Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Játningar minnisleysingjanser heiti á nýju dansverkieftir Jóhann Frey Björg-vinsson sem frumsýnt verður í Klink og Bank á morgun kl. 17. Verkið er afrakstur svo- nefndrar Danshöfundasmiðju sem Íslenski dansflokkurinn hleypti af stokkunum í vetur. „Þessi Danshöfundasmiðja var stofnuð sem vettvangur fyrir unga danshöfunda og dansara, þar sem þeim gæfist tækifæri til að vinna að dansverkum og fengju pláss, frið og laun til að geta einbeitt sér að því í ákveðinn tíma,“ segir Jó- hann sem segir mikla þörf fyrir slíkt framtak. Vinnan við verkið hefur staðið yfir með hléum síðan í desember, en núna í apríl hefur verið unnið mjög stíft að gerð verksins. „Þetta er verk í mótun, ekki fullunnið dansverk. Ég leyfi mér að prófa og sjá hvað virkar og hvað ekki. Vegna þess að það er unnið í Danshöfundasmiðjunni liggur ekki á manni þessi pressa að búa til söluvænt verk sem öllum finnst flott og slær strax í gegn. Það var rosalega gott að finna þá tilfinn- ingu að ég gæti gert allt sem ég vildi og prófað,“ segir Jóhann og bætir við að slík tilraunastarfsemi leiddi án efa til hraðari framþró- unar í greininni. Öðruvísi rými Það vekur athygli að Játningar minnisleysingjans verður sýnt í rými í Klink og Bank, í stað leik- sviðsins í Borgarleikhúsinu sem venjulega hýsir sýningar á vegum Íslenska dansflokksins. Jóhann segist hafa valið þetta rými vegna þeirra möguleika sem það býður upp á. „Mig langaði að upplifa öðruvísi rými, í stað þess að vera með þetta hefðbundna svið. Þarna eru gólf, veggir, súlur og loft, sem opna nýja möguleika við að búa til dans og hreyfingar. Það er sjald- gæft að á sviði séu veggir, nema þar sé leikmynd, og rýmið er oft mjög ósnertanlegt,“ segir Jóhann. „Í þessu rými í Klink og Bank er hins vegar hægt að nýta þyngd- araflið á allt annan hátt. Það er ekki lengur bara bundið við gólfið, heldur er hægt að færa það yfir á veggina líka. Það er mjög spenn- andi þáttur að prófa.“ Það er líka í samræmi við hug- myndir Jóhanns um danslistina að verk hans skuli vera sýnt í sal sem venjulega hýsir myndlist og tónlist, fremur en á sviði sem venjulega hýsir leiksýningar. „Dans er svolítið misskilið listform að mínu mati. Fólk fer á danssýn- ingu eins og það sé að fara á leik- sýningu, heldur að það sé að fá út- skýringar og ganga út með nýja lífsýn vegna þess að því sé sagt eitthvað. En fyrir mér er dans frekar eins og málverk eða tón- verk, samið út frá tilfinningu. Það eru ekki textar sem útskýra allt í klassískri tónlist – flautan í viss- um kafla táknar ekkert endilega eitthvað ákveðið,“ segir Jóhann, sem segist sjálfur kjósa að út- skýra ekki dansverk sín af þessum ástæðum. „Ég sem myndræn verk, og mig langar að láta tilfinn- inguna sem ég reyni að skapa í verkinu ráða för. Ég vil helst ekki gefa fólki of miklar leiðbeiningar áður en það fer af stað; ég vil að það upplifi eitthvað á staðnum og kannski eitthvað allt annað en það sem ég er að reyna að koma frá mér. Ef titillinn er góður getur hann útskýrt byrjunarpunkt áhorfand- ans, en útkoman felst bara í upp- lifun hans sjálfs.“ Græna verkið til New York Jóhann hefur verið einn ötulasti danshöfundur okkar Íslendinga á undanförnum árum og fengið góða dóma fyrir verkin sín. Í fyrra var frumsýnt á Nútímadanshátíðinni í Reykjavík dansverk sem hann kallar Græna verkið, þar sem hann blandaði málun með líkama á dúkflöt saman við hreyfingu og dans. Verkið hefur vakið mikla at- hygli þar sem Jóhann hefur kynnt það erlendis, og hefur nú verið valið sem opnunarverk á stærstu nútímadanshátíð New York- borgar, New York International Dance Festival, í júlí, úr hundr- uðum umsókna sem bárust hátíð- inni. „Ég sendi verkið á nokkra staði úti og því var alls staðar mjög vel tekið, sem er mjög gam- an og segir mér að ég ætti að halda áfram að þróa minn stíl. Hér heima er miklu erfiðara að leggja raunverulegt mat á hvort verkin séu að virka, því heimurinn hér er svo lítill og allir þekkja alla svo vel,“ segir Jóhann. Þrír dans- arar héðan frá Íslandi munu halda á hátíðina í New York og flytja verkið; þau Steve Lorenz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Lovísa Gunnarsdóttir. „Ég fór fram á að þau væru með, bæði til að hafa upprunalega dansara í verkinu og til að gefa þeim tækifæri að koma fram á þessari hátíð.“ Græna verkið var unnið, líkt og Játningar minnisleysingjans, í ná- inni samvinnu við Filippíu Elís- dóttur. Jóhann segir samstarf þeirra vera mjög ánægjulegt og skapandi, og er næsta verk þeirra á eftir Játningum minnisleysingj- ans sem verður frumsýnt á morg- un, dansverk á Listahátíð í Reykjavík sem ber heitið Óður til kindarinnar. Það verður frumsýnt 14. maí. Játningar minnisleysingjans heitir nýjasta dansverk Jóhanns Freys Björgvinssonar. Langar að láta til- finninguna ráða för ingamaria@mbl.is Jóhann Freyr Björgvinsson danshöfundur seg- ir listformið dans fremur tengjast myndlist og tónlist en leiklist. Inga María Leifsdóttir ræddi við hann um nýjasta verkið hans, Játningar minnisleysingjans, sem frumsýnt verður í Klink og Bank á morgun. eftir Jóhann Frey Björgvinsson. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Listrænn ráðunautur: Filippía Elísdóttir. Dansarar: Aðalheiður Halldórs- dóttir, Cameron Corbett, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir, Lovísa Gunnarsdóttir og Steve Lorenz. Játningar minnisleysingjans RÍFLEGA 70% sætanýting Há- skólabíós á gulu tónleikunum á fimmtudag – þrátt fyrir engin topp- verk vinsældalistans og „bara“ inn- lendan einleikara – gaf tilefni til að hugleiða hvort ótti sumra um að helmingi stærri tónleikasalur myndi standa hálftómur á venjulegum kons- ertum væri ekki ástæðulaus. Því ekki má vanmeta afgerandi aðdráttarafl góðs hljómburðar (svo bankað sé undir borði m.t.t. framtíðarhúsa- kynna). Á þessum tónleikum kom nefnilega sláandi fram hvað afleit akústík getur raunverulega spillt miklu. Sérstaklega í Brahms, þar sem þykkasti og háværasti rithátturinn varð beinlínis fráhrindandi í stein- dauðu hljómkistunni vestur á Melum. Þekki einhver þær aðstæður út í hörgul, ætti það að vera Páll Pamp- ichler Pálsson, eftir áratuga starf hans hér meðan SÍ óx úr grasi. Enda var ekki laust við að manni fyndist nýklassísk áferð Epitaphs (Graf- skriftar) til minningar um systur tón- skáldsins taka einhver mið af því, jafnvel þótt samið hafi verið í Aust- urríki og frumflutt í Graz 2002. Alltjent ofbauð verkið ekki heyrð Há- skólabíós, og orkestrunarsnilld Páls sá til þess að allt komst skýrt til skila undir innlifaðri stjórn hins þaul- reynda Mathiasar Bamert frá ná- grannalandinu í vestri. Þá snilld má núorðið óhætt kalla á heims- mælikvarða – og sennilega meiri en hjá Brahms þegar sá reið fyrst á sin- fóníuvaðið 43 ára gamall. Hún tryggði jafnframt að engum leiddist þó að framvindan færi aðeins um þröngan völl. Ef ekki lítið en litskrúðugt blómabeð, þar sem staðbundin hljóm- ablöð sprungu út hvert af öðru líkt og í „fast-motion“ kvikmyndatöku á milli ugluspeglóttra smáinnskota. Mætti hlusta með bragðlaukum, var Óbókonsert Richards Strauss (1864–1949) sem ofþroskuð Rieslingþrúga úr víngarði Rósa- riddarans, rétt fyrir fyrstu næt- urfrost. Lang- teygðu laglín- urnar hefðu margar getað ver- ið eftir Mozart endurholdgaðan sem Wagner, hefði ekki verið fyrir gíf- urlegt álagið á sérstaklega einleiks- hljóðfærið. Snerist það hringönd- unarfreka úthald smám saman upp í það er Kanar nefna „overkill“ (svo jaðraði m.a.s. við yfirdrep), líkt og ganga skyldi af sólistanum dauðum. Daði Kolbeinsson virtist samt sem áður fara ótrúlega létt með sitt krefj- andi hlutverk, er hlýtur að veita álit- legt stöðutákn meðal óbóleikara bara að komast þokkalega klakklaust í gegnum, og blés af glæsilega liprum þokka í fyrirmyndargóðu jafnvægi við hljómsveitina. Enda eflaust vand- fundinn hnútumkunnari stjórnandi með hliðsjón af bakgrunni Bamerts á einmitt sömu tvíblöðungspípu. Óvefengjanleg reynsla svissneska stjórnandans, er á m.a. að baki hátt í hundrað hljómdiska, kom aftur á móti að minna gagni í 1. sinfóníu Jo- hannesar Brahms. Ekki sízt af ofan- greindum sökum og einkum þar sem mest fór fyrir túttí-massa hljóm- sveitar á forte og upp úr – s.s. í I. og IV. þætti. Falleg mótun innþátta komst þó betur til skila, enda áferðin gegnsærri, þó að einnig þar virtust sumir staðir einkennilega loðnir. E.t.v. hefði mátt halda aðeins aftur af valdhornunum. Eftir sem áður olli hljómkviðan í heild vonbrigðum, þrátt fyrir dágóðar undirtektir áheyrenda. Þegar bíóið jarðaði Brahms TÓNLIST Háskólabíó Páll P. Pálsson: Epitaph. R. Strauss: Óbó- konsert. Brahms: Sinfónía nr. 1. Daði Kol- beinsson óbó ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Mathias Bamert. Fimmtudaginn 14. apríl kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Daði Kolbeinsson SÍÐUSTU tónleikarnir í 15:15- tónleikaröðinni í Borgarleikhúsinu þetta misserið voru langt frá því að vera á þeim standard sem þar hefur að jafnaði verið. Hefði Mörtu Hrafns- dóttur mezzó- sópransöngkonu ekki notið við; – hefðu tónleikarnir hreinlega verið vondir. Hún bjargaði því sem bjargað varð með tilfinninganæmum söng sínum. Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari eiga að baki langt og farsælt sam- starf. Á laugardaginn voru þeir hins vegar svo langt frá sínu besta, að engu er líkara en þeir hafi hreinlega ekki gefið sér tíma til að æfa fyrir tónleikana. Þó var hluti efnisskrár- innar verk sem þeir hafa leikið áður. Lýrísk svíta fyrir selló og píanó eft- ir Leevi Madetoja er yndislegt verk í síðrómantískum anda. Það vantaði hins vegar alla lýrík og söng í sellóið og Daníel, sem alla jafna er firnagóð- ur píanóleikari, náði engu sambandi við félaga sinn. Niðurstaðan var flaustursleg spilamennska, sem var langt frá því að ná nokkrum hæðum. Tengsl, lagaflokkur Hjálmars H. Ragnarssonar við ljóð Stefáns Harð- ar Grímssonar, var betri. Marta Hrafnsdóttir söng þar sinni einstöku dökku röddu, sem hæfir dimmum og djúpum ljóðum Stefáns Harðar svo vel, og lagði mikla tilfinningu og dýpt í túlkun sína. Röddin var ekki í fókus í byrjun; – en Marta náði sér á strik, og fór á mikið flug, en lét þó aldrei vold- uga rödd sína skyggja á gegnsæjan einfaldleikann í tónlistinni. Þetta var fallega gert. Sigurður og Daníel léku vinsælda- smell Arvos Pärts, Fratres, sem til er í ótal útgáfum fyrir ólík hljóðfæri og hljóðfærahópa. Tónlist Pärts er dul- úðug, einföld, íhugul og full endur- tekninga, en túlkun þeirra Sigurðar og Daníels var óróleg og ónákvæm og vantaði gjörsamlega það mystíska jafnvægi og þann frið sem í tónlistinni býr. Lokaverkið, Vuohenki luothi, fyrir alt, selló og píanó eftir Tapio Tuom- ela, við ljóð Nils Aslaks Valkeepää var áhugavert, – ekki síst fyrir það að það er að nokkru byggt á joík-hefð samíska fólksins í Norður-Skandin- avíu. Enn var það Marta sem reif stemmninguna upp í tilþrifamiklum söng, og lét ekki á sig fá þótt fámennt væri í salnum. Túlkun hennar var stórglæsileg og sýnir enn að hún er efni í mikla söngkonu. Sigurður og Daníel nutu góðs af neistanum frá söngkonunni og náðu sér talsvert á strik og tókst að skapa stemmningu dulúðar og kynngi undir mögnuðum söng Mörtu. Í dúóunum þennan dag tjáði gagnrýnanda hins vegar lítt að lygna aftur augum í einbeittri leit að því sem vel var gert; – þar var ekkert að finna. Bjargvætturinn Marta TÓNLIST Borgarleikhúsið Sigurður Halldórsson sellóleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Marta Hrafnsdóttir mezzósópran fluttu verk eft- ir Leevi Madetoja, Hjálmar H. Ragn- arsson, Arvo Pärt og Tapio Tuomela. Lautardag kl. 15:15. 15:15 Kammertónleikar Bergþóra Jónsdóttir Marta Hrafnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.