Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vafalítið hefur mörgum ver-ið illa brugðið þegar frétt-ir bárust af því í janúarlokað lítil fimm ára hnáta hefði farið fram af svölunum á fjórðu hæð fjölbýlishúss og fallið 11–12 metra niður þar sem hún lenti á steyptri stétt aftan við húsið. Viku seinna gátu landsmenn séð litlu stúlkuna, Önnu Sigrúnu, á sjón- varpsskjánum og með eigin augum séð hversu hress hún var miðað við allt sem á undan var gengið og heyrt hana segja fréttamanni hvernig hún notaði tákn meðan hún var tengd við öndunarvél til þess að tjá sig við for- eldra sína. Um var að ræða Tákn með tali sem hún hafði lært á leik- skólanum sínum, Múlaborg, og var það fyrsta sem hún táknaði, meðan hún lá tengd við öndunarvél á gjör- gæslu, „út með rörið“ sem vísaði til rörsins sem þrætt var ofan í barka hennar. „Það að hún skyldi tákna gaf okk- ur mjög mikið vegna þess að þá viss- um við að það var greinilega í lagi með kollinn á henni þó hún væri mik- ið slösuð og margbrotin. Ég er líka sannfærð um að táknin hafi róað hana þar sem hún gat gert sig skilj- anlega þó að hún gæti ekki talað,“ segir Steinunn I. Stefánsdóttir, móð- ir Önnu Sigrúnar, þegar hún rifjar upp atburðinn. En þó litla stúlkan hafi nánast vaknað brosandi á gjör- gæsludeildinni og tekið veikindum sínum með miklu jafnaðargeði, enda „ótrúlegur karakter“, eins og móðir hennar orðar það, reyndi eðlilega mikið á fjölskylduna í kjölfar slyss- ins. Allt gerðist á örfáum sekúndum Aðspurð segir Steinunn erfitt að rifja upp daginn sem slysið átti sér stað vegna þess að allt virðist hrein- lega hafa gerst svo hratt. Fram á þennan dag veit enginn hvað ná- kvæmlega gerðist. Þrátt fyrir að svalirnar væru læstar gat litla stúlk- an opnað þær og þó enginn viti hvernig það gerðist tókst henni að príla yfir handriðið. Steinunn segir Önnu Sigrúnu aldrei hafa leitað út á svalir og því síður sé hún vön að príla. „Hún er ein af þessum rólegu börnum sem maður getur ekki ímyndað sér að geri svona. Hún hafði heldur aldrei áður farið ein út á svalir fyrr en þennan dag, þegar hún fer út og niður. Og allt gerist þetta á einhverjum örfáum sekúndum.“ Að sögn Steinunnar voru bæði hún og maður hennar, Gunnar Æv- arsson, komin niður til Önnu Sigrún- ar nánast um leið og var sjúkrabíll- inn kominn á innan við þremur mínútum frá slysinu. Segir hún fyrstu viðbrögð frá neyðarlínunni og hjá bráðaliðunum í bílnum hafa verið til fyrirmyndar. Eftir því sem á við- talið líður á Steinunn eftir að marg- hrósa læknunum sem og öllu heil- brigðisstarfsfólkinu sem kom að málinu og þakkar hún þeim hversu vel fór, enda hafi fyrstu viðbrögð, flutningur Önnu Sigrúnar á Land- spítalann – háskólasjúkrahús í Foss- vogi og aðgerðir þar verið lífsbjarg- andi. Missti aldrei meðvitund Við fallið mjaðmagrindarbrotnaði Anna Sigrún á tveimur stöðum, spjaldhryggurinn í bakinu brotnaði og vinstri lærleggur, lungun mörð- ust og gat kom á annað lungað auk þess sem hún brákaði kinnbein. Þótt ótrúlegt megi virðast missti Anna Sigrún þó aldrei meðvitund eftir fall- ið og gat því, þegar komið var upp á slysavarðstofu, tjáð lækninum ná- kvæmlega hvar hún fyndi til. „Hún er skýr þessi stelpa og hefur alveg áttað sig hvað var um að vera, en samt hélt hún ró sinni allan tímann.“ Eftir röntgenmyndatökur tók við sjö klukkustunda löng aðgerð og á með- an gátu foreldrarnir ekkert gert annað en beðið. Aðspurð segir Steinunn bæði fjöl- skylduna og vinahópinn hafa staðið þétt við bakið á þeim og verið komin til þeirra upp á spítala strax um nótt- ina. „Við eigum mikið af góðum vin- um og mjög góða og stóra fjölskyldu sem hefur staðið með okkur eins og klettur. Fólk var duglegt við að hringja, raunar svo mjög að maður komst engan veginn yfir að svara öll- um símtölunum þó maður gjarnan hefði viljað.“ Hvað tímann á gjörgæslunni varð- ar segir Steinunn hann hafa verið eins og í móðu. „Það er skelfileg upp- lifun að barnið manns skuli vera í lífshættu og maður hreinlega trúir því ekki að svona lagað skuli geta komið fyrir. Það var náttúrlega kraftaverk að hún skyldi lifa þetta háa fall af og einnig kraftaverki lík- ast hvað hún hefur náð sér vel.“ Spurð hvort hún telji að einhver hafi vakað yfir Önnu Sigrúnu og gætt hennar í fallinu segist Steinunn í raun ekki geta annað en trúað því. Greip til táknanna til að tjá sig meðan hún lá í öndunarvélinni Í fyrstu aðgerðinni sem Anna Sig- rún fór í var hún sett í Hoffmangrind vegna brota á mjaðmagrindinni, auk þess sem setja þurfti í beinin skrúfur og spengja spjaldhrygginn og vinstri lærlegg. „Læknarnir einbeittu sér í þessari fyrstu aðgerð að búknum, en ætlunin var morguninn eftir að klára restina af brotunum sem þeir bjugg- ust við að finna. Þeir bjuggu okkur því undir tveggja til þriggja tíma að- gerð, en komu með hana til baka eft- ir hálftíma þar sem engin önnur brot fundust. Hún var að vísu með brákað kinnbein en vitað var að augað var í lagi. Það var því mikill léttir og góðs viti,“ segir Steinunn og segist lækn- unum afar þakklát fyrir hve duglegir þeir voru að upplýsa þau hjónin um stöðu mála. „Við vorum svo heppin að okkar færustu sérfræðingar voru á vakt þegar komið var með hana. Þeir sögðu okkur alltaf hvað væri að gerast, við hverju mætti búast og drógu aldrei neitt undan, sem var af- ar gott.“ Eftir aðgerðina var Anna Sigrún á gjörgæslu í fjóra sólarhringa og þurfti að vera í öndunarvél í tvo daga. Það var á þessum fyrstu dög- um sem Anna Sigrún greip til tákn- anna til að tjá sig. „Strax á fyrsta sól- arhringnum losaði hún svefn og með því fyrsta sem hún sagði eftir að hafa beðið um að rörið yrði fjarlægt var að hún væri sterk og að hún ætlaði sér að ganga og synda, en að hún væri lasin og þyrfti að hvíla sig.“ Á fimmta degi eftir slysið var Anna Sigrún flutt á Barnaspítala Hrings- ins þar sem hún dvaldist næsta einn og hálfan mánuðinn eða þar til hún var útskrifuð 16. mars sl. Rúmið notað sem farartæki Meðan Anna Sigrún lá á Barna- spítalanum skiptust þau hjónin á að vera hjá henni öllum stundum, auk þess sem eldri systir hennar var mikið hjá henni. „Það má eiginlega segja að ég hafi búið á LSH Hring- braut í hálfan annan mánuð, en ég var hjá henni alla virka daga og um helgar var pabbi hennar hjá henni meðan ég var heima hjá eldri dóttur okkar. Við reyndum að hafa þetta allt eins heimilislegt og hugsast gat á spítalanum.“ Steinunn segist hafa mætt miklum skilningi vinnuveit- enda sinna, en strax á fjórða degi eft- ir slysið hringdi yfirmaður hennar í hana til að tjá henni að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af vinnunni heldur aðeins að einbeita sér að dótt- ur sinni. Segir Steinunn ómetanlegt að fá slíkan stuðning og að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað, en henni eru greidd full laun í þá þrjá mánuði sem hún þarf að vera frá vinnu. Aðspurð segir Steinunn afar vel búið að jafnt börnum sem foreldrum á Barnaspítalanum. Segir hún að- stöðuna til fyrirmyndar og starfs- fólkið boðið og búið til að aðstoða á allan hátt. Eftir flutninginn á Barna- spítalann var Anna Sigrún alveg rúmliggjandi og mátti lítið sem ekk- ert hreyfa sig út af brotunum. Segir Steinunn þau hjón hafa brugðið á það ráð, meðan dóttirin var rúm- liggjandi, að fara með hana um spít- alann með því að ýta rúminu um gangana til þess að hafa ofan af fyrir henni. Tveimur vikum eftir slysið var Anna Sigrún farin að geta setið í kerru og þá gátu foreldrar hennar farið að fara með hana út í göngu- túra í góða veðrinu til þess að fá ferskt loft. „Því partur af því að vera ekki lasinn er að vera ekki alveg innilokaður á spítala. Ég náði því í svefnpoka og dúðaði hana vel, en á þeim tíma gat hún ekki farið í neinar buxur út af Hoffmangrindinni. Síðan fórum við út í hálftíma til klukkutíma gönguferðir einu sinni til tvisvar á dag.“ Ákveðin í að æfa sig Í byrjun mars var Hoffmangrind- in loks fjarlægð og þá varð ferðamáti Önnu Sigrúnar hjólastóll í nokkra daga. „Þá varð hún eins og lítill kálf- ur að koma úr fjósi, enda var hún þá loksins orðin frjáls og gat hreyft sig miklu meira en áður. Hún var mjög glöð og fljót að læra á stólinn og al- veg ákveðin í að þjálfa sig. Þannig fór hún t.d. í undirgöngin á spítalan- um og upp brekkuna sjálf til að geta rennt sér hratt niður.“ Nokkrum dögum seinna, eða 7. mars, var komið að því að Anna Sig- rún spreytti sig á að ganga í fyrsta sinn eftir slysið og naut hún aðstoðar göngugrindar. „Fyrst þegar hún gekk af stað fór um mann sökum þess að vinstri fóturinn dróst bara á eftir henni. En eftir svona langa legu höfðu vöðvarnir auðvitað rýrnað. Hún var samt ótrúlega fljót að end- Litla stúlkan er kraftaverkabarn Það eru gömul sannindi að slysin gera ekki boð á undan sér. Það átti svo sannarlega við þegar hin fimm ára gamla Anna Sigrún féll fram af fjórðu hæð í fjölbýlishúsi. Silja Björk Huldudóttir settist niður með Steinunni I. Stefánsdóttur, móður Önnu Sigrúnar, og fékk að heyra hvernig fjölskylda tekst á við svo hræðilegt slys og hversu mikið kraftaverkabarn litla stúlkan er. Eftir sjö klukkustunda aðgerð dvaldi Anna Sigrún fjóra daga á gjörgæslu áður en hún var flutt á almenna deild þar sem hún átti eftir að dvelja í sex vikur meðan brotin voru að gróa. Fyrstu tvo sólarhringana á spítalanum þurfti hún að vera í öndunarvél, enda kom gat á annað lungað við fallið. MIKIL eftirvænting ríkti meðal leikskólakrakkanna á Múla- borg þegar Stefán Kristinsson og Gunnar R. Ólafsson, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins, renndu í hlað á sjúkrabíl sínum síðdegis í gær. Var til- efni heimsóknarinnar að ræða við krakkana um helstu hætt- urnar sem leynast bæði inni á heimilinu og úti við, auk þess sem börnin fengu að fara inn í sjúkrabílinn og skoða. Þeir Stefán og Gunnar voru einmitt á vakt daginn sem Anna Sigrún datt og voru því fyrstir á slysstað. „Við vorum staddir í nágrenninu og heyrðum að stúlka hefði dottið niður af ann- arri hæð. Okkur fannst það nú nógu alvarlegt, en þegar við komum á staðinn reyndist þetta vera á fjórðu hæð, sem gerði þetta enn alvarlegra,“ segir Stefán og segir dásamlegt að fylgjast með þeim góða bata sem Anna Sigrún hafi náð. „Börn bjargast stundum á ótrú- legan hátt. Maður trúir því hreinlega ekki hvað þau eru seig,“ segir Gunnar. Í spjalli við krakkana lögðu Stefán og Gunnar höfuðáherslu á mikilvægi þess að nota hjálm þegar hjólað væri, að fara var- lega í umferðinni og nota alltaf bílbelti. Einnig ræddu þeir um eldhættu og brýndu fyrir börn- unum að fikta aldrei með eld- spýtur og fara varlega í kring- um eldavélar. Einnig fóru þeir yfir það hvernig rétt væri að bregðast við ef eldur kviknaði. Þannig mætti ekki fela sig þó maður væri hræddur þar sem þá gæti reynst torvelt fyrir slökkviliðsmennina að finna börnin, skríða ætti út, en kæm- ist maður ekki út ætti að halda sig nálægt dyrum eða gluggum. Þegar krakkarnir voru spurð hvort þau kynnu neyðarnúm- erið svöruðu þau öll í kór: „Já, það er 112“ og hrósaði Stefán þeim fyrir það. Að endingu ræddi Stefán um hætturnar sem felast í því að príla, hvort heldur er í glugg- um, stillönsum eða úti á svölum. Við það tækifæri heyrðist hátt og snjallt frá Önnu Sigrúnu litlu: „Það er rétt. Það má alls ekki príla úti á svölum og sér- staklega ekki uppi á fjórðu hæð.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Sigrún hér ásamt Stefáni Kristinssyni á Múlaborg í gær þegar leikskólabörnunum gafst kostur á að skoða sjúkrabíl. Stefán var einn þeirra sem kom fyrstur á slysstað er Anna Sig- rún féll fram af svölunum. „Það má ekki príla á svölum, sérstaklega ekki á fjórðu hæð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.