega.“ Elísabet sinnir flestum erindum sínum á hjóli, meðal annars því að kaupa í matinn. En hvernig tekur hún pokana? „Ég er með körfu framan á hjólinu og fer yfirleitt með bakpoka fyrir þunga hluti. Mjólkin fer í bak- pokann, einn poki fer í körfuna, og tveir á stýrið, sitt hvorum megin. Ég lærði það þegar ég var 15 ára að vera aldrei með poka bara öðrum megin á stýrinu, þá detturðu.“ Elísabet segir að burtséð frá hag- nýtu gildi hjólsins sé það henni nauð- synlegt að hjóla upp á almenna vellíð- an. Útiveran og súrefnið séu nokkuð sem hún geti ekki verið án og svo skemmtir hún sér líka mjög vel á hjól- inu. „Þegar ég hjóla er ég með i-pod- inn minn í gangi og er alltaf í mínu eigin tónlistarmyndbandi. Ég hef tón- listina mjög hátt stillta og geri mynd- band inni í mér þar sem ég er alltaf söngvarinn. Ég stoppa kannski fimm sekúndum lengur, þegar ég er að bíða eftir bíll keyri hjá, ef takturinn er ekki með. Þannig hjóla ég í takt við tónlist, og það er mín skemmtun. Og syng mjög oft hástöfum með, nema að ég sé að hjóla um miðja nótt þegar allir eru sofandi. Það er mjög gott að syngja út í vindinn.“ Hjólar í takt við tónlist Morgunblaðið/Sverrir Elísabet Ólafsdóttir hjólar í skólann, vinnuna og matvörubúðina. bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.