Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Málningarpenslar og ósamsettarhillur lágu á nýlökkuðu skjanna-hvítu gólfi þegar blaðamaður ogljósmyndari litu inn í verslunina Pjúra sem verður opnuð í dag, laugardag, í Ingólfstræti 8. Á þönum um tilvonandi versl- unarhúsnæðið voru þrjár af þeim fjórum ungu konum sem eiga verslunina, en und- anfarinn mánuð eða svo hafa þær allar eytt hverri lausri stund í undirbúning og stofn- setningu hennar. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. Við fengum hús- næðið í síðasta mánuði og ákváðum þá að opna þenn- an dag,“ segir Íris Eggertsdóttir og systurnar Kolbrún Ýr og Elín Arndís Gunn- arsdætur taka undir með henni og segja að allt hafi gerst mjög hratt og þetta hafi verið skemmti- legt átaksverkefni þar sem vin- ir og vandamenn hafi tekið höndum saman. Húsnæðið sem um ræðir er við hliðina á og deilir inngangi með versl- uninni Frú fiðrildi, en eigandi þeirrar versl- unar, Ingibjörg Grétarsdóttir, og Kolbrún Ýr eru æskuvinkonur. Þá þekktu systurnar Kol- brún og Elín Írisi í æsku og rifjuðu svo upp kynni sín fyrir um ári þegar þær voru allar að selja fötin sem þær hönnuðu í versluninni Oni. Fjórði eigandinn, Hildur Hinriksdóttir, tengist hópnum síðan sem vinkona Írisar. Með ólíkan bakgrunn og í ólíkum störfum Þær Kolbrún, Elín, Íris og Hildur hafa all- ar ólíkan bakgrunn í fatahönnun, en eiga það sameiginlegt að hafa selt fötin sín í versl- unum sem selja íslenska hönnun svo sem Oni og Búðinni og/eða heima hjá sér. Hildur lærði fatahönnun á Ítalíu, Íris lærði myndlist í Bretlandi og við Listaháskóla Íslands og Elín og Kolbrún eru kennaramenntaðar, Elín sérhæfið sig í myndmennt og Kolbrún í text- íl. Allar stunda þær fatahönnun með öðrum störfum, Kolbrún er leikfimikennari, Íris er myndlistarmaður, Elín er upp- lýsingafulltrúi hjá lífeyrissjóði og Hildur er fram- leiðslustjóri bún- ingasviðs hjá Ís- lensku óperunni. Elín byrjaði að hanna föt á sjálfa sig þeg- ar hún var fjórtán ára. „Þá fékk ég saumavél í ferming- argjöf sem ég er ennþá að nota. Ég fór strax á nám- skeið og lærði á saumavélina og svo prófaði ég mig bara áfram. Lagðist jafnvel sjálf á gólfið og teikn- aði eftir og svo var bara saumað þangað til það passaði,“ segir Elín, sem hannar og selur kvenfatnað og fyrirburafatnað. Kolbrún segist hins vegar ekkert hafa saumað sem unglingur. „Ég hataði allt sem tengdist saumaskap, en þegar ég byrjaði í Kennaraháskólanum ákvað ég að taka textíl og fannst það rosalega skemmtilegt. Fyrir tveimur og hálfu ári, þegar mig vantaði með- göngufatnað og langaði í eitthvað meira en það sem var til, fór ég svo að prófa að búa til mín eigin föt og upp úr því fór ég að selja óléttupils í Dixie Company og Búðinni. Ég hélt svo áfram að prófa mig áfram með með- göngufatnað og líka kvenfatnað sem mér finnst mjög mikilvægt að sé fyrst og fremst þægilegur en samt flottur,“ segir Kolbrún sem hannar aðallega kvenföt en er auk þess að prófa sig áfram með barnaföt. Hildur hannar fyrst og fremst barnaföt með það í huga að það henti íslenskum börn- um og aðstæðum. Stöllur hennar segja hana ganga út frá því að íslensk börn séu gjarnan stærri en börnin frá þeim Evrópulöndum sem framleiða mikið af þeim fötum sem fást í verslunum hér. Því hanni hún buxur sem eru nógu langar fyrir stórt íslenskt tveggja ára barn en samt með nægu plássi fyrir bleyju. Eins hanni hún húfur sem útiloka vel ís- lenska rokið sem komi gjarnan úr öllum átt- um í einu. Persónuleg samskipti við þá sem kaupa fötin og munu klæðast þeim Móðir Írisar er fatahönnuður og var með vinnuherbergi heima og því hafði Íris aðgang að efnum og öðru slíku í barnæsku. „Ég saumaði fyrstu flíkina þegar var svona tíu ára og hef alltaf saumað mikið, þótt ég hafi síðan menntað mig sem myndlistarmaður. Ég hef samt alltaf haldið áfram að sauma og svo vatt það upp á sig og ég fór að selja, fyrst heima og svo í Oni og Búðinni. Það var gott byrjunarskref og nú er komið að þessu,“ seg- ir Íris og þær hinar taka undir með henni í því hversu ánægjulegt skref það sé að eign- ast verslun enda hafi það verið draumur þeirra allra lengi. Þær segja einn helsta kost- inn við að vera með eigin verslun að eiga per- sónuleg samskipti við þá sem kaupa fötin þeirra og það sé virkilega ánægjulegt að fá að fylgja hugmynd eftir frá því að hún kvikn- ar í kollinum og þangað til hún er komin ofan í poka og í hendur þess sem mun klæðast henni. „Það hjálpar manni áfram að heyra frá fólkinu sem er að kaupa fötin hvað þeim finnst gott og hvað þeim finnst mega vera betra,“ segir Elín. „Og ef fólk kemur hingað og þarf að láta laga eitthvað eða vill ein- hverja flík í annarri stærð þá reynum við að koma til móts við það,“ segir Íris. „Við viljum endilega að fólk spyrji og segi okkur hverju það er að leita að, og eins ef fólk er komið heim og sér kannski að það er ekki alveg ánægt þá á það endilega að koma aftur og við gerum það sem hægt er,“ segir Kolbrún við undirtektir Elínar og Írisar sem er síðan hleypt frá spjalli í að pússa, raða og snúast, svo allt verði örugglega tilbúið í tæka tíð.  DAGLEGT LÍF | Ungir fatahönnuðir opna eigin verslun í miðbænum Gamall draumur rættist á svipstundu Systurnar Kolbrún Ýr og Elín Arndís Gunnarsdætur og vinkon- urnar Íris Eggertsdóttir og Hildur Hinriksdóttir hafa lengi hannað og saumað föt. Í dag opna þær eigin verslun, sem fengið hefur nafnið Pjúra, og lýsa yfir ánægju með að fá að fylgja hug- myndum sínum eftir frá því að þær kvikna í kollinum þangað til þær komast í hendur þeirra sem munu klæðast þeim. Morgunblaðið/Golli Toppur eftir Elínu, kjóll eftir Kolbrúnu og kjóll eftir Írisi. Elín Arndís og Kolbrún Ýr Gunnarsdætur og Íris Eggertsdóttir. bab@mbl.is Íaldanna rás hafa menn leitað að lyfi semgetur komið í veg fyrir eða læknað semflest af mannanna meinum. Af og tilheyrum við af nýjum lyfjum eða nátt- úruefnum sem munu leysa okkur undan oki van- heilsu og sjúkdóma. Oftast er um að ræða óraunhæfar væntingar til einfaldra lausna. Að þessu sögðu er samt sem áður til einföld leið sem fjölmargar rannsóknir sýna fram á að bætir heilsu, kætir geð og dregur úr líkum á sjúkdóm- um, en það er reglubundin hreyfing. Lífselixírinn er sem sagt til, aukaverkanirnar eru nær engar, en hann getur verið beiskur á bragðið fyrir þá sem mikla fyrir sér tímann og orkuna sem þarf til. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hefur áhrif á eftirtalin heilsufars- vandamál:  Hjarta- og æðasjúkdóma  Krabbamein, s.s ristilkrabba  Beinþynningu  Hækkaða blóðfitu og blóðþrýsting  Mjóbaksverk  Ofþyngd og offitu  Sykursýki  Sýkingar, styrkir ónæmiskerfið  Liðagigt  Astma  Þunglyndi og kvíða Auk þess eykur hreyfing líkamsþrek og lið- leika, bætir svefn, eykur líkur á að fólk temji sér heilbrigða lífshætti og er stuðningur fyrir þá sem eru að hætta að reykja. Lyfseðill á hreyfingu Heilbrigðisþjónustan gegnir stóru hlutverki við að stuðla að því að fólk hreyfi sig reglulega sér til heilsubótar bæði í forvarnaskyni og til að ráða bót á sjúkdómum. Á undanförnum árum hefur í æ fleiri löndum verið tekin upp sú nýbreytni að læknar ávísi hreyfingu í stað lyfja sem meðferð við ákveðnum sjúkdómum. Hér á landi hefur orðið vakning meðal fagfólks og stjórnmála- manna um að gera slíkt hið sama og tekur Land- læknisembættið undir það. Nú þegar hafa til- lögur um þróunarverkefni verið lagðar fram og fulltrúar fagfélaga eins og sjúkraþjálfara, lækna og íþróttafræðinga ásamt Tryggingastofnun, Landlæknisembætti og íþróttahreyfingunni lýst sig reiðubúna til að fylgja henni eftir. Fyrst og síðast er það þó í höndum okkar sjálfra að gera hreyfingu að föstum þætti í daglegu lífi og draga sem mest úr kyrrsetu. Engum ætti að vaxa í augum að hreyfa sig minnst hálftíma á dag ekki síst þar sem rannsóknir sýna að það má dreifa þessum mínútum eitthvað yfir daginn. Temjum okkur hreyfingu í daglegu starfi og frítíma og hvetjum börnin til að gera slíkt hið sama. Þung rök hníga að því að reglubundin hreyfing er veruleg lífsbót og hún bæði lengir og bætir lífið. Ef allur þorri fólks myndi hreyfa sig minnst hálftíma á dag myndi það draga umtalsvert úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Lífselixír – er hann til? Morgunblaðið/Ómar Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur. Í GÆR voru les- endur Daglegs lífs beðnir að senda inn uppskrift að rétti sem kominn er frá Raisu Gorb- achev þ.e. ef þeir ættu slíka upp- skrift í fórum sín- um að lambakjöts- rétti. Ábendingar bárust bæði sím- leiðis og með tölvupósti og er lesendum þakkað fyrir skjót viðbrögð. 500 g lambakjöt í litlum bitum 90 g smjör eða olía 1 tsk. kanill 1 laukur pipar og salt 4 stk. græn epli 5 dl vatn (1 sítróna ef vill) Kjötið er steikt með lauknum í smjörinu og síðan soðið með kanelnum í um 45 mín. Eplin eru flysjuð og skorin í teninga. Síðan eru þau sett í pottinn/pönnuna með kjötinu og saltað og piprað. Soðið í nokkrar mínútur. Ein útfærslan á þessari uppskrift er sú að kreista eina sítrónu yfir réttinn í lokin. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.  MATUR Lambakjöts- réttur Raisu Raisa Gorbachev
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.