Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Hjónin Hulda Hallgríms-dóttir, kennari við Lind-arskóla í Kópavogi, ogIngi Þór Hermannsson, markaðsstjóri neytendasviðs hjá Olíufélaginu, brugðu sér til New York í haust, meðal annars til að taka þar þátt í hinu árlega New York- maraþoni ásamt sjötíu öðrum Íslend- ingum á aldrinum 21 til 64 ára. Þau hafa verið að hlaupa sér til ánægju og heilsubótar af og til sl. fjórtán ár án þess þó að hafa tilheyrt sérstökum hlaupaklúbbum, en hafa haft gaman af því að taka þátt í tveimur til þremur götuhlaupum á ári. Árið 2000 fóru þau til Kaup- mannahafnar og tóku þátt í hálf- maraþoni á milli Danmerkur og Sví- þjóðar þegar Eyrarsundsbrúin var opnuð fyrir umferð. Ári síðar þegar húsbóndinn stóð á fertugu skoraði systirin Matthildur á hann að taka þátt í London-maraþoni. „Ég neitaði staðfastlega, því í heilt maraþon skyldi ég aldrei láta hafa mig út í. En þegar systir mín kom svo með þá hugmynd fyrir um ári að hlaupa New York-maraþon, hrundu allir múrar þar sem hugmyndin um að hlaupa um götur New York-borgar virkaði ótrú- lega heillandi. Þangað höfðum við hjónin komið í nokkur skipti og alltaf vorum við jafn heilluð af borginni,“ segir Ingi Þór. Hulda skráði sig strax til leiks og dóttirin Kristín Birna, sem er 21 árs, stóðst heldur ekki mátið. Hún sá sér leik á borði að fara til New York í fyrsta skipti og taka þátt í þessu ævintýri með foreldrunum. Undirbúningur hófst í júlí á síðasta ári og hlaupið var fjórum til fimm sinnum í viku, stuttar vegalengdir til að byrja með sem lengdust svo stig af stigi. Algengustu vegalengdir voru 6–8 km á virkum dögum og 16–24 km hlaup um helgar. Þau segjast hafa að mestu stuðst við æfingaáætlun, sem þau hafi fundið á vef New York Mar- athon, en einnig hafi þau haft til hlið- sjónar æfingaplön hlaupahópsins í Grafarvogi. Hlaupið um öll hverfin Stóra stundin rann svo upp sunnu- daginn 7. nóvember. Hlaupaleiðin, 42,2 km, lá um öll fimm hverfi New York-borgar. Frá Staten Island um Brooklyn, yfir í Queens, inn á Man- hattan og þaðan yfir í Bronx og aftur á Manhattan, inn í Harlem og eftir endilöngum Miðgarði. „Hlaupið var vægast sagt stórkost- leg upplifun frá upphafi til enda. Í hlaupinu tóku þátt 37 þúsund manns. Talið er að 2,5 milljónir áhorfenda hafi fylgst með sem ekki spöruðu hvatningu, hróp og köll auk þess sem áttatíu hljómsveitir röðuðu sér eftir brautinni. Skrýtið var að upplifa í Brooklyn þegar allt féll skyndilega í dúnalogn þegar komið var inn í hverfi strangtrúaðra gyðinga, sem stóðu við brautina og hvöttu okkur með þögn- inni, konur og börn öðrum megin göt- unnar og karlar hinum megin, klædd þykkum dökkum fatnaði í sól og átján stiga hita.“ „Keppnisdagurinn var tekinn snemma. Vaknað var kl. 5 að morgni og var hlaupurum í þúsundavís keyrt í morgunkyrrðinni í rútum frá hót- elum inn á Staten Island. Hlaupið sjálft hófst svo kl. 10 að morgni og tók það allan hópinn um hálftíma að komast yfir sjálfa ráslínuna. Þegar hlaupinu loks lauk í Central Park, vorum við auðvitað að niðurlotum komin, en sælutilfinningin yfir því að hafa lokið hlaupinu var auðvitað þreytutilfinningunni yfirsterkari,“ segir Hulda. Íslendingarnir voru þátttakendur í skipulagðri hópferð á vegum Hlaupa- ferða, lítils fyrirtækis, sem sérhæft hefur sig í skipulagningu hlaupaferða og hefur m.a. umboð fyrir New York- og London-maraþon á Íslandi. Erfitt getur reynst að komast inn í stóru hlaupin og í reynd eru aðeins þrjár leiðir færar. Í fyrsta lagi tryggir lág- markstími keppnismönnum þátt- tökurétt. Í öðru lagi geta þeir, sem ekki stunda hlaup sem keppnisgrein, tekið þátt í happdrætti og vonast til að hafa heppnina með sér. Í þriðja lagi geta menn vænst þess að komast að í gegnum umboðsskrifstofur sem Íslendingarnir tryggðu sér í þetta sinn. Tíminn fljótur að fljúga Gist var á notalegu hóteli á besta stað á Manhattan, Courtyard, á horni 5. breiðgötu og 40. strætis við bóka- safnið og steinsnar frá Times-torgi og brautarstöðinni. Ferðin varði í sex daga og fyrir hlaupið tók hópurinn m.a. þátt í Íslandskynningu í hinni nýju Time Warner-byggingu á Col- umbusar-torgi. Þar var m.a. borðað á skemmtilegum veitingastað, sem heitir Café Grey, og Dizzy Gillespie’s jazzklúbbur í sömu byggingu var heimsóttur, en þar spila á hverju mánudagskvöldi lokaársnemar við hinn fræga Julliard-tónlistarháskóla. Eftir hlaupið var unnið í því að ná úr sér harðsperrum með göngu- túrum, m.a. um Greenwich, Soho, Little Italy og China Town. Að sjálf- sögðu var svo endað á Ground Zero, þar sem tvíburaturnarnir frægu stóðu en heyra nú sögunni til. „New York olli okkur ekki von- brigðum í þetta skiptið frekar en hin skiptin. Borgin er kynngimögnuð og erfitt er að lýsa þeirri stemmningu, sem borgin býður upp á enda er tím- inn fljótur að fljúga,“ segja Ingi Þór og Hulda, sem útiloka alls ekki þátt- töku í öðru New York-maraþoni. Fyrir utan New York, hafa aðrar eft- irminnilegar ferðir þeirra hjóna legið m.a. til Ástralíu, Mexíkó City og New Orleans. Kynngimögnuð borg með einstaka stemmningu  NEW YORK Morgunblaðið/Einar Falur Horft austur yfir Manhattan og neðsta hluta Central Park, frá íbúð á 73. hæð í Time Warner-byggingunni. Íslenskir maraþonhlauparar áður en lagt er í’ann, frá vinstri: Kristín Birna Ingadóttir, Ingi Þór Hermannsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Matt- hildur Hermannsdóttir og Sigbjörn Guðjónsson. Hjónin Hulda Hall- grímsdóttir og Ingi Þór Hermannsson tóku þátt í New York-maraþoni ásamt 37 þúsund öðrum þátttakendum. Þau sögðu Jóhönnu Ingv- arsdóttur að viðstaddar hefðu verið 2,5 milljónir áhorfenda. TENGLAR .............................................. www.skokk.com/Hlaupaferðir/ Hlaupaferðir.htm www.nycmarathon.org www.hotel5a.com www.cafegray.com www.jalc.org/dccc/c_calendar.asp join@mbl.is ÞEGAR maður ætlar að leigja sér bíl í útlöndum er ágætt að hafa í huga hvað er innifalið í verðinu. Í Inter- national Herald Tribune er greint frá reynslu manns sem hefur tvisvar þurft að borga minni háttar skemmd- ir á bílaleigubílum af því að tryggingin sem fylgdi með í leigunni náði ekki til skemmdarverka og þjófnaðar. En erfitt getur verið að lesa allan samninginn að smáa letr- inu meðtöldu áður en keyrt er út í sumarfríið. „Það eru því miður engin einföld svör,“ segir Richard Broome, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Hertz, þegar IHT spyr hvernig neytendur geti komist leiðar sinnar um frumskóg bílaleiguviðskipta þar sem þeir þurfa að velja og hafna. Broome bendir á að ekki henti öllum það sama og margir valmöguleikar geti því verið af hinu góða. Sérfræðingar á sviði neytendaverndar og bíla- leiguviðskipta segja að galdurinn sé að fá besta verðið með öllum tryggingum og þjónustu sem maður þarf, en ekkert af því sem maður veit að maður þarf ekki. Það getur t.d. verið óheppilegt að panta bílaleigubíl á Net- inu og viðskiptavinum er ráðlagt að fara vel í gegnum slíkar pantanir. Sérfræðingarnir gefa einnig sex ráð sem gott er að hafa í huga þegar leigja á bíl:  Skoðið ferðasíður á Netinu, t.d. Expedia, Trav- elocity, Orbitz eða lastminute.com. Einnig vefi bíla- leiganna.  Sleppið Netinu og hringið frekar því oft eru tilboð aðeins aðgengileg í síma. Reynið nokkrar bílaleigur.  Spyrjið um afslátt, jafnvel þótt þið teljið ykkur ekki eiga rétt á honum. Margar bílaleigur bjóða eldri borgurum afslátt, félögum í ferðafélögum, ríkis- starfsmönnum, handhöfum ákveðinna greiðslukorta o.s.frv.  Athugið ferðatrygginguna, hún inniheldur oft ákvæði um bílaleigubíla. Heimilistryggingar geta jafnvel tekið til innbrota í bílaleigubíla, að því er IHT bendir á.  Ef þið ákveðið að kaupa tryggingu hjá bílaleigunni, spyrjið hvað hún tryggir. Dæmi eru um að kaupa þurfi sérstakar tryggingar til að fá sprungið dekk eða brotna rúðu bætt.  Íhugið að leigja bíl inni í borg en ekki á flugvelli. Hjá sumum bílaleigum er dýrara að leigja bílinn á flug- völlum og það gæti borgað sig að nota almennings- samgöngur í bæinn frá flugvellinum.  NEYTENDUR | Á að leigja bíl í sumarfríinu? Krefst yfirlegu að ná besta verðinu AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.