Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR Eddufelli 2 - sími 557 1730 Bæjarlind 6 - sími 554 7030 Str. 36-56 Nýtt kortatímabil MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá forstöðumönnum 15 safna um vinnubrögð Safnaráðs, en nýlega var tilkynnt um úthlutun ráðsins á styrkjum. „Safnaráð hefur nýlega sent út tilkynningu um úthlutanir úr safna- sjóði fyrir árið 2005. Nema þær alls rúmlega 64 millj. kr. Bryddað er upp á ákveðnum en afar umdeildum nýmælum við úthlutunina og hafa forstöðumenn fjölmargra safna lýst yfir mikilli óánægju og vandlætingu á vinnubrögðum Safnaráðs. Í um- ræðu um málið á netvettvangi safn- manna hafa menn tjáð skoðanir sín- ar og mörg þung orð verið látin falla, svo sem skilningsleysi, lítils- virðing og misbeiting valds. Í þess- ari grein viljum við gera lesendum Morgunblaðsins grein fyrir stöðu málsins og lýsa afstöðu okkar til þess. Gróska og vitundarvakning Mikil gróska hefur verið í upp- byggingu og rekstri margs konar safna undanfarin 10–15 ár og má í því sambandi tala um vakningu meðal safnmanna, stjórnmálamanna og þorra landsmanna. Miklum menningarverðmætum hefur verið bjargað og komið til sýningar þar sem nýjar leiðir í miðlun og rekstri hafa verið reyndar og aðsókn og áhugi almennings hefur aukist stór- lega. Söfnin virka ekki lengur eins og „kalkaðar grafir“ gamalla hluta heldur lifandi vettvangur fyrir fræðslu og miðlun þjóðarsögunnar. Til hliðar við hið hefðbundna starf hafa sum söfnin verið opnuð fyrir margvíslega aðra menningarstarf- semi og eru í raun helstu menning- arstofnanir í sínum byggðarlögum. Ef tala má um árangur í safn- starfi þá er hann augljós. Fagleg sjónarmið og fjölbreytni ráða ferð- inni, söfnin eru víða helsta aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn og undirstaða ferðaþjónustu, samband almennings við söfnin hefur aukist stórlega og íslenskt safnstarf hefur hlotið al- þjóðlega viðurkenningu. Að baki býr vitundarvakning um varðveislu þjóðararfsins og að hún gegni mik- ilvægu hlutverki í almannafræðslu, atvinnuþróun og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Þar hefur þjóðminja- vörður, Þjóðminja-/Safnaráð og stjórnmálamenn stutt dyggilega við framtak einstaklinga og félaga. Fjárhagsgrunnurinn að starfsemi safnanna eru framlög frá héraðs- og sveitastjórnum sem gera þeim kleift að standa undir lágmarks- rekstri en rekstrarstyrkir frá ríkinu gegnum Þjóðminjaráð og síðar Safnaráð hafa tryggt að hægt var að ráða menntað fólk til að stýra söfnunum. Margir þessara for- stöðumanna hafa af elju ýmist breytt starfi stofnana sinna frá því sem áður var eða leitt mikið upp- byggingarstarf við erfið skilyrði. Fagleg sjónarmið eða lítilsvirðing? Í þjóðminjalögunum gömlu sagði að „laun forstöðumanns byggða- safns (…) skulu greidd að hálfu úr ríkissjóði“. Þó að í safnalögum frá 2000 sé ekki kveðið svo skýrt að orði hafa safnmenn og sveitar- stjórnarmenn litið svo á að um þetta atriði giltu óskráð lög um samvinnu ríkisins og sveitarfélaga, enda hefur þetta hlutfall rekstr- arstyrks frá ríkinu verið grundvöll- ur faglegs og kröftugs starfs hjá minni söfnum á landsbyggðinni eins og áður er lýst. Undanfarin 3 ár hefur Safnaráð úthlutað rekstrar- styrkjum samkvæmt þessari hefð og verklagsreglum ráðsins. Nú bregður hins vegar svo við að í stað þess að hækka styrkinn í samræmi við launaþróun síðustu ára er hann lækkaður úr 1500 þús. kr. niður í 400–1200 þús. kr (eftir stærð safna). Skýring ráðsins er sú að ákveðið hafi verið að auka verk- efnastyrki á kostnað rekstrar- styrkjanna eða eins og segir í rök- stuðningi: „Með því að leggja meira fé í mikilvæg verkefni er Safnaráð að stuðla að framþróun í íslensku safnastarfi (…). Ekki er hægt að stuðla að slíkri framþróun í gegnum rekstrarstyrki, sem renna yfirleitt í launakostnað eða almennan rekst- ur.“ Með skýringum Safnaráðs er a.m.k. tvennt gefið í skyn: Að okkur safnstjórum sé ekki treyst til að vinna að framþróun safnastarfs annars vegar og hins vegar það að ráðið telur sig hæfara að ákveða hvað séu mikilvæg verkefni en safn- stjórarnir í fullu og „faglegu“ starfi okkar. Við nánari athugun kemur það í ljós að verkefnastyrkir hafa hækkað óverulega að krónutölu en nokkru meira hlutfallslega miðað við síðasta ár. En jafnframt upp- götvast að Safnaráð hækkar eigin rekstrarstyrk um 50% og nemur sá „eldur“ sem ráðið skarar þannig að eigin köku nálægt 10 millj. af þeim 64 millj. kr. sem eru til úthlutunar úr Safnasjóði! Í safnalögum er Safnaráði þannig lýst að það sé til eftirlits og þjón- ustu við söfnin í landinu en nú virð- ist vera mjög skýr tilhneiging að byggja upp stofnun inni í Listasafni Íslands um það „stjórnvald“ sem Safnaráð kallar sjálft sig. Þegar það er krafið skýringa á hækk- uninni til sjálfs sín þá er nefndur aukinn lögfræðikostnaður, útgáfa og málþing sem „miðar að upp- byggingu íslensks safnastarfs“! Önnur rök Fyrir lækkun rekstrarstyrkjanna leggur Safnaráð fram enn önnur rök. Þau eru að „Safnasjóður er ekki hugsaður sem bakhjarl þegar kemur að rekstrarstyrkjum“ og „af- koma safns á ekki að vera upp á Safnaráð komin“ og „fjárhags- grundvöllur þess skal vera tryggð- ur“ áður en safn hljóti rekstrar- styrk. Þetta eiga sem sagt að heita rök fyrir lækkandi rekstrarstyrk. En það er reyndar ekkert í safna- lögum sem segir að rekstrarstyrkir geti ekki verið eins og hefðin býður eða hvort rekstrarstyrkir eða verk- efnastyrkir hafi meira vægi. Í þessu samhengi viljum við svo endurtaka þá skoðun okkar að sveitarfélögin og eigendur safnanna hafa tryggt lágmarks rekstrar- grundvöll starfseminnar og að hálf- ur launastyrkur frá ríkinu hafi síð- an „tryggt“ fagmennsku og gæði í starfi. Þessi túlkun og rökleysa í skýr- ingum Safnaráðs, ásamt því að við úthlutunarborðið hafi verið ákveðið hvaða atriði skyldu ráða við útdeil- ingu verkefnastyrkja, er að okkar mati eins og hver önnur geðþótta- ákvörðun sem varin er með óljósum lagabókstaf. Nýir herrar – nýir siðir? Þessi nýju viðhorf og úthlutunar- aðferðir koma okkur fyrir sjónir sem algjört skilningsleysi á stöðu safnanna í landinu og einskær lítils- virðing við störf okkar. Við spyrjum hvað valdi þessum sinnaskiptum sem leitt geta til uppsagna eða verulegs samdráttar í faglegu starfi. Enn má benda á að þetta nýja ráðslag er í flestum aðalatriðum brot á skýrum vinnulagsreglum Safnaráðs sem settar voru árið 2003 eða á þeim tíma þegar þjóð- minjavörður gegndi formennsku í ráðinu. Í Safnaráði sitja auk þjóðminja- varðar, forstöðumenn Listasafns Ís- lands og Náttúrufræðistofnunar, einnig eru þar fulltrúi félags safn- manna og sveitarstjórna. Í úthlut- unarnefnd Safnasjóðs eru hins veg- ar aðeins fyrrnefndir forstöðumenn vegna meintrar vanhæfni hinna. Fyrir rúmu ári tók forstöðumaður Listasafnsins við formennsku. Í þeirri stöðu sem upp er komin nú er eðlilegt að komi efi í hugum okk- ar um skipan í Safnaráð og hverjir séu yfirleitt hæfir til að veita úr „fjárvana“ Safnasjóði. Í hvaða að- stöðu eru forstöðumenn höfuðsafn- anna þriggja sem hafa hundruð milljóna króna í rekstrarstyrki frá ríkinu og aldrei þurfa að hafa áhyggjur af launum sínum eða allra sérfræðinga sinna í faglegu starfi – eru þeir yfirleitt hæfastir til að skilja eða meta stöðu „litlu“ safn- anna í landinu og störf okkar? Eða skyldu þeir allir hafa gert sér far um slíkt? Miðað við stöðu safna okkar og þá faglegu vinnu sem við teljum okkur inna af hendi þá er það afar einkennilegt að rekstrarstyrkirnir skuli lækkaðir með fyrrgreindum rökum og sýnist okkur það aðeins bera vott um vanþekkingu og lítils- virðingu. Að lokum Þessi grein er skrifuð til að skýra helstu drætti Safnaráðsmálsins eða eins og það blasir við okkur. Margt fleira væri hægt að segja um málið og væntum við þess að frekari um- ræða um það og einstaka þætti þess geti farið fram á síðum þessa ágæta blaðs. Þar má nefna hæfi til setu í Safnaráði og úthlutunar- nefnd, misræmi milli auglýsingar um styrkumsóknir og úthlutana, flokkun safnanna fyrir rekstrar- styrki, valið á verkefnastyrkjum, rekstur og framtíð Safnaráðs o.s.frv. Okkur er það fullljóst að vandinn sem söfn okkar búa við er ekki að- eins frá Safnaráði kominn. Megin- vandinn er fjárskortur sem safna- sjóður býr við, en það afsakar engan veginn ráðslagið. Að lokum viljum við beina orðum okkar til menntamálaráðherra og alþingismanna. Við skorum á ykkur að leggja meira fé í Safnasjóð og breyta jafnframt núgildandi safna- lögum svo þau tryggi jafnræði í safnstarfsemi í landinu. Þetta mál er meðal annars byggðapólitískt. Í hnotskurn snýst það um hvort almannafé sé deilt út af sanngirni og á jafnréttis- grundvelli til reksturs menn- ingarstofnana. Það snýst um jafnvægi í menningu og byggð Ís- lands. Nánari upplýsingar um Safnaráð, lög og starfsreglur ásamt skrá yfir úthlutanir 2005 má finna á heima- síðu ráðsins: safnarad.is Ásdís Thoroddsen, Minjasafninu Hnjóti, Patreksfirði. Björn Pétursson, Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. Elfa Hlín Pétursdóttir, Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum. Elín S. Sigurðardóttir, Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Jóhann Hinriksson, Ljósmyndasafninu Ísafirði. Jón Allansson, Byggðasafninu Görðum, Akranesi. Jón Jónsson, Sauðfjársetrinu á Ströndum. Jón Sigurpálsson, Byggðasafni Vestfjarða, Ísafirði. Níels Hafstein, Safnasafninu, Eyjafirði. Pétur Kristjánsson, Tækniminjasafninu á Seyðisfirði. Pétur Sörensson, Safnastofnun Fjarðarbyggðar. Stefanía Gísladóttir, Bóka- og byggðasafni N-Þingeyinga. Sveinbjörn Sigurðsson, Flugsafni Ísl. Akureyri. Þórður Tómasson og Sverrir Magnússon á Skógum. Örlygur Kristfinnsson, Síldarminjasafninu á Siglufirði.“ Yfirlýsing frá forstöðumönnum fimmtán safna víðs vegar að af landinu „Heggur sá er hlífa skyldi“ Morgunblaðið/Golli Bátahúsið er hluti af Síldarminjasafninu á Siglufirði, en sum af söfnunum gagnrýna úthlutun safnaráðs á styrkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.