Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hér er svo bóndinn, hann Jón í Grasholti, ásamt nautinu, pabba steikurinnar. Samkvæmt mælinguHagstofu Íslandshefur verð á inn- fluttri mat- og drykkjar- vöru lækkað um 10% frá áramótum. Veruleg lækk- un kom fram í mars, en verðstríð á matvörumark- aði hófst í lok febrúar. Verðið virðist hafa haldið áfram að lækka því að veruleg lækkun kom fram í mælingu sem Hagstofan birti í vikunni. Í síðasta mánuði gagn- rýndu Neytendasamtökin innflytjendur og verslanir fyrir að lækka ekki verð á innflutt- um vörum í takt við hækkun á gengi krónunnar. Samtökin sögðu flest benda til að þessir aðilar hefðu nýtt sér gengisbreytingar til að hækka álagningu sína. Nýta sér svigrúm vegna gengisbreytinga Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar Hagstofu Ís- lands, sagðist ekki útiloka að eitt- hvað hefði verið til í þessari gagnrýni, en eftir þær verðlækk- anir sem orðið hafi á innfluttum mat- og drykkjarvörum á síðustu tveimur mánuðum ætti hún ekki lengur við hvað varðar þær vörur. „Það er ljóst að þessi sam- keppni er að skila sér. Kannski er einmitt svigrúm fyrir hendi vegna þessarar gífurlega sterku stöðu krónunnar. Það kann að vera að gagnrýni Neytendasamtakanna hafi staðist fram að þessu verð- stríði en varla eftir það,“ sagði Rósmundur. Á síðasta ári lækkuðu innfluttar mat- og drykkjarvörur lítillega, fyrst og fremst á fyrstu mánuðum ársins. Frá apríl 2004 til febrúar 2005 breyttist verðið hins vegar ekki neitt, en verðbólga á þessum tíma var 3,3%. Á þessu tímabili hækkaði gengi krónunnar aftur á móti um 10% sem gefur verslun- um svigrúm til að lækka verð á innfluttum vörum. Athyglisvert er að á síðustu tveimur mánuðum hefur verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum lækkað um ná- kvæmlega 10%. Það er því kannski ekki óeðlilegt að spurt sé hvort innflytjendur og verslanir hafi verið sein að lækka. En það eru ekki bara innfluttar vörur sem hafa verið að lækka að undanförnu. Mikil lækkun hefur orðið á mjólkurvörum á síðustu tveimur mánuðum. Frá áramót- um hefur verð á mjólk lækkað um 19,4% og verð á smjöri hefur lækkað um 14,1%. Veruleg verð- lækkun hefur einnig orðið á ostum og jógúrti. Rósmundur sagði þessa verðlækkun athyglisverða, sérstaklega í ljósi þess að mjólk- urvörur væru ekki innfluttar. Engin önnur skýring væri á þess- ari verðlækkun en hörð sam- keppni á matvörumarkaði. Engin verðlækkun hefur hins vegar orðið á kjöti. Þvert á móti hefur það heldur verið að hækka á síðustu mánuðum. Grænmeti hef- ur aftur á móti lækkað um 11,7% frá áramótum, en þar er bæði um innflutta og innlenda framleiðslu að ræða. Baldur Jónsson, markaðsstjóri hjá Mjólkursamsölunni, sagði að mjólkurvörur hefðu ekki hækkað í verði í þrjú ár. Hann tók fram að Samsalan hefði ekki verið að veita verslunum aukinn afslátt að und- anförnu. Verðlækkunin skýrðist því af verðstríði á matvörumark- aði. Hann sagði hins vegar að verðlækkun á mjólkurvörum hefði ekki leitt til aukningar á sölu á vörunum. Salan færðist hins veg- ar til milli verslana og vöruteg- unda. Rósmundur vill ekki ganga svo langt að fullyrða að um varanlega lækkun á matvöruverði sé að ræða. Það sé þó líklegra en ekki, sérstaklega eftir að verðið hélt áfram að lækka í síðasta mánuði. Ýmsar aðrar innfluttar vörur hafa lækkað mun minna en mat- varan. Þannig hafa bílar og vara- hlutir aðeins lækkað um 2,6% frá áramótum og lækkunin er raunar enn minni ef horft er heilt ár aftur í tímann. Mjög lítil lækkun hefur orðið á verði áfengis og tóbaks. Hlutur lágvöruverslana stöðugt að stækka Um síðustu mánaðamót breytti Hagstofan útgjaldagrunni vísitöl- unnar. Vegna aukinnar hlutdeild- ar verslana með lægra vöruverð leiddi þetta endurmat til lækkun- ar vísitölunnar um 0,03% í apríl. Rósmundur hefur rannsakað hvernig innkaup heimilanna hér á landi hafa verið að breytast síð- ustu ár, en hann á sæti í Ottawa- hópnum um verðvísitölur og í stjórnarnefnd Efnahagsnefndar Evrópu um vísitölu neysluverðs. Niðurstöður hans eru að sífellt fleiri geri innkaup sín í lágvöru- verðsverslunum og taka þurfi tillit til þess við útreikninga á vísitöl- unni. Árið 2000 voru lágvöru- verðsverslanir með um 25% hlut- deild í innkaupum hjóna með börn. Þetta hlutfall er hins vegar komið upp fyrir 45% í dag. Hlut- fallið er mun lægra hjá einhleyp- ingum eða innan við 30%. Rósmundur segir greinilegt að neytendur hafi breytt innkaupa- mynstri sínu á skömmum tíma og fært innkaup sín þangað sem verðið sé lægra. Fréttaskýring | Verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru heldur áfram að lækka 10% lækkun frá áramótum Mjólk hefur lækkað í verði um 19,4% frá áramótum og smjör um 14,1% Mjólkurvörur hafa lækkað að undanförnu. Verðlækkun á innfluttri vöru hélt áfram í apríl  Verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru lækkaði umtals- vert í fyrstu mælingu Hagstof- unnar eftir að verðstríð hófst á matvörumarkaði. Lækkunin gekk ekki til baka í síðustu mæl- ingu heldur hélt verðið áfram að lækka. Verðlækkunin frá ára- mótum er 10%. Á sama tíma hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2%. Athygli vekur að verð á mjólkurvörum hefur lækkað mikið á síðustu vikum. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ARÍUR, dúettar, kvartettar, kórar og snarpir söngs- prettir eru meðal þess sem verður á dagskrá í Hafn- arborg í Hafnarfirði annað kvöld þegar Óperukór Hafnarfjarðar og gestasöngvarar þenja þar radd- böndin. Meðal þess sem er á efnisskránni eru atriði úr Macbeth eftir Verdi og hinn frægi páskakór úr Cavalleria Rusticana. Kórinn er fimm ára um þessar mundir og heldur upp á afmælið með tvennum vortónleikum. Þeir fyrri eru í Hafnarborg og seinni tónleikarnir verða haldnir síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl. Tónleikarnir á morgun verða með hefðbundnu sniði, fluttir verða óperukórar úr ýmsum óperum og nokkrir sönglærðir kórfélagar koma fram með kórn- um. Að venju mun Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngv- ari og stjórnandi kórsins syngja með kórnum og munu hún og Ólafur Kjartan Sigurðarson m.a. flytja atriði úr Macbeth. Auk þess verður boðið upp á Vín- arsveiflu og sönghópurinn Sópranós mun koma fram. Aðalpíanisti á tónleikunum er Peter Maté sem er „hljómsveit kórsins“ að sögn Elínar Óskar. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Seinni tónleikarnir, síðasta vetrardag, verða haldn- ir á hátíðlegu „galakvöldi“ þar sem prúðbúnum gest- um verður boðið upp á hátíðarmatseðil og fá að hlýða á leikandi léttar óperettur og Vínartónlist milli rétta. Salon-hljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar leikur undir í sumum atriðanna og auk Elínar Óskar munu Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Snorri Wium hefja upp raust sína. Veislustjóri verður Þorgeir J. Andr- ésson. Galakvöldið verður haldið í Gullhömrum í Grafarholti. Morgunblaðið/Þorkell Óperukórinn á æfingunni í vikunni. Annað kvöld verða þau öll í sparifötunum. Fagna afmæli með tónleikum Fimm ár frá stofnun Óperukórs Hafnarfjarðar Reyðarfjörður | Verktakafyrirtækið Bechtel, sem er að reisa álver Al- coa, býður í dag öllum þeim í heim- sókn sem vilja skoða starfsmanna- þorpið við Reyðarfjörð og kynnast framkvæmdinni. Milli kl. 13 og 15 verður hægt að taka þátt í skoð- unarferðum og kynningu. Á næstu dögum kemur svo út fréttabréf sem borið verður í hvert hús í Fjarðabyggð og mun liggja frammi víða á Austurlandi, þar sem greint er frá helstu áföngum í álversframkvæmdinni. Um 300 manns starfa nú við byggingu álversins, þar af eru um 83 prósent íslensk. Framkvæmd- irnar hafa gengið mjög vel og eru á áætlun. Næstu daga mun það markmið nást að fimm hundruð þúsund vinnustundir hafa verið unnar hjá Bechtel á Reyðarfirði án þess að ein einasta hafi tapast vegna slysa eða atvika sem leitt hafa til þess að starfsmenn hafa verið frá vinnu. Er þetta þakkað ströngum öryggiskröfum og vand- lega úthugsuðum verkferlum á vinnusvæðinu. Þriggja mánaða áætlun Bechtel gerir ráð fyrir að taka eigi nýja skolphreinsistöð neðan við starfs- mannaþorp Fjarðaáls, FTV, í notk- un síðari hluta júní en hún er nú í byggingu. Byggingu 1. áfanga skrifstofu á álverssvæðinu á að ljúka seint í maí og sprengingum og grófjöfnun á svæði 2. kerskála lýkur í þessum mánuði. Þá er einn- ig hafin vinna við drenlagnir og holræsalagnir á álverslóðinni. Fyrsta skipið með burðarvirkja- stál innanborðs er væntanlegt að stóriðjuhöfninni á Reyðarfirði í júlí nk., en þá verður lokið við að ganga frá vestari hluta hennar. Sú framkvæmd er á vegum Hafnar- sjóðs Fjarðabyggðar. Höfnin verð- ur alls um 400 metra löng, en reiknað er með að ljúka 100 metr- um á þessu ári. Opið hús hjá Bechtel á Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.