Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 15 FRÉTTIR Þegar keypt eru ný Sólgler* með styrkleika er kaupauki með öllum nýjum gleraugum. Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. * Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. FRÍ VORTILBOÐ SÓLGLER! GLERAUGU www.opticalstudio.is FJÖLMENNI var á kynningar- fundi Ferðaklúbbs Ingólfs Guð- brandssonar á fimmtudags- kvöldið en þar var kynnt ein sú stærsta hópferð sem skipulögð hefur verið á Íslandi. Farið verður umhverfis jörðina á 30 dögum og tíu helstu áfanga- staðir norðan miðbaugs heimsótt- ir. Ferðin byrjar í Delhi á Ind- landi en meðal annarra staða sem farið verður til eru; Agra og Jaipur á Indlandi, Bangkok í Tælandi, Peking og Shanghæ í Kína, Tókíó í Japan, Honolulu á Hawaí og San Francisco í Banda- ríkjunum. Allir þessir áfangastaðir eru í miklu uppáhaldi hjá Ingólfi, það besta sem heimurinn býður upp á, og hefur hann margsinnis komið til þeirra áður. Ferðin er þaulhugsuð og skipulögð en þó verður fólki gefið færi á að ráða sér sjálft. „Á fundinum sýndum við fólki myndir frá áfangastöðum ferð- arinnar og voru allir mjög heill- aðir enda er mikið til ferðarinnar vandað. Búið verður á fimm stjörnu hótelum og allar kynn- isferðir innifaldar í verðinu,“ seg- ir Ingólfur. „Fólk var það ánægt með kynn- inguna að 30 manns staðfestu ferð sína eftir fundinn og því er orðið uppselt. Ég er þó að athuga hvort hægt sé að bæta við nokkr- um sætum. Ferðin á eftir að hafa mikil áhrif á fólkið sem mun koma til baka með nýja sýn á heiminn.“ Sjálfur segist Ingólfur hafa far- ið til 144 landa á lífsleiðinni og mörgum sinnum til sumra þeirra. Ferðin umhverfis jörðina á 30 dögum verður hafin annan októ- ber næstkomandi. Umhverfis jörðina á 30 dögum með Ingólfi Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs Reykjavíkur að taka kauptilboðum í byggingarrétt í 3. áfanga í Norðlinga- holti og eru tilboðin um tvöfalt hærri en í sams konar útboði sem fór fram fyrir tæpu ári. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka á fundinum, að tilboðin, sem tek- ið var, endurspegli með skýrum hætti þær alvarlegu afleiðingar sem lóða- skortsstefna R-listans hafi valdið en Reykjavíkurlistinn lét bóka, að þrátt fyrir mikið og jafnt framboð lóða í Reykjavík og nágrannasveitum und- anfarin misseri, hafi tuga milljarða aukið framboð lánsfjár sprengt upp verð á fasteignamarkaði eldri fast- eigna og nýrra, þ.á m. verð bygging- arréttar. Með stefnu Reykjavíkur- borgar við ráðstöfun lóða hafi sameiginlegir sjóðir borgarbúa notið góðs af þessum verðhækkunum, ekki lóðabraskarar. Í tilkynningu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í dag, segir að verð á lóðum fyrir einbýlishús í Norð- lingaholti hafi í útboði í júní í fyrra verið 6,7 milljónir króna en sé nú 14 milljónir. Lóðaverð íbúðar í raðhúsi var 4,3 milljónir í fyrra en er nú 8,7 milljónir og lóðaverð fyrir íbúð í fjöl- býli var 2,7 milljónir en er nú 5,1 millj- ón. Í tilkynningunni segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna, að sala byggingarréttarins í Norðlingaholti endurspegli með skýrum hætti þær alvarlegu afleið- ingar sem viðvarandi lóðaskorts- stefna R-listans hafi valdið, en hún eigi verulegan þátt í stórhækkandi söluverði íbúða og hækkandi fast- eignagjöldum, sem valdi fjölskyldum í borginni miklum búsifjum. Ljóst sé að R-listinn hafi hvorki getu né vilja til að auka lóðaframboðið. Upphæð til- boða í bygg- ingarrétt tvöfaldaðist HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi máli karlmanns, sem ákærður var fyrir að hella eldfimu lími á nokkr- ar hurðir í kjallara fjölbýlishúss í Reykjavík og leggja eld að með þeim afleiðingum að eldur læsti sig í hurð á einni geymslunni og olli skemmdum. Maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að enginn tjónþola hafði gert refsi- kröfu í málinu. Við rannsókn málsins lagði hins vegar formaður húsfélags- ins fram slíka kröfu fyrir hönd félags- ins samkvæmt ákvörðun stjórnar þess. Hæstiréttur taldi, að ekki væri unnt að líta á húsfélagið sem þann sem misgert var við í skilningi al- mennra hegningarlaga, enda til- heyrðu þær eignir sem skemmdust séreignarhlutum einstakra íbúðareig- enda í húsinu. Var málinu því vísað af sjálfsdáðum frá héraðsdómi. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Ingi- björg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson. Íkveikjumáli vísað frá dómi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.